Norðurslóð - 20.11.1991, Síða 3

Norðurslóð - 20.11.1991, Síða 3
NORÐURSLÓÐ - 3 Prátt fyrir aö aðstæður skán- uðu verulega við endurbyggingu norðurgarðsins voru þær hvergi nærri nógu góðar til að mæta auknum umsvifum. Garðurinn var mjór og rými fyrir gáma mjög takmarkað. Þess vegna hefur ver- ið gerður nýr vanargarður og uppfylling sem skapar rúmgott athafnasvæði fyrir vöruaf- greiðslu. Þar hefur Eimskip þeg- ar fengið úthlutað lóð til að byggja hús á og hafa sitt athafna- svæði. Útibú kaupfélagsins hefur á hendi afgreiðslu Samskipa, ásamt Ríkisskipa og ferjuna Sæ- fara. Afgreiðslan er til húsa í gömlu bræðslunni sent hefur ver- ið innréttuð að nýju miðað við þá starfsemi. Þar er kæligeymsla til að safna í saltfiski meðal annars. Tafla II. sýnir vörumagnið sem skipað er upp úr skipum hér í höfninni og einnig skipað um borð. Þegar skoðað er breytingin frá 1985 til ársins 1990 kemur vel í ljós það sem hefur verið að gerast. Árið 1985 fór um höfnina samanlagt inn og útflutningur 13.6 18 tn en árið 1990 32.261 tn. Aukningin hvorki meira né minna en 137%. Ef nánar er rýnt í tölurnar sést að innflutningur á saltfiski og freðfiski hefur aukist ntikið og útflutningur á salti sömuleiðis. Þetta kann að hljóma skringilega en svona er það nú sa mt. Þetta sýnir betur en annað að Dalvíkurhöfn er orðin umskipun- arhöfn. Saltfiskur kemur frá ýms- um nágrannahöfnum og fer hér síðan í skip til útflutnings. Salt- inu er hins vegar skipað hér upp til dreifingar á ýmsa staði hér í nágrenninu. Þegar saltið er senl með skipurn á þessa staði telst það útflutningur. Á síðasta ári var unnið að gerð deiliskipulags hafnasvæðisins. Síðast var gert skipulag að svæð- inu árið 1979 í framhaldi af líkan- tilraunum sem gerðar voru til að átta sig á staðsetningu ytri mann- virkja. Hugmyndir af skipulagi nú bera þess merki að vöruflutn- ingar eru sívaxandi hér í höfn- inni. Hér í blaðinu eru sýndar síðustu hugmyndir að skipulagi. Það eru ekki stórvægilegar breyt- ingar frá skipulaginu 1979 en mun nákvæmari útfærsla á athafnasvæðinu viö norðurgarð- inn. Þótt meira sé nú hugsaö um höfnina sem vöruhöfn en áður gegnir hún áfram stóru hlutverki sem fiskihöfn. Á töflu III. sést að landaður afli hefur lítið breyst á tímabilinu 1982 til 1990. Það er hins vegar til umhugsunar hvernig ntál munu þróst varðandi sölu afla. Flest bendir tii að fiskmarkaðir muni gcgna stærra hlutverki í sölu afla en nú er. Það er að minnsta kosti Ijóst að nauðsynlegt er að treysta í sessi fiskmarkaði út á landi. Markaðarnir á suövesturhorn- inu eru orðnir nokkuð traustir í sessi en þeir viröast eiga erfiðara uppdráttar út um land. Fiskmiðl- un Norðurlands hefur rekið markað hér nú i rúmt ár. Magnið sent þar er selt hefur ekki verið nægjanlegt til að hægt sé að tala unt að þessi starfsemi sé traust í scssi. Það verður samt að vona að umsvifin aukist og þróist hér. Það gildir um löndun og miðlun fisks að Dalvík liggur landfræðilega vel við sama hátt og með vöru- flutningana. Ef fiskmarkaður næst vel upp hér getur það skapað mörg störf í ýmiskonar þjónustu sem honum ntun tengjast. ísstöðin sem hér tók til starfa á árinu er cinmitt gott fyrirtæki sem