Norðurslóð - 24.01.1990, Blaðsíða 6
Tímamót
Skírnir
2. jóladag var skírð í Dalvíkurkirkju Guðrún Þóra. Foreldrar
hennar eru Ingibjörg Ásta Björnsdóttir og Friðrik Fór Valsson
(Harðarsonar), Lokastíg 2, Dalvík,
2. jóladag var skírður í Dalvíkurkirkju SigurðurHelgi. Foreldr-
ar hans eru Guðrún Sigurðardóttir og Torfi Sigurðsson, Hjarð-
arslóð 4b, Dalvík.
2. jóladag var skírður í Dalvíkurkirkju Kristinn Þór. Foreldrar
hans eru Helga Níelsdóttir og Björn Friðþjófsson, Steintúni 4,
Dalvík.
28. desember var skírð í Dalvíkurkirkju Jara Sól. Foreldrar
hennar eru Yrsa Hörn Helgadóttir og Guðjón Antoníusson,
Karlsbraut 22, Dalvík.
Nýársdag 1990 var skírð í Dalvíkurkirkju Anna Kristín. For-
eldrar hennar eru Steinunn Jóhannsdóttir og Leifur Kristinn
Harðarson, Hjarðarslóð 6c, Dalvík.
Hjónavígslur
2. jóladag voru gefin saman í hjónaband í Dalvíkurkirkju
Marsibil Sigurðardóttir og Valur Hauksson. Heimili þeirra er
að Mímisvegi 4, Dalvík.
30. desember voru gefin saman í hjónaband í Dalvíkurkirkju
Ellen Sigurðardóttir og Ómar Þór Guðbrandsson. Heimili
þeirra er að Loka|tíg 1, Dalvík.
30. desember voru gefin saman i hjónaband í Dalvíkurkirkju
Magnea Kristín Helgadóttir og Halldór Kristinn Gunnarsson.
Hcimili þeirra er að Reynihólum 4, Dalvík.
Andlát
30. desember lést á Dalvík
Friðleifur Heiðar Hallgríms-
son.
Friðieifur fæddist á Akureyri
22. desember 1961 sonur Hall-
fríöar Árnadóttur og Hallgríms
Ingólfssonar, sem nú er látinn,
en fósturfaðir hans er Zophonías
Antonsson. Friðleifur flutti
þriggja ára hingað til Dalvíkur
og bjó hér æ síðan. Systkini
hans eru Vignir, Hanna Kristín,
Árni og Oddný. Marga félaga
eignaðist Friðleifur enda bæði
glaðvær félagi og duglegur
og samviskusamur við 'vinnu.
Friðleifur var jarðsunginn frá
Dalvíkurkirkju 6. janúar sl.
7. janúar lést í Reykjavík
Freyja Þorsteinsdóttir.
Freyja fæddist á Hamri 9.
ágúst 1916, dóttir Þorsteins
Antonssonar frá Hamri og
Kristrúnar Friðbjörnsdóttur frá
Efstakoti. Fjögur systkini henn-
ar komust til fullorðinsára en
þau eru: Hjalti, Skafti. Hólm-
fríður er lést fyrir fáum árum og
Þórunn Ingunn.
, 1918 flutti Freyja með fjöl-
skyldu sinni í Efstakot, þar sem
1 hún ólst upp og þar var hennar
annað heimili alla tíð síðan.
1942 fór Freyja að vinna við
saumaskap í Reykjavík en hún
var handlagin og afar dugleg eins og ættingjar hennar fengu
mikið að njóta. 27. júní 1952 giftist hún eftirlifandi manni sínum
Sigurði Hjartarsyni og eignuðust þau þrjú börn, Kristrúnu
Júlíönu, Hjört og Þorstein Óla. Fyrir þremur áratugum byggðu
Freyja og Sigurður sér heimili að Hvassaleiti 59, en þar hafa
margir vinir og ættingjar að norðan gist og notið mikillar gest-
risni þeirra hjóna. Freyja kom hingað norður næstum því hvert
ár eftir að hún flutti suður og var ætíð tilhlökkun að fá hana í
heimsókn, en hún var glaðlynd og rösk til allra hluta og bar með
anda glaðværðar hvar sem hún fór.
Freyja var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 13. janúar sl.
Má é& kvnna
í desember síðast liðnum tók til
starfa nýr skrifstofusjtóri í Spari-
sjóði Svarfdæla á Dalvík, í stað
Snorra Finnlaugssonar sem starf-
að hefur þar undanfarin ár, en
fluttist nú suður til Reykjavíkur.
Skrifstofustjórinn nýi hcitir
Jónas Míkael Pétursson, hann er
húnvetnskur að ætt og uppruna,
fæddist árið 1964 og ólst upp hjá
foreldrum sínum á Tjörn á
Skaga, þar er tvíbýli, bændurnir
Sveinn og Pétur eru bræður
Sigurlaugar Sveinsdóttur : Lundi
hér á Dalvík. Um fermingaraldur
fór hann í Reykjaskóla í Hrúta-
firði, og eftir það var hann ein-
ungis að sumarlagi heima í for-
eldrahúsum. Um tíma stundaði
hann sjómennsku frá Hvamms-
tanga. Árið 1982 byrjaði hann að
vinna hjá Sparisjóði Hvamms-
tanga. Hann vann þar til ársins
1988, þá fluttist hann með konu
og börn til Reykjavíkur, og vann
í Sparisjóði Reykjavíkur og ná-
grennis þar til nú í vetur að hann
réðist hingað til Dalvíkur. Kona
Jónasar heitir Svava Ingimundar-
Jónas, Jón Mikacl, Svava, Viktor Már.
dóttir frá Hvammstanga. Þau
eiga tvo stráka, Jón Míkael 7 ára
og Viktor Má 4 ára.
