Norðurslóð - 13.12.1991, Side 16
16 - NORÐURSLÓÐ
Bryndís Björnsdóttír:
Hún Beggagamla
Svipmynd úr Svarfaðardal
Margir Svarfdælingar muna enn eftir Sigurbjörgu Rögnvaldsdótt-
ur eða „Beggu gömlu“ eins og hún var jafnan kölluð. Hún var ein
þeirra kynlegu kvista mannfélagsins sem nútímasamfélagið virðist
hvergi hafa pláss fyrir nema á stofnunum og var einn síðasti full-
trúi þess litskrúðuga þjóðfélagshóps sem kallaður hefur verið
„flökkufólk“.Um Beggu gömlu og skringileg tilsvör hennar eru til
ótal sögur sem enn lifa góðu lífi meðal fólks í dalnum. Hér á eftir
birtist útdráttur úr ritgerð sem Bryndís Björnsdóttir frá Húsa-
bakka (þroskaþjálfi og prestfrú á Ólafsfirði) tók saman um Beggu
og skilaði sem lokaritgerð í íslensku við Menntaskólann á Akur-
eyri 1983.
Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir á Vallahlaði.
Uppruni og uppvöxtur
Begga fæddist í Dæli í Skíðadal
4. janúar 1870. Hún var fædd
utan hjónabands og var fyrsta
legorðssök foreldra sinna, þeirra
Sigurbjargar Sigurðardóttur og
Rögnvaldar Jónassonar, sem
bæði voru þá vinnuhjú í Dæli.
Móðir hennar Sigurbjörg Sig-
urðardóttir var fædd 7. desember
á Hamri á Þelamörk. Hún var
ekkja eftir Pál Gunnlaugsson
þegar Begga fæddist og vann fyrir
sér og syni sínum í vinnu-
mennsku.
Sigurbjörg giftist aftur 1876
Þorsteini Vigfússyni bónda á
Sveinsstöðum í Skíðadal. Þau
slitu samvistum um 1890 og
höfðu þá eignast átta börn saman
og alla tíð barist í bökkum.
Eftir að Sigurbjörg skildi við
mann sinn var hún í húsmennsku
hér og þar í Eyjafirði, en dó árið
1922 á heimili dóttur sinnar í
Glerárþorpi.
Faðir Beggu, Rögnvaldur Jón-
asson var fæddur á Völlum í
Svarfaðardal 27. júlí 1845. Hann
var vinnumaður í Dæli og á
Syðri-Másstöðum en fór seinna
til Skagafjarðar og var þar bóndi
á Þröm.
Uppvaxtarár Beggu voru
hrakningasöm. Ekki gat hún
dvalist með móður sinni nema
endrum og sinnum. Þess á milli
var hún send í fóstur hingað og
þangað um byggðina. Eitthvað
var hún í Skagafirði hjá föður
sínum en tólf ára fór hún til Sig-
ríðar Sigurðardóttur og Þorkels
Þorsteinssonar á Syðri-Másstöð-
um og seinna á Hofsá. Undir
verndarvæng Sigríðar var hún í 9
ár og minntist hennar jafnan með
hlýhug og kallaði hana fóstru
sína.
Á Völlum
í Velli kom Begga fyrst árið 1909
og er þá skráð þar sem húskona í
kirkjubókum, en í það skiptið
dvaldi hún þar aðeins í þrjú ár.
Næst kom hún í Velli árið 1927
og þá til lengri dvalar, því hún
var heimilisföst þar í samfleytt 20
ár.
Þáverandi presthjón á Völlum,
séra Stefán Kristinsson og Sól-
veig Pétursdóttir, tóku hana til
sín úr Uppsalakoti, þar sem hún
hafði verið hjá Önnu Jónsdóttur
um nokkurt skeið. Hjá prest-
hjónunum átti hún öruggt skjól.
Á Völlum hafði Begga aðsetur
sitt í gamla bænum, þar sem hún
var alveg útaf fyrir sig.
Inni hjá sér hafði hún bekk og
á honum stóð olíueldavél, þar
sem hún hitaði sér alltaf kaffi.
Við einn vegginn stóð rúmið
hennar og þilið þar fyrir ofan var
þakið myndum af vinum og ætt-
ingjum, sem henni höfðu verið
gefnar. T d. voru þar myndir af
Zophoníasi Þorkelssyni, syni Sig-
ríðar á Hofsá og systkinum hans,
en Zophonías reyndist Beggu
mjög vel og sendi henni alltaf
peninga fyrir jólin.
Einnig voru innanum ýmsar
fallegar myndir úr dagblöðum
sem Begga hafði sjálf klippt út.
í þessu húsi var hennar athvarf
og heimili og þar dvaldi hún þeg-
ar hún var heima. Hún eldaði þar
ofan í sig og var sjálfri sér nóg um
mat og annað, því á ferðum sín-
um um sveitina var henni gefinn
alls konar matur, svo sem tólg,
smjör og kjöt. Og ef hún fór til
Dalvíkur kom hún oft með fisk til
baka sem henni var gefinn þar.