Itiðað getur að skip sent þá um leið þyrftu á ann- ari þjónustu að halda. Auk þess sem þjónusta mcð ís er nauösyn- leg ef fiskmarkaður eflist. Á skipulaginu sem hugmynd er af nú er gert ráð fyrir að í framtíð- inni verði löndunarkantur út í( höfninni fram ;if ísstöðinni og þar til suðurs. Það skýrir vafalaust staösetningu Isstöðvarinnar fyrir mörgurn. Auknin umsvif við höfnina liafa fjölgað störfum við þjónustu sem þessu tengist. í ársbyrjun 1986 voru við afgreiðslu hjá skipafélögunum tveir ntenn í hlutastarfi. Mælt í stöðugildum hefur þetta ekki vcrið eitt starf samanlagt. Nú eru hjá afgreiðslunt skipafélaganna starfandi 5-8 manns eftir árstíma. Gera má ráð fyrir að slíkum störfum fjölgi á næstunni t.d. þegar geymslu- húsnæði stækkar og untskipun verður auðveldari t.d. hvað varð- ar saltfisk. J.A. Tafla 2 - Útfluttar vörur (í tonnum) 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 Sattfiskur 3.030 2.867 2.767 3.156 4.412 4.885 4.901 3.580 4.024 Freðfiskur 1.560 1.837 1.765 1.990 1.197 1.529 1.639 2.840 3.205 Skreið 950 1.187 72 15 1.056 432 824 1.124 1.045 Síld og hrogn 352 254 58 81 170 35 99 146 239 Frosin rœkja 259 443 451 503 524 916 Fiskur til Hríseyjar 335 203 109 240 388 360 Fiskur í gámum 520 675 1.390 1.498 1.281 Salt 85 138 123 144 44 1.849 Annaö 351 112 157 140 1.830 4.902 3.422 2.069 2.341 Samtals 6.243 6.257 4.819 6.062 9.969 13.142 13.164 12.215 15.228 Innfluttar vörur 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 Áburöur 1.238 1.117 850 739 811 719 815 544 686 Olía 4.689 4.556 3.472 3.145 4.379 4.108 6.050 5.975 7.176 Salt 2.521 3.142 1.410 2.628 3.641 3.290 3.530 2.920 5.304 Fiskur frá Hrísey 44 58 60 69 81 370 Fiskbein 494 824 895 1.025 1.099 1.074 554 206 Saltfiskur 280 184 347 317 866 Skreiö 24 26 55 81 113 Freöfiskur 14 232 639 533 Frosin rœkja 248 943 Annaö 286 25 238 105 595 1.701 1.676 2.934 2.981 Samtals 9.120 8.735 6.794 7.556 10.814 11.202 13.850 14.294 17.033 Tafla 3 - Afla landað úr fiskiskipum (tonn) 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 Bolfiskur 12.900 10.379 8.992 9.903 10.580 11.035 12.670 14.544 12.850 Rækja 193 1.074 1.348 2.141 1.584 1.310 825 2.016 Annaö 359 61 38 63 32 35 Samtals 13.259 10.633 10.105 11.315 12.753 12.654 13.980 15.369 14.866 Blindur er bóklaus maður - framhald af forsíðu sólgið í ævisögur og aðrar þjóleg- ar bókmenntir. Ekki sorprit? Nei, hér fást engin sorprit. En hvað um aðstöðuna hérna, er hún bærileg? „Hún er alveg ágæt“, segja þær stallsystur nálega einum rómi, “þetta er alveg ágætis húsnæði þó að það sé gluggalaust. Það fylgir því einn kostur. Á sumrin þegar er gott veður, sólskin og blíða, þá vitum við ekkert um það. Þar af leiðandi langar okkur ekkert út. Og á veturna, þegar stórhríð er úti þá vitum við heldur ekkert af því og kvíðum þá ekki heimferð- inni“. Svoleiðis er það nú líka í svart- holunum, þar eru engar árstíðir, segir blaðamaður, og ekki hef ég heyrt, að það þyki svo eftirsókn- arverður dvalarstaður. Nei, þú færð nú ekki heldur bakarístertur og jólakökur með, kaffinu upp á hvern dag, eins og þú færð hérna. Satt er það, þar er víst ekkert að fá nema þurrt rúgbrauð með vatni. Og