Norðurslóð - 24.01.1990, Page 2

Norðurslóð - 24.01.1990, Page 2
2 - NORÐURSLÓÐ NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Umsjón, dreifing og innheimta: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555 Prentun: Dagsprent hf. Akureyri Fiskverðsákvörðun - Fiskmarkaðir Deilur um fískverð og fiskverðsákvörðun hafa blossað upp enn á ný. Á allmörgum útgerðarstöðum neituðu sjómenn að fara á sjó eftir áramótin fyrr en Ijóst væri eftir hvaða leikreglum skiptaverð til þeirra ákvarðaðist. Til skamms tíma voru þessar leikreglur mjög einfaldar. Verðlagsáráð sjávarútvegsins auglýsti lágmarksverð á físki sem allir fóru eftir. Þar fyrir utan sigldu nokkur skip á erlenda uppboðsmarkaði með afla til sölu. Skilin milli erlenda verðsins og innlenda fiskverðsins voru glögg og ekki gerður mikill samanburður á því opinber- lega. Eftir að mögulegt varð að senda ísaðan físk með gámum á uppboðsmarkaði erlendis fór markaðsverð þar æ meir að verða til viðmiðunar hér á landi. Þannig hefur flutningatækni breytt aðstæðum og viðhorfí. Samhliða þessu hefur breytt fjarskiptatækni auðveldað mönnum að fylgjast daglega með verðum á erlendum mörkuðum. Undir þessum kringumstæðum er eðlilegt að uppboðsmarkaðir hafí náð nokkurri fótfestu hér á landi. Það er hins vegar mikill galli að þeir eru ein- göngu staðsettir á suðvestur horni landsins. Áhrif þeirra og vitneskjan um markaðsverð crlendis hafa leitt til þess að verðákvörðun verðlagsráðs hefur litla merk- ingu aðra en búa til einhverja grunntölu sem yfírborg- anir miðast við. Samanburðurinn skapar togstreitu sem birtist meðal annars í því að sjómenn neita að fara á sjó fyrr en leikreglur liggja fyrir. Fiskvinnslan úti á landi telur sig ekki geta greitt verð sem miðast við markaðina suðvestanlands meðal ann- ars vegna þess að hún er skuldbundin að taka á móti öllum afla skipanna, en á mörkuðunum geta menn val- ið úr það hráefni sem hentar í vinnslu hjá hverjum og einum þann daginn. Þannig hefur náðst upp sérhæfíng í vinnslu þar sem markaðarnir eru. Til viðbótar þessu hefur útflutningur á ferskum flökum og vinnsla í smá- pakkningar á neytendamarkað nær eingöngu verið hjá fyrirtækjum sem kaupa hráefni á mörkuðum. Það hef- ur sýnt sig að slík vinnsla getur greitt hærra verð fyrir gott hráefni en hcfðhundin fískvinnsla. Það er því Ijóst að breyttar aðstæður geta orðið erf- iðar landsbyggðinni ef menn bregðast ekki við þeim á raunsæjan hátt. Breytingar sem eru vegna tækniþróun- ar verða ekki umflúnar heldur aðeins spurning hve lengi menn streitast á móti. Lausn þessa vanda felst í uppboðsmörkuðum um allt land og að þeir skapi leik- reglurnar í verðákvörðun á hráefni. Þeir tryggi sérhæf- ingu vinnslu og áframhaldandi nýsköpun í sjávarútvegi. Ekkert eitt mál er mikilvægara í byggðamálum en ein- mitt þetta. Lausn þess veltur eingöngu á ákvörðunum fólks og fyrirtækja út um