Norðurslóð


Norðurslóð - 13.12.1991, Qupperneq 28

Norðurslóð - 13.12.1991, Qupperneq 28
TIMAMOT Skírnir >. 27. júlí sl. var skírður á Landspítalanum Marteinn. Foreldrar: Anna Sólveig Sigurjóns- dóttir frá Syðra-Hvarfi og Ingibjörn Stein- grímsson. Heimili þeirra er á Másstöðum Skíðadal. Séra Jón Bjarmann skírði. 24. nóvember var skírð að Öldugötu 1, Dalvík, Andrea Sif. For- eldrar hennar eru Pórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir og Hilmar Vignir Guðmundsson, Öldugötu 1, Dalvík. Afmæli: Þann 7. desember varð 75 ára Vilheltn Pórarinsson Svarfaðar- braut Dalvík. Þann 9. desember varð 70 ára Guðlaug Guðnadóttir húsfreyja að Urðum í Svarfaðardal. Norðurslóð árnar heilla. Andlát 1. desember lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Vilhelm Anton Sveinbjörnsson, Vegamótum, Dalvík. Vilhelm fæddist á Dalvík 3. febrúar 1915 sonur Sveinbjörns Tryggva Jóhannssonar útgerðarmanns og konu hans Ingibjargar Antonsdóttur. Þau hjón eignuðust tvö börn og býr Stcinunn, yngra barn þeirra, í Vegamót- um ásamt manni sínum Steingrími Þorsteins- syni. Vilhelm fór ungur að aðstoða föður sinn við útgerð og fiskverkun, og þegar þeir hættu útgerðinni sneri hann sér sjálfur að fiskverkun. Varð það hans aðalævistarf ásamt bifreiðarakstri, en bifreið keypti hann fyrir 1940 og flutti vörur alveg fram á sjöunda áratuginn. Kindur átti Vilhelm frá unga aldri og fram að sjötugu og hafði af þeim mikið yndi enda næmur á gott fé. Vilhelm hafði góða og bjarta tenórrödd og söng mikið allt frá unglingsárum á margs konar skemmtunum og samkomum. Frá því um tvítugt söng hann með karlakórnum á meðan kórinn starfaði og söng þar oft einsöng. Með kirkjukórnum söng hann í meira en hálfa öld. Vil- helm starfaði á sínum tíma í Ungmennafélaginu, Slysavarnar- félaginu og síðari hluta ævinnar var hann í Lionsklúbb Dalvíkur og eignaðist í gegnum allt þetta félagsstarf, sem að framan er talið, marga vini og félaga. Það var því fagur og tilhlýðilegur virðingarvottur við látinn félaga að Karlakórinn gamli söng lag í lok kirkjuathafnar. Vilhelm bjó ætíð hjá Steinunni systur sinni og Steingrími. Fluttu þau árið 1957 í Vegamót þar sem Vilhelm bjó til dauða- dags. Hann andaðist I. desember sl. á Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri 76 ára að aldri. Vilhelm var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 7. desember. J.H.Þ. Grafendur, vatnslitamynd Kristjáns frá skólaárum. Opnun Krístjánsstofu í Hvoli 6. desember 1991 Föstudaginn 6. desember var 75 ára afmæli Kristjáns heitins Eldjárns, 3. forseta Islands. Af því tilefni var opnað nieð við- höfn sérstakt herbergi í Byggðasafninu í Hvoli, nefnt Kristjánsstofa, til minningar um Svarfdælinginn Kristján Eldjárn Þórarinsson frá Tjörn. Viðstaddir voru við athöfnina auk fulltrúa bæjarstjórnar og byggðasafnsnefndar nokkrir gestir: frú Halldóra Eldjárn, ekkja Kristjáns, Ingólfur sonur þeirra og Guðrún kona hans, systkini Kristjáns og fleiri af tengda- og skylduliði hans. For- maður stjórnar Byggðasafnsins, Gylfi Björnsson, bauð gesti vel- komna. Að því búnu flutti ávarp forseti bæjarstjórnar á Dalvík, Trausti Þorsteinsson, Júlíus Dan- íelsson frá S-Garðshorni rakti minningar sínar og kynni af Kristjáni frá æskudögum og Ingólfur Eldjárn flutti þakkir fyr- ir hönd fjölskyldunnar. Hér er birt ávarp forseta bæjarstjómar Á þessum merkisdegi 6. des- ember 1991 erum við hér saman kontin til að minnast þess að í dag hefði Kristján Eldjárn, fyrr- verandi forseti íslands, orðið 75 ára hefði honum enst aldur til. í tilefni af því er opnuð hér í Byggðasafninu að Hvoli, Krist- jánsstofa, minningarstofa