Norðurslóð - 13.12.1991, Síða 7
NORÐURSLÓÐ - 7
Horft tfl
baka uin hálfa
Fyrri hluti
Ég varð tvítugur 24. febrúar
1940. I júní um vorið tók ég
stúdentspróf frá M.A. Að því
búnu hélt ég heim og vann við
heyskap og annan búskap fram
á haust.
Ég hafði fyrir alllöngu ákveð-
ið, að fara til náms við erlendan
búnaðarháskóla að prófi loknu,
helst í Noregi. En nú var komið
babb í bátinn. Heimsstyrjöld
skollin á og hafði geysað frá því í
septemberbyrjun 1939. Pólland
var sigrað og sundurrifið þá um
haustið og síðan leið veturinn
1939-40 við smáskærur á landa-
mærum Þýskalands og Frakk-
lands, engin alvara í stríðinu á
landi. Þeim mun grimmari var
hún höfunum.
Svo brustu ósköpin á vorið
1940: Innrásin í Danmörk og
Noreg, skömmu síðar árásin á
Niðurlönd og þaðan á Frakkland
þar sem Bretar voru til varnar við
hlið Frakka. Ekki tókst sú vörn
vel, ekkert stóðst stálbrynjaðar
hersveitir Hitlers. Niðurlönd
féllu, Frakkland féll og Bretar
sluppu nauðuglega með her sinn
slyppan og snauðan heirn til sín
yfir Ermarsundið. Mitt í þessum
gauragangi höfðu Bretar þó ráð-
rúm til að hernema ísland og
koma hér upp herstöðvum.
Síðan komu loftárásirnar
miklu á enskar borgir, fyrst dag-
árásir, síðan næturárásir fram
eftir öllum vetri 1940-41. Petta
hefur verið kallað orustan um
Bretland. Parna mistókst Þjóð-
verjum í fyrsta skipti að ná mark-
miði sínu þ.e. að yfirbuga Breta
án innrásr af sjó, enda var Hitler
nú farinn að undirbúa næsta stóra
skrefið til að leggja undir sig alla
Norðurálfu og meira til. Það var
innrásin í Sovjetríkin, sem hófst í
júní 1941.
En því er ég að rifja upp þenna
kafla úr Evrópusögunni, sem
flestir þekkja? Það er af því, að
þessir atburðir allir höfðu afger-
andi áhrif á mitt eigið lífshlaup
og urðu þess valdandi, að ég
færðist nær og komst í kynni við
hluti, sem ég hafði ekki látið mig
dreyma um.
Pað var sem sagt ekki árenni-
legt að hefja nám við evrópkan
háskóla haustið 1940, öll álfan að
kalla hersetin af þýskum nasist-
um nema Bretland, sem gat látið
bugast hvenær sem væri fyrir loft-
árásum þvílíkum, sem engir
menn höfðu mátt reyna fyrr í
mannkynssögunni.
Við Ölfusá
Ég sló því öllum hugleiðingum
um utanlandsför á frest að sinni.
Ég réð mig suður á Selfoss við
Ölfusá í Árnessýslu haustið 1940.
Starfið var að kenna einum ungl-
ingi í heimahúsum undir 3.
bekkjar próf í M.A. næsta vor,
1941. Ég hafði aldrei farið út fyrir
Norðurland, þegar hér var komið
sögu minni og hafði varla heyrt
Selfoss nefndan á nafn. Fyrstu
dagana í október fór ég frá Akur-
eyri í rútu, sem ók á Borgarnes
og sigldi þaðan á skipi til Reykja-
víkur í vondum sjó svo margir
farþegar voru fárveikir. Pá upp-
götvaði ég, að ég þoldi sjó betur
en margur.
Seint gleymi ég ljósagrúanum í
Reykjavík, sem lýsti á móti
manni út á sjóinn. Pað liðu líka
mörg ár áður en ég sæi fleiri björt
ljós á einum stað.
