Norðurslóð - 24.01.1990, Side 3

Norðurslóð - 24.01.1990, Side 3
NORÐURSLÓÐ - 3 Lausnir jólagetrauna 1989 Eins og siður er Noðurslóðar birtum við nú hér í janúarblaðinu niðurstöður, þ.e. Iausnir og nöfn verðlaunahafa, úr gátum og getraunum. Þátttaka var ágæt eins og jafnan áður, og vitum við þó vel, að miklu fleiri spreyta sig á þessum leikjum en senda inn Iausnir sínar. Nokkrir hagyrðingar sendu okkur vísubotna, en plássins vegna verður frestað til næsta blaðs að vinna úr þeim og finna út, hver heiðursverðlaunin hreppir. Fleiri mega senda inn botna þangað til. Norðurslóð lýsir ánægju með þátttöku og þakk- ar áhugann. Dregið var um verðlaun fyrir réttar lausnir og varð niðurstaðan þessi: Krossgátan: Verðlaunin hlaut Hanna Kr. Hallgrímsdóttir, Grettis- götu 36, Reykjavík. Hún fær í pósti bókina um Guðrúnu Ásmunds- dóttur, Ég og lífið. Ljóðagetraun: Par fékk verðlaunin Hallgrímur Einarsson á Urðum. Hann fær bókina Jakinn í blíðu og stríðu eftir Óðin Valdimarsson. Gátuvísur Ingvars: Verðlaun hreppti Sigurður Bjarni Sigurðsson í Brautarhóli. Honum verður send bókin Árni í Hólminum eftir Eðvarð Ingólfsson. Málsháttagetraun Árna Rögnvaldssonar: Verðlaunin hlutu Stefán Jónmundsson og Helen Ármannsdóttir, Dalvík. Pau fá sendar kr. 1000. sem Árni sendi með málsháttunum. Ljóðagetraun 1989 1. Hverjir berast burt? Vinir. (Hvað er svo glatt. Jónas Hallgrímsson.) 2. Hvað lokast sem brúðarskáli? Bergið. (Hamraborgin. Davíð Stefánsson.) 3. Hvað litaðist hvítt fyrir ár? Mitt silfraða hár. (í dag. Sig. Sig. frá Arnarholti.) 4. Hvar sjást aldrei nema tveggja spor? í dögg í Edens aldinreinum. (Nótt. Þorsteinn Erl.) 5. Hvað ber sorgir heims í burtu? Þú ástarblíða tár. (Tárið. Kristján Jónsson.) 6. Hvar er sjálfur guð að leita þín? Hvar sem sólin skín. (Nýjárssálmur. Matth. Joch.) 7. Hvað hrekur til skaðsemdanna? Sálarskip mitt. (Bólu Hjálmar.) 8. Hver á kórónulaus ríki og álfur? Knapinn á hestbaki. (Fákar. Einar Ben.) 9. Hver eyðir sorg og óiund? Hin Ijúfa sönglist. (Steingrímur Thorsteinsson.) 10. Hvar uni eg best í sæld og þrautum? Yður hjá. Þ.e. flóatctri, fífusundi, fifilbrekku og smára- grund. (Kvæðið er Dalvísa eftir Jónas Hallgrímsson.) 11. Hver er samgróinn öllu því besta hjá mér? Svipurinn þinn. (Jón Trausti.) 12. Hver mun falda Tindastól gulli? Sólin sælu og friðar. (Skagafjörður. Matt. Joch.) 13. Hvert laðar oss fossins fjörglöð raust? Til fjalla, sumar, vor og haust. (Við göngum með horskum hug. Þetta mun vera þýtt af Jóni Trausta, [Guðm. Magnús- son.]) 14. Hver hafði etið þá alla? Hrafn. (Heiðlóarkvæði. Jónas Hallgr.) 15. Hverjir geisast um löndin? Vorvindar glaðir. (Helgi Valtýsson.) 16. Hve lengi stendur stuðlaríman snjalla? Alla daga. (Ólafs rímur Grænlendings. Einar Ben.) 17. Hvar reið eg einn um sumaraftan? Á eyðilegri heiði. Svanasöngur á heiði. St. Thorst.) 18. Hvar glingra eg og syng við stútinn? Lyngs við bing á grænni grund. (Sig. Eiríksson frá Kaðalst.) 19. Hvenær þykja þorradægrin löng? Þegar hann blæs á norðan. (Höf. Sveinbjörn Egilsson fyrri- part og sr. Eiríkur Hallsson botnar.) 20. Hvað lifðu íslands Hrafnistumenn? Tímamót tvenn. (Örn Arnarson.) 21. Hver flýtur sofandi að feigðarósi? Þú, sem undan ævistraumi, o.s.frv. (Bjarni Thorarinssen.) 