Norðurslóð - 17.04.1991, Qupperneq 1

Norðurslóð - 17.04.1991, Qupperneq 1
Svarfdælsk byggð & bær 15. árgangur Miðvikudagur 17. apríl 1991 4. tölublað Erla Rcbekka nicð lanibakónginn. Með hækkandí sól Það styttist til vors og ýms teikn eru á lofti. sem benda til þess, að það sé rétt handan við hornið. Nyborið lamb er eitt af táknum vorsins hér á voru landi íslandi, eins og hún Kristrún í Hamravík var vön að segja. Enn eru nokkr- ar vikur þar til sauðburður hefst fyrir alvöru. En oft gerist það, að lamb og lamb fæðist á óhefð- bundnum tíma. Hér á dögununt komu mæðgin- in á Göngustöðum, Margrét Gunnarsdóttir og Gunnar Krist- inn Guðmundsson á „ritstjórnar- skrifstofur blaðsins“ með myndir af nýfæddu ungviði þar á bæ. Önnur myndin er af hrútlambinu hennar Móru frá Bæ í Trékyll- isvík, sent fæddist á föstudaginn langa, 29. mars. Það er heima- sætan á bænum, Erla Rebekka, sem heldur lambakóngnum. Hin myndin er af tvíkelfingun- um sem hún Rós í fjósinu eignað- ist 27. febrúar. Kálfarnir heita Sóley og Fífill og með þeim er á myndinni Gunnar Kristinn, mik- ið bóndaefni. Á bak myndarinn- ar er skráð þessi gamla vísa, sem einhver kannast sjálfsagt við: Kálfar tveir í kúamynd hvítir voru í framan. Gullhöttur og Ljómalind lengi kúrðu saman. Blaðið þakkar þeim mæðgin- um fyrir að færa því þessar fal- legu myndir. Kálfar tveir í kúamynd. Til Norðurslóðar Viltu þiggja þetta blað, og þrykkja vel á góðum stað. Berðu kveðju mína með, mitt þú ávallt hressir geð. Hugrún. Rís nú sól Rís nú sól: og signdu þetta land, sendu skugann burt af himni þínum. Pú ert lífsins drottning, draumum mínum dýrðleg vissa um betri og hlýrri tíð. Parna ertu að baki blakkra hranna, blessuð vonarstjarna allra manna. Komdu nú, og hresstu hrjáðan lýð! Rís nú sól: því sumar komið er, sælar dísir árstíðinni fagna. Ef þú bregst, þær vísast verða að þagna og vita naumast, hverju lúta ber. Brostu nú og græddu svalan svörðinn, sjáðu hvernig vonar þrúguð hjörðin. Menn og skcpnur mæna eftir þér. Rís nú sól: og vektu fjólu á fold. Ó, flýttu þér og vertu ekki að tefja. Ein þú megnar hlýjum voðum vefja viðkvæmt brum, er þráir vöxt og yl. Komdu nú: og sendu birtu í bæinn, bráðum fer að stytta aftur daginn. Klukka tímans klingir þáttaskil. Rís nú sól: og vermdu votar brár og vörum jarðar sendu ástarkossa. Láttu ólga fallvötnin og fossa fram til sjávar , landsins æðaslátt. þú átt valdið Iffsins strengi að stilla styrkur þinn er ekki sjónarvilla. Engin reiknað fær þinn mikla mátt. VORÞRÁ mætti þetta fallega ljóð heita, sem blaðið fékk í póstinum þann 15. apríl. Norðurslóð þakkar höfundinum, Filippíu Kristjánsdóttur skáldkonu frá Brautarhóli (Hug- rúnu) kærlega fyrir kveðjuna og óskar henni gleðilegs sumars. Aðalfundur Sparisjóðs Svarfdæla >» - Fyrsta konan á Islandi sem formaður bankastjórnar Laugardag 13. apríl kl. 16.00 hófst aðalfundur Sparisjóðs Svarfdæla í Sæluhúsinu, Dalvík. Formaður stjórnar, Guðríður Ólafsdóttir, setti fund og kvaddi til fundar- stjóra Jóhann Antonsson fyrrv. stjórnarformann. Síðan gerði hún stuttlega grein fyrir gangi mála hjá Spsj. Svarfd. á liðnu ári, sem hafði verið sjóðnum að flestu leyti hagstætt. Nokkrar breytingar höfðu orðið í starfsliði og í ábyrgðarmannaráði sjóðsins þar sem út gengu Hjörtur Þórarinsson og Þóra Akadóttir, en í þeirra stað komið Kristján E. Hjartar- son, Tjörn og Katrín Sigur- jónsdóttir, Dalvík. Það kom fram í uinræðu, að þessi fundur væri að því leyti sögu- legur, að aldrei fyrr hefði kona verið í þeirri stöðu hér á landi, að standa fyrir fundi sem formaður bankaráðs eða sparisjóðsstjórnar. Góð afkonia Sparisjóðsstjóri, Friðrik Friðriks- son gerði grein fyrir ársreikning- unum, sem bæði höfðu verið endurskoðaðir og uppáritaðir af ráðnum, löggiltum endur- skoðendum frá Endurskoðun h.f. í Reykjavík og af kosnum mönn- um úr hópi fullrtúa. Helstu stærðir úr ársreikning- unum eru sem hér segir : Hagnaður ársins var 6,04 milljónir og var færður til hækk- unar á varasjóði. Eigið fé er þá 92,25 milljónir. (75,39 í árslok 1989). Eiginfjárhlutfall í rekstri sjóðs- ins er 15,7% en samkvæmt lögum má þetta hlutfall ekki vera lægra en 5%, svo þarna stendur Spsj. Svarfd. mjög vel. Heildarinnlán voru í árslok 1990 kr. 519,94 milljónir og höfðu aukist um 24,2% á árinu. Við sjóðinn störfuðu að meðal- tali 8 manns yfir árið og voru heildarlaunagreiðslur 13,48 milljónir. Fundurinn samþykkti að veita Útlán eftir greinum. 1 milljón króna í Menningarsjóð Svarfdæla. Úr stjórn Sparisjóðsins áttu að ganga Guðríður Ólafsdóttir, Bragi Jónsson og Óskar Jónsson, (árleg kosning) en voru öll endurkjörin. Aðrir i stjórninni eru Gunnar Jónsson, fulltrúi Svarfaðardalshepps og Gunnar Aðalbjörnsson, fulltrúi Dalvík- ur'oæjar. Menningarsjóður Svarfdæla Á fundi 4. apríl ákvað stjórn Menningarsjóðsins að veita þrjá styrki og tilkynnti formaðurinn, Þóra Rósa Geirsdóttir, á aðal- fundi Sparisjóðsins, að styrkþeg- ar væru sem hér segir: Sóknarnefnd Dalvíkurkirkju vegna orgelkaupa kr. 800 þús. Tónlistarskóli Dalvíkur kr. 200 þús. Húsabakkaskóli til bókakaupa kr. 100 þús. Samtals 1100 þús. Aðrir í stjórn Menningarsjóðs- ins eru Trausti Þorsteinsson og Atli Friðbjörnsson. Gestur fund- arins var Jónas Reynisson spari- sjóðsstjóri í Hafnarfirði, sem hélt erindi um stöðu sparisjóða á lánamarkaðnum.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.