Norðurslóð


Norðurslóð - 13.12.1991, Side 2

Norðurslóð - 13.12.1991, Side 2
2 - NORÐURSLÓÐ NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Umsjón, dreifing og innheimta: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sfmi 96-61555 Prentun: Dagsprent hf. Akureyri Jólakvöld Nú skal leika á langspilið veika og lífsins minnast í kvölcl, hjartanu oma við hljóma forna og heilagan jólaeld, meðan norðurljós kvika og blástjarnan blikar og boganum mínum eg veld. Eg blundaði hljóður við brjóst þín, móðir, sem blómið um lágnættið. Pú söngst mér kvœði, við sungum bœði um sakleysi, ástir og frið. Pú gafst mér þann eld, sem eg enn þá í kveld get ornað hjartanu við. Pú hófst mína sál yfir hégóma og tál og hug mínum lyftir mót sól. Pú gafst mér þá þrá, sem ég göfgasta á. og þá gleði, sem aldrei kól. Ef eg Iwllaði mér að hjartanu á þér. var mér hlýtt; þar var alltaf skjól. En útþráin seiddi mig ungan og leiddi á ótroðinn skógarstig. Prestirnir sungu; þyrnarnir stungu og þorstinn kvaldi mig; Pá grœddi það sárin og sefaði tárin að syngja og lutgsa um þig. Og nú vil eg syngja og sál mína yngja með söngvum um lágnœttið hljótt og hvísla í norður ástarorðum, meðan allt er kyrrt og hljótt, og láta mig dreyma um Ijósin heima, sem loga hjá mömmu í nótt. Davíö Stefánsson r ■\ Til lesenda Norðurslóð sendir vinum og vandamötmum um land allt bestu óskir um gleðileg jól og gœfuríkt komandi cír með þakklœti fyrir samskiptin J Aðalbjörg Jóhannsdóttir: Minningar hennar mönnnu Eftirfarandi grein er skrifuð og send blaöinu af Aöalbjörgu Jóhannsdóttur frá Sogni á Dalvík. I‘aö eru ininningabrot móöur hennar, Guölaugar Baldvinsdóttur frá Böggvis- stööum, sem á þeim árum var jafnan ritað Böggversstaðir. Guðlaug andaöist áriö 1964. Skýringar í sviga eru eftir mig. Ritstj. Uppruninn Eg er fædd og uppalin á Bögg- versstöðum. dóttir Baldvins bónda þar og Póru konu hans. Við vorum 12. sent upp komumst til fullorðinsára. hin 4 dóu ung. Ég var 11. í röðinni af öllum 16. fædd 1875. Fyrst man ég vel eftir mér þeg- ar Ingibjörg (kona Þorsteins kaupmanns Jónssonar) systir mín fæddist og ég var tekin frá mömmu og látin í rúnr til Soffíu (kona Hallgríms á Melum). Húsakostur (Hér hefur Guðlaug lýst gamla bænum á Böggvisstöðum, en Aðalbjörg sleppir því úr af því að af honum er lýsing í Dalvíkur- sögu.) Sniðja stóð fremst á hlaðinu og var hún sérstætt hús. Inni í smiðj- unni var eldstæði hlaðið úr grjóti, og fýsibelgur úr skinni og var hann járnbentur við eldstæðið og dreginn sundur og saman með járnstöng. Par var líka steðji og önnur smíðaáhöld. Oftast var pabbi sjálfur við smíðar, finnst mér. Húsin viö sjóinn Niður við sjóinn átti pabbi sjó- búð og Ilúsið, sem kallað var. Þau stóðu þar sem nú er hús Har- aldar Guðmundssonar rafvirkja og forstofa Ungmennafélagshúss- ins. Búðin var hlaðin úr torfi og grjóti með torfþaki og litlu risi. Ilún var hólfuð í tvennt, ytribúð og innribúð. í innri búðinni lögðu sjómenn sig útaf, hituðu sér og borðuðu, því þar var borð, bál- kar til að sofa á og eldfæri til að liita á. í frambúðinni var beitt og gert að línu. Þegar kalt var, var línan stundum flutt heim til upp- gerðar. Við búðina stóð Húsið en sund á milli, sem vel var fært um með hest. Húsið var timburhús með risi, timburþili (stafni) og lofti. Matarkostur Uppi á lofti voru geymdar matar- birgðir til heimilisins svo sem Guölaug Baldvinsdóttir. kornmatur, sykur, kaffi og allt harðmeti eins og harðfiskur og harðir þorskhausar eða yfirleitt sá matur, sem ekki mátti geymast í raka. Þetta var svo flutt heim eftir þörfum, og