Norðurslóð - 13.12.1991, Side 13
NORÐURSLÓÐ - 13
ÁRMENN:
DANSLEIKUR
Svona litu aðgöngumiðarnir út hjá Ármönnum.
Ármenn á grímudansleik 1965. Jóhann á trommum, Atli Rafn á gítar, Gunnar Jóns á saxafón, Heiðar Árnason
söngur og Kári á píanó. Bak við Heiðar er Villi á Karlsá með saxafóninn. Af áhorfendum á bak við má þekkja m.a.
Jonna á Sigurhæðum, Jóa og Hrönn, Júlla í Höfn og Þuríði í Arnarhóli.
Sikk) og bað Villa „að spila meira
á hornið þarna“. Yngri kynslóðin
kunni þessu vel og lagaval hljóm-
sveitarinnar breyttist með fjöl-
breyttari möguleikum. Fyrsta
lagið sem Villi spilaði á saxafónin
var Red river rock, en vafalítið er
Bona sera eftirminnilegasta lagið
sem Villi söng og spilaði jafn-
framt að hluta til á saxafóninn.
Stundum klappað upp
Um 1960 eru rafmagnsgítarar að
ryðja sér til rúms. Jóhann
Tryggvason í Þórshamri átti
ágætan gítar og spilaði a.m.k.
einu sinni á hann með Tónatríó-
inu. Líklega er Never on Sunday
fyrsta lagið sem spilað er á gítar í
hljómsveit hér, en það gerði Jó-
hann um 1960. Jóhann Daníels-
son var einnig með gítar um tíma
og söng með þeim og hætti þá
hljómsveitin að vera eða heita
tríó heldur var nafnið Tónar
notað. Jóhann Dan notaði gítar-
inn eins og bassa með því að slá á
meðstu strengina. Minnistæðasta
lagið á þessum tíma er án efa
Nótt í Moskvu sem Jóhann Dan
söng við mikinn fögnuð. Þegar
söngur fór að þróast olli stundum
erfiðleikum að textar voru illfá-
anlegir. Ingólfur Jónsson samdi
hins vegar söngtexta þegar mikið
lá við svo slík vandræði háðu lítið
starfi hljómsveitarinnar. Tónar
störfuðu hér allt til ársins 1964.
Undir það síðasta var Gunnar
Friðriksson farinn að slá gítar
með þeim.
Enn urðu kynslóðaskipti í
hljómsveitarbransanum. Á
skólaskemmtun árið 1961 ákváðu
nokkrir strákar á aldrinum 12 til
15 ára að rétt væri að stofna
hljómsveit. Þá um veturinn voru
þeir byrjaðir að spila á kvöldvök-
um í skólanum. I fyrstu var þetta
sextett og hlaut nafnið AA sext-
ettinn (svona eins og KK sextett-
inn). í hljómsveitinni voru Kári
Gestsson á píanó, Atli Rafn
Kristinsson og Friðrik Daníels-
son á gítara, Gunnar Jónsson á
saxafón, Jóhann Antonsson á
trommur og Haukur Antonsson á
harmonikku. Þó harmonikkan
gegndi lykilhlutverki í fyrsta lag-
inu sem hljómsveitin lék (Michael
rode) datt hún fljótlega út. Á
nokkrum kvöldvökum söng
Gunnar Stefánsson með hljóm-
sveitinni. Hljóðfærin voru nokk-
uð frumstæð. Gítarleikararnir
notuðust við útvarp heimanað frá
sér sem magnara og trommur
voru að hluta til heimasmíðaðar,
þó var gamla bassatromman frá
negrakvartettinum enn notuð.
Mánar. Uppstillingin í anda The Shadows. Frá hægri: Kári Gestsson, Jó-
hann Antonsson, Atli Rafn Kristinsson, Friörik Daníelsson og sitjandi fyrir
miðju Gunnar Jónsson.
Uppáskrifað af
Kristjáni hreppstjóra
Smátt og smátt eignuðust menn
frambærileg hljóðfæri og hljóm-
sveitin tók á sig blæ miðað við
tíðarandann. The Shadows urðu
fyrirmyndin til að byrja með. Þá
varð ekkert pláss fyrir harmo-
nikku eða píanó en saxafónninn
hélt velli. Á fyrsta opinbera dans-
leiknum sem hljómsveitin spilaði
hafði hún hlotið nafnið Mánar.
Hljóðfæraleikararnir voru þeir
sömu og í upphafi nema Haukur
var hættur og Kári farinn að spila
á bassagítar meira en píanóið.
Hljóðfæraleikararnir voru það
ungir af árum að foreldrar þeirra
þurftu að gefa skriflegt leyfi sem
Kristján hreppstjóri skrifaði síð-
an uppá svo þeir gætu verið á
böllunum. Kári þurfti á slíkri
undanþágu að halda allt til ársins
1965. Veturinn 1962-63 tók Guð-
laugur Arason við trommunum
en Jóhann byrjar aftur þá um
vorið.
Eftir að Tónar hættu á árinu
1964 kemur Villi á Karlsá til liðs
við Mána en Friðrik hættir. Á
þessum tíma var starfandi hljóm-
sveit á Selfossi sem hét Mánar.