Selfossveturinn leið og lifir í
minningunni. Um vorið fékk ég
og nemandinn far með 3-farþega
sjóflugvél frá Skerjafirði við
Reykjavík og settist á Akureyr-
arpoll einum og hálfum tíma
síðar. Pannig varð ég fyrstur í
minni fjölskyldu til að fljúga um
loftin blá, og þóttist maður að
meiri. Þessi fyrsta reisa mín burt
frá æskuslóðum hafði tekist
nokkuð vel, ég hafði kynnst nýj-
um heimi, sem var Reykjavík
hersetunnar og Suðurlandið,
nemandinn komst með sóma upp
í 3. bekk M.A. og ég kom heim
með þónokkra peniga á bók.
Nú höfðu orðið nokkur
umskipti á vettvangi styrjaldar-
innar. Rússar höfðu dregist í
leikinn, pressan á Breta hafði lést
og þeim gekk betur í orustunni
um Atlantshafið, sem svo hefur
verið kölluð.
Um vorið sótti ég um skólavist
í Landbúnaðardeild Háskólans í
Edinborg í Skotlandi. Einhverra
hluta vegna dróst langt fram á
haust, að ég fengi svar við
umsókninni. Skólinn átti að byrja
snemma í október en nú var
kominn nóvember og enn sat ég
norður á Tjörn í Svarfaðardal.
Fyrir tilstilli góðra manna í
breska sendiráðinu í Reykjvík og
fyrir atbeina Kristjáns bróður
míns, sem kominn var suður,
barst að lokum jákvætt svar.
Handan frá símstöðinni á Völlum
kom skeyti til mín. Það var fyrsta
símskeytið, sem ég hafði fengið
um dagana og hljóðaði svo:
„Skólaleyfið fengið - komdu
strax suður - með sængina mína.
Kristján. Þetta var svo að skilja,
að Kristján hafði skilið eftir
heima forláta dúnsæng, sem hann
hafði sofið undir veturna tvo í
Kaupmannahöfn og aðra tvo á
Akureyri og saknaði nú sárlega í
köldu herbergi sínu í Gamla-
Garði, en hitaveitan enn ekki að
fullu komin í gagnið í Reykjavík.
Ég var í dálítilli klípu. Það var
svo sem ekki björgulegt að eiga
að byrja nám við erlendan
háskóla og hafa misst mánuð
framan af fyrstu önn. Og ég ekki
allt of sterkur í enskri tungu. Ég
hristi samt af mér allar efasemdir
og tók fyrstu rútu suður.
Út á sollinn sæinn
Pað hefur iíklega verið 8.
nóvember á því eftirminnilega ári
1941, að ég steig á skipsfjöl á leið
út á rúmsjó í fyrsta sinn. Skipið
var E.s. Brúarfoss, skipstjóri Jón
Eiríksson, sem seinna meir stýrði
E.s. Lagarfossi og hefur skrifað
minningabækur, „Rabbað við
Laggann“ og líklega fleiri. Fyrsti
vélstjóri var danskur maður,
Sörensen að nafni og hafði verið
lengi á skipum Eimskipafélags-
ins.
Jón Eiríksson hafði tekið við
stjórn á Brúarfossi í ársbyrjun
1941 og verið í Ameríkusigling-
um. í maí um vorið hafði hann og
þessi skipshöfn verið svo heppin
Passamynd af höfundi frá 1941.
að bjarga 34 skipbrotsmönnum af
ensku skipi, sem hafði verið skot-
ið í kaf úr skipalest sunnan við
Hvarf á Grænlandi.
Farþegar í þessari ferð voru 5
auk mín: heildsali úr Reykjavík,
ungur enskur liðsforingi á leið
heim í orlof og þrjár íslenskar
konur, giftar enskum hermönn-
um og voru nú á leið til fjöl-
skyldna þeirra, a. m. k. tvær
þeirra barnshafandi.
Svo mun hafa átt aða heita, að
við værum í varinni skiplest því
þrjú skip lögðu af stað samtímis:
Brúarfoss,útlent flutningaskip,
Horsa, og stór pólskur tog-
ari.sem hét því kuldalega nafni,
Hel, og mun hafa verið búinn
loftvarnarbyssu. Það var allur
varnarbúnaðurinn.
