Norðurslóð - 21.03.1991, Page 3
NORÐURSLÓÐ - 3
Ytra-Holt
Hér er sætið harmi smurt,
höldar kæti tepptir.
Rekkur mætur rýmdi hurt,
rústin grætur eftir.
Þessi staka er ort við fráfall
einhvers burtgengins heiðurs-
manns og man undirritaður í
bráðina hvorki eftir hvern né um
hvern hún er. En hún getur líka
átt við fleira en manneskjur og
hún kom upp í hugann, þegar
ekið var til Dalvíkur einn daginn
og far ið norður yfir Holtsbrúna.
t>á fékk maðurinn það á tilfinn-
inguna, að eitthvað vantaði í hina
gamalkunnu mynd unthverfisins.
En hvað ? Svo áttaði hann sig,
Húsin í Ytra-Holti voru liorfin af
yfirborði jarðar.
Það var reyndar blessað og
gott úr því sem komið var, og
skal bæjaryfirvöldum Dalvíkur,
eiganda jarðarinnar, þakkað
framtakið. En samt, þeim sem
hafa alist upp í þessu nágrenni
finna til ofurlítils saknaðar þegar
púnktur er settur fyrir aftan
þennan kafla svarfdælskrar sögu,
sem er bóndabýlið Ytra-Holt.
Ytra- Holt var að mörgu leyti
vildisjörð. enda hefur oftast verið
rekinn þar góður búskapur og
reyndar sótt þaðan föng bæði til
lands og sjávar. Jarðardýrleiki
(matsverð) að fornu var 20
„hundruð“, sem var mjög algengt
mat á góðri miðlungsjörð. Stærð
lands er sagt 90 hektarar og mun
þá átt við láglendið uppundir
fjallsrætur. Það er mjög grasgefið
og hægt að rækta mikið og fram-
leiða fyrnin öll af heyi, ef menn
vildu.
- in memoriam
Síðan er dalurinn, sem tilheyr-
ir jörðinni að mestu, grasgefinn í
besta Iagi og mjög fallegur. Þar
var heyjað fram á þessa öld og
sjást vel gömul og ný heystæði þ.
á. m. eitt á sléttum fleti alveg nið-
ur við á framan við Steinalágina,
sem er í Syðrholtslandi neðar-
lega á dalnum. Gullfallegur
staður.
Ytra-Holt (framborið Ytrolt)
hefur verið í eigu merkra manna
þ. á. m. Jóns biskups Arasonar
og Ara sonar hans, en þeir voru
líflátnir í Skálholti 1550 eins og
allir muna. Eftir það varð jörðin
auðvitað konungseign,en þjóð-
jörð varð hún 1874 og framyfir
aldamótin þegar ábúandinn
Jóhannes Þorkelsson keypti
hana. I Svarfælingum II, þar sem
þessi fróðleikur er m.a. fenginn,
segir, að 1746-57 byggi í Y-Holti
Jón nokkur Ólafsson góður
bóndi, hreppstjóri um skeið og
mikill sjósóknari. Um hann var
kveðið í syrpu „formannavísna“.
Jón minn Ólafs sá ég son
sunda stýra völdum hund,
á fróni reyðar lét ei lon
lundur stáls að hræra mund.
Þetta er dæmigerður bæjar-
vísnabarningur og ekki sparaðar
kenningarnar: Sunda-hundur =
skip. Reyðar-frón = sjór. Stáls-
lundur = karlmaður og mund er
ayðvitað sama og hönd. En hvað
um lon? Það mun þarna merkja
hlé. Láta ei lon að hreyfa mund
= að gera ekki hlé á að hreyfa
hendurnar.
Á 19. öldinni bjó í Y-Holti
Jóhann Jónsson. Hann fórst í
snjóflóði ásamt vinnumanni sín-
um snemma vetrar 1878. Þeir
voru í kindaleit. Líkin fundust
fyrst síðsumars 1889 og voru þá
S-Holtsmegin við ána, vel uppi í
brekkum, en snjóflóðið kom af
Ytrholtsdal. Undirritaður man
vel lýsingu Jóns Tryggva Jón-
hannssonar, gamla vinnumanns á
Tjörn, á aðkomunni þegar líkin
voru sótt um sumarið, látin í
poka og reidd hcim. „Svona stór-
ir voru maðkarnir á þeim“, sagði
Jón gamli, og afmarkaði lengdina
á fingrum sér.
Frá fornu fari og langt fram á
þessa öld var skilarétt hlaðin úr
grjóti við Holtsána í landi Y-
Holts. Þar var gaman að koma í
vorsmölun og rýja ærnar, sem
flækst höfðu út á Holtsdal.
