Norðurslóð - 28.04.1992, Side 7
NORÐURSLÓÐ — 7
Horft til baka um hálfa öld
Þáttur V
„Sæöinearlamb1*. Höfundur með blendingslamb, íslenskt-skuskt, í Borear-
firði vorið 1946.
I síðasta tölublaði sagði frá því
er sögumaður útskrifaðist úr
Edinborgarháskóla með svo-
kallaðri BSc-gráðu í landbún-
aði eftir þriggja vetra nám.
(Það nám hefur nú bæði breyst
og lengst).
Ekki leist honum vel á að fara
heim að svo búnu með enga
sérkunnáttu á neinu sviði land-
búnaðar. Hitt var annað, að
enn geysaði Evrópustyrjöldin
þótt nú sæju allir hver endalok
hennar hlytu að verða. Og nú
gefur sögumaður sér sjálfum
orðið og mælir í 1. persónu.
Ég hafði einhvemtímann síðla
vetrar 1944 skrifað forvera mínum
við Landbúnaðarskólann, dr. Hall-
dóri Pálssyni sauðfjárræktarráðu-
naut við Búnaðarfélag Islands,
bréf og beðið um álit hans á því,
hvað væri gagnlegt og skynsam-
legt fyrir mig að stúdera í Bret-
landi að prófi Ioknu, ef ég fram-
lengdi dvöl mína þarlendis um eitt
eða tvö misseri.
Ný kynbótatækni
- sæðisflutningur
Halldór svaraði nteð bréfi og hvatti
mig fastlega til að setja mig vel inn
í nýja kynbótatækni, sem Bretar
voru að þróa af tilraunastiginu yfir
í praktísk vinnubrögð um þessar
mundir. Bretar kölluðu þessa
tækni AI, sem stendur fyrir
artifícial insemination eða gervi-
frjóvgun á íslenska tungu. Seinna
var fundið upp orðið sæðing, sem
síðan er notað í búfjárræktinni og
allir skilja nú á dögum.
Halldór benti mér á, að miðstöð
þessarar tækniþróunar í Bretlandi
væri við landbúnaðardeild Háskól-
ans í Cambridge í Englandi. Þar
mundi verða haldið námskeið í
sæðingum nautgripa, og jafnvel
líka sauðfjár, þá unt sumarið. Þar
var prófessor einn við háskólann,
dr. James Walton að nafni, víð-
frægur fyrir tilraunir sínar og for-
göngu um búfjársæðingar. (Síðar
hlaut hann aðalstign úr hendi
drottningar út á sitt mikilsverða
brautryðjandastarf í fræðurn þess-
um!)
Þetta leist mér hið mesta þjóð-
ráð og skrifaði í skyndi tvö bréf til
Cambridge. Annað til dr. Waltons
með beiðni um pláss á sæðinga-
námskeiðinu. Hitt til Jóhannesar
Nordals, sem ég vissi að var við
nám í Háskólanum þar í borg og ég
hafði heimilisfang hans. Hann bað
ég að útvega mér einhvem sama-
stað þar í nokkrar vikur síðsumars.
Ég fékk fljótt svar frá báðum.
Dr. Walton tjáði mér, að ekkert
námskeið yrði í sæðingum fyrr en
um haustið, en þá væri ég velkom-
inn. Jóhannes tjáði mér hinsvegar,
að ég gæti fengið leigt herbergi
með morgunmat hjá konunni, sem
hann leigði hjá og ég gæti komið
hvenær sem væri.
Farewell to Arms
= Vopnin kvödd
Svo heitir víðfræg bók Emests
Hemingways, sem Laxness snar-
aði á íslenska tungu. Þannig stóðu
mál mín, eins og að ofan er skráð, í
júnílok 1944. Ég fór í „Heima-
garðinn“ og innti vini mína þar eft-
ir, hvað væri á dagskrá. Ég fékk að
vita, að nú væri í undirbúningi I-
2ggja vikna æfingatöm fyrir sjálf-
boðaliða í búðum úti á landi sunn-
an við Edinborg ekki langt frá
strönd Norðursjávar. Reyndar
mætti velja unt tvær misstrembnar
æfingatamir. (Ég leyfi mér að nota
þetta orð, sem gæti svo hæglega
verið íslenska og beygist eins og
Tjörn.)