oft var matarlegt á loftinu. Laus stigi var upp á loftið og á stafninum var hleri, sem hægt var að opna, og taka út um gatið. Niðri í húsinu var geymt sjómeti til heimilisþarfa. Þar voru rár, sem á hékk hákarl, siginn fiskur og grásleppa. Með- fram veggjunr var röð af tunnum, en í þeim var saltað sjómeti: selspik, grásleppa, síld, kóð, hnísuspik, og stundum heilag- fiski. Svokallaður saltfiskskúr var fram á kambi. Þar var saltaður fiskur til útflutnings. Tveir hjallar voru, annar var torfhjallur nreð þaki opinn í gegn, hinn vargrinda- hjallur, sami veggur en hlaðnir torfstólpar yndir ránum og grind- ur í stöfnum. Svo voru þarna hlaðnir torfveggir tveir, senr kall- aðir voru naust. Þar á var bátum hvolft í hríðarveðri, var það kall- að að nausta. Eins og kemur fram var alltaf nógur matur á Böggversstöðum. Man ég aldrei eftir matarskorti þótt margt væri í heimili, enda hamast í því að afla matar bæði á sjó og landi allt árið. Finnst mér maturinn hafa verið bæði mikill og margbreytilegur. Það var salt- fiskur, nýr fiskur, siginn fiskur og oft voru verkaðir kúttmagar og lifur og greppir. þ.e. gota, yfir þann tíma. Pabbi sagði okkur að borða vel af þessum mat því hann væri svo hollur fyrir okkur krakk- ana. Svo var oft borðaður fugl, oft- ast svartfugl. Pabbi skaut oft bæði hnísu og sel og var það kjöt borðað bæði saltað og nýtt. Svo voru auðvitað hinar hefðbundnu landbúnaðarvörur í kjöti og ntjólk og unniö úr þeim. Og af grænmeti, kartöfflur rófur og rabbarbari. Máltíðir Borðað var þrímælt og þá skammtað hverjum fyrir sig á disk og í skál. En þegar Soffía kom heim úr Laugalandsskóla í Eyjafirði unt tvítugt, vildi hún láta borða saman við borð og var það gert á hátíðum til að byrja með. Þegar farið var á fætur var drukkið kaffi eða mjólk, stund- um bara molakaffi á vetrum, en með því eitthvað á sumrin þegar unnið var úti. Svo var borðað kl. 10. Þá var harðfiskur og brauð og hræringur og mjólk og stundum súrmatur með. Ég man ekki eftir hádegiskaffi fyrr en eftir að eg fór að stækka. Middagsmatur var kl. 3-4, þá var alltaf kjöt eða fiskréttur og kartöfflur eða rófur og brauð. Kl. 9 var borðaður kvöldmatur, sem var oftast hræringur, þ.e. skyr og hafragrautur hrært saman, og mjólk. Á sumrin þegar unnið var úti var eftirmiddagskaffi. Á jólanóttina voru skammtaðir fullir diskar af brauði, snrjöri og hangikjöti, og geymdi fólkið sér þetta fram yndir föstu. Yfirleitt, mcðan skammtað var, gat fólkið geymt sér það, sem það ekki torgaði, og hægt var að geyma. Lýsingin Þegar fyrst eg man eftir voru lýs- islampar: einn við dyrnar á bað- stofunni, og annar inni í hjóna- húsi fyrir stafninum. Ef þurfti að bregða upp ljósi var kveikt á týru. Eg man ekki hvenær fyrst kom olíulampi, en þegar eg var að læra að lesa, og kennarinn, Jónas Þórarinsson, kenndi okkur, var kominn olíulampi í stað lýsislampans í dyrunum, en notaður lýsislampi áfram í fjósið. í fjósinu var notaður sem kall- að var Ijósberi. Það var tréstokk- ur með gati, sem lýsislampanum var stungið í, og hald var til þess að bera hann með. Minnir mig að ljósið væri haft lifandi á leiðinni. Fífukveikur var notaður og var þá fífan táin niður, og snúin sam- an í höndunum og kveikurinn svo lagður saman tvöfaldur. Fífu- kveikur var bestur en það mátti notast við druslukveik. Eg gæti hugsað mér, að það hafi að mestu verið hætt að nota lýsislampa þegar ég var unr fermingu. Seinni hluti i næsta blaöi. Baldvinsbúö (Böggvisstöðuin), síðar Sigfríðarbúð. I'cikning: Svcinhjörn Stcingrímsson.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.