Norðurslóð - 25.09.1991, Qupperneq 1

Norðurslóð - 25.09.1991, Qupperneq 1
15. árgangur Miðvikudagur 25. september 1991 7. töluhlað Svarfdælsk byggð & bær Stórframkvæmdir hjá Skíóafélaginu - Skíðalandsmót haldið hér í vetur Skíðafélag Dalvíkur stendur um þessar mundir í stórræð- um. I sumar og haust hefur verið gerður sökkull undir hús sem reist verður á næstunni. Nú um helgina var lokið steypu á gólfi hússins og áður hafði verið lokið að mestu frá- gangi lóðar meðal annars búið að þekja svo ekki sést lengur jarðrask eftir framkvæmdir sumarsins. Húsbyggingin stór- bætir alla aðstöðu í fjallinu og auðveldar að halda skíðalands- mót hér í vetur. Húsið sem þarna er í byggingu er einnar hæðar með góðu risi. Grunnflötur hússins er 178 m’ og nýtanlegt gólfpláss í risi um 150 m:. Félagar í Skíðafélaginu hafa í sumar og haust unnið í sjálfboða- vinnu við grunninn og er hann nú tilbúinn svo reisa má húsið. Hús- ið er einingarhús sem keypt verð- ur af SG einingum á Selfossi. Vinnan við uppsetningu hefst í byrjun október og koma menn frá framleiðanda til að setja það upp. Þegar þeir skila af sér hús- inu verður frágangi að utan lokið og allir milliveggir komnir upp og útveggir allir klæddir. A neðri hæð verður afgreiðsla fyrir lyftuna og snyrtingar. Þá verður þar aðstaða fyrir starfs- fólk á svæðinu. eftirlits- og af- greiðslufólk og þjálfara. Eldhú- skrókur verður og setustofa fyrir gesti og notendur svæðisins. í ris- inu verður gistiaðstaða, snyrting- ar og sturta. Gistiaðstaðan er hugsuð fyrir aðkomufólk sem hingað kemur til keppni eða æf- inga. Þarna verða bæði salur fyrir svefnpokapláss og herbergi. Að sögn forsvarsmanna Skíðafélagsins er fyrirhugað að ganga sem fyrst frá afgreiðslunni fyrir lyftu og snyrtingum. Telja þeir sig hafa fjármagn til þess en framhaldið ræðst síðan af frekari fjármögnun. Dalvíkurbær mun á næstu 3-5 árum styrkja Skíðafé- lagið til framkvæmda sem nægir til að greiða SG einingum þeirra hlut það er um 10 milljónir króna. Það sem að framan er sagt að sjáist fram úr að fjármagna kostar um 2 milljónir króna. Þá má gera ráð fyrir að lokafrágang- ur kosti 2-3 milljónir og er það sú fjárhæð sem á vantar til að Ijúka byggingunni. Samtals er áætlað að húsið kosti 14-15 milljónir. Ákveðið er að Skíðalandsmót- ið verði haldið hér á Dalvík og á Ólafsfirði næsta vetur. Slíkt móts- hald þarnast góðrar aðstöðu svo allt gangi vel og snurðulaust fyrir sig. Ljóst er að ef tekst að ljúka byggingunni fyrir þann tíma gerbreytir það allri aðstöðu og er þá ekki að efa að fram- kvæmd Skíðafélagsins á því móti verður byggðalaginu til sóma. Það mátti heyra það á Skíðafél- agsmönnum að þeir binda miklar vonir við að aðsókn að skíð- asvæðinu hér muni aukast með tilkomu þessa húss. Ekki síst vegna þess að aðkomufólki sem og heimamönnum verður gert auðveldara að athafna sig á svæð- inu. það er vissulega ánægjulegt hversu stórhuga skíðafélagsmenn hafa alla tíð verið og ættu allir að leggjast á eitt með þeim svo húsið verði tilbúið fyrir landsmótið. Væri ekki mögulegt að fyrirtæki og einstaklingar byndust samtök- unt unt að fjármagna það sem út af stendur til að ljúka bygg- ingunni fyrir áramót? Eínstök árgæska á líönu sumrí Nú er komið hrímkalt haust og horfin sumarblíða, segir í kunnri vísu um tímans eilífu hringrás í náttúrnni og mann- lífinu. Nú er komin helgin í 22. viku sumars, það var gangnahelgin að fornu lagi. Nú er hún viku fyrr og var réttað á aðalrétt Svarfdælinga á Tungunum sunnudaginn 15. eins og fram kentur á sínum stað hér í blaðinu. Gæðasumar Það er engum blöðum um það að fletta, að sumarið 1991 er eitt albesta sumar þessarar 20. aldar frá fæðingu vors herra. Lang- minnugir nefna helst sumarið 1939 til samjöfnunar. Það er sumarið þegar Hitler réðst inn í Pólland og seinni heimsstyrjöldin hófst formlega. Látum oss vona, að sagan endurtaki sig ekki. Eftir kuldakastið, sem gerði fyrripart júní kom sumarið