Norðurslóð - 13.12.1991, Qupperneq 22
22 - NORÐURSLÓÐ
/------------
Gömul þula
Úr Skagafirði fékk blaðið sent efni til birtingar. Það eru
þulur, sem sumar eru vel kunnar hér austan Tröllaskagans,
aðrar síður.
Sendandinn er Margrét Jónsdóttir á Sauðárkróki, ekkja
Víglundar heitins Péturssonar. Hún hefur látið fljóta með
þulunum vísu frá eigin brjósti, sem lýsir heilsuástandi henn-
ar sjálfrar:
Ein í horni oftast dvel
allur þrotinn kraftur
Er nú orðin, að ég tel,
eins og fúinn raftur.
Og hér kemur þulubrot:
Heyrði ég í hamrinum
hátt var látið,
sárt var grátið.
Búkonan dillaði börnunum öllum:
Ingunni, Kingunni, Jórunni, Pórunni,
Aðalvarði, Ormagarði, Eiríki og Sveini.
Ekki heiti ég Eiríkur, þó ég sé það kallaður.
Ég er sonur Sylgju, er bar mig undan bylgju.
Bylgjan og bára, brutu mínar árar
langt fram á sjó
langt fram á rúmsjó.
Kanntu að telja föðurfrændur þína?
Já, kann ég það.
Kambur Skæðingsson, Skæðingur Brandsson,
Brandur Björgúlfsson, Björgúlfur Hringsson,
Hringur Hreiðarsson, Hreiðar Garðarsson,
Garðar Gunnarsson, Gunnar Refsson
Refur Ráðfinnsson, Ráðfinnur Kolsson,
Kolur Kjörvaldsson, Kjörvaldur Bjórsson,
Bjór Brettingsson, Brettingur Hakason
Haki Óðinsson, Óðinn hinn illi,
allra trölla faðirinn.
Sá var mestur maðurinn
sem í helli bjó.
Norðurslóð þakkar fyrir þuluna.
NátttröDið og stúlkan
Stúlka gætir barns á jólanótt; nátttröll kemur á gluggann og
kveður:
„Fögur þykir mér hönd þín,
snör mín hin snarpa og dillidó."
Stúlkan:
„Hún hefur aldrei saur sópað,
ári minn Kári, og korriró“.
„Fagurt þykir mér auga þitt,
snör mín hin snarpa og dillidó."
„Aldrei hefur það illt séð,
ári minn Kári, og korriró."
„Fagur þykir mér fótur þinn,
snör mín hin snarpa og dillidó."
Aldrei hefur hann aur troðið
ári minn Kári, og korriró."
„Dagur er í austri,
snör mín hin snarpa og dillidó.“
„Stattu og vertu að steini,
en engum þó að meini,
ári minn Kári og korriró."
v__________________________________________________________/
/------------------------------------------------------------
Ræða Andrésar á Kvíabekk
flutt við opnun hesthússins í Ytra-Holti sunnudaginn 8. des. 1991
Alla tíð hef eg talið mig vera
hálfan Svarfdæling, og þar af
leiðandi hálfdrætting að monti til
á við heimamenn.
Stundum hefi eg fundið örla á
eyfirskri drýldni í sálartetrinu yfir
þessum meðfæddu eiginleikum
mínum.
Það var um síðustu helgi, að eg
lagði lykkju á leið mína um
Svarfaðardal til að skoða þetta
nýja samkunduhús hestamanna,
sem nú hefur verið afrefað með
öllu að því mér er sagt.
Svo montinn var eg af þessu
framtaki frænda minna, að þegar
heim kom, tók eg að lesa mér til
í ættfræði ef ske kynni, að ögn
fleiri dropar af svarfdælsku blóðii
rynni í æðum mér, og viti menn!
það kom þá í ljós að eg er Svarf-
dælingur af 3A og við þá vitneskju
öðlaðist eg þriggja kvartela mont
á við innfædda.
Eg held að þótt Svarfdælingar
séu framkvæmdaglaðir menn séu
þeir einnig mjög íhaldssamir.
T.d. hefi eg hvergi séð íslenskari
réttardag en í Svarfaðardal.
Einnig hafa þeir alla tíð haldið
tryggð við hestinn, jafnvel meir
en í öðrum byggðarlögum tíðk-
aðist eftir innreið „jappanna"
eins og hún amma mín kallaði
þá.
Eg minnist þess að rétt fyrir
miðbik aldarinnar þegar Lág-
heiðarvegurinn opnaðist, hvernig
Ólafsfirðingar hrjáðust af eins
konar blikkbeljuvíðáttubrjálæði.
Já, það var um þær mundir
sem allir hestar í Ólafsfirði urðu
að óæðri verum og fengu nafnið
Trunta. En þá sáu Svarfdælingar
sér leik á borði og sóttu sér góð
hross til Ólafsfjarðar og forðuðu
þeim frá blóðvelli. Minnisstæð
eru mér tvö hross sent fóru að
Jarðbrú, leirljós hestur og brún
hryssa. En það fór nú reyndar
fleira frá Ólafsfirði til kynbóta að
þeim bæ.
Við þeir fáu, sem tryggð héldu
við hestinn, litum upp til Svarf-
dælinga, þar voru haldin hesta-
mót og riðið út um helgar.
Eg minnist þess frá fyrsta mót-
inu, sem eg reið til í dalnum,
hversu fagmannlegir riddarar þar
voru, menn eins og Björn Gunn-
laugsson, Tóti á Bakka, (þá á
Böggvisstöðum), og Friðgeir
Jóhannsson komu stráknum til
að líta upp.
Þegar eg lít yfir hópinn núna
sýnist mér, að strákunum
ólöstuðum, sem eru að vaxa upp
úr grasinu í dalnum, að enn beri
þessir menn af sem gull af eiri.
Pað er bara svona langt ættliða-
bilið hjá hestamönnum.
Þegar hingað var komið skrif-
finnsku minni leit Kella mín yfir
öxl mér og mótmælti harðlega.
Hún sagðist hafa lesið það í
Þýskalandi, að allir Svarfdæling-
ar væru af ætt Hreiðars heimska,
og Bakkabræðra og þeir væru
bara svona seinþroska, sem kæmi
ættliða bilinu ekkert við. Já hún
getur verið svolítið kvikindisleg
hún Kella. Enda er hún ekki
Svarfdælingur eins og við.
Þegar eg lít yfir þessa veglegu
byggingu, finnst mínu svarf-
dælska monti, að við Ólafsfirð-
ingar eigum nú líka sitthvað í
þessu. Ólafsfirðingar hafa nefni-
lega gert meira en að kynbæta á
Jarðbrú. Þeir hafa einnig kynbætt
á Bakka. Eg er svolítið stoltur af
formanni ykkar hestamanna,
honum Ingva frænda, eg veit að
hann hefur verið ykkur betri en
ekki neitt.
Að lokum vil eg óska ykkur til
lukku með þessa glæsilegu að-
stöðu. Eg vona að eg eigi eftir að
leika mér hér með ykkur um
ókomna tíð og að hér megi sjá
glæstustu hross landsins.
MEGI HÉR RÍKJA GOTT
MANNLÍF OG HESTA-
HEILSA.
Hver vill botna?
Utí löndum íslendingar
iðka söng og magasmellL
A Holtsmóunum hestamenn
hús sitt byggja á traustum grunni
■\ r
Gleðilega hátíð!
Með nýju ári hefst
nýtt happdrættisár.
Yið getum átt samleið
og gleðilegt ár.
Happdrætti
Gleðileg jól
heillaríkt happó ár
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ISLANDS
vænlegast til vinnings