Réttarrústin er þarna enn að ein-
hverju leyti a. m. k. og þarf að fá
að vera í friði ásamt tóftarbrot-
unum á dalnum. Þar var Jóhann-
es bóndi Helgason ( man ég í
kringum 1930) og drap ógurlega
tittlinga þegar hann var að svip-
ast um í sólskininu eftir næstu á
til að rýja. Hann hafði dálítið
framandlegt málfar, enda
aðkominn maður vestan úr
Geiradal við Breiðafjörð. Eitt
sinn fóru vondir strákar í dalnum
að yrkja ótugtarlegar bæjarvísur
um bestu bændur sveitarinnar.
Eina slíka ótugtarvísu fékk
Jóhannes í Y-Holti:
/ Ytra-Holti hirðir fés
heitir bóndinn Jóhannes.
Lifir af tómum tittlingum,
sem trú'éghann drepi með augunum.
Þetta eru gamanmál og ætti
kannske ekki að birtast, en þó er
þetta í sannleika sagt græskulaust
gaman svo maður lætur það
flakka. Jóhannes var reyndar
hinn mætasti maður og hugsjóna-
maður á yngri árum í anda ung-
mennafélagshreyfingar. Hann
skrifaðist á við Guðjón á Bög-
gvisstöðum, sem þá var í Kaup-
mannahöfn og síðan á Isafirði, og
eru þessi bréf þeirra enn til.
Framtíðin
Ofanskráð er brotabrot af sögu
býlis, sem nú er fallið úr hefð-
bundnum notum og verður ekki í
framtíðinni nýtt til að framleiða
mjólk og kindakjöt, nema að því
leyti, sém sauðkindur nágrann-
anna kunna að notfæra sér gósen-
land dalsins óboðnar.
En svo er það nýi tíminn með
mislukkaða loðdýrarækt og von-
andi betur lukkuð áform um
hrossahald og hestamennsku i
stærsta hesthúsi norðan Múndíu-
fjalla, eins og sagt var í gamla
daga. Það er hreint með ólíkind-
um, hvað athafnasamir þeir
Hringsmenn eru þarna þessa
dagana á miðjum vetri 1991. Það
síðasta er gjörbreyting á lands-
laginu kringum skálann mikla.
Gröfur og jarðýtur og vörubílar
róta upp og flytja til mold og
dýpri jarðveg og búa til nýja
aðkomu að Hrossahöllinni.
(samanb. Bændahöll). Það er
ekki annað hægt en að dást að
dugnaði þessara manna og óska
þeim til hamingju með fyrirtæk-
ið. Líklega er þetta eitt hið besta
mál, eins og hann Ragnar Reykás
mundi segja.
Svo er ekki úr vegi að ininna á
gömul áform um reiðveg með-
fram ánni allar götúr fram á
Tungur. Það mundi vera skemmti-
leg reið á sumardegi eftir þurrum
bökkum og áreyrum og busli í
ánni þar á milli. HEÞ.
Villtist inn á leiklistamámskeið
- viðtal við Björn Inga leikara og leikstjóra
Björn Ingi Hilmarsson heitir 28 ára gamall Dalvíkingur, sem
útskrifaðist úr Leiklistarskóla íslands síðasta vor, og hefir nú
undanfarnar vikur fengist við að leikstýra sínu fyrsta leikriti,
Frænku Charleys, með Leikfélagi Dalvíkur. Norðurslóð hitti
Björn Inga niður í Ungó á dögunum, og bað hann að segja ögn
frá sjálfum sér, sem hann gerði undanbragðalaust.
Leiklistarbrautin
„Leiklistaráhuginn kviknaði hjá
mér þegar ég var á leið af hand-
boltaæfingu veturinn 1980 og villt-
ist inn á leiklistarnámskeið, sem
Bjössi Bjöss og Solla Bomma
voru með í andyrinu á Víkurröst.
I framhaldi af því var tekið til við
að æfa kabarett sem sýndur var
um jólin það ár, og þarna er sem-
sagt upphafið af mínum leiklist-
arferli. Síðan starfaði ég með
leikfélaginu hérna í einum þrem
leikritum næstu vetur. Þá fór ég
til Vestmannaeyja og tók þátt í
leiksýningum þar og ákvað þá um
veturinn að sækja um Leiklistar-
skólann þá um vorið. Af því varð
þó ekki þar eð ég hálsbrotnaði á
skíðum hérna í fjallinu í milli-
tíðinni og varð því að bíða með
inntökuprófið í eitt ár. Veturinn
eftir var ég í Reykjavík og lék í
leikriti með leikfélaginu Hug-
leiki, en um vorið sótti ég um
skólann og komst þangað inn.
