Norðurslóð - 28.04.1992, Page 1
Svarfdælsk byggð & bær
16. árgangur
Þriðjudagur 28. apríl 1992
4. tölublað
f
ifgf ^
gSas..
Niðurskorin vegaáætlun
- Skíðadalsvegur úti, Svarfaðardalsvegur inni
Ný vegaáætlun hefur nú litið
dagsins ljós hjá Vegagerðinni
fyrir Norðurlandsumdæmi
eystra og kemur í ljós það sem
legið hefur í loftinu að fjárfram-
Iög hafa verið skorin niður í stór-
um stíl og verkum þar af leið-
andi frestað um óákveðinn tíma.
Aðalverkefnið hér í grenndinni
verður nýbygging vegar frá
Engimýri í Öxnadal nokkuð
fram fyrir brúna á Öxnadalsá og
fylgir ný brú með í kaupunun.
Framkvæmdir sem detta út af
áætlun eru fjölmargar, t.d. við
Bakkaveg frá Hofi í Hörgárdal
niður að Hjalteyri, við Staðar-
bakkaveg í Hörgárdal og, takið
eftir, Skíðadalsvegur frá Sökku
að Hofsá í Svarfaðardal.
Skíðadalsvegur
skorinn niður
Á áætlun fyrir 1992 var að hefja
endurbyggingu vegarins frá Sökku
fram að Hofsá og verja til þess 12
milljónum króna. En þvíhefur sem
sagt verið frestað og getur enginn
svarað því á þessari stundu hvenær
það verk getur hafist. Aftur á móti
verður endurbyggingu vegarkafl-
ans frá Holti fram að Tjöm haldið
til streitu og 20 milljónum varið til
þess verkefnis. Að sögn Jóns
Hauks Sigurbjömssonar rekstrar-
stjóra hjá Vegagerðinni verður
engin breyting á vegarstæðinu en
vegurinn verður hækkaður, styrkt-
ur og klæddur fram að Tjöm og
auk þess lögð klæðning áfram
fram að Húsabakkaafleggjara. Á
því öllu að vera lokið fyrir haustið.
Gulgallaðir mælingamenn eru
raunar nú þegar komnir á stjá með
stikur og staura en verkið verður
líklega boðið út í byrjun maí.
Reiðvegur í athugun
Aukin umferð ríðandi manna og
bama á þessum vegarkafla og
slysahætta henni samfara hefur
valdið vegfarendum áhyggjum.
Meðfram veginum er að vísu ófull-
kominn reiðvegur en spumingin er
hvort Vegagerðin hefur gert ráð
fyrir hrossunum við hönnun nýja
vegarins. Guðmundur Heiðreksson
umdæmistæknifræðingur, sá sem
hannað hefur veginn, svaraði því
til að æskilegt væri að strax í upp-
hafi yrði gert ráð fyrir reiðvegi og
fyrir því væri vilji hjá Vegagerð-
inni. Hins vegar væru á þessum
kafla skurðir á báðar hendur og flá-
inn á nýja veginum gengi alla leið
að skurðbökkunum. Ef fara ætti í
að grafa nýja skurði þá hrykki fjár-
veitingin í verkið skammt. En mál-
ið væri í skoðun og alls ekki útrætt.
Þess má geta að á vegaáætlun fyrir
landið allt er að jafnaði gert ráð
fyrir dálitlum upphæðum til reið-
vega sem þartilgerð Reiðvega-
nefnd ákveður hvar ráðstafa skuli
hverju sinni.
Múlavegurinn ber ekki
þyngri umferð
Aukið samstarf og samþætting at-
vinnulífs á Dalvík og í Ólafsfirði
hefur haft í för með sér þyngri um-
ferð um Múlaveginn og á sú um-
ferð eftir að magnast til muna ef og
þegar ýmis áform um verkaskipt-
ingu hafnanna verða að veruleika.
