Norðurslóð - 24.01.1990, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 24.01.1990, Blaðsíða 5
NORÐURSLÓÐ - 5 il Minning: Ted Amason bæjarstjórí í Gimli Fæddur 25. júní 1918 - Dáinn 26. desember 1989 Á annan dag jóla andaðist á sjúkrahúsinu í Gimlibæ í Maní- toba Kristján Theodor Árnason bæjarstjóri þar í bæ. Hann var vel þekktur hér á landi. jafnan kallaður Ted Arnason. Ted var fæddur á bænum Espi- hóli í Gimlisveit ekki langt frá hinunt mikla íslendingabæ, sem ber sama nafn. Foreldrar hans voru hreinræktaðir íslendingar, þótt bæði væru fædd vestanhafs. Faðirinn var Guðjón Árnason. ættaður frá Villingdal og fleiri bæjum í Eyjafirði. en móðirin Petrína Pórunn Soffía Baldvins- dóttir. Hún lifir enn í hárri elli á heimili aldraðra. Betel. í Gimli. Guðjón dó liins vegar fyrir nokkrum áruni. Baldvin faðir Petrínu var Norðlendingur og kann eg ekki að greina frá ætt hans, en móðir- in var svarfdælsk. Hún hét líka Petrína Soffía og var dóttir Arn- gríms Gíslasonar málara, sem síðast bjó í Gullbringu. og konu hans Þórunnar Hjörleifsdóttur frá Tjörn. Petrfna Arngrímsdótt- ir fór til Kanada innan við tvítugt árið 1894. Hún giftist ntjög fljótt eftir vesturkomuna, eignaðist barn sitt. Petrínu vngri. árið sem hún varð tvítug 1896. Hún dó af barnsfararsótt. svo litla dóttirin hefur verið látin heita í höfuðið á látinni móður sinni. Pessi sorglega saga er rakin hér til að tengja uppruna Teds Arna- sonar við Eyjafjörð og Svarfað- ardal, scm hann taldi sér ná- komnari öðrum héruðum á ís- landi vegna upprunans. Það átti hins vegar fyrir Petrínu yngri að liggja, að verða móðir stórs barnahóps því þau Guðjón eignuöust 10 börn, sem upp kom- ust þar af 7 syni. Af þessu fólki er nú mikill ættbogi sprottinn í Winnipeg og nágrenni. Gimlisveitin var nálega al- íslensk byggð. Allir töluðu íslensku og lærðu fyrst ensku þegar í skóla kom. Guðjón og Petrína á Espihóli stunduðu nautgriparækt eins og flestir ná- grannar þeirra og framleiddu kjöt og mjólk og ræktuðu korn til fóðurs, bygg og hafra, og eitt- hvað hveiti til sölu. Lífið var ekki dans á rósum. en menn björguð- ust vel af og komu á legg hraust- um börnum. hertum í hóflegri vinnu sem reyndust dugnaðarfólk þegar kom út í lífsbaráttuna. Ted var meðal eldri systkin- anna, fæddur 25. júní 1918. Ég hef ekki nógu góða mynd í huga mér af æviferli Teds frænda míns og vinar. Vissi ekki einu sinni að ég ætti þetta frændfólk í Kanada fyrr en við vorum báðir rígfull- orðnir nrenn eftir stríð. Því leyfi ég mér að tilfæra glefsu úr minn- ingargrein Ncils Bardal, sem birt- ist nýlega í Reykjavíkurblaði: „Ted var óþreytandi eljumað- ur allt frá æsku er hann hóf störf á býli foreldra sinna og síðan við margvísleg fyrirtæki sín. Hann var 4 ár í flugher Kanada í seinni heimsstyrjöldinni en árið 1946 stofnaði hann með Valda bróður sínum sjálfseignarverslunina „Árnason's Self Serve" sem var fyrsta verslun af því tagi í Gimli. Síðar starfaði hann við marg- vísleg fyrirtæki á sviði byggingar- starfsemi ásamt bræðrum sínum Baldwin, Joe, Frank og Wilfred og stofnaði loks ferðaskrifstofuna Viking Travel Ltd. árið 1974." Þetta er ferðaskrifstofan. sem flutt hcfur hingað til lands hvaö flesta Vesturísledinga á undan- förnum 15 árum. Um skeið bjó Ted í Winnipeg- borg með fjölskyldu sinni. en flutti síðan aftur heim á æsku- slóðirnar og settist að í Gimlibæ. Árið 1978 bauð hann sig fram til bæjarstjórastarfs, en í þá stöðu er kosið heinni kosningu þar í landi. Ted sigraði glæsilega og gekk í þetta starf með miklum dugnaði. Hann var svo endurkos- inn tvisvar sinnum og