Norðurslóð - 13.12.1991, Page 11
NORÐURSLÓÐ -11
bangsa. En þegar björninn stóð
kyrr í dyrunum og járnin gerðust
hvít af hita, greip Jóhann þau af
aflinum, gekk hægum skrefum
fram til smiðjudyra og hafði járh-
in fyrir sér í augnhæð dýrsins, svo
sem hann mundi bera þau að
augum þess. Bjarndýrinu leist
ekki á járnin og hörfaði úr dyrun-
um fram á bæjarhlaðið og fylgdi
Jóhann hægt og stillt á eftir og
bægði dýrinu þannig að honum
rýmkaðist svigrúm til bæjardyra
og þegar hann hugðist ná þeim á
hlið við bjarndýrið, tók hann að
hörfa hægt og sígandi til þeirra.
Dýrið virtist lostið furðu eða ótta
og fylgdi honum ekki eftir, en
jafnskjótt og Jóhann náði bæjar-
dyrunum, snaraðist hann inn og
læsti rammlega á eftir sér. Hélt
hann síðan til baðstofu og spurði
fyrstra orða, hvort ekki væru allir
inni, þegar því var játað sagði
hann frá dýrinu og fyrirbauð öll-
um að ganga út úr bæ, fyrr en
lýsti af degi, því að fullrar birtu
mundi þurfa að njóta í viðureign
við vágest þennan, ef soltinn væri,
sem líklegt mætti þykja, þótt sig
hefði undan borið. Fýsti engan
að brjóta þetta boð bónda.“ Dag-
inn eftir, þegar að var gáð, var
dýrið horfið frá Skarði en slóð
þess lá að Laufási, þar sem bælið,
sem áður var getið um, fannst.
Frá Laufási lá slóðin síðan niður
til strandar og út á hafísinn, sem
þá var á firðinum, og er sá björn
úr sögunni.
Risi felidur
En „nýir“ birnir bætast við.
„Norðanfari“ segir að 29. mars
1881 hafi Tryggvi Jónasson skip-
stjóri á Látrum, ysta bæ á Látra-
strönd skotið hvítabjörn úr snjó-
byrgi og séð annan en ekki kom-
ist í skotfæri við hann. í ævi-
minningum Sæmundar frá Látr-
um „Virkir dagar“ sem Guð-
mundur Hagalín skrásetti er sagt
frá þessum atburði. Peir Látra-
menn veiddu hákarl upp um
vakir,sem þeir brutu á ísinn og
veiddu vel, en á „meðan hákarla-
skrokkarnir lágu á ísnum fór að
verða gestkvæmt við þá á nótt-
unni. Sáu Látramenn stór spor í
snjónum, og talsvert hafði verið
étið af sumum stykkjunum.
Hafði ekki verið rifið með
tönnum, heldur sleikt með
tungu, eins og þegar köttur sleik-
ir kjöt utan af beinum. Var eins
og sorfið hefði verið innan úr
stykkjunum með grógerðri þjöl.
Og þó að stykkin væru yfirleitt
harðfrosin að kvöldi, þá voru þau
marþíð að morgni, þau sem gest-
irnir lögðu sér til munns. Var því
auðséð að gestirnir voru heit-
fengir. Sáu nú Látramenn á
kvöldin þegar þeir voru að fara í
land, að ekki færri en 12 bjarndýr
þokuðu sér inná ísinn í áttina til
hákarlskasanna. Voru sum
mjallhvít, en önnur eins og grá-
leit með rauðleita vanga. Voru
þau hvítu mikið minni en hin og
fóru miklum mun ógætilegar,
nálguðust ætíð fyrr og fljótar en
hin stóru dýrin.“
Ekki var þess að vænta að hinir
harðduglegu sjósóknarar á Látr-
um sættu sig við þetta ástand.
Þeir slógu sér kúlur úr járnbolt-
um og hlóðu snjóhús með skot-
raufum á í 10-15 faðma fjarlægð
frá hákarlakösunum. Þeir voru
jafnan allmargir saman en eitt
kvöldið varð Tryggvi eftir við
annan mann í snjóhúsinu og
höfðu þeir hjá sér byssur hlaðnar
járnkúlum, hákarlaskálmar og
drepi. Grípum nú aftur niður í
lýsingu Hagalíns. „Sáu þeir, sem
í land fóru, að dýrin þokuðust
inn eftir, en fóru nú mjög hægt
yfir og varlega. Einkum voru
stóru dýrin varkár. Var svo að
sjá, sem þau hefðu athugað, að
færri fóru í land en farið höfðu út
á ísinn. Þeir Tryggvi biðu í snjó-
húsinu, og sáu lengi vel ekkert til
dýranna. Loks voru þeir orðnir
úrkula vonar um að þeim gæfist
tækifæri á að senda þeim járnkúl-
urnar... en kl. um 11 um kvöldið
urðu þeir þess varir, að kvikt var
orðið við hákarlinn. Sá Tryggvi
að við þann hákarlaskrokkinn,
sem næstur honum var, stóð fer-
líki mikið. Miðaði hann nú vand-
lega. Þar sem svo var dimmt, að
hann treysti sér ekki til að hitta
heilann, miðaði hann á dýrið aft-
an við bóginn. Svo hleypti hann
af. Bangsi rak upp öskur snar-
snéri sér við og tók undir sig
stökk á áttina að snjóhúsinu. Síð-
an stökk hann annað stökkið - og
loks hið þriðja. Sáu þeir félagar í
snjóhúsinu, að blóðbunan stóð út
úr honum báðum megin. Og þeg-
ar hann kom niður í þriðja sinn,
stakkst hann áfram og valt út af
dauður. Hin dýrin höfðu þotið af
stað, strax og skotið reið af og
sáust þau ekki síðar við hákarls-
skrokkana." Þetta dýr var síðan
flegið og feldurinn seldur, en
enginn þorði að smakka á kjöt-
inu.