allt land. í þessum efnum þarf ekki og á ekki að hrópa á lausnir að sunnan, við eigum bara að gera þetta sjálf. J.A. f Elskuleg fjölskylda mín ogfrændur, vinir og þið öll yndislega fólk. Við þökkum þá miklu hlýju ykkar sem umvafði okkur öll við fráfall sonar okkar, bróður og frænda Friðleifs Heiðars Hallgrímssonar Guð blessi ykkur öll. Halla Árnadóttir og fjölskylda. Ur dagbók Jóhamis á Hvarfi Anno 1899 1. júlí. Kom Páll heim, verður ekki róið fyrir beituleysi, en fyrir utan ána róa nokkrir sem beitu eiga á húsinu og fá góðan fisk. Kom Jói heim. 4. júlí. Fór Jói Sigurðsson vinnum. ofan, hefur eigi á sjó komið frá 3. nóv. f. á. þegar mennirnir drukknuðu hér við Sandinn. 15. júlí. Tryggvi fór ofan með 3 hesta yndir reiðing, og hest handa Jóa vinnumanni. Komu þeir eftir háttatíma. Jói hefur róið á hverjum degi síðan hann fór, 9 róðra. Kom Jói litli í land úr consúlskipi, hefur verið 6 daga. Kom Stjáni í Gröf og Jói heim að kvöldi, svo nú eru allir heima. 21. júlí. Kom Sigurður Thor- oddsen og Jónmundur Halldórs- son á lcið til Reykjavíkur, hafa verið í vor að gera brúarstólpa við Hörgá. Gistu. 22. júlí. Fylgdi ég Jónm. og Sig. yfir báðar brýrnar. 23. júlí. Komu piltar frá fisk- þvotti kl. 5, sögðu afla mikinn. 4. ágúst. Kom Steingrímur læknaskóla candidat, setti bólu 29 manns, flest börn. 5. ágúst. Fór ég með Stein- grími Matthíassyni háskólalæri- sveini, sem þar hefur verið í 3 ár, og hér í sveit er nú, til að bólu- setja gegn bólu og barnaveiki. Fór að Urðum þar bólusett 41 og Hreiðarsstöðum 4, fór hann að Tjörn kl. 4. Hér komu hjón frá Reistará með barn á hreppinn. Farið með barnið frá Hvarfi að Þverá yfir. 10. ágúst. Fór Einar Helgason (Brautryðjandi í garðrækt) úr Reykjavík hér um, yfir ár á brúnum, skilaði Jóa litla bréfi, og hélt svo áfram. 20. ágúst. í nótt kom Solla frá Brattavöllum. Fór Sólveig með ull sem komast á í tóvinnuvélar Eyfirðinga. 30. ágúst. í nótt brann íveru- hús stórt á Litla-Árskógssandi, sem 4 fjölskyldur bjuggu í, mikið fjármunatjón en eigi manntjón. 31. ágúst. Þennan mánuð hefur verið nokkur rigning, samt hafa komið góðir þurrkdagar svo allt hey hefur náðst lítið sem ekkert skemmt. I. september. Fórum við piltar 5 yfir í Bakkafjall og slóum ofan við jarðfall, upp að Svartaflags- mó, Ytrasund og Klauf þar suður og upp. Stúlkur rökuðu. Hætt að slá hér. 4. september. Bundum bólstr- ana úr Bakkafjalli, 30 hestar, fór- um 3 ferðir. 6. sept. Hiti 1 stig, stormur og súld að morgni, létti til. Grjót- báru piltar hey öll bæði í Skriðu- koti og hér heima og birgðu Þor- geirsfúlgu. Ég saumaði reipi og lét þau öll upp í hjall, tók til greina orf, hrífur, Ijái og brýni. 7. sept. — kom fallega Hatta heim sjálf. Fór Páll og Jói vinnu- maður ofan til róðra í fyrsta skipti á þessu hausti, en komu aftur vegna beituleysis. Jói og Tryggvi fóru í silung, fengu 10, þar af 2 laxar hvor 7 pund og eitt lítið laxbarn, man ég eigi að svo margir laxar hafi fengist í ánni í minni tíð. 9. sept. Kom Sveinn eftir háttatíma. Gistir. 