22. Hvað er fyrsta barnaglingur Frónbúans? Ferskeytlan. (Andrés Björnsson.) 23. Hver er foldin, sem lífið oss gaf? ísland er landið. (Margrét Jónsdóttir.) 24. Hvar blunda raddir náttúrunnar? í sjálfs þíns brjósti. (Grímur Thomsen.) 25. Hver dregur andann djúpt og rótt? Jörðin sumargræn. (Nú sefur jörðin. Davíð Stefánsson.) Mannanafhagáta Einn er þar sem eldar loga Ketill Annar býr á þiljum voga Björn Þriðji veitir ýtum und Oddur Fjórði er úr flagi skorinn Torfi Fimmti heim úr kletti borinn Steinn Sjötti trúa sér ber lund Sigtryggur Er sjöundi aldrei heima Gestur Áttundi má falinn geyma Skafti Níundi kom norðri frá ísak Er tíundi ætíð þveginn Hreinn Ellefti úr loga sleginn Eldjárn Tólfti fjöllum efstur á Jökull skamindeginu. Ljósm.: sn Krossgátan - lausnarvísan Gátu þessa gef eg þér glímdu hana við. Sáttur lausn þú sendir mér, svona að gömlum sið. Þessir réðu krossgátuna: Hrefna Haraldsdóttir Dl.. Jóhann Ólafsson Ytra-Hvarfi, Valgcrður Þorbjarnardóttir Dl.. Kristinn Þorleifsson Dl.. Sigrún Dagbjartsdóttir Neskaupstaö, Lilja Kristjánsdóttir R.vík, Sigurbjörn Pctursson R.vík. Loftur Baldvinsson R.vík. Erla Björns- dóttir R.vík, Sigríður Klemenzdóttir R.vík, Erna Kristj ánsdóttir Hnjúki. Guöbergur Magnússon Pverá, Siguröur Bjarni Brautarhóli. Stefán Björnsson Dl.. Pórunn Eiríksdóttir Borgarf., Pála Pálsdóttir Sauðárkróki, Elfa Björk Gylfadóttir Ak.. Erla Ásmundsdóttir Ak.. Ebba Magnúsdóttir Ak.. Pórður Sævar Jónsson Ak.. Ingólfur Árnason Ak.. Magnús Björnsson Arnarncshr.. Hafsteinn Pálsson Dl.. Pórarinn Bjarnason R.vík. Guðrún Björnsdótt- ir R.vík, Hanna Kr. Hallgrímsdóttir R.vík. Frcygarður Porstcinsson Uppsölum. Stcingcrö- ur Ingimarsdóttir Bárðardal. Gerður Jónsdóttir Miötúni. Stcfán Jónmundsson Dl.. Kristín Páls- dóttir Dl.. Guðbjörg Magnúsdóttir R.vík. Arndís Baldvinsdóttir Kristnesi. Dómhildur og Anna Lilja Klaufabr.koti, María Frímannsdótt- ir R.vík, Hallgrímur Einarsson Urðum. Rósa Kristín Baldursdóttir Pelamörk. Gunnar Guö- bjartsson R.vík. Hlíf Gestsdóttir R.vík. Sigurö- ur Gunnarsson Ak.. Arngrímur Stefánsson Dl.. Ólöf Eldjárn R.vík. Óttar og Jöhanna Eiðum. Gunnar Friðriksson Dl.. Páll Helgason Ak. Lausn á vísnagátum Ingvars Gíslasonar 1. vísa. Strá, pera, (einnig lýsi), blaðka, vin. 2. vísa. Víti, ver, stóll, rófa. 3. vísa. Klukka, gríma, kobbi, stjórn. Lausnirvið Ingvarsvísum: Lilja Kristjánsdótt- ir R.vík. Hallgrímur Einarsson Uröum. Sigurð- ur Bjarni Brautarhóli. Anna Hallgrímsdóttir Ak.. Pála Pálsdóttir Sauðárkr.. Eystcinn Gísla- son Skáleyjum. Þórunn Eiríksdóttir Borgarf., Stefán og Helen Dl. Helga Vilhjálmsdóttir og Helga Pórsdóttir Bakka, Gunnar Guðbjartsson R.vík. Pálmi Jóhannsson Dl.. Dagbjört Ásgrímsdóttir Dl.. Jónína Kristjánsdóttir Klængshóli. Ásrún Ingvadóttir. R.vík. Björn Pórðarson Ak.. Páll Helgason Ak. Sigrún Dag- bjartsdóttir Neskaupstað. Stcfán Snævarr og fjölskylda. Liljá Hallgrímsdóttir Klaufabr.koti. Erna Kristjánsdóttir Hnjúki. Pcssir rcðu Ijóðagctraunina: Óttar og Jó- lianna Eiðuni. l.ilja Kristjánsdóttii. R.vík. Hallgrímur Einarsson Uröum. Evsteinn Gísla- son Hvallátrum. Pórunn Eiríksdóttir Borgarf.. Helen og Stefán DL. Helga Pórsdóttir og Helga Vilhjálmsdöttir Bakka. Gunnar Guðbjartsson R.vík. Pálmi Jóhannsson Dl. Dagbjört Ásgrímsdóttir DL. Jónína Kristjánsdóttir Klængshóli, Ásrún Ingvadóttir R.vík. Björn Pórðarson Ak., Páll Helgason Ak.. Kristján og Freygarður Uppsölum, fjölskyldan Brautarhóli. Stefán Snævarr og fjölskylda. Svör við málsháttagetraun Áma Rögnvaldssonar 1. Hver forðast eldinn? Brent barn. 2. Hvar er oft heyrandi nær? í holti. 