Forsenda þessarar samþættingar
voru að sjálfsögðu Múlagöngin
enda byggð öðrum þræði með það
markmið að leiðarljósi. Það er hins
vegar ekki nóg að grafa göng og
áforma stóraukna þungaumferð í
gegnurn þau ef vegurinn að þeim
þolir ekki þessa umferð. Vegurinn
út í Múla er nefnilega alls ekki í
stakk búinn að taka við þyngri um-
ferð og er nánast burðarlaus frá
Karlsá út að Rípli að sögn Jóns
Hauks. 1983 var hann að vísu eitt-
hvað styrktur en það var aðeins
hugsað til nokkurra ára. Þessi veg-
ur væri hins vegar hvergi inni á
áætlun og ekki sýnilegar neinar
breytingar á því í næstu framtíð.
Að vísu væru 16 milljónir merktar
Múlagöngunum núna en þær færu
í greiðslu á skuldunt. Sú staða gæti
því komið upp að setja þyrfti
þungatakmarkanir á Múlaveginn
og getur hver maður séð hversu
bagalegt það yrði fyrir sveitarfé-
lögin. Hj.Hj.
Ólafsfj ör ður/Dal vík:
Sameining hafn-
anna um áramót
- Heimild veitt til að urða sorp á
Glerárdal - Sorpbrennslunni á
Sauðanesi verður lokað í sumar
Á sameiginlegum fundi hafnar-
stjórna Ólafsfjarðar og Dalvík-
ur sem haldinn var 25. mars sl.
var samþykkt að sameina hafn-
arsjóði staðanna og gera áætlun
um framkvæmdir í höfnunum
sem niiða að því að Ijúka upjj-
byggingu fiskiskipahafnar í ÓI-
afsfirði og vöru- og fiskihafnar á
Dalvík. Er að því stefnt að
Hafnasamlag Dalvíkur og Ólafs-
fjarðar taki til starfa um næstu
áramót.
Aðdraganda þessarar sam-
þykktar má rekja aftur til 21. ágúst
1990 en þá var sett á laggimar
sameiginleg nefnd á vegum bæjar-
stjómanna sem ætlað var að undir-
búa stofnun byggðasamlags um
rekstur hafnanna. Á fundinum þar
sem samþykktin var gerð ræddu
menn um hugsanlega aðild Hrís-
eyjar- og Árskógshrepps að sam-
laginu. Var það mál manna að rétt
væri að doka með það, þeir gætu
komið inn í samlagið síðar.
Þessa sameiningu má ekki síst
skoða í ljósi aukinnar samkeppni
milli hafna um flutning og við-
skipti, ekki síst hér við Eyjafjörð.
Af öðrum samstarfsvettvangi
Dalvíkur og Ólafsfjarðar urðu þau
tíðindi í dymbilvikunni að bæjar-
stjóm Akureyrar veitti heimild til
þess að sorp frá þessum stöðum
verði urðað á Glerárdal ofan við
Akureyri.
Að sögn Helga Þorsteinssonar
bæjarritara á Dalvík verður samn-
ingi við Sorptak um hirðingu og
brennslu sorps á Sauðanesi sagt
upp frá og með 1. júní. Á næstunni
verður hirðing á húsa- og gáma-
sorpi boðin út, en bæjartæknifræð-
ingi Dalvíkur hefur verið falið að
gera tillögur um gámasvæði í bæj-
arlandinu.
Ljóst er að sorpbrennslunni á
Sauðanesi verður lokað í sumar og
munu margir fagna því. Ekki ligg-
ur enn fyrir hvernig hreppsnefndir
Svarfaðardals- og Árskógshrepps
bregðast við þessum breytingum
en sorpi þaðan er nú brennt á
Sauðanesi.
Helgi sagði að núverandi urð-
unarstaður á Glerárdal entist í ein-
hver ár, en að annað svæði væri til
ofar á dalnum. Framtíðarskipan
þessara mála er þó enn óráðin. -ÞH
Kirkjukór Dalvíkur hélt tónleika í Dalvíkurkirkju sl. sunnudag. Þar flutti
kórinn verk eftir Mozart, Bruckner og Sálumessu eftir franska tónskáldið
Gabriel Fauré. Stjórnandi kórsins er Hlín Torfadóttir, einsöngvarar voru
þau Sólveig Hjálmarsdóttir og Michael John Clarke en Juliet Faulkner lék
undir á orgel. Michael söng auk þess einsöng í tveim verkum eftir Leonard
Bernstein og Felix Mendelssohn. Kirkjan var að heita má full og var góður
rómur gerður að söng kórsins. Voru stjórnandi, orgelleikari og einsöngvarar
hylltir í lok tónleikanna. Mynd: Hj.Hj.