10. sept. Fórum í göngur. II. sept. Markaður á Hofsrétt. 21. sept. Tekið upp úr garði kartöflur, sprottið í betra lagi. 23. september. Fór Angantýr Hólabúfræðingur eftir að hafa verið hér í jarðbótavinnu, borg- aði honum kaup sitt kr. 23,40. Kýr settust inn. 25. sept. Páll fór í fyrsta róður, 28 í hlut, beitt silungi og slængi. 29. sept. Réru 6 bátar af Sand- inum, fengu nokkuð á sjóbeitu og slængi. 30. sept. Hofsárkýrin stóð upp, er nokkuð frísk. Árgerðis- og Böggvisstaðabátar hafa oft róið með silung úr ánni til beitu. 6. okt. Kom Páll með fisk á hesti. Giftu sig Soffonías Bald- vinsson og Sigurveig Sigurðar- dóttir Tungufelli. Við Sólveig vórum í veislunni. 7. okt. Við Sólveig komum heim að morgni. 8. okt. Fór Tryggvi ofan til að skreppa í kaupstað, eru báðir bræður niður frá í þeim væntum. Páll og Jói fóru ofan, eru skips- rúm nú laus. 9. okt. Kom Jóhannes í Holti til niðurjöfnunar í Syðra-Hvarfi, og Jón Stefánsson. Kom Skálholt að Sandi kl. 12. Ætlaði Jói með inneftir hafi hann komist vegna hvassviðris. (Komist fram í skipið.) 12. okt. Hofsárkotsstúlkur komu heim í gærkvöldi fóru með Skálholti. 13. okt. Komu Jói og Tryggvi heim í gærkvöldi sjóveg með Munda í Hrafnstaðakoti. Svo komu þeir bræður heim í dag, segja engar fréttir. 19. okt. Skrifaði Sólveig Sig- fúsi bróður sínum. Komu 6 glös af fjárbóluefni og verkfæri til Jóa frá Júlíusi Hallgrímssyni Munka- þverá, kostar kr. 13,50. 25. okt. Bólusetti Jói á Þverá 61 kind og Urðum 79 alls í dag 140 kindur. Kom Tryggvi neðan- að með það sem héðan var niður- frá. Er fiskur heim kominn lítill mjög þessa vertíð. 4. nóvember. Fóru bræður til rjúpna fengu 9 og 10. Frostryk á sjó sést héðan. 5. nóv. Öllu gefið inni í fyrsta sinn á þessum vetri. Hross látin inn og gefið. Kom Sigurður á Kóngsstöðum og Einar í Holár- koti frá róðrum á Litla-Árskógs- sandi á heimleið. Kom Ágúst í Holti (Felli, en Fell er ekki til nú) úr síldarferð, fékk rúma 5 strokka. 9. nóv. Kom Gísli, fórum báðir til kaupstaðarferðar ofan á Sand. 11. nóv. — tókum ull hjá kembivélum, pantaði hníf og gleraugu hjá Guðm. lækni, tók 15 kr. hjá consúl, borgaði 15 kr. fyrir kembda ull, keypti hjá Gránu fyrir 10 kr. Gisti hjá Fló- vent vert. 14. nóv. Fór ég af Sandinum suður í Syðra-Holt, gisti hjá Ágúst. 15. nóv. Fór frá Holti yfir ána á Helgafellshyl ís sterkur — kom heim í rökkri, holdvotur og þreyttur, stórviðri og fjaska regn í allan dag. Réru margir, fengu illhleypu, gátu 2 bátar ekki dregið, voru í Ytri-Vík. 16. nóv. Gekk um hádegi í afspyrnu rok, veður óstætt, reif járnþak af timburhúsinu í Dæli á parti. 21. nóv. Gefið hér inn hundum. Sáust ormar í Díla, er í fyrsta skipti sem honum er gefið inn, er ekki 11 mánaða, ekkert sást úr Vask. 24. nóv. — er lokið böðun á þeim parti sem okkur Gísla var falið frá Hofsá að Sæluá, 25 kind- um fleira en í fyrra. 