Á Völlum tók Begga lítinn þátt
í störfum innanhúss og fór aldrei
í fjós. Hins vegar tók hún virkan
þátt í heyskapnum og vildi jafnan
vera ein við að raka. Á haustin
vann hún svo við að hrauka
sverðinum.
Samtíða Beggu á Völlum var
gamall maður að nafni Þorsteinn
Hallgrímsson. Um hann var
Beggu lítið gefið enda setti hann
sig ekki úr færi að stríða henni í
hvert sinn sem hann sá hana.
Hann tók oft í hana þegar þau
mættust í göngunum og mátti þá
heyra bölvið og ragnið í Beggu.
Margar sögur eru til af orða-
skiptum þeim sem Beggu og Þor-
steini fór á milli. Ein sagan er
svohljóðandi:
Eitt sinn mættust þau í bað-
stofunni á Völlum og þar þvæld-
ust þau smá stund hvort fyrir
öðru og hvorugt vildi víkja. Þá
sagði Begga: „Hvað ert þú að
þvælast fyrir mér?“ Þorsteinn
svaraði þá: „Ég fer mína leið og
þú getur farið þína.“
Önnur saga af dvöl Beggu á
Völlum segir frá því þegar hún var
á leið niður í kjallarann á Völlum
eftir að dimmt var orðið. Þar
hékk þá skrokkur af nýslátruðum
hrút. Begga rak sig í skrokkinn í
myrkrinu og til hennar heyrðist
upp þegar hún öskraði. „Á öllum
andskotanum gengur, hefur nú
drepist hrútsskrokkur?"
Þegar séra Stefán lét af prest-
skap á Völlum og hann og kona
hans fluttust til Hríseyjar, vildi
Begga ekki búa þar lengur, enda
þótt henni stæði það til boða.
Síðustu æviár
Síðustu ár ævi sinnar dvaldi
Begga á Tungufelli hjá Guð-
manni Þorgrímssyni og Þóru Þor-
valdsdóttur.
Hún valdi sjálf þennan sama-
stað þegar hún fór frá Völlum,
líklega af því að henni þótti mjög
vænt um börnin þar.
Á Tungufelli bjó hún í óupp-
hituðu herbergi og voru rúinfötin
hennar oft rök þegar kaldast var í
veðri.
Síðustu æviárin var Begga oft
mjög lasburða og slæm fyrir
brjósti, og við þennan ömurlega
aðbúnað dó þessi aldna förukona
23. júlí 1950. Eins snauð og hún
kom í þennan heim. Hún hafði
þó skilið eftir sig góðar minning-
ar í hugum þeirra sem henni
kynntust. En smám saman fækk-
ar þeim er muna Beggu, þessa
síðustu förukonu í svarfdælskri
byggð og brátt hylur gleymskan
spor hennar um dalinn.
Flakkið
Eitt af því sem einkenndi Beggu
mest var flakkið og eirðarleysið.
Flakkið var hennar líf og sál og
hún varð mjög óróleg ef að hún
komst ekki af bæ. Á þurrkatím-
um þegar mikið var að gera í
heyskapnum, skrapp hún eitt-
hvað í heimsókn á kvöldin frekar
en að sitja heima og hvíla sig, ef
að það rigndi notaði hún tækifær-
ið og skrapp af bæ.
Begga fór alltaf í vissar árlegar
ferðir. Á haustin fór hún til
Akureyrar og þá gangandi og í
bakaleiðinni kom hún við í
Öxnadalnum. I þessari ferð
heimsótti hún vini og kunningja
og kom þá jafnan hlaðin gjöfum
heim eða með burð eins og hún
kallaði það. Eftir eina slíka ferð
hafði Begga komið heim með alls
konar varning og segir þegar hún
er spurð frétta úr ferðinni. „Ja
ekki eru allar ferðir til fjár.“
Til Hríseyjar fór Begga yfir-
leitt eftir jólin og dvaldi þar hjá
Áskeli Þorkelssyni (syni Sigríðar
fóstru Beggu) fram á vor.
Ein góð saga er til um Beggu
sem flestir Svarfdælingar muna
eftir. En hún er um það þegar
Begga var að koma úr kaupstað-
arferð einu sinni sem oftar og var
eitthvað örg. Séra Stefán vildi
reyna að blíðka hana og sagði:
„Begga mín lofaðu mér nú að sjá
hvað þú keyptir?“
Begga sýndi honum einhverja
hluti sem hún hafði keypt og seg-
ir að hún hafi líka keypt flónel.
Prestur biður hana þá að lofa sér
að sjá flónelið. En þá sagði
Begga. „Ég held að þú vitir
hvernig það lítur út það er eins
og í brókinni frúarinnar."
Persónan
Begga var mjög sérkennileg per-
sóna og á alian hátt öðruvísi en
fólk er flest. Hún var ein af þess-
um mörgum kynlegum kvistum
sem skáru sig úr fjöldanum og
fylgdu ekki hinu ákveðna lífs-
munstri eins og hinir.