3. Hverju má venjast, að gott þyki? Illu. 4. Á hverju þrífast börnin best? Á misjöfnu. 5. Hvað verður ekki í askana látið? Bókvitið. 6. Hvað vex með eyri hverjum? Ágirnd. 7. Hvað skyldi enginn forsmá? Aldurinn. 8. Hvað gerir almannarómur sjaldan? Að ljúga. 9. Hvað fylgir öllu gamni? Nokkur alvara. 10. Hver er rót alls ills? Illmælgi, eða ágirnd. 11. Hver er auðkenndur á eyrunum? Asninn. 12. Hvað er það sem seint fyrnist? Fornar ástir. 13. Hvern er illt að sigra? Auðnumanninn. 14. Hvað er betra en auður? Yndi. 15. Hver hefur augu í hnakkanum? Ástin. 16. Hvað er spegill sálarinnar? Augun. 17. Hvað er það sem augun sjá síst? Það sem nefinu er næst. 18. Hvað hyggur margur í annars garði? Auð. 19. Af hverju verður oft mikið bál? Af litlum neista. 20. Hvernig er heimaalið barn? Heimskt. 21. Hvað vex, en brókin ekki? Barnið. 22. Hvað þarf til að þola góða daga? Sterk bein. 23. Hvað vex með barni hverju? Blessun. 24. Hvernig eru blinds manns bitar. Misjafnir. 25. Hvern skal ekki selja, o.s.frv.? Björninn. 26. Hvað dregur hálft hlass? Viljinn. 27. Hvers er vant þá smæra er fundin? Smjörs. 28. Hvað smakitast bófum best? Stolið. 29. Hvað er najst, þá bölið er hæst? Bótin, hjálpin. 30. Hvað kemur oft á móti bragði? Krókur. 31. Hver er betri en gloppa? Bót. 32. Hverjir breytast með tímanum? Mennirnir. 33. Hvað er betra en bókvit? Brjóstvit. 34. Hvenær er of seint að byrgja brunn? Þegar barnið er dottið ofaní hann. Lausn við málsháttagetraun Árna: Lilja Krist- jámsdóttir R.\ ík. Hallgrímur Einarsson Urðum. Siguröur Bjarni Brautarhóli. Stcfán og Helen DL. Helga Vilhjálmsdóttir og Helga Pórsdóttir Bakka, Erla Ásmundsdóttir Ak.. Gunnar Guð- bjartsson R.vík. Pálmi Jóhannsson DL. Filippía Kristjánsdóttir R.vík. Dagbjört Ásgrímsdóttir DL. Jónína Kristjánsdóttir Klængshóli. Bald- vina Porstcinsdóttir Dalbæ. Ásrún Ingvadóttir R.vík, Björn Þórðarson Ak., Páll Helgason Ak. Stcfán Snævarr og fjölskylda, Erna Kristjáns- dóttir Hnjúki. Kristín og Gunnar Dæli, Halla Björk Þorláksdóttir Arnarneshrcppi. Gömul þula Mörsugur á miðjum vetri markar spor í gljúfrasetri. Porri hristir fannafeldinn, fnœsir í bœ og drepur eldinn. Góa á til grimmd og blíðu, gengur í éljapilsi síðu. Einmánuður andar nepju, öslar snjó og hendir krepju. Harpa vekur von og kœti, vingjarnleg og kvik á fœti. Skerpla lífsins vöggu vaggar, vitjar hrelldra, sorgir þaggar. Sólmánuður Ijóssins Ijóma leggur til og fuglahljóma. Heyannir og hundadagar hlynna að gœðurn fróns og lagar. Tvímánuður allan arðinn ýtum fœrir heim í garðinn. Haustmánuður hreggi grœtur, hljóðir dagar, langar nœtur. Gormánuður grettið tetur, gengur í hlað og leiðir vetur. Ýli ber að, birtist sólin. Brosa stjörnur, koma jólin.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.