Norðurslóð - 28.04.1992, Side 8

Norðurslóð - 28.04.1992, Side 8
DIÍSÉCSS Svarfdælsk byggð & bær FRETTAHORNIÐ Elín Björnsdóttir úr Ólafsfiröi átti Staðinn. Mynd: Hæjarpóslurinn/HK Að kveldi síðasta vetrardags var haldin drslitakeppni í „kara- okesöng" í Víkurröst. Ef einhver lesandi er svo frumstæður að skilja ekki orðið er rétt að útskýra það dálítið nánar. Karaoke er útbúnað- ur, einskonar hljómflutningstæki, sem einnig varpar mynd upp á tjald jafnhliða texta lagsins sem flult er. A hljómdiskana vantar hins vegar sönginn og það er aðal- atriðið, því hverjum sem er er síð- an heimilt að troða upp og syngja lagið við undirleik karaoke. Fyrir- bærið hefur farið eins og eldur í sinu um landið undanfarin misseri og nú í vetur fjárfesti Freygerður Snorradóttir á Dalvík í svona græj- um. Var síðan efnt til firmakeppni í söng á Sæluhúsinu og öllum boð- ið að vera með. Er skemmst frá því að segja að keppendur flykktust að svo ekki sé minnst á áheyrenduma sem troðfylltu Sæluhúsið kvöld eftir kvöld. Er óhætt að tala um söngvakningu á svæðinu í þessu sambandi og er það hið besta mál nú á ári söngsins. Urslitakeppnin var síðan síðasta vetrardag eins og fyrr segir og voru tólf keppendur í úrslitum sem hver um sig flutti 2 lög. Víkurröst var full út úr dyrum. Dómnefndin sem starfað hafði öll undanúrslitakvöldin fékk liðstyrk frá sæmdarhjónunum Rúnari Júlí- ussyni og Maríu Baldursdóttur og var þeim töluverður vandi á hönd- um að velja á milli keppendanna sem margir skiluðu sínu með glæsibrag. Eftir spennandi keppni voru þó úrslitin ráðin og varð hlut- skörpust Elín Bjömsdóttir frá Olafsfirði. Hún fékk einnig auka- verðlaun fyrir besta sviðsfram- komu. í öðru sæti var Kristjana Amgrímsdóttir á Tjöm og í þriðja sæti Daníel Hilmarsson á Dalvík. / Aaðalfundi Sparisjóðs Svarf- dæla sem haldinn var 11. apríl sl. var að vanda úthlutað úr Menn- ingarsjóði Svarfdæla. Ellefu um- sóknir bámst og ákvað stjóm sjóðsins að verða við fimm þeirra. Þeir sem urðu fyrir valinu voru: Lene Zacharíassen í Dæli kr. 500.000 til að vinna að gerð list- muna úr íslensku dýrahári og ull, Tjarnarkirkja kr. 400.000 til varð- veislu og viðhalds, Tjamarkvart- ettinn kr. 100.000 til kaupa á út- setningum sönglaga, Rósa Kristín Baldursdóttir í Laugahlíð kr. 100.000 til söngnáms og Listvina- félagið kr. 50.000 til stofnunar fé- lagsins. Aþessu ári verður Tjamarkirkja 100 ára og verður haldið upp á það með viðhöfn líklega í ágúst. Nú stendur yfir gagnger lagfæring á kirkjunni og hefur nánast öll klæðning verið rifin utan af henni. Henni verður þó að mestu leyti aft- ur komið fyrir á sínum stað og kirkjan þar að auki einangruð. Hins vegar þarf að skipta um und- irstöður hennar að verulegu leyti og rétta bygginguna af því mjög var hún tekin að síga öðru megin. Eins og fram hefur komið veitti Menningarsjóður Svarfdæla 400 þúsund krónum í verkið en Ijóst er að endanlegur kostnaður skiptir milljónum. / Isíðustu viku marsmánaðar hélt Búnaðarfélag Svarfdæla aðal- fund sinn. Fundurinn var jafnframt aðalfundur Ræktunarsambands Svarfdæla og var sögulegur fyrir þær sakir að þar var sá félagsskap- ur formlega lagður niður og eign- um hans skipt upp á milli búnaðar- félaganna tveggja hér á svæðinu. Aðalverkefni Búnaðarfélagsins á síðasta ári var rekstur og skipulag afleysingarþjónustu bænda sem sí- fellt fleiri notfæra sér. Þá voru slátrunarmál einnig nokkuð rædd en í vetur var skipuð sérstök nefnd til að athuga möguleika á að leigja húsnæði þar sem bændur