Hún fór sínar eigin leiðir og
einmitt þess vegna hefur hin sér-
staka persóna hennar ekki fallið í
gleymsku hjá sveitungum hennar
er voru henni samtíða.
Einhver samtíðarmaður Beggu
sagði að skapgerð hennar væri
rishá. Sennilega hefur hann átt
við að það væri skammt öfganna
á milli.
Begga var glaðlynd og blíð og
góð, en þegar henni fannst
eitthvað vera gert á sinn hlut gat
hún orðið mjög heiftrækin og
orðljót.
Hún var ákaflega trygglynd og
vinur vina sinna og mundi alltaf
eftir þeim sem voru henni góðir
og gerðu henni gott. Hún batt
vináttu við fáa og þeim sem ekki
féllu henni í geð sneyddi hún hjá.
Begga var einstaklega tilfinn-
inganæm og viðkvæm og ef að
henni var gefið eitthvað að borða
sem henni fannst gott, runnu tár-
in niður kinnar hennar af gleði og
þakklæti.
Þannig var hún blíður og góður
vinur vina sinna, en við hina sem
henni var ekki að skapi, var hún
hvassyrt og ill viðskiptis.
Flest börn hændust að Beggu,
enda var hún sérstaklega barn-
góð og til að gleðja börnin safn-
aði hún marglitum efnispjötlum,
til þess að færa þeim. En gjaf-
mildi var einmitt einkenni
Beggu, hún gaf allt aftur sem
henni hafði verið gefið til þess að
gleðja aðra, enda þótt hún hefði
ekki úr miklu að spila.
í útliti var Begga meðalmann-
eskja á hæð. Hún var eilítið lotin
í herðum. Andlit hennar var
frernur ófrítt, augun voru sljó og
nefið stórt.
Begga hafði sérkennilegt
göngulag, þannig að hún steig
mjög út til beggja hliða, með sér-
stæðri dinglandi eða dillandi
hreyfingu.
Begga var alltaf þrifaleg til
fara, hún hafði unun af því að
þvo sér og vera hrein. Fötin
hennar voru aldrei rifin eða
skítug og alltaf snyrtileg. Hún
hafði mikið dálæti á litríkum og
rósóttum fötum og í heyskapnum
vildi hún helst alltaf vera
ljósklædd.
Eini munaðurinn sem Begga
veitti sér um dagana var að
reykja pípu. Tróð hún jafnan
vandlega í pípuna, og hafði oft
litla taðflögu ofan á eftir að hún
hafði kveikt í „stertinum“, senni-
lega til þess að halda betur glóð-
inni í tóbakinu.
Begga hlaut litla uppfræðslu í
uppvextinum og var fáfróð um
margt. Ekki hafði verið lögð mik-
il áhersla á að kenna henni meira
en nauðsyn krafði og hún fékk
mjög litla kennslu vegna lítils
skilnings á því að hún þurfti ef til
vill meiri örvun en mörg önnur
börn. Begga hafði ekki litla
greind og í dag hefði hún trúlega
tilheyrt þeim hópi barna sem fá
hjálparkennslu til að fylgja jafn-
öldrum sínum eftir. En hún var
barn síns tíma og hlaut að líða
fyrir það að hún skar sig úr fjöld-
anum vegna síns sérstæða per-
sónuleika og umkómuleysis.
Begga var vel læs og las oft sér
til gamans, en hún átti erfitt með
að lesa skrift og kunni sjálf ekki
að skrifa. Hún lét þó ekki lélega
skriftarkunnáttu aftra sér frá þvf
að senda vinum sínum bréf.
Heldur las hún bréfritaranum
fyrir og voru bréfin frá henni
mjög skemmtileg aflestrar. I
þessum bréfum kemur hið sér-
kennilega orðfar hennar mjög vel
fram, vegna þess að hún vildi að
engu væri breytt í orðalagi því
sem hún las skrifaranum fyrir.
Begga hafði bréfasamband við
fóstursystkini sín frá Hofsá og
Sæmundi Stefánssyni frá Völlum
skrifaði hún einnig oft.
Eitt aðal einkenni Beggu var
hversu skemmtilega að orði hún
komst oft á tíðum og hafa varð-
veist sögur um þessa orðsnilli
hennar á meðal Svarfdælinga.
Það skal þá tekið fram að þær
voru góðlátlegt grín, aðeins ætl-
aðar til gamans, en ekki til að
hæða Beggu á nokkurn hátt.
Ein slík saga er um það þegar
Beggu í sláturtíðinni var gefinn
ósviðinn haus. Begga kemur með
hausinn heim í Hof þar sem Arn-
fríður húsfreyja Sigurhjartardótt-
ir stendur við að svíða. Þá kallar
Begga til hennar nokkru áður en
hún kemur í hlað: „Æ elsku
Fríða mín, taktu nú af mér haus-
inn og svíddu hann.“
Önnur saga er um það þegar
stúlka í Gullbringu eignaðist
barn og tveir menn komu til