„Flotinn"! sigldi vestur fyrir
Reykjanes og tók stefnu vel
sunnan Vestmannaeyja. Strax
þennan fyrsta sólarhring byrjaði
veður að versna og gerði vont í
sjó, eða svo sögðu skipverjar.
Farþegrnir voru allir leiddir til
borðs með yfirmönnum skipsins:
skipstjóra, týrimönnum, fyrsta
vélstjóra og loftskeytamanni en
alls ekki hásetum og öðrum lágt
settum. Maturinn var góður, en
ekki að sama skapi matlystin hjá
gestunum, síst hjá konunum. Þær
reikuðu allar frá matborðinu og
sáust þar ekki aftur næstu dagana
nema með höppum og glöppum
og aldrei allar í senn. Sama var
að segja um heildsalann, en hann
bætti sér upp matlystarleysið með
ágætri viskílyst alla leið yfir
hafið. Helst var það sá enski, sem
fylgdi máltíðum nokkuð reglulega.
Um sjálfan mig er það að segja,
að ég hafði dágóða heilsu allan
tímann og lét mig aldrei vanta við
matborðið, og rengi mig hver,
sem vill, sama er mér.
Þessi Vestmannaeyjastormur
stóð ekki nema sólarhring og
gerði þá gott veður um sinn. En
nú kom í ljós að systurskipin
voru horfin, pólski verndarinn
týndur og trölium gefinn og vesl-
ings Brúarfoss aleinn og ofurseld-
ur þýsku njósnarflugvélunum,
svo ekki sé minnst á kafbátana,
sem enn læddust í hópum um
Atlatshafið. Við því var ekkert
að gera, ekki mátti kalla í loft-
skeytastöðinni, það var sama og
að gefa Þjóðverjunum merki um
að koma.
Vel man ég ennþá þessa daga,
mér fannst unun að horfa á þess-
ar ægistóru og breiðu úthafsöldur
með freyðandi földum. Ég horfði
hugfanginn á fýlinn (múkkann),
sem sveif rétt yfir öldunum og var
aldrei langt frá skipinu þó úti á
miðju hafi væri.
Ekki fannst mér síður heillandi
í myrkrinu á kvöldin þegar
dimmt var orðið og himinninn
tindrandi af stjörnum. Ég man að
ég stóð oft og lengi aleinn við
borðstokkinn og lét mikilleik
staðar og stundar seytla um sál-
ina.
Aftur rauk hann upp í storm
sýnu kröftugri en þann fyrri. Við
matborðið spurði sá enski, hvað
menn segðu um veðrið. Sörensen
hinn danski, sem var að koma að
utan töluvert blautur, sagði:
„Nasty swell my boy, nasty well.“
Leiðinda gjóla, drengur minn,
eða eitthvað í þá áttina. Þetta
man ég af því ég hafði ekki heyrt
svona tekið til orða fyrr og lagði
mér á minni. En svo bætti
Sörensen við, að við mættum nú
þakka fyrir það því á meðan
þyrftum við ekki að óttast kafbát-
ana.
Á 4. eða 5. degi sigldum við
framhjá lágum eyjum, líklega
Orkneyjum, og í myrkri um
kvöldið hægði skipið ferðina og
varpaði akkerum í lygnum sjó.
Það móaði fyrir landi og sáust
dauf ljós. Við vorum komin í hlé
við skosku ströndina.
Landsýn
Mér var forvitni á að sjá fyrir-
heitna landið, Skotland, þegar
lýsti af nýjum degi 13. nóvember
1941. Ég dreif mig úr koju eld-
snemma og hljóp út á dekk. Við
vorum stödd í breiðri vík skammt
undan ströndinni. Á landi voru
lágar hæðir grasi vafðar og sauðfé
á beit. Líka nautgripir. Hús á
stangli og eitthvað sem líktist
virki og hátt loftnet. Alls engin
tré. Staðurinn heitir Scrabster við
Thurso-flóa, sem þýðir víst rétt
og slétt Þórsey og er þá af gamla
norræna upprunanum. Thurso er
víst stærðarbær nú, velþekktur af
kjarnorkustöð, sem þar er.