Talsvert bar á þeirri hljómsveit
og var talið ófært að hafa starf-
andi tvær hljómsveitir með sama
nafni. Því varð það úr að hljóm-
sveitin hér tók upp nafnið Ár-
menn í stað Mána. Enginn
söngvari var með fyrr en Villi
kemur til liðs. Síðar bætist Heið-
ar Árnason í hópinn og söng með
hljómsveitinni um tveggja ára
skeið. Líklega minnast menn
best tilþrifa Heiðars í laginu
House of the rising sun.
Kristján Kristjánsson frá Miökoti
hefur stjórnað mörgum marsinum.
Hér blæs hann úr nös í forstofunni í
Ungó eftir aö hafa stjórnað marsi á
grímuballinu 1965.
Mannabreytingar -
meiri söngur
Hljómsveitin starfaði mest yfir
sumarið og síðan um jól og ára-
mót. Árin sem Ármenn spiluðu
voru blómatími bítlatónlistar en
hljóðfæraskipan og aðrar aðstæð-
ur gerðu það að verkum að Bítl-
arnir sjálfir voru aldrei fyrir-
myndin. Síðast spiluðu Ármenn
um jól og áramót 1969-1970. Þrír
voru með í hljómsveitinni allan
tímann. Vilhelm Guðmunds á
saxafón.hljómborð og harmo-
nikku, Kári Gestson á hljóm-
borð, bassa og píanó og Jóhann
Antonsson á trommur.
Tveir saxafónar voru í upphafi
á meðan Gunnar Jónsson var
með. Var oft góður „svingur"
þegar Villi og Gunni blésu báðir.
Atli Kristinsson var á gítar allt til
1967. Aðrir sem voru í hljóm-
sveitinni um skemmri eða lengri
tíma voru Júlíus Jónasson, Páll
Gestsson, Rúnar Rósmundsson
sem spiluðu á gítar og Einar Arn-
grímson á gítar og bassa. Um
tíma sungu Sólveig Hjálmars-
dóttir og Sigvaldi Júlíusson með
Ármönnum.
Eins og áður segir hættu Ár-
menn 1970. Þá um vorið var
stofnuð hljómsveitin Hugsjón.
Þá kom Ingólfur Jónsson aftur til
skjalanna. Hann spilaði á hljóm-
borð. Á gítara voru Páll Gests-
son og Rúnar Rósmundsson,
Friðrik Halldórsson frá Melum
var á bassa og á trommunum var
Friðrik Friðriksson. Söngvari
með Hugsjón var Sólveig Hjálm-
arsdóttir. Ári seinna var hijóm-
sveitin endurskipulögð og hlaut
þá nafnið Safír. Friðrik, Páll og
Rúnar héldu áfram og til viðbót-
ar komu Einar Arn
bassa og Hafliði
hljómborð.
rimsson
lafsson
Lögreglubíllinn málaður
Safír starfaði í tvö ár og spilaði
víða á Norðurlandi. Þeir keyptu
gamlan lögreglubíl frá Ólafsfirði
sem var skrautlejga málaður með
nafni hljómsveitarinnar. Þetta er
eini formlegi hljómsveitarbíllinn
sem gerður hefur verið út frá
Dalvík.
Eftir að Safír hættir 1972 kem-
ur nokkuð langt hlé þar til næsta
hljómsveit kernur fram á sjónar-
sviðið. Þar með er komið það
nærri okkur í tíma nú að ekki er
ástæða að rekja sögu hljómsveita
frekar en orðið er. Hljómsveit-
irnar sem hér hefur verið drepið
á hafa að mestu starfað á Dalvík.
f Svarfaðardal spiluðu á árunum
milli 1960 og 1970 Haraldur
Við löggæslu á grímuballi 1965.
Baldvin Magnússon og Kristinn
Jónsson í niiðasöluklefanum í Ungó.
Spilað á áramótadansleik í Ungó 1967-68. Frá vinstri: Villi með nikkuna,
Jóhann á trommum, Kári með bassa og Atli Rafn með gítarinn. Húsið var
allt skreytt undir stjórn Davíðs Haraldssonar.
Hljómsveitin Safír. Frá vinstri: Hafliði tílafsson, Páll Gestsson, Friðrik
Friðriksson, Einar Arngrímsson og Rúnar Rósmundsson. Því miður er ekki
til mynd af hljómsveitarbílnum.
Hjaltason og Stefán Friðgeirsson
á harmonikkur og Sigurður
Marinósson á trommur en svo
síðar tók Sölvi Hjaltason við
trommunum af Sigga. Það er nú
svo að ýmsir hafa spilað á harmo-
nikku svo sem á jólatrésskemmt-
unum. Það er hins vegar erfitt að
tína til öll þau nöfn. Ekki er samt
úr vegi að minnast á Stein Símon-
arson sem þandi nikkuna á fjöl-
mörgum slíkum samkomum.
Við frágang á þessari grein hef-
ur komið í ljós að myndir eru
fáar til af hljómsveitum fyrri
tíma. Til dæmis hefur reynst
ógerlegt að finna mynd af Tóna-
tríóinu. Mikill akkur er í að ná
myndum og ef einhver á gamlar
myndir af hljómsveitum mætti sá
hinn sami gjarnan hafa samband
við undirritaðan. Ef til vill gefst
tækifæri til að skoða betur þá
sögu sem hér hefur verið rakin og
birta þá fleiri myndir.