Norðurslóð - 24.01.1990, Síða 4

Norðurslóð - 24.01.1990, Síða 4
4 - NORÐURSLÓÐ Dalvíkurbær Almennar kaupleiguíbúðir Auglýst er eftir umsóknum um 7 almennar kaupleikuíbúöir að Lynghólum 3, 5, 7 og 9 og hins vegar að Brimnesbraut 25, 27 og 29. íbúðirnar verða til afhendingar nú í sumar. Til viðbótar hefur bæjarstjórn lagt inn beiðni til Húsnæðisstofnunar ríkisins um 8 almenn- ar kaupleiguíbúðir og 12 verkamannabústaði og er svars að vænta í febrúar n.k. Frekari upplýsingar verða veittar á bæjar- skrifstofunni frá og með 22. janúar, umsókn- arfrestur er til 15. febrúar 1990. Umsækjendur geta valið um kaup á íbúð eða leigu með kauprétti eða leigu með kaupum á eignarhlut í íbúð. Dalvík, 12. janúar 1990 Bæjarstjórninn á Dalvík Leiðrétting Júlíus Daníelsson biður um að leiðrétt sé prentvilla í frásögn hans í Jólablaðinu „Bernskujól í Syðra-Garðshorni“. Þar stendur „Organistinn var kona í erma- lausum kjól og það var nývirki í mínum augum. Þetta var Bogga á Völlum, öðru nafni Ingibjörg Stefánsdóttir." Þarna átti auðvit- að að standa Bolla á Völlum, og biðjumst við velvirðingar á þess- ari yfirsjón. Ritstj. Mér er spurn Ein bókanna í jólaflóðinu svo- kallaða var bók eftir Birgi Sig- urðsson, sem ber nafnið Svartur sjór af síld. Þó ekki sé ætlunin hér að skrifa sérstaklega um þessa bók má þó fullyrða, að hún sé ein allraskemmtilegasta og fróðlegasta bókin úr flóðinu rnikla að þessu sinni. Þar segir á léttan og leikandi hátt af síldar- ævintýrinu, sem ekki síst snerti okkur Eyfirðinga og þá er Siglu- fjörður meðtalinn sem hluti af hinni fornu Eyjafjarðarsýslu. Höfundurinn tilfærir ljóð og stökur til að krydda frásögnina. Þar er þó ekki að finna brag sem eitthvað var sunginn hér í gamla daga, en hefði átt vel heima á vissum stað í bókinni. Líklega hefur Birgir ekki heyrt hann. Við höldum að bragurinn byrji svona: Eg mætti hérna um morguninn/manni ofan úr sveit. Önnur vísa byrjar svo: I síldina á Siglufjörð/í sumar ætla ég mér. Hér með er leitað til „almenn- ings“ til hjálpar. Hver kannast við þennan brag og getur kennt hann allan eða vísað á, hvar hann er að finna á prenti? Ef fyrirspurnin ber árangur munum við birta braginn í næsta blaði. I öðru lagi væri gaman að vita, hvar má finna á prenti vísu eða brag úr síldarævintýrinu og byrj- ar svona: Er síldarskipin koma inn á Siglufjarðarhöfn. Við þökkum fyrirfram hjálp- ina. Ritstj. Ljósmyndaii kvaddur I fjarlægri fortíð, nánar tiltekið 17. mars 1978, var í fyrsta skipti tilgreindur sérstakur ljósmyndari í blaðhaus Norðurslóðar. Maður- inn var Rögnvaldur Skíði Frið- björnsson. Það er skemmst frá því að segja, að æ síðan hefur Rögn- valdur gegnt þessu ábyrgðarstarfi í tómstundum sínurn og hefur lagt blaðinu til mikinn fjölda mynda á þessu árabili. Ekki hef- ur verið lagt í að telja þær saman, en mörghundruð eru jjær, líklega milli 500 og 1000. Nú hefur Rögnvaldur beðist lausnar sem opinber Ijósmyndari blaðsins og hljótum við að taka því með tregablandinni sálarró. Jafnframt þökkum við honum ágætt samstarf og liðlegheit alla tíð og óskum honum heilla í hinu arnnkið. starfinu, sem hann gegnir á Dal- Hér af leiðir: Starf ljósmynd- vík og er líka töluvert ábyrgð- ara er laust til umsóknar. Ritstj. Rögnvaldur Skíöi í hinu starfinu. Hæstu vextir voru greiddir í sparísjóðnum á sL árí Avöxtun Inn lánsreikn i n ga 1989 Trompbók sparisjóðanna Hávaxtabók Samvinnubanka Kjörbók Landsbanka 16 mán Kaskó Verslunarbanka Bónus Iðnaðarbanka 25,52% 25,24% 25,04% 24,98% 24,92% Trompbók 67 ára og eldri 25,86% Gullbók Búnaðarbanka Sérbók Alþýðubanka Abót Útvegsbanka Kostabók KEA 25,05 25,02% 25,36% 25,45% Bundnar bækur í 12 mánuði Öryggisbók sparisjóðanna 26,51 1 þrep 27,01 2 þrep 27,40 3 þrep Ethun okkar heimabyggð Stuðningur við sjóðitut er stoð framtíðarinnar SPARISJÓÐUR SYARFDÆLA DALVÍK

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.