Norðurslóð


Norðurslóð - 13.12.1991, Page 5

Norðurslóð - 13.12.1991, Page 5
NORÐURSLÓÐ - 5 Ullin mjúka og hlýja Athyglisverð námskeið á Kóngsstöðum Elínbjört Jónsdóttir, kennari hjá Heimilisiðnaðarskólanum í Reykjavík. (Rokkhljómsveit.) námskeiðshalds. Þátttakendur komu síðan með nesti til helgar- innar og lögðu í púkk. Einnig komu þeir með rokka, kamba, snældur og efni, þ.e.s. ullina, til að vinna úr. Einnig hafði Lene safnað rokkum og fleiri tóvinnu- áhöldum héðan úr dalnum, en þau eru víða til ennþá sem betur fer. Þær réðu kennara, Elínbjörtu Jónsdóttur, frá Heimilisiðnaðar- skólanum í Reykjavík, og kenndi hún á fyrra námskeiðinu, tóvinnu, meðferð ullarinnar eftir að búið er að þvo hana. Þær lærðu að taka ofanaf, hæra, kemba, spinna, bæði á rokk og á halasnældu. Nokkrir nemend- anna könnuðust við þessi hand- tök en aðrið voru algerir byrjend- ur. Seinna námskeiðið var frá föstudagskvöldi til sunnudags- kvölds, á því námskeiði mætti líka einn karlmaður, nú átti að kenna meðferð á kanínufiðu. Byrjað var á að klippa kanínuna og síðan áfram, sýnt hvernig ullin er kembd, spunnin bæði á rokk og snældu. Þá var einnig sýnt hvernig nota á kembur í flókagerð (filt) þar sem þær eru þvegnar, þæfðar og gert efni sem notað er t.d. í inni- skó, hatta, húfur o.fl. í þessum tveim námskeiðum tóku þátt 15 eða 16 manns, frá Húsavík, Fnjóskadal, Akureyri, Eyjafirði, Dalvík, Svarfaðardal og Skíðadal, auk kennarans frá Reykjavík. Bæði námskeiðin þóttu takast ljómandi vel. Þarna ríkti bað- stofustemmning eins og hún gerist best. Engin sími, ekkert útvarp , ekkert sjónvarp og engin saknaði þess. Að lokum biður Lene blaðið að koma á framfæri, þökkum til systkinanna frá Kóngsstöðum, en þau eru nú búsett í Reykjavík, Dalvík, Svarfaðardal og Skíða- dal, sem lánuðu henni þetta indæla húsnæði og gerðu henni kleift að halda þessi námskeið. Blaðamaður Norðurslóðar lýs- ir aðdáun sinni á þessu framtaki og óskar Lene og stöllum hennar góðs gengis áfram við að endur- vekja hin gömlu vinnubrögð og gera tilraun til að hefja íslenskan heimilisiðnað til vegs á ný. S.H. Prífættur piltur þrifinn, vanstillur. Leikur við hendur þá lukkan á stendur. Fljóðum lið færir fóttroðinn samt er. Segðu hver sá er. Fyrstu tvær helgar í nóvember voru haldin forvitnileg námskeið á Kóngsstöðum í Skíðadal. Fyrra námskeiðið var helgað íslensku ullinni, en hið síðara, kanínu- fiðu. Þær sem stóðu fyrir þessum námskeiðum voru: Lene Zach- aríassen húsfreyja í Dæli í Skíðadal og Guðrún Hallfríður Bjarnadóttir myndlistakona frá Akureyri. Þessar tvær konur hafa mikinn áhuga á ísl. ull og meðferð og vinnslu hennar, og ekki síður á því að endurvekja hin gömlu vinnubrögð sem tengjast henni en eru nú óðum að hverfa og gleymast. Þá hafa þær einnig áhuga á meðferð kanínufiðu og sóttu ráðstefnu sem haldin var í Bændaskólanum á Hvanneyri sl. vetur, en þar var fjallað um stöðu kanínuræktar á Norðurlöndum. Þetta var samvinnuverkefni bændaskólans, Samband ísl. kanínubænda, Búnaðarfélags íslands, og Norsk angóra sem er landsamband norskra kanínu- Dagbjört Jónsdóttir Sökku. Pálmi Guðmundsson Dalvík og Monika Stefánsdóttir Akureyri. ræktenda. í tengslum við þessa ráðstefnu var haldið námskeið um ýinnslu og meðferð kanínu- fiðu, þar voru 4 kennarar frá Noregi og 1 frá Danmörku. Þær auglýstu síðan í haust tvö helgarnámskeið í spuna, og fengu inni á Kóngsstöðum í Skíðadal, þar hafa eigengur, syst- kinin: Kristín, Friðrika, Valde- mar, Árni og Ástdís Óskarsbörn, gert upp gamla húsið, og er það nú hið vistlegasta. Þar er öll að- staða eins og best verður á kosið bæði til eldunar, viðlegu og Agnes á Hróarsstöðum í Fnjóska dal. Lene í Dæli. „Úr þeli þráð að spinna / mér þykir næsta indæl vinna...“ Ljósmynd: Steinunn Hjartardóttir. Guðrún Hadda Bjarnadóttir Akureyri teygir lopann. Unnið úr kanínufiðu. Katrín Úlfarsdóttir Eyjafirði og Bergþóra Eggerts- dóttir Akureyri. Ljósmyndir: L.z.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.