S
Utgerðarfélag Dalvíkinga h/f:
Afkoma síðasta árs vel viðunandi
- Kvóti keyptur fyrir 192 milljónir króna - Veruleg hlutafjáraukning ákveðin
Á aðalfundi Útgerðarfélags
Dalvíkinga h/f sem haldinn var
sl. föstudag kom fram að heild-
artekjur félagsins á síðastliðnu
ári námu 401,7 milljónum kr.
og höfðu aukist um 15,7% mið-
að við árið á undan. Hins vegar
voru rekstrargjöld önnur en af-
skriftir og fjármagnskostnaður
einungis 6,1 % hærri en árið áð-
ur eða kr. 286,1 milljón. Hagn-
aður án afskrifta og fjármagns-
kostnaðar hækkaði því milli
ára úr 77,4 milljónunt í 115,5
milljónir. Hins vegar hækkuðu
afskriftir úr 53,5 í 97,7 miljónir
þannig að hagnaður fyrir fjár-
magnskostnað var á síðasta ári
17,8 millj. á móti 23,8 millj.
króna árið áður.
Nettó fjármagnskostnaður
nam kr. 26,1 milljón árið 1991 en
var í raun jákvæður árið 1990
vegna reiknaðra verðbólguáhrifa.
Gaf það heldur brenglaða mynd
það árið sem meðal annars sést á
þvíað þá var bókfærður hagnaður
félagsins 74 milljónir en bókfært
tap nú 8,7 milljónir þó árið 1991
sé í raun betra rekstrarár en árið
áður. Það þjónar því litlum til-
gangi að bera saman lokaniður-
stöðu þessara ára.
Heildarafli skipa félagsins var
6.545 tonn. Úthaldsdagar Björg-
vins EA voru 280 og var afli á út-
haldsdag 12.679 kg. en Björgúlf-
ur EA var með 257 úthaldsdaga
og 11.653 kg. afla á úthaldsdag.
Hagnaður fyrir afskriftir og fjá-
magnskostað var á hvoru skipi
fyrir sig, 61,7 millj. á Björgvin og
53,9 millj. á Björgúlfi. Hins vag-
ar eru afskriftir Björgvins 66,5
millj. en Björgúlfs 31,2 millj.
Björgvin er nýrra og dýrara skip
og þarf því að skila mun meiru en
Björgúlfur til að koma fjárhags-
lega eins vel út.
Á árinu 1991 keypti Útgerðar-
félagið veiðiheimildir (kvóta)
sem KEA átti, meðal annars af
Baldri EA 108. Alls voru það
1.134 þorskígildistonn og var
kaupverðið 192,7 milljónir.
Hækkun afskrifta er að mestu
komin til vegna afskriftar þess-
arar kvótaeignar. Að öðru leyti
voru fjárfestingar félagsins ekki
miklar. Heildarskuldir fyrirtækis-
ins námu í árslok 736,3 millj. og
höfðu aukist um 141 millj. milli
ára. Þar vegur þyngst að kvóta-
kaupin eru bókfærð sem lang-
tímaskuld við KEA, en ákveðið
hefur verið að breyta þeirri skuld
í hlutafé KEA sem raunar er eini
hluthafinn í fyrirtækinu.
Eigið fé félagsins nam 9,5
millj. króna og hafði lækkað lítil-
lega eða úr 17,2 milljónum.
Nafnverð hlutafjár er 2,2 miljónir
en eins og áður hefur komið fram
liggur fyrir ákvörðun um aukn-
ingu og mun þá hlutafé verða 195
milljónir. Við þá aðgerð lækka
heildarskuldir í 543,5 milljónir
króna miðað við stöðuna um síð-
ustu áramót. Togurum félagsins
hefur verið úthlutað 4.412 þorsk-
ígildistonnum og eru þá meðtalin
kvótakaupin sem áður er getið.
þetta þýðir að nettóskuldir fyrir-
tækisins verða 110 kr. á þorsk-
ígildi eftir að hlutafé hefur verið
aukið. Það mun vera allgóð staða
miðað við mörg íslensk útgerðar-
fyrirtæki. JA