Norðurslóð - 20.11.1991, Síða 4

Norðurslóð - 20.11.1991, Síða 4
4 - NORÐURSLÓÐ Svarfdælabúð Dalvík Dalvíkingar, nærsveitungar! Allar bökunarvörur á tilboði. Til dæmis: Var NÚ Kornax hveiti 68,- Strásykur 102,- Bökunarsmjörlíki 97,- Erum að taka upp jólavörurnar! Kjötborðið verður yfirfullt að vanda Umhverfismál Margnota bleyjur á Dalvík Eitt stærsta umhverfisvandam- ál sem mannkynið stendur frammi fyrir er hið óendanlega flæði af sorpi ýmiskonar sem neysluvenjur nútímans hafa ieitt af sér. Á íslandi glímir hvert einasta sveitarfélag við spurninguna um livað gera eigi við allt ruslið sem til fellur og við því er brugðist með ýmsu móti þó í fæstum til- fellum sé lausnin fullnægjandi. Bent hefur verið á að stærstur hluti sorpsins séu umbúðir ýmis- konar sem tiltölulega auðvelt sé að endurnýta og einnota varning- ur sem skipta mætti út fyrir marg- nota vörur. Einnota bleyjur eru afar fyrirferðarmikið rusl sem brotnar nijög hægt niður í nátt úrunni. Sé miðað við það að barn noti alfarið bréfbleyjur í 2]A ár sem er mjög algengt, hefur frá þessu eina barni komið l Vi tonn af rusli sem tekur 500 ár að eyð- ast í náttúrunni. Pó að vísu sé mjög dýrt að nota alfarið pappírsbleyjur, kjósa samt margri foreldrar held- ur þau óumdeilanlegu þægindi sem þær hafa fram yfir gömlu góðu taubleyjurnar. En nú eru komnar á markað- inn margnota bleyjur sem sam- eina umhverfisverndar -og sparn- aðarsjónarmið taubleyjanna og þægindi pappírsbleyjanna. Og það sent meira er: Hér á Dalvík er starfrækt umboðsverslun fyrir slíkar bleyjur. Fyrir þeirri starf- semi stendur Elín Unnarsdóttir, Goðabraut 21. Elín gerði verðsamanburð á bleyjunum sínum og meðal- pappírsbleyjum úr Kaupfélaginu á Dalvík og reiknaði með að barn notaði 6 slíkar yfir sóarhringinn. Niðurstaðan varð sú að yfir árið kostuðu bréfbleyjurnar 49.275 kr. en úthaldið af margnotableyj- um (20 b leyjur, 5 innlegg og 6 buxur) að viðbættum rafmagns- kostnaði og þvottadufti yfir árið kostaði 17.350 kr. En fyrst og fremst sparast ómæld landspjöll og jörðin verð- ur byggilegri börnunum sem í hlut eiga. Ekki er þó öll sagan sögð enn. Því nú er önnur kona á Dalvík að fara af stað með framleiðslu á margnota bleyjum. Sú heitir Hugrún Marínósdóttir, Svarfað- arbraut 14. Hún hefur nú þegar saumað bleyjur mjög áþekkar þeim innfluttu og ætlar nú eftir áramótin alfarið að snúa sér að saumaskap á margnota bleyjum. Hj.Hj. Félagsmanna- afsláttur 18. nóvember - 7. desember Kaupfélag Eyfirðinga veitir félagsmönnum 10% afslátt af vörum úr Vöruhúsi KEA og sömuleiöis af ýmsum vörum úr Raflagnadeild og 12% afslátt af vörum úr Byggingavörudeild. Afslátturinn miöast viö staögreiöslu og framvísun félagsmannakortsins. Nýir félagsmenn geta einnig notiö sömu kjara. Ef þú vilt gerast félagsmaöur kemur þú á skrifstofur okkar og færö félagsmannakort og þú getur verslaö strax. KAUPFELAG EYFIRÐINGA DALVÍK Frá Dalvíkurbæ Athygli er vakin á því að frestur til að sækja um leyfi til búfjárhalds í lögsagnarumdæmi Dalvíkur rennur út 1. desember næstkomandi. Bæjarritari Hundaeigendur Dalvík Árleg hundahreinsun fer fram við Áhaldahús Dalvíkurbæjar laugardaginn 23. nóvember kl. 11-12. Hundarnir eiga að vera fastandi. Héraðsdýralæknir.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.