Eftir þennan mikla frost- og
hafísvetur fer árferði batnandi,
þó verður hvítabjarna vart flest
árin sem eftir eru af öldinni. Ekki
heimsækja þeir þó Eyjafjörð svo
að sögur fari af. Sama má segja
frostveturinn mikla 1917-1918.
Þá sáust hér á landi á annan tug
hvítabjarna og voru mörg dýr
drepin t.d. í Fljótum, á Skaga-
strönd, á Sléttu og á Langanesi.
Ég þekki engar sögur af því að
hvítabirnir hafi svo mikið sem
sést á Eyjafirði þennan vetur.
Birnir á þessari öld
Það er ekki fyrr en árið 1964 að
talað er um, að björn sé e.t.v.
kominn inn á fjörðinn. Um miðj-
an maí sáu menn eitthvert furðu-
dýr úti fyrir Svínárnesi á Látra-
strönd og 23. maí var það komið
inn á Akureyrarpoll. „Ókennileg
sækind á Akureyrarpolli“ var
fyrirsögn myndskreyttar greinar
á baksíðu Morgunblaðsins,
þriðjudaginn 26. maí 1964. í
fréttinni segir síðan. „Skömmu
fyrir hádegi sl. laugardag sáu
margir menn, sem staddir voru á
Oddeyrartanga, undarlegt sjáv-
ardýr synda fram undan tangan-
um og leggja leið sína inn á
Akureyrarpoll. Ekki ber lýsing-
um saman í öllum atriðum en um
það ber öllum sjónarvottum þó
saman að dýrið hafi verið hvítt,
gljálaust á skrokkinn og senni-
lega loðið og enginn blástur hafi
frá því sést.“ Sumir töldu þarna
hvítabjörn á ferð, aðrir mjaldur
og hugmyndir um sjóskrímsli
urðu ásæknari. En þetta dýr
hvarf fljótlega og vangavelturnar
um það hættu. Líklegast verður
að teljast út frá lýsingum að
þarna hafi farið fulltrúi hins hvíta
hvalkyns mjaldranna.
Þá er ógetið hvítabjarnar sem
Akureyrartogarinn Kaldbakur
fékk í vörpuna, þegar hann var á
veiðum í Þverálsbotninum, í
janúar 1981. Skipverjar uppgötv-
uðu þessa sérstæðu veiði ekki
fyrr en hún var komin niður á
aðgerðarrými togarans og varð
mörgum þó eðlilega hverft við.
Komið var með skrokkinn til
Akureyrar, en hann reyndist svo
illa farinn að ekki var unnt að
nýta hann til neins.
Og þá eru einungis eftir þeir
birnir, sem hafa ratað eftir líf sitt
hér í heimi, heim til Steingríms
Þorsteinssonar á Vegamótum á
Dalvík. Steingrímur setti upp
dýrið sem skipverjar á Arnari frá
Ólafsfirði skutu á Grímseyjar-
sundi í júní 1975. Það er nú til
sýnis í Grunnskóla Ólafsfjarðar.
Éinnig setti Steingrímur upp
húninn sem skotinn var í Haga-
nesvíkinni í febrúar 1988 og nú er
í Varmahlíðarskóla í Skagafirði.
Og líkur hér frásögnum af hvíta-
björnum sem slæðst hafa til
Eyjafjarðar með einum eða öðr-
um hætti.
Nóvember 1991,
Þórir Haraldsson.
Frystihús KEA Dalvík
sendir starfsfólki og
viðskiptavinum bestu jóla- og
nýárskveðjur og
þakkar vel unnin störf á árinu.
Gleðileg jólfarsœlt komandi ár.
Laufabrauð
Laufabrauð
Svarfdælingar búsettir í Reykjavík!
Nú fæst laufabrauð frá Víkurbakaríi
í G. Ólafsson og Sandholt, Laugavegi 36.
Pantanir í síma 13524
Einnig er hægt að panta í síma 96-61432
Víkurbakaríi
Sendum hvert á land sem er!