um hinn virta forseta og Svarfdæling- inn Kristján Eldjárn Þórarinsson. Fyrir hönd Dalvíkurbæjar vil eg færa Byggðasafnsnefnd þakkir fyrir forgöngu þeirra í að koma á fót þessari minningarstofu og jafnframt flytja alúðarþakkir aðstandendum hans öllum sem gerðu þetta mögulegt. Það er okkur Dalvíkingum og Svarfæl- um öllum mikill sómi að fá að heiðra minningu Kristjáns, hins ástsæla forseta, með þessum hætti. í þessu litla safni okkar er hvorki hátt til lofts né vítt til veggja en hér er góður andi og allir þeir sem hingað koma skynja virðingu okkar fyrir lið- inni tíð og vilja til að halda á lofti merki þeirra sem ruddu brautina fyrir það samfélag, sem við get um verið svo stolt af í dag. Eg leyfi mér að segja stolt, Því hér í mynni Svarfaðardals hefur á fáum áratugum vaxið upp T500 manna blómlegur bær úr fátæk- legum verbúðum sem hrófað var hér upp á Böggvisstaðasandi og sjómenn hírðust í þann tíma sem þeir réru til fiskjar frá Sandin- um. Af fádæma dugnaði, elju og trú á framtíð byggðarlagsins reistu frumbyggjarnir sér íver- uhús, byggðu bryggjur við hafn- lausa ströndina og smám saman varð vísir til að litlu sjávarþorpi. Vélbátaútgerð hófst og eftir því sem tímar liðu f jölgaði íbúum á Sandinum og skipastóllinn stækk- aði. í sjálfu sér nrá segja að upp- byggingin hér á Dalvík sé ekki ólík mörgum öðrum stöðum við sjávarsíðuna að öðru leyti en því að uppbyggingin hefur orðið mjög hröð og þrátt fyrir að held- ur hafi hallað á landsbyggðina hvað fólksfjölgun varðar hefur fólki f jölgað hér umtalsvert á liðnum árum. Þessi þróun er e.t.v. ekki síst því að þakka að samhliða jafnri og stöðugri atvinnuuppbyggingu á Dalvík hefur tekist að efla skóla og fé- lagsþjónustu og halda uppi blóm- legu félags- og menningarlífi. Hér á þessu safni getur að líta hver vegferðin hefur verið að þessu marki. Að sjálfsögðu hefur hún ekki verið þrautalaus. Byggðarlagið hefur orðið að gjalda sinn toll í náttúruhamför- um og sjósköðum en slíkir atburðir hafa eflt vitund okkar um hversu óblíð náttúran getur verið og hve nauðsynlegt er að búa vel að sínu. Hér má einnig sjá að á Dalvík og í Svarfaðardal hafa ýmsir rnætir menn vaxið úr grasi og fengið sinn heimanmund úr frjóum jarðvegi byggðarlags- ins og því skyldum við ekki halda minningu þeirra í heiðri komandi kynslóðum til hvatningar og vera sér betur meðvitandi um sögu forfeðranna? Kristjánsstofa mun vafalaust þjóna þessu hlutverki. Þar má fræðast um í máli og myndum hvernig ungur maður úr svarf- dælskri sveit braust áfram til mennta þrátt fyrir lítil efni af ver- aldlegum gæðum og vann sig til æðstu metorða þessa lands með hinum göfugu dyggðum trú, drengskap og dugnaði. Mér er lóst, að heimabyggðin var Kristjáni Eldjárn afar hjart- fólgin og ekki síður íbúar hennar. Verk Kristjáns bera þess glögg merki og má í því sam- bandi minna á að hann var á sín- um tíma einn af frumkvöðlum að stofnun Samtaka Svarfdæla sunn- an heiða. Þá var hann útgáfu- stjóri að ritverkinu Svarfdæling- ar, sem Samtökin stóðu að. Þá má einnig minna á fræðistörf hans við fornminjar, en hann vann að uppgreftri ýmissa merkra minja í Svarfaðardal (Klaufanesi og Árnarhóli í Ytra- Garðshorni. Ritstj.) Segja má, að svarfdælsk byggð eigi yfirleitt sterk ítök í þeim, sem þar vaxa úr grasi og/eða lifa og starfa. Þetta kemur glöggt fram í ljóði Dalvíkingsins Haraldar Zóphóníassonar er hann segir: Pú Dalvík, okkar dýra byggð. þig dísir góðar blessi, á framfaranna frjóu braut þig festi æ í sessi. Og óralangt í framtíð fram þín fögur verði saga. Pig yfirskyggi alvalds náð um alla þína daga.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.