að lokunt aftur yfir í alvöruna. Hvaða bók telja bóka- verðirnir merkasta þeirra, sem safnið á? Þetta var óþægileg spurning, en samt nefna þær gamla, gráa skruddu, Landnámabók, prent- aða í Skálholti 1688. Hún hefur þá verið prentuð í prentverkinu, sem meistari Brynjólfur fékk frá kollega sínum á Hólum forðum tíð. Héraðsskjalasafnið Ragnheiður býður blaðamanni að líta inn í stofur skjalasafnsins. Þar eru bækur og blöð í hillum og kössunt eins og vera ber á slíkri stofnun. Forsaga safnsins? Safnið varð eiginlega til upp úr allri þeirri gagnasöfnun, sem fram fór í kringum samningu Dalvíkursögu hér á árunum. Fólk lánaði svo mikið af rituðum gögnum og myndum, sent ekki var ætlast til að væri skilað aftur Ef þær væru geyntdar hér heima á góðum stað. Svo var stofnað héraðsskjala- safn lögum samkvæmt árið 1980 með ráðherraleyfi og reglugerð samin og staðfest. Safnið heitir Héraðsskjalasafn Svarfdæla og er sameign sveitarfélaganna tveggja í Svarfaðardalshreppi hinum forna. I 5 manna stjórn þess sitja 2 fullltrúar úr dalnum en 3 frá Dalvík. Safnið fékk allient frá Héraðs- skjalasafninu á Akureyri öll gögn, sem varöa Svarfaðardals- hrepp hinn forna sérstaklega. svo sent hreppstjórabækur allt aftan frá 18. öld, allar eldri gerðabæk- ur hreppsnefndar, gerðabækur ýmiskonar félaga o.fl. o.fl. Er hægt að segja í tölum hvað mikið er hér af slíkum gögnum? Það er nú dálitið crfitt, en þó er hægt að segja, að hér eru dag- bækur 38 félaga, sem hér hafa verið við lýði lengri eöa skemmri tíma, allt frá nautgriparæktarfé- lagi og upp í leikfélag. (já eða kannske öfugt, hugsar blaðamað- ur). Hvað mundi nú mega telja merkasta plaggið í þessu safni? Safnvörðurinn segir, að það sé erfitt um að segja. Merkasta skjalið? Ja það ntá nefna hand- skrifað blað, sem gekk um sveit- ina á öldinni sem leið. Það hét SVARFAÐUR, og það má nefna dagbækur Gís|a í Gröf og dagbækur Jóhanns á Hvarfi, svo dæmi séu nefnd, um ómetanlegar heimildir unt mannlífið í hérað- inu á öldinni sem lcið. Ljósmyndasafn Svo erum við hér með ágætis ljós- myndasafn, sem keypt var af Jón- asi Hallgrímssyni. Hann hefur verið voðalega iðinn við að gefa safninu nýjar myndir. Manna- ntyndir eru orðnar um 2500 og aðrar myndir af stöðum og aðstæðum og atburðum og ýmsu úr atvinnulífi til sjós og lands eru líka fjölmargar, svo alls eru í safninu nú á 5. þúsund myndir. Hvað um notkun safnsins? Það er nú ósköp lítið notað hvers- dagslega. Það er þó helst að fólk konti ef það er að grúska eitthvað í ættum og þessháttar. Það var svoscnt ekki við öðru að búast. Hlutverk skjalasafna er að geyma og varðveita heimildir þangað til sá dagur rennur upp, að einhver grúskari eða sagn- fræðingur knýr dyra og leitar svara við þessurn spurningum: Hver, hvað, hvenær, hvernig, hversvegna??? Norðurslóð þakkar bókavörð- unum kærlega fyrir greinagóðar upplýsingar, góða viðkynningu og gott kaffi og óskar Dalvíking- unt og öllunt Svarfdælum til ham- ingju með þessa friðsælu mennin- garvin, scm þeir eiga þarna í kiallara Ráðhússins. H.E.Þ. Pú færð allan babpír a einum stað Strandgötu 3 I • Akureyri • ■s- 24222 & 241 66

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.