Mér fannst þama vera hið á-
gætasta tækifæri til að slappa af og
hvíla mig eftir innisetur og bók-
lestur og skráði mig því á léttari
æfingakúrsinn. Ég get ekki veriö
að orðlengja þetta hér en það er
skemmst frá því að segja, að þama
lifði ég einhvem erfiðasta tíma æfi
minnar og kom til baka eftir 10
daga slæptur eins og undinn gólf-
klútur og var guðsfeginn að skríða
aftur inn í fátæklega herbergið mitt
hjá gömlu frú Galbraith í Warrend-
er Park Terrace númer 25 og sofa í
almennilegu rúmi nærri heilan sól-
arhring samfleytt.
Ég hlýt að hafa verið það, sem
kallað er, maður á léttasta skeiði, á
25. aldiursári, en ég verð að játa,
að mér ofbuðu alveg þær gegndar-
lausu hergöngur, sem við urðum
að ganga í hásumarhitanum. Að
sama skapi dáðist ég að gömlu
fyrrastríðskörlunum á sextugs-
aldri, hve þeir seigluðust undir
klyfjum tímunum saman með ör-
stuttum hvíldum á hálftíma fresti.
Vel man ég líka eftir hve smeykir
við urðum í herflokknum, þegar
við voru settir ofan í einhverskon-
ar skotgryfju og fengum að kasta
„lifandi" handsprengjum á „óvina-
skotgrafir" í ca. 20-30 metra fjar-
lægð. Það voru nefnilega 2 eða 3
gamlingjar í flokknum, sem rétt
aðeins tókst að koma sprengjunni
upp yfir barm grafarinnar og svo
sem 10 metra áleiðis til fjandaliðs-
ins. Það var ljóta moldardrífan,
sem við fengum yfir okkur og ljót
orð, sem liðþjálfi lét falla yfir
hausamótunum á gömlum æru-
verðugum „stríðshetjum".
En „allir komu þeir aftur/og
enginn þeirra dó“, eins og segir í
fögru ættjarðarljóði. Og sannleik-
urinn er sá, að þegar allt kom til
alls var þetta hin besta lífreynsla,
líkamsstyrking og sálarhressing og
góður undirbúningur undir margra
vikna erfiðisvinnu, sem nú fór í
hönd.
Ég vann þetta sumar við eitt og
annað, sem ég hef getið um fyrr í
þessum minningabrotum: skógar-
högg, bruggverksmiðjuvinnu og
vörutransport á jámbrautarstöð á
næturvakt. Að lokum ákvað ég svo
að fara með kunningja mínum í
flugvallargerð norður í land.
Ég sá nú fram á það, að dvöl
mín í hinni fögru Edinborg var
senn á enda runnin. Ég arkaði því
einn góðan veðurdag upp í bæki-
stöð Heimavamarliðsins eða
Heimagarðsins, hitti þar yfirmann
minn, Lautinant Steward, og tjáði
honum, að nú væri ég á förunt burt
úr borginni og kæmi ekki aftur til
dvalar. Því hlyti ég að segja mig úr
liðssveitinni og skila vopnum og
verjum.
Steward lautinant var afskap-
lega viðkunnanlegur náungi þó
hann létist stundum vera reiður og
strangur. Hann sagðist skilja þetta
ofurvel en sagði svo, að þetta væri
nú svolítið leiðinlegt því hann
hefði eiginlega ætlað sér að til-
nefna mig sem liðþjálfa - lance
corporal - yfir flokknum, platoon,
held ég, ef ég hefði haldið áfram.
Þar missti ég af þeirri nafnbótinni,
en það er allra lægsta gráða fyrir
ofan óbreyttan hermann.
Lautinantinn gaf sér tíma til að
bjóða mér út á „pub“ upp á eitt
merkurglas af góðum bjór og við
kvöddumst með virktum. Daginn
eftir draslaðist ég með allan her-
búnaðinn upp á Heimagarð og
skilaði honum í réttar hendur. Um
haustið fréttist, að Heimavamarlið
Hans Hátignar væri leyst upp sem
sjálfgefið var. Líka frétti ég, hvað
mér þótti lakara, að menn hefðu
fengið að halda til minja einhverju
af búnaðinum, hjálmi, byssusting
og jafnvel einhverjum fötum. En
af því missti ég vesæll, eins og
korpóralgráðunni, sem hefði veitt
mér eina ör á jakkaermina!
