Norðurslóð - 21.03.1991, Page 5

Norðurslóð - 21.03.1991, Page 5
NORÐURSLÓÐ - 5 Dulítíð um keldusvín og fleira í þessu blaði hefur stundum verið skrifað eitt og annað um fugla. ekki síst staðfuglana okkar. Eitthvað hefur verið minnst á keldusvínið, leyndar- dómsfulla fuglinn, sem hélt sig við læki og lindar (keldur) á veturna en verpti gjarnan í hálfdeigjumýrum. Um 1930 verpti þessi fugl í Tjarnarnesinu tvö ár í röð a. m. k. og fannst hreiðrið bæði skiptin. Strákar dirfðust að taka eitt egg hvort árið og eru bæði varveitt á söfnum enn í dag. Nú telja fuglasérfræðingar, að keldusvínið sé útdautt á íslandi a.m.k. sem varpfugl. En er það nú víst? Eftir Njálsbrennu hitti Flosi Geirmund nokkurn Sigfús- son og sagði honum , hverjir hefðu brunnið inni á Bergþórs- hvoli. Nefndi m.a. til Kára Söl- munda rson. Þá mælti Geirmund- ur: „Dauðan segir þú þann nú, er á brott hefir komist ok vér höfum hjalat við í morgin“. Þessi fræga tilvitnun í Njálu kom upp í hug ritstjóra Norður- slóðar, þegar hann hafði lesið eftirfarandi bréf frá fyrrum rit- stjóra, Sigurjóni Jóhannssyni í Hlíð. Til Norðurslóðar. A síðast liðnu sumri tjáði mér góður granni, hann Kristinn á Hnjúki, að heyrt hefði hann í útvarpi þá fullyrðingu að keldu- svínið, sá dularfulli fugl, væri nú talinn aldauða á Islandi. Eigi minnist eg þess að Kristinn til- greindi höfund þcssara tíðinda . Greind frétt olli mér nokkurri undran, sökum þess að þau tiu ár sem eg hefi undanfarið dvalið á æskuheimili mínu, eftir alllanga fjarveru, hefi eg fundið keldu- svínshreiður annað hvert ár í hlíðinni hér út og upp frá bænum og þau vor sem eg hefi ekki rekist á hreiður hefi eg orðið var við þau og fylgst allnáið með þeim. Hefi eg haft ánægju af að komast í kynni við þau á nýjan leik þótt söngur þeirra sé ekki neitt undrafagur. Sannast sagna þótti okkur Kristjáni bróður mínum þau heldur hvimleið, einkum þó á síðkvöldum að áliðnu sumri er við strákarnir vorum að fara með hesta í hagann að afloknum bind- ingi, því æði oft kom það fyrir að þau spruttu upp í rökkrinu með gargi miklu rétt fyrir framan hestana. Sökum fjarveru minnar um langan tíma frá æskuheimili mínu hefi eg haft ánægju af því að kynnast að nýju fuglaríkinu í Hlíðarlandi, en mér til angurs hefur margt breyst til hins verra. Sumar fuglategundir eru alveg horfnar, má þar til nefna Ióuþræl og óðinshana. Aðeins eitt sand- lóupar gat að líta s.l. vor á Hlíð- areyrum í stað 10-12 á æskuárum mínum. Sömu sögu er að segja af krí- unni, aðeins 3 pör nú en um 20 í gamla daga og andategundirnar eru mun fáséðari en áður var. Hvað veldur þessum breyting- um? Peirri spurningu er eg víst eigi fær um að svara. En svo eg víki mér aðeins í fiskaríkið. Hér á árum áður var hvert síki á Hlíðareyrum kvikt af hornsílum en eru nú öll algerlega lífvana. Mun ekki orsakavaldur- inn vera mengun af völdum til- búins áburðar? En í lokin sný eg mér aftur að keldusvíninu. Hér áður mun a.m.k 6 pör hafa átt hér griðland í Hlíðarlandi, en eftir að skurð- grafan kom til sögunnar og þurrkaði upp engjamýrarnar, fluttu þau sig bara upp í hlíðina, þar sem nóg er af votlendi. Og þar m un í það minnsta 1 par halda enn velli eða jafnvel 2 pör, þrátt fyrir að kveðinn hefur verið upp sá dómur, að þau séu al- dauða á íslandi. Nú mun kannske einhver spyrja, er ekki karlinum eitthvað farið að förlast? Þekkir hann nokkuð orðið keldusvínið? En þá mætti eins spyrja hvort eg þekkti orðið lóuna eða hrafninn. Sigurjón Jóhannsson. Blaðið þakkar Sigurjóni þetta skemmtilega innlegg í umræðuna um fugla og fuglalíf og óskar þess, að athuganir hans á keldu- svíninu séu á rökum reistar. Gaman væri nú ef hann gæti lagt á borðið egg fuglsins, þau eru mjög óvenjulega lit, og þó ekki væri nema lítið brot úr skurni. Þá þyrfti ekki fleiri vitnanna við. Ritstj. Atvinna Dalvíkurbær óskar að ráða aðstoðarverk- stjóra aðÁhaldahúsi bæjarins.Áskilið er að viðkomandi hafi vinnuvélaréttindi. Nánari upplýsingar gefa bæjarverkstjóri og bæjar- tæknifræðingur. Umsóknum sé skilað til tæknideildar Dalvíkurbæjar fyrir 3. apríl 1991. Dalvíkurbær. Lokaátak hafið til að koma söluskráningu í fullkomið lag Eftirlitsmenn heimsækja fyrirtæki og verslanir. Undanfama mánuði hafa fjármálaráðuneytið og embætti ríkisskattstjóra beitt sér fyrir kynningarátaki til að bæta úr vanköntum á söluskráningu í verslun og þjónustu. Nú er hafinn lokaþáttur átaksins til að koma þessum málum í fullkomið lag. Næstu sex mánuði heimsækja eftirlitsmenn skatt- rannsóknarstjóra verslunar- og þjónustufyrir- tæki um allt land til að kanna ástand og notk- un sjóðvéla og sölureikninga. Ef í Ijós kem- ur að söluskráningu er verulega áfátt hefur viðkomandi fyrirtæki 45 daga til að kippa sínum málum í liðinn. Að öðrum kosti verð- ur því lokað í samræmi við lög sem nýlega voru samþykkt á alþingi. Mikilvægi löglegra sjóðvéla og fullkom- inna sölureikninga er augljóst: Þetta er vís- bending um full og heiðarleg skattskil og neytandinn nýtur sjálfsagðs réttar og öryggis í viðskiptum sínum. Ef allir skila sínu í sam- eiginlegan sjóð landsmanna verður byrðin léttari á hverjum og einum. Full skattskil samkvæmt settum reglum eru grundvallar- forsendur heilbrigðs viðskiptalífs þar sem fyrirtækin standa jafnfætis á samkeppnis- grundvelli. Forsvarsmenn í verslun og viðskiptum! Takið vel á móti starfsmönnum skattrannsóknarstjóra - með ykkar mál á hreinu. FfARMALARÁÐUNEYTIÐ mM Mi II

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.