heföi átt að Ijúka þriðja kjörtímabilinu nú i vor. Til þess gafst honum ekki tími, dauðinn skarst í leikinn. Eiginkona Teds er Marjorie, fædd Dall, nafn sem mér skilst að sé dregiö afnafni Dalasýslu. Hún er íslensk í aðra ætt en skosk- ensk í hina, ákaflega glæsileg kona og samhent manni sínum í störfum ekki síst viö rekstur ferðaskrifstofunnar. Þau kynnt- ust og giftu sig rétt eftir lok stríðsins og eignuðust í fyllingu tímans 3 dætur. scm nú eru giftar konur og eiga sjálfar börn. Arnasonfólkið konr í fyrstu heimsókn sína til íslands laust eftir 1960. Þá komu gömlu hjónin, Petrína og Guðjón ásamt með Jóhanni (Joe) syni þeirra. Síðan eru heimsóknirnar til gamla ættlandsins orðnar margar. Um sumarmálin í fyrra komu þau hingað Ted og Marjorie. Það var 35. koma þeirra til landsins. Svo mjög varð ísland hluti af líti þéirra. Og hér eignuðust þau fjölmarga vini t.d. á Akureyri þar sem þau dvöldu gjarnan nokkra daga í senn. Og í höfuðstaönum eignaðist hann góöa vini, sem kunnu að meta störf hans í þágu góðs og lif- andi sambarids íslenskættaðra Ameríkana við land feðranna. Fyrir þau störf tók hann við fálkaorðunni úr hendi forseta íslands á síðastliönu ári. Það var gaman \orið 1979 að heimsækja bæjarstjórahjónin i fallega, nýja húsið þeirra í Gimli. Ekki síður var gaman að fara í kvöldferð með þeim niður að vatriinu. sjá þegar ísienskur liski- maður kom að landi með.aflann. einar 4-5 fiskitegundir. sem ég hafði aldrei á ævinni fyrr augum litiö. Og þiggja svo kvöldverð hjá Marjorie í sumarhúsi þcirra hjóna í Víðinesi við vatniö og sjá hinn fræga, hvíta stein. þar sem fyrsti íslendingurinn í Nýja- íslandi fæddist 1878. Gaman var líka að aka meö bæjarstjóranum um Gimlisveit. þar sern hann fæddist og ólst upp og þckkti hvern bæ og hvert eyðibýli. Og hcimsækja svo nokkra íslenska bændur, sem fóru með harðsnún- ar íslcnskar hringhendur og vildu fá botn við mjög crfiöa fyrri- parta. Aka síðan alla leið út í Tcd Arnason á Græniandi suniariú 1982. Ljósm.: HEI’. Mikley í Winnipegvatni og ganga um í kirkjugaröinum, þar sem íslendingar hvíla undir hverjum minnisvarða. Ted kcnndi innvortismeins fyr- ir nokkrum árum. Það reyndist vera illkynjað. Sjúkdómurinn fór sér hægt og Ted baröist gcgn honunt af mikilli hugprýði með aðstoð bestu lækna. Hann vissi þó gerla að hvcrju fór. Þegar hann var hér á sumardaginn fyrsta í fyrra töluðu þau hjón um ástand heilsu hans af æöruleysi og Ted sagöi. að nú hefði liann það markmið að endast þangað til tímabil hans sem bæjarstjóri í Gimli rynni út í vor eða snemnia sumars. Það átti ekki að verða. Veikin færðist i aukana og liann var fluttur á Johnson-minningar- sjúkrahúsið þar sem hann andað- ist á 2. dag jóla. 26. desember. eins og sagt var í upphafi þessara orða. Það er óhætt að segja. að Ted Arnason var meðal allra merk- ustu manna í Vesturhcimi at íslcnsku bergi brotinn. Hann var góður sonur fæðingarlands síns, Kanada. Hann var mikill Islend- ingur og talaði ágæta íslensku og þau hjón bæði. llann var auk þess mikill heimsborgari og sótti heim fjölmörg lönd allt frá Grænlandi til Astralíu og Japans. Hann hefði gjarnan viljað lifa lengur og það hefðum við vinir hans líka viljað. En hann hat'ði unrtið mikiö starf langan dag. og enginn má sköpum renna. Ég flyt Marjorie og börnum þeirra dýpstu samúðarkvcðjur við fráfall góðs eiginmanns og heimilisföður. H.E.Þ. Porramatur - Porramatur Höfrnn til sölu mikið úrval af þorramat. Seljum bakka með 14 tegundum af þorramat. Tökum til þorramat fyrir hópa ef óskað er.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.