fyrir alvöru og hélst ágætt allt hvað eftir var. Það var sérlega sólríkt og hlýtt, aldrei óþægilega hvasst og aldrei mikil rigning. Helst mætti finna því það til foráttu, að það hafi verið einum of þurrt fyr- ir gróður jarðar. í miðsveitinni í Svarfaðardal var mánaðarúrkoman í júní 11 mm, í júlí 21 mm og í ágúst 14 ntm. Þetta er allt langt undir því, sem venjulegt er, því meðaltöl þessara mánaða hér eru ca. 30, 35 og 40 mm. September er ekki allur. en horfur eru á, að hann verði þurr meira en í meðallagi. Heyskapur hófst með fyrsta móti og spratt vel þrátt fyrir litla vætu. Honum lauk líka fyrr en nokkru sinni áður, en þar kemur líka til ný heyskapartækni sem kennd er við rúllubagga. Kartöfluuppskera hér á norðurslóð varð líka góð. Sömu- leiðis vöxtur trjáa, sem líklega hefur orðið meiri á þessu sumri en dæmi eru um áður. Hér skal því við bætt, að ein- mitt þessi dagur mun henta mjög illa vegna hrossasmöl- unar, en sláturhússtjóri, Óli Valdemarsson, leyfir að hafa það eftir sér, að þeir menn skuli hafa samband við sig og muni hann þá geta hliðrað til og fund ið þeint hentugri dag. Líklega eru svarfdælskir bændur ekki búnir að sætta sig að fullu við missi sláturhússins á Dalvík. Hinsvegar eru Dalvík- ingar elskusáttir á að hafa losnað við sláturumstangið úr miðbæn- um. Og nú eru komnar stéttar og Á Heljardalsheiði, séð niður Svarfaðardal. í forgrunni veðursorfinn símastaur frá 1906. Ljósm. Z.J. Berin blá Seint í júní, þegar þegar síðasta blað Norðurslóðar kom út, voru þessi spámannlegu orð rituð í grein um ástand og horfur: „Og nú er gott að geta sagt frá því, að aðalberjalyngið er alsett blómum, a. m. k. víða og sér- staklega upp í hlíðum. Þar sem blóm er þar er von um ber, og nú fer uppskeran auðvitað alveg eft- ir því, hvað hlýtt verður og sól- ríkt sumarið, sem í hönd fer, og hve seint eða snemma fyrstu næt- urfrostin koma. Það skiptir sköpum“. Sumarið varð sólríkt og hlýtt og skaðleg næturfrost komu með seinna móti. Og eins og spáð var: Berjaspretta varð ágæt. Hún varð reyndar svo stórágæt, að hún hefur líklega slegið út sumar- ið í fyrra, sumarið 1990, sem að sínu leyti var metberjasumar. Að Iifa af gæðum jarðar Og þetta hafa menn kunnað að metaog notfæra sér. Hálfþjóðin, sá helmingur, sem ekki hefur ver- ið úti í sólarlöndum, hefur legið í berjamó um allar helgar síðan í miðjum ágúst og sópað saman berjum, krækiberjum, bláberj- um, aðalberjum bláum og svörtum. Það verður mikið til af safti og sultum í kæligeymslum íslenskra húsfreyja undir kom- andi vetur. Góð búbót það - og kostar ekki gjaldeyri. Nú eru menn líka í vaxandi mæli að komast upp á að nýta sér eina guðsgjöfina til, sveppi. Það er alveg ótrúlega mikið til af mat- sveppum hér um slóðir og hefur farið vaxandi með minnkandi sauðfjárbeit og aukningu skóg- ræktar. Það eru fyrst og fremst stóru hattsveppirnir, birkisvepp- ur eða kúalubbi í birki og hrís- kjarri og svo lerkisveppurinn ágæti, sem fylgir lerkinu og hjálp- ar því til að vaxa og dafna. Ög fólk er til hér um slóðir, sem tínir sér ilmjurtir til tegerðar og bragðbætis við matargerð, blóðberg, vallhumal, rjúpnalauf o. m. fl. fyrir utan fjallagrös, sem allir ættu að kynnast. Slátrun hafín Slátrun sauðfjár er hafin á Akur- eyri. Þangað eiga svarfdælskir bændur að senda sláturfé sitt, svo margt sem það nú er. Slátrunar- dagur Svarfdælinga hefur verið ákveðinn föstudagurinn 4. október. Fjöldi slátraðra dilka verður í kringum 540. blómabeð úti fyrir gamla Slátur- húsin u þar sem áður var óhrjáleg mölin, en innifyrir fer fram fram- leiðsla hágæðavöru til útflutnings úr ríki sjávar. Stóðrétt 5. október Fjallskilastjóri, Jón á Hæri- ngsstðum, hefur tjáð blaða- manni, að ákveðið sé, að hrossasmölun í sveitinni fari fram föstudaginn 4. októ- ber. Afréttarhross verða rekin í Tungurétt kl. 11,30 - klukkan hálf tólf, laugar- daginn 5. október.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.