Norðurslóð


Norðurslóð - 13.12.1991, Page 12

Norðurslóð - 13.12.1991, Page 12
12 - NORÐURSLÓÐ Jóhann Antonsson: Þau létu dansinn duna Sagt frá harmonikkuleikurum, dúllara, saxafónleikurum og fleirum Lengi hefur verið stiginn mars í Svarfaöardal. Gerð hefur verið mynd um Svarfdælska marsinn og vonandi verður svo um ókomin ár að tekinn verði mars á meiriháttar böllum hér um slóðir svo þessi danshefð megi lifa. I þessari grein er þó ekki ætlunin að fara yfir sögu marsins þó merkileg sé heldur rifja upp hverjir hafa spil- að undir dansi, bæði marsinum og annari fótmennt fyrr á tímum og síðar. Þar koma bæði einstaklingar, dúettar, tríó og stærri hljómsveitir við sögu. Engar ritaðar heimildir eru til um dansmúsik hér um slóðir. Allt sem hér verður sett á blað hefur verið skráð niður eftir sam- tölum við fjölda manna sem á einhvern hátt hafa tengst flutningi danstónlistar. Ekki verður reynt að tíunda heimildir hér enda gef- ur auga leið að ábyrgðin liggur hjá þeim sem skráir og verður ein- ungis að vona að inn í þessa upprifjun slæðast ekki meinlegar villur. Það kemur fram í Dalvíkur- sögu að ýmiss hljóðfæri voru til í Svarfaðardal á nítjándu öld. Vit- að er að hér var harmonikka til um 1870 og hefur hún vafalítið verið notuð á þeim dansskemmt- unum sem haldnar voru. Gera má ráð fyrir að fiðla hafi verið meira notuð til slíks en önnur hljóðfæri fyrir og um síðustu aldamót. Arngrímur málari þótti liðtækur fiðluleikari og mun hann hafa leikið á fiðlu í brúðkaupum og á öðrum mannamótum þar sem dans var stiginn. Hallgrímur Halldórsson á Melum spilaði ein- nig á fiðlu við slík tækifæri. hafa spilað á píanóið á böllum, fyrst einn en síðar með Baldri Júlíussyni sem þá spilaði með á orgel og síðar á harmonikku. Líkiega er það í fyrsta skiptið sem spilað er saman á tvö mis- munandi hlóðfæri fyrir dansi hér um slóðir. Gestur Hjörleifsson spilaði einnig á píanó fyrir dansi og greip eitthvað í fiðlu líka. En harmonikan hafði vinninginn á þessum tíma og var aðalhljóðfær- ið. Aðgangseyrir fimmtíu aurar Hljóðfæraleikurum fjölgar á árunum milli 1930 og 40 frá því sem áður var og eins og áður er Jónshúsbræður, Björn t.v. og Júlíus t.h. Kona fyrsti nikkuleikarinn? Guðlaug Þórarinsdóttir stjúp- dóttir Arngríms málara (Lauga á Tjörn) er hins vegar sú sem vitað er með vissu að spilað hafi á harmonikku á mannamótum fyrir síðustu aldamót. Hún stóð á tví- tugu 1890 og var þá farin að spila. Hve mikið hún kemur við sögu dansmúsikur er ekki vitað. Dans- skemmtanir voru þó haldnar og víkivakaæfingar. A árunum milli 1910 og 1920 fara að koma til sögunnar harmonikkuleikarar sem lengi spiluðu t.d. Kristján Jónsson í Nýjabæ og Davíð Sigurðsson. Jón Sigurðsson (Jonni í Sigurhæðum) bróðir Davíðs virðist hafa verið undanfari þeirra en spilaði ekki lengi. Ann- ars hefur verið einhverjum vand- kvæðum bundið að fá hljóðfæra- leikara á þessum árum. Sagan segir að Kristján Hallgrímsson (Stjáni í Höfn) hafi trallað eða dúllað fyrir dansi og sumir segja að hann hafi spilað á hárgreiðu. Davíð er í hugum flestra aðal