Skólinn og framtíðin
Eg var í skólanum í 3 ár eins og
lög gera ráð fyrir og lærði það
sem þar var kennt. Fjórða árið
starfaði ég með Nemendaleik-
húsinu og lék þar í þrem leikrit-
um, Grímuleik frá Rúmeníu,
Othelló Shakespeares og Glötuð-
um snillingum eftir samnefndri
skáldsögu Heinesens. í fyrravor
útskrifaðist ég svo sem fullnuma
leikari og réði mig í vetur til
Leikfélags Akureyrar í tvær sýn-
ingar, Ættarmótið og Kysstu mig
Kata.
Framtíðaráform mín eru óviss
nema hvað mig langar að vera
leikari. Næsta vetur verð ég von-
andi í Reykjavík því þar á ég
konu og barn og fjölskylduað-
skilnaðurinn fer ekki vel í mig.
(Konan heitir Edda Heiðrún
Backmann og sonurinn Arnaldur
Ernst. innsk. Nsl). Það er jú mik-
ið atvinnuleysi meðal leikara og
alls ekki pláss fyrir alla hjá stóru
leikhúsunum. Atvinnuöryggi
þessarar stéttar er því ekkert.
Frænka Charleys
Frænka Charleys er rnjög smell-
inn og vel uppbyggður gaman-
leikur. Hann fjallar um tvo ærsla-
fengna stráka sem beita ýmsum
brögðum við að koma ástarmál-
um sínum í það horf sem þeir
kjósa helst. Meðal annars fá þeir
vin sinn til að dulbúast sem
frænku annars þeirra og dregur
það að sjálfsögðu dilk á eftir sér
sem ekki er vert að upplýsa hér.
Þetta er klassísk blanda af ástar-
málum og peningamálum og ýfn-
iss konar spaugilegri vitleysu sem
í síðasta blaði var spurst fyrir
um vísu eða vísur um Dýrahring-
inn þ.e. um stjörnumerkin, sem
margir hafa áhuga á í sambandi
við spásagnir og forlög manna.
Þann 6. mars hringdi í blaðið
Þórarinn Eldjárn skáld í Reykja-
vík og sagðist hafa rekist á vísu
um þetta efni í vísnakveri, sem
faðir hans Kristján Eldjárn kom
sér upp fyrir löngu síðan og skrif-
aði í nýjar vísur, sem hann heyrði
og fannst þess virði að geyma.
Kverið kallaði hann Ljótu-Njálu.
Ekki höfðu símtólin fyrr verið
lögð niður að loknu þessu samtali
en síminn hringdi aftur. í þetta
skiptið var það Pálmi Jóhannsson
í Odda á Dalvík. Hann kunni vís-
una, sem hann hafði lært ungur
drengur heima á Búrfelli. Hann
hafði hana nákvæmlega eins og
Þórarinn.
Vísan er ein og télur upp öll
stjörnumerkin í réttri röð frá
Hrúti til Fiska og hljóðar svo:
Hrútur. Boli, Burar tveir.
bæklaður Krabbi, Ljónið, Drós,
Metin. Hængur. Hremsufreyr,
Hafur, Skjólur, Fiskar sjós.
Þetta er ekki sama vísan og
undirritaður lærði í æsku þó byrj-
þessi mál geta leitt menn út í.
Þetta er bráðfyndið leikrit sem
allir ættu að sjá.
Að lokum vil ég bara óska
Leikfélagi Dalvíkur velfarnaðar í
framtíðinni og þakka fyrir
ánægjulegt samstarf." Hj.Hj.
unin sé eins. Líklega hefur ein-
hverjum bögubósa fundist, að
nöfn stjörnumerkjanna væru
ekki þau réttu í vísunni og viljað
bæta úr. Til þess þurfti hann tvær
stökur. Gallinn er sá, að hann
hefur líka þurft að brengla svolít-
ið röð merkjanna. Og hér koma
„ferhendur þessar litlar tvær“:
Hrútur, Boli, Burar tveir,
bæklaður Krabbi, Drós og Ljón,
þar næst Vog og vitum meir,
vorri birtist Dreki sjón.
Bogmaður, Steingeit standa næst,
stika Vatnsberi’og Fiskar nær.
Svo eru merkin sólar læst
í samhendur þessar litlar tvær.
Óneitanlega eru venjulegri nöfn í
þessari seinni útgáfu, en þar sem
höfundur gerir sig sekan um að
víxla sætum á Meynni og Ljóninu
verður að dæma hana úr leik.
Mönnum er því ráðlagt að læra
fyrri útgáfuna. Vísan er bara ein
og hún er rétt þó að nöfnin séu
allmjög breytt til að þjóna betur
kröfum rímsins.
Héðan í frá þurfa engir lesend-
ur Norðurslóðar að velkjast í
vafa um rétta röð stjörnumerkj-
anna. Það er bara að læra vísu-
kornið. HEÞ.
Björn Ingi Hilniarssun leikstjóri. Mynd: Hj.Hj.
Dýmhringurinn