Björgunarleiðangur
norður í land
I ágústmánuði þetta hlýja sumar
1944, síðasta stríðssumarið í
gömlu, úttauguðu Evrópu fór ég á
vinnumiðlunina í Edinborg og réð
mig, ásamt með íslenska kunningj-
anum, í vinnu við gerð nýs flug-
vallar út við strönd skammt frá
bænum Peterhead. Péturshöfða,
sem ótal Islendingar þekkja, sem
siglt hafa meðfram austurströnd
Skotlands. Þar gnæfir rammgirt
fangelsi fram á bröttum sjávar-
hömrum. Sagt var, að þar væru
geyntdir hættulegustu glæpamenn
Skotlands og þaðan slyppi aldrei
nokkur fangi.
Ég hafði tvær gildar ástæður til
að vilja komast burt úr Edinborg út
á land. Önnur var einfaldlega sú,
að þar bauðst mikil, vel borguð
vinna. Hitt var það, að kunninginn
íslenski, sem ég hef minnst á, en
ekki nafngreint, var svo djúpt
sokkinn í bjór- og brennivíns-
drykkju, að við landar hans vorum
alvarlega famir að óttast um líf
hans og limi og einkum þó geð-
heilsuna innanum freistingar borg-
arinnar. Um það vitna nokkrar
klausur í dagbókinni góðu. Það
voru því samantekin ráð okkar, að
ég, sem var laus og liðugur, tæki
hann með mér eitthvað burtu á
hættuminni stað.
Þetta tókst nokkuð vel. Við
unnum vð lagningu flugbrauta á
flugvellinum, hjóluðum börum
með steinsteypu dag eftir dag og
viku eftir viku. Heldur einhæf
vinna en prýðisvel borguð. Vinnu-
flokkurinn vann nefnilega í
akkorði, ákveðinn fjölda lengdar-
metra fyrir venjulegt vikukaup.
Hvað sem framyfir vannst var
borgað sér og á yfirverði. Það var
vel unnið, það verð ég að segja, og
við vorunt venjulega búnir með
vikuverkið á miðvikudagskvöld og
höfðum tvöföld laun í 2-3 síðari
daga vikunnar. Vinurinn drykk-
felldi reyndist hinn mesti vinnu-
þjarkur og drakk ekki svo mikið
sem bjórglas þessar vikur, sem við
unnum þama saman og var að
sama skapi vinsæll af vinnufélög-
unum.
I byrjun september var kominn
tími til ég héldi í suðurátt. Ég
kvaddi vinnufélagana, þ. á m.
skjólstæðing ntinn, og tók lestina
frá Péturshöfða til Edinborgar. Unt
þann íslenska er það að segja, að
hann kom um haustið til Edinborg-
ar, tók aftur til við nám sitt og náði
einhverri prófgráðu. Hann varð
síðar kennari hér heima, vel met-
inn sem slíkur, en aldrei mun hann
hafa til fulls sigrast á Bakkusi kon-
ungi.
Nú skal kveðja
kóng og prest
Ekki stóð ég lengi við í „höfuð-
borginni** að þessu sinni. Ég átti
þar engurn skyldum að gegna
nema að kveðja mína fáu kunn-
ingja, þ. á m. gömlu konuna, sem
geymdi hina fátæklegu búslóð
nn'na og kvaddi ntig með tárum.
Ég held ég hafi tárfellt eitthvað
sjálfur í laumi. Því næst steig ég
upp í hraðlestina Edin-
borg-London, The Flying Scotsm-
an var hún kölluð, Skotinn fljúg-
andi, og við brunuðum af stað,
„beina leið til Lundúna** eins og
segir í gamalli samtíðarvísu.
Með blendnum tilfinningum ók
ég suður yfir „landamærin** inn á
enska grund. Hátt í þrjú ár hafði ég
búið meðal Skota og upplifað með
þeim bæði súrt og sætt. Mér fannst
ég hafa skilið eftir fyrir norðan
einhvem hluta af sjálfum mér. Enn
í dag hef ég þá tilfinningu, þegar
ég stíg á skoska grund, að ég sé
með nokkrum hætti að koma heim.
Þetta var önnur för mín til
Lundúnaborgar. Ég var þar áður í
nokkra daga haustið 1942. Lítið
hafði breyst, enn var stríð og ekki
minnkuðu rústimar. Nú voru það
flugsprengjumar skæðu, sem
skaðanum ollu, litlar ómannaðar
flugvélar með mögnuðum sprengj-
um, sem sprungu á þökum borgar-
innar og rústuðu efstu hæðimar.