Aðspurður um áhugamál,
kveðst Jónas hafa gaman af að
sprikla í íþróttum, sérstaklega
hefur liann gaman af körfubolta,
sem er reyndar ekki mikið stund-
aður á Dalvík um þessar mundir,
en það getur lagast. Hann telur
ómissandi að stunda einhvers
konar íþróttir, skokk, heldur en
ekkert, með skrifstofuvinnunni.
Til skamms tíma átti hann hest,
og getur vel hugsað sér að
skreppa á hestbak ef tækifæri
gefst.
Norðurslóð býður Jónas Pét-
ursson og hans fjölskyldu vel-
komin í þetta byggðarlag.
Fréttahomið
Miklar umræður eru nú um
þá fyrirætlan Kaupfélags-
ins að afleggja með öllu slátrun
hér á Dalvík og þiggja boð land-
búnaðarráðuneytisins um ca. 18
milljón króna framlag úr svo-
kölluðum úreldingarsjóði fyrir að
leggja þetta sláturhús niður.
Bændur hér eru heldur óhressir
yfir þessari þróun mála og hafa
gert samþykktir á fundum og nú
síðast safnað undirskriftum með
áskorun til málsaðila að hætta við
fyrirhuguð áform a.m.k. að því
er varðar nautgripaslátrun. Mun
það vera mjög almennur vilji
bænda á svæðinu og raunar fleiri
að nautgripaslátrun haldist hér
framvegis.
í dag, 22. janúar var haldinn
fundur um þetta mál á Dalvík.
Mættu þar 3 fulltrúar KEA ásamt
hreppsnefndarmönnum og
stjórnum búnaðarfélaga á svæð-
inu þ.e. Svarfaðardal/Dalvík og
Árskógsströnd. Ennfrcmur
deildarstjórnir Kaupfélagsins
hér. Málið var ítarlega rætt og
varð niðurstaðan sú, að kannað
skvldi til hlýtar, hvort ekki væri
fær sú millileið að afleggja sem
sláturhús hluta núverandi húss
t.d. % eða V> og afsala sér úreld-
ingarfé að hluta til. Lagfæra þá
þann liluta sem eftir stæöi og
nota til stórgripaslátrunar um
ótiltekna framtíð.
Lofaði kaupfélagsstjóri, Magnús
Gauti Gautason því, að flytja
þessa tillögu við ráðherra. Nú er
eftir að sjá, hvort ráðuneytið
treystir sér til að gera þessa til-
slökun.
Víst er það, að frá sjónarmiði
bænda er það mikið spor afturá-
bak ef nú á að hætta hér slátrun
algjörlega.
Nú þegar eru inargir gripir „á
Sláturhús í vogarskálinni.
biðlista" hjá sláturhúsinu svo
nauðsynlegt er, að úrslit fáist í
málinu hið fyrsta.
Leikfélag Dalvíkur var með
skemmtidagskrá í Víkurröst
29. des. sl. Þetta var samfelld
dagskrá þar sem lesið var og
sungið úr verkum Svarfdælskra
alþýðuskálda og hagyrðinga.
Meðal annars kom þarna fram
nýstofnaður blandaður kvartett.
Þessa skemmtun átti að endur-
taka sl. föstudagskvöld, en vegna
óveðurs varð að aflýsa henni á
síðustu stundu. Óvíst er hvort
farið verður enn af stað með
þessa dagskrá.
ú er Þorri karlinn genginn í
garð, og þorrablótin á næsta
leyti. Blaðið aflaði sér upplýsinga
um væntanleg þorrablót í byggð-
arlaginu: Kiwanisklúbburinn á
Dalvík hélt sitt þorrablót strax á
laugardagskvöld í Bergþórshvoli.
Ungmennafélag Svarfd. Dalvík
verður með herrakvöld með
þorramat 3. febrúar í Víkurröst.
Ljósm.: SH
UKE Dalvík verður með þorra-
blót 10. febrúar. Þorrablót ung-
mennafélaganna í sveitinni verð-
ur að Grund föstud. 2. febrúar,
en vegna takmarkaðs húsrýmis er
miðað við 16 ára og eldri og að
fólk sé með búsetu í sveitinni.
Vegna þessa ráðgera brottfluttir
Svarfdælingar að efna til annars
þorrablóts á Grund 27. janúar ef
næg þátttaka fæst. Starfsfólk
skólanna á Dalvík Húsabakka og
Árskógsströnd heldur sitt þorra-
blót 16. febrúar að Grund.
Ungmennafélag Svarfdæla á
Dalvík minntist 80 ára
afmælissíns 30. desember sl. með
afmælishátíð og aðalfundi félags-
ins. Þar var kjörin íþróttamaður
ársins á Dalvík. Þóra Einarsdótt-
ir hlaut titilinn. Hún er í A-lands-
liði í frjálsum íþróttum og hefur
staðið sig mjög vel að undan-
förnu.
Kvartettinn skipa frá vinstri: Hjörleifur Hjartarson, Rósa Kristín Baldurs-
dóttir, Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján E. Hjartarson.