harmonikkuleikarinn hér um slóðir á fyrri hluta aldarinnar. Hann spilar á böllum allt fram yfir 1950. Oftast var Davíð einn en þó spiluðu þeir Jónas Hall- grímsson og síðar Brjánn Guð- jónsson með honum einstaka sinnum. Kristján í Nýjabæ spilaði ekki eins lengi og Davíð og virð- ist hafa gert alla tíð minna af því. Stjáni þótti ágætur nikkuleikari og segir sagan að hann hafi háð einvígi á bryggju á Siglufirði við Óla einfætta frá Ólafsfirði. Stjáni mun hafa fengið meira klapp en Óli sem var mælikvarðinn á að hann hafði sigrað. Vilhjálmur á Bakka hafði það fyrir sið að fá dansmúsik fyrir heimafólkið á slægjunum. Stjáni var lengst af fastur spilari við það tækifæri. Eitthvað var um að spilað væri á orgel fyrir dansi. Jóhannes Arngrímsson sem fæddur var á Þorsteinsstöðum gerði talsvert af slíku í krigum 1920 og endrum og sinnum greip Jakob Tryggvason frá Ytra-Hvarfi í orgel undir þessum kringumstæðum. Jóhann Tryggvason bróðir Jakobs var ungur farinn að spila á píanó undir sýningum þöglra mynda og mun á árunum 1932 til 36 æði oft Davíð Sigurðsson t.v. og Jónas Hallgrímsson með harmonikkurnar sínar. aði með þeim var haldið á Höfð- anum í Svarfaðardal. Hreinn Jónsson hafði staðið fyrir Höfða- balli nokkrum árum fyrr og feng- ið þá Jónshúsbræður til að spila. Hreinn var þá forsprakki Fram- farafélags Fram-Svarfdæla sem var merkisfélagsskapur á sínum tíma. Höfðaball hefur æ síðan verið fastur liður í skemmtana- haldi um göngurnar. Upp úr 1950 verða alveg kyn- slóðaskipti og hljómsveitir fara að koma ákveðið til sögunnar. í skólanum hér á Dalvík fóru strákar að spreyta sig á hljóðfær- um. Fimm eða sex komu fram á skólaskemmtun og spiluðu á harmonikkur, munnhörpu, orgel og ýmiss konar hringlur og trommur. Aðaldriffjöðrin var Rafn Sigurðsson, sem spilaði lista- vel á munnhörpu. Meðal þeirra sem tóku þátt voru Arnar Sigtýs- son, Vilhelm Guðmundsson, Reinald Jónsson, Júlíus Snorra- son og Jóhann Tryggvason í Þórshamri. Þetta þótti forvitni- legt og skemmtilegt og voru þeir fengnir til að spila á þorrablóti, flestir 13-14 ára gamlir. Einnig spiluðu þeir á sjómannadaginn og á böllum um sumarið. Smám saman þróast mál þannig að úr verður tríó og það skipa Ingólfur Jónsson á orgel og síðar píanó, Arnar Sigtýsson á harmo- nikku og Reinald Jónsson á Ungir harmonikkuleikarar. Frá vinstri: Reinald Jónsson, Arnar Sigtryggs- son, Júlíus Snorrason og Jóhann Tryggvason í Þórshamri. Baldur Júlíusson, Bjarki Elías- son, Vilhelm Sveinbjörnsson og Árni Armgrímsson. Tromman átti síðan eftir að koma mikið við sögu danshljómsveita hér. Hún var rúmlega metri í þvermál, smíðuð úr krossviði á hliðum og í annan botninn. Vel skafið kálfs- skinn var strengt í hinn botninn þar sem tromman var síðan bar- in. Tromman var síðan máluð í líflegum litum. Hún var notuð sem bassatromma síðast 1962. Jónshúsbræður og JK-tríóið Þeir sem settu mestan svip á dansmúsikina á seinnihluta fimmta áratugarins voru Jóns- húsbræður Júlíus og Björn Krist- jánsynir. Þeir spiluðu á harmo- nikkur og voru byrjaðir að spila á böllum 1943 