26. nóv. Bindindisfélagsfundur á Þinghúsinu og bóka útlán. Gistu Steini og Grímsi af Sandin- um hér. 1. desember. í dag fór Páll með 47 pör hvítra sokka til Ágústs í Syðra-Holti, en hann selur þá Fr. Kristjánssyni kaup- manni mót peninga borgun á kr. 0,57. Árssamningur á 1000 pör hvítra heilsokka. Kom Leifi í Gerði, gistir hér, fékk hann bæk- ur af safninu. 4. des. Fóru Skíðdælir ofan í Syðra-Holt með prjónasaum til Ágústs. Komu Böggvisstaða- bræður, Valdi og Nonni (Þor- valdur og Sigurjón) með Guð- laugu systur sína, sem búist er við að verði hér eitthvað sem ljós- móðir í þessum parti hreppsins. Komu Siglfirðingar með Hall- grím póst sjóveg í gær. (Hallgr. Kráksson.) Kom jarðskjálfta- kippur að kvöldi. 8. des. Fóru bræður ofan með rjúpur að kvöldi. Komu með peninga fyrir sokka frá Ágústi í Holti. 9. des. Forlíkun (Sáttafundur) á Völlum útaf fjúkyrðum Krist- jáns bódna á Litlu-Hámundar- stöðum og Magnúsar húsmanns þar, sættust án útláta, með góðu móti. Sóttu drengir folana í Kóngsstaði, hafa verið þar síðan 19. júní. Rauður og Sokki. 10. des. Fór Jói ofan til kaup- staðaferðar með Steina í húsinu á Böggvisstaðasandi (Jónshúsi). 16. des. Kom að kvöldi Dúi Grímsson frá Langhúsum í Fljótum, af Oddeyri, frá skipa- smíði á heimleið, og Bessi Ein- arsson frá Steinnesi, fylgdi hingað, gistu báðir. Sögðu eftir skrifum að sunnan, myrtan mann, sem farið hafði með pen- inga milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. 17. des. Fór Dúi, Jói gekk með honum yfir árnar (áleiðis heim að Klaufabrekku), líka Bessi, Tryggvi gekk með honum út á bæi. 21. des. Fór Jói ofan á Sand að vitja um bréf, er kom með Páli, og fékk orð um frá Jóni Stefáns- syni að þyrfti að kvitta fyrir. 27. des. Kom Jói litli og Jón á Hjaltastöðum af íshúsfundi. I stjórn hússins: Hallgrímur á Hrafnsstöðum kosinn í stað Baldvins á Böggvisstöðum, er ekki gaf kost á sér, eru þá í stjórn endurkosnir: Ágúst, og Friðleif- ur, og Hallgrímur nýr. Hafa ver- ið íshússtjórar: S.G., 2 ár, (Sig. Gunnlaugsson bóndi Ingvörum um skeið, og til heimilis í Kofa eitthvað.) Jón Stefánsson í 1 ár, nú Baldvin Hansson. Ákveðið að halda áfram í sama horfi. 1899 — en byrjaði með mars snjófall og varði til apríl loka, og flest var á heljarþröm fyrir fóður- skort, en skepnutap varð ekki — kýr gengu úti með júní, allt gekk hér í sveit vel undan. Grasspretta og töðufall hið besta."Garðávöxt- ur mikill. Heilsufar hið besta almennt. Hér dáið: Ein kelling, ein stúlka, unglingur, eitt barn og eitt fætt andvana alls 4 manneskj- ur á árinu í hreppnum. Gufu- skipaferðir kringum land fjaska miklar. Víkingur strandaði á Sauðárkróki 31. desember og Tejo 4. nóvember vestur í Al- menningum, hvorutveggja gufu- skip.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.