En við vorum ekki ein þarna á
flóanum. Þarna lágu nokkur skip
önnur þar á meðal vinir okkar
Horsa og „verndarvætturin Hel.
Þau munu hafa komið af hafi um
svipað leyti og Brúarfoss.
Þarna urðum við nú að bíða í
nærri tvo sólarhringa eftir að
sameinast vel varinni skiplest,
sem hélt suður með austurströnd-
inni.
Ungur maður með hugsjón
Hér er ég öruggur með dagsetn-
ingar. Veturinn áður á Selfossi
hafði ég lagt í það að kaupa mér
dagbók, sem ég hélt svo með
höppum og glöppum fram eftir
þeim vetri. Nú dró ég þessa bók
fram úr tösku minni og skrifaði
heilmikla greinargerð um hvers-
vegna ég væri hér staddur. Þar
gefur að líta:
„Ritað um borð í Brúarfoss í
Norðursjónum undan Skotlands-
strönd 13. nóvember 1941. Hér
er ekki pláss til að birta alla færsl-
una, sem er nokkuð löng og
mærðarleg, en svona endar hún:
„Spurningin var því þessi: „Á ég
að fljóta svona áfram, láta berast
með peningastraumnum, sem nú
flæðir yfir landið eins og flestir
vinir mínir og jafnaldrar, hafa
ekkert mark til að keppa að
nema peninga, efhægt er að kalla
það markmið, ranka svo við mér
eftir nokkur ár og verða þess
áskynja, að ég er búinn að sóa
nokkru af dýrmætasta hluta
æfinnar? Ég vildi ekki sætta mig
við það, og þess vegna er ég hing-
að kominn.“ Hugsandi ungur
maður, eða hvað?
Nú höfðu allir tekið aftur
heilsu sína og gleði, nema hvað
„stríðsbrúðirnar", eins og Bretar
kalla þær, voru orðnar ósköp
nervusar fyrir að hitta nú bráðum
tengdamömmu og -pabba í fyrsta
sinn, það játuðu þær hreinskilnis-
lega.
Síðasti áfanginn
Loks var skipalestin orðin nógu
stór og komnir tundurskeytabát-
ar til varnar, svokallaðar korvett-
ur held ég, og m.a.s. einn ntynd-
arlegur tundurspillir. Það var því
ekkert að vanbúnaði,seint á degi
14. nóvember lagði lestin af stað
suður á bóginn eftir mjórri
rennu, sem átti að vera dauð-
hreinsuð af fljótandi sprengidufl-
um.
Síðla dags, 15. nóv. skildust
nokkur skip við lestina, þ. á m.
Brúarfoss, og sveigðu á stjórn-
borð inn Forth-fjörðinn og lögðu
að landi í smábæ með stórri kola-
höfn, Methill að nafni.
Á bryggju biðu nokkrar full-
orðnar manneskjur, komnar til
að taka á móti tengdadætrum frá
íslandi, sem þær höfðu aldrei fyrr
augum litið. Við kvöddumst með
virktum og ég sá þær hverfa inn í
bíla, sem biðu.
Enginn beið mín og heldur
ekki heildsalans, sem nú var
alveg edrú, né heldur beið nokk-
ur eftir breska offiseranum unga.
Við héldum hópinn í eina 2 tíma
meðan við biðum eftir lest, sem
flytti okkur inn til Leith, 10-20
km leið.
Eins og sjá má af dagsetning-
um er næstum nákvæmlega hálf
öld liðin síðan þessi ofanskráða
ferð var hafin. Af því tilefi er sag-
an sögð. Ég hef gaman af að rifja
þetta upp fyrir sjálfum mér nú.
Það er aðalatriðið. Betra væri
það þó, ef einhverjir fleiri læsu
og hefðu ánægju af. Síöari hluti
frásagnarinnar verður birtur í
næsta blaði Norðurslóðar.
.
Brúarfoss (gamli).
HEÞ