en þá var Bjössi rétt fermdur. Viðar Jónsson frá Sæ- grund spilaði með þeim á trommur um 1950. Þar með var komið tríó sem kallaðist JK-tríó- ið. Þeir bræður höfðu komist yfir sneriltrommu og bjuggu til trommusett þar sem bassa- tromman góða var líka notuð. Fyrsta ballið þar sem Viddi spil- trommur. Trommurnar voru að stofni til þær sömu og Viddi spil- aði á í JK-tríóinu. Tríóið kallað- ist IRA-tríóið eftir upphafsstöf- um þeirra sem í því voru en hefur hvorki fyrr né síðar neitt að gera með ástandið á írlandi. Vilhelm Guðmundsson (Villi á Karlsá) sem lengi var viðloða hljómsveit- ir spilaði einn á nikku á þessum árum en 1957 er hann farinn að spila með tríóinu sem fjórði mað- ur en Arnar hætti þá fljótlega til varð nýtt tríó, Tónatríóið. Það skipuðu í fyrstu Villi með harmo- nikku og sem fyrr Ingólfur á píanó og Reinald á trommur. Blásið í horn Fljótlega eftir að Tónatríóið varð til útbjó Haraldur Guðmundsson rafvirki fyrir þá magnara til að hægt væri gera söngkerfi. Villi var söngvarinn. Árið 1959 hætti Reinald og Siggi bróðir hans tók við trommunum. Það ár keypti Villi saxafón. Hann fékk gripinn um miðja viku og var farinn að spila nokkur lög á hann á balli helgina eftir. Ýmsum þótti skondið að dansa eftir tónlist frá blásturshljóðfæri. Á fyrsta ball- inu kom einn af gömlu kynslóð- inni Halldór Sigfússon (Dóri Guðlaug Þórarinsdóttir, Lauga á Tjörn. sagt fara menn að spila saman tveir og tveir á þessum árum. Einnig var nokkuð um að menn skiptust á að spila á böllunum. Algengt var að menn byrjuðu mjög ungir að spila á böllum, sumir rétt fermdir. Harmonikkur voru dýr hljóðfæri og miðað við þá litlu peninga sem í umferð voru á tímum kreppunar er það mönnum minnisstætt þegar þeir réðust í að kaupa hljóðfæri. Brjánn Guðjónsson eignaðist sína fyrstu harmonikku 16 ára gamall og kostaði hún 900 kr. Með hjálp góðra manna var feng- ið lán hjá Stefáni í sparisjóðnum og haldin böll bæði á Dalvík og á Grundinni. Aðgangseyrir var 50 aurar og rann allur til Brjáns til að fjármagna hljóðfærakaupin. Innkoman var 30 krónur á Dal- vík og 38 kr. á Grundinni. Um 1940 fara fleiri að koma til sögunnar. Halldór Jóhannesson spilaði á harmoniku og þá oft með Halldóri Tryggvasyni frá Þorsteinsstöðum. Þeir spiluðu á allmörgum dansleikjum bæði á Dalvík en þó öllu meira í sveit- inni. Á þessum árum voru haldin vormót við Sundskála Svarfdæla og gjarnan dansað á eftir niður á Dalvík. Á vormóti 1945 kemur við sögu fjögurra manna hljóm- sveit. Það voru þeir Halldórarnir á harmonikkur, Hjalti Haralds- son á sög og Júlíus Daníelson á trommur. Þetta mun þó vera í eina skiptið sem hljómsveitin kom fram en engu að síður lík- lega fyrsta formlega hljómsveit- in. Júlíus spilaði á heimatilbúnar trommur. Vitað er að fyrir þennan tíma var til stór og mikil tromma sem búin var til hér og notuð af svo- kölluðum „negrakvartett" sem var skemmtiatriði sem gekk einn veturinn milli 1930 og 40. Kjart- an Jóhannsson frá Jaðri var söng- stjóri kvaretsins en auk hans voru

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.