Norðurslóð - 13.12.1991, Qupperneq 1
■smm
Úr Dœlisreit í fyrstu snjóum. Stóllinn í baksýn.
Ljósmynd: Lcne Zachariassen.
Lát mig heyra hljóm þinn, hvíta Ijóð.
Huga mínum kveik þú nýja glóð.
Svartir skuggar skima eftir bráð.
Skelfist barnið frostsins grimmdarráð.
Lít í hönd mér litla kertið dautt,
lít á vörum stirðnað málið snautt.
Leys úr viðjum hjartans dýra hljóm.
Himingeislum vek þú liðin blóm.
Mannsins veika von í hreysi fœdd
vafin móðurörmum, tötrum klœdd.
Lífsins gull í lófa saklauss barns,
Ijúfi sunnanþeyr í ríki hjarns.
Snauða barnsins bjarta jólaljós,
bleikrar elli skœrust hjartarós,
himintónn í hljóði fátæks ranns,
helgast Ijóð í brjósti dauðlegs manns!
Kom þú! dagsins dýrð, í jarðarátt.
Dreyp þú Ijósi á heljarmyrkrið grátt.
Lát að nýju lýsa þjáðra von,
líf og fögnuð. Mannins dýra son.
Jakobína Sigurðardóttir.
Messur um jólin:
22. desember
Aðventustund á Dalbæ kl. 16.00.
Kórsöngur, hljóðfæraleikur, helgistund við kertaljós.
Ræðumaður sr. Pétur Þórarinsson.
24. desember
Aftansöngur í Dalvíkurkirkju kl. 18.00.
25. desember
Hátíðamessa í Tjarnarkirkju kl. 13.30. Stund fyrir
börnin.
Hátíðamessa í Vallakirkju kl. 16.00. Stund fyrir
börnin.
26. desember
Hátíðamessa í Dalvíkurkirkju kl. 14.00.
Hátíðamessa á Dalbæ kl. 16.00.
29. desember
Hátíðamessa í Urðakirkju kl. 14.00. Stund fyrir
börnin.
Dagbók jólanna
1. janúar 1992
Hátíðamessa í Dalvíkurkirkju kl. 17.00.
Altarisganga.
Aðrar samkomur:
Jólatrésskemmtun barna verður í Pinghúsinu Grund
laugardaginn 28. des kl. 14.00.
Jólatrésskemmtun barna á Dalvík föstudaginn 27.
des. kl. 17.00.
Verslanir á Dalvík:
Laugardaginn 21. desember opið 10-22.
Mánudaginn 23. desember opið 9-23.
Þriðjudaginn 24. desember opið 9-12.
Föstudagur 27. desember opið 10-19.
Laugard. og sunnud. 28. og 29. opin lúga 11.00-12.30
og 13.30-16.00.
Mánudag 30. desember 9-18.
Gamlársd. 31. desember 9-12.
Verslunin Kotra:
Laugardaginn 21. des. opið 10-18.
Á Þorláksmessu 23. des. opið 10-22.
Aðra daga eins og venjulega.
Blómabúðin llex.
Fimmtudagur 19. des. opið 10-20.
Föstudagur 20. des. opið 10-22.
Laugardagur 21.des. opið 10-22.
Sunnudagur 22. des. opið 10-18.
Mánudagur 23. des. opið 10-24.
Þriðjudagur 24. des. opið 9-12.
Föstudagur 27. des. opið 10-18.
Laugardagur 28. des. opið 13-16.
Mánudagur 30. des. opið 10-18.
Gamlársdag 31. des. opið 9-12.