Svo voru að auki komnar til skjal-
anna eldflaugamar, sem var skotið
f háan boga frá ströndum Hollands
eða Belgíu og féllu úr háloftunum
með meiru en hljóðhraða beint
niður á Lundúnaborg. Þær gerðu
því ekki boð á undan sér en boruðu
sig niður í jörð gegnum jafnvel
marghæða hús, ef svo bar undir, og
sprungu með þeim afleiðingum, að
stórhýsi hrundu til grunna allt um
kring. Gegn þessum vágestum
varð engri vöm við komið. En
þetta skýrir m. a. hversvegna Bret-
um var svo mikið í mun að ná úr
höndum Þjóðverja sem allra fyrst
meginlandsströnd Norðursjávar.
Þar voru nefnilega skotpallamir
hvaðan komu flugskeytin og rak-
etturnar, sem léku höfuðborg
þeirra svo grátt.
Hér var annars ekki ætlunin að
fara að rekja stríðssöguna, en þetta
datt nú svona fram úr fingur-
gómunum inn í tölvuna. Þessir
dagar eru ntanni svo ríkir í endur-
minningunni.
Til London var nú kominn vin-
ur minn Bjöm Th. Bjömsson frá
Edinborg og bjó í smáíbúð ekki
langt frá ntiðborginni, ásamt með
Ólafi Sv. Bjömssyni (syni Sveins
Bjömssonar forseta), sem vann í
íslenska sendiráðinu. Hjá þessum
heiðursdrengjum átti ég öruggt at-
hvarf hvert sinn er ég kom til borg-
arinnar þennan síðasta vetur minn í
Bretlandi. Þama kynntist ég
nokkrum ágætum löndum mínum,
Karli Strand lækni, Þorsteini
Hannessyni söngvara, Andrési
Bjömssyni síðar útvarpsstjóra o.
fl.
Eftir nokkurra daga dvöl steig
ég aftur upp í lest og lagði af stað í
norðurátt til Cambridgeborgar,
sem íslensk skáld hafa nefnt
Kambsbryggju. HEÞ
Laugardaginn 18. apríl var
samsöngur í Víkurröst, Dal-
vík. Karlakót Bólhlíðinga hélt
konsert, kórstjóri var Gestur
Guömundsson frá Gull-
bringu og Karlsá, rafvirki á
Blönduósi, og undirleikari
Kate Leveít, ensk/frönsk
kona, kennari við Húnavalla-
skóla.
Kórfélagar (þeir voru þama
24) eru aðallega úr Bólstaða-
hlíða- og Svínavatnshreppum og
af Blönduósi. Einsöngvarar voru
Svavar H. Jóhannesson, Kristj-
ánsbróðir frá Akureyri, bóndi í
Konsert
Litladal, Sigfús Guðmundsson á
Blönduósi og sjálfur kórstjórinn,
Gestur. Um 50 áheyrendur voru
mættir, sem gott má kallast á
Dalvík, og var gerður hinn besti
rómur að söngnum. Það hjálpaði
til að gera andrúmsloftið létt og
afslappað að söngstjórinn var
heimamaður sem þekkti flesta
gestina (og var Gestur sjálfur!)
og lét óspart fjúka gamanmál
milli laga. Gestur er mikill aðdá-
andi skáldsins frá Fagraskógi,
enda voru ntörg laganna á söng-
skránni sungin við texta Davíðs.
Eitt þeirra var hið alkunna lag
við ijóð hans: Þú komst í hlaðið
ú hvítum hesti, Ijóð sem
karlakórinn Geysir á Akureyri
tileinkar sér og telst eiga. Lagið
var klappað upp, eins og mörg
önnur, og kallaði þá Gestur
söngstjóri upp nokkra
gamalkunna karlakórsmenn af
bekkjum áhlýðenda til að efla
kórinn. Hlýddu menn því
möglunarlaust og þótti þetta til-
tæki hin besta tilbreyting.
í fáurn orðunt sagt, þetta
reyndist hin besta skemmtun og
Húnvetningununt til sóma. Ein-
hverjir gestanna heyrðust tauta á
útleið: „Þetta geta þeir, því ekki
við?“ H.