gætu sjálfir framkvæmt sína heimaslátr- un við mannsæmandi aðstæður. Það mál er enn í athugun. Formað- ur Búnaðarfélagsins er Gunnlaug- ur Sigvaldason og aðrir í stjóm þeir Gunnsteinn Þorgilsson og Sævar Gunnlaugsson sem kom inn TIMAMOT Skírnir Á páskadag, 19. apríl, var María skírð að Böggvis- braut 10, Dalvík. Foreldrar hennar eru Þóra Stein- unn Pétursdóttir, Grandavegi 35, Reykjavík og Þórir Oskar Guðmundsson, Böggvisbraut 10, Dal- vík. Afmæli Anton Sigurjónsson smiður, Goðabraut 20 Dal- vík, varð 85 ára 3. apríl sl. Árni Lárusson verkamaður, Karlsbraut 16 Dalvík, varð 80 ára 8. apríl sl. Krístín Júlíusdóttir vistmaður á Dalbæ Dalvík, varð 75 ára 9. apríl sl. Hallgrímur Antonsson húsasmíðameistari, Báru- götu 13 Dalvík, varð 70 ára 12. apríl sl. Bergljót Loftsdóttir húsfrú, Bjarkarbraut 7 Dal- vík, varð 70 ára 17. apríl sl. Halldór Jóhannesson verslunarmaður, Smáravegi 10 Dalvík, varð 70 ára 21. apríl sl. Norðurslóð ámar heilla. Andlát 3. apríl lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri Sig- ríður Líndals. Sigríður fæddist í Miðhópi í Víðidal 15. desember 1908, yngra bam af tveimur er hjón- in Guðrún Margrét Jónsdóttir og Jóhann Líndals Bjamason áttu. Eldri sonur þeirra hét Ei- rfkur. Um 1920 flutti fjöl- skyidan til Dalvíkur og byggðu þau hjón sér síðar húsið Steinholt er nú stendur við Karlsrauðatorg. Sigríður átti við van- heilsu að stríða allt sitt líf en óbilandi vilji til að bjarga sér og koma sér áfram og dugnaður var að- alsmerki hennar alla tíð. Hún naut einnig hjálpar margra og man hver og einn þakklæti Sigríðar og bros fyrir þá aðstoð. Á tímabili tók Sigríður smá- böm heim og kenndi þeim fyrir skóla. Af öðrum vettvangi má nefna að hún starfaði til fjölda ára með félaginu Sjálfsbjörg á Akureyri. Sigríður bjó í Steinholti lang stærstan hluta ævi sinnar, fyrst hjá foreldrum sínum en síðar hjá Eiríki bróður sínum og Önnu konu hans. Vegna heilsubrests fór Sigríð- ur á Dalbæ sumarið 1987 hvar hún naut góðrar hjálpar og umönnunnar. Hún lést 3. apríl 83 ára að aldri. Sigríður var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 11. apríl. 13. apríl lést á Dalbæ, heimili aldraðra, Dalvík, Jón Krist- inn Sigurðsson. Kristinn fæddist á Litla- Hóli á Dalvík 20. mars 1915. Foreldrar hans vom hjónin Anna Sigurðardóttir og Sig- urður Jón Guðjónsson. Eign- uðust þau 11 börn og var Kristinn 6. bam þeirra. Hin systkinin em: Kristján, sem er látinn, Guðjón, sem er látinn, Rósa, Sævaldur, Hallgrímur sem er látinn, Sigrún, Albert. Laufey, Marinó og Lilja. Kristinn ólst upp í Litla-Hóli sem foreldrar hans byggðu en flutti síðan með fjölskyldunni í Mó árið 1929. Leið hans lá snemma til sjávar enda faðir hans sjómaður og lengi formaður. Byrjaði Kristinn á sjónum um fermingu og var þar að mestu leyti næstu fjóra áratugina. Veturinn 1938-39 sótti hann stýrimannanámskeið á Akureyri og hófst þá ferill hans sem skipstjóra eða formanns. Næstu áratugina var Kristinn með ýmsa báta bæði hér fyrir norðan sem og á vertíðum fyrir sunnan. Má þar nefna bát- ana Nóa, Þorstein, Júlíus Bjömsson, Leif Eiríksson og svo Hannes Hafstein sem Kristinn var lengst með. Á þeim bát var hann einnig aflahæstur á síld eina vertíð hér fyrir norðan og með þeim hæstu margar vertíðar. Kristinn var sækinn skipstjóri og farsæll. 1941 giftist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Huldu Helgadóttur. Þau byggðu sér hús við Karls- braut 10 og fluttu þangað 1944. Varð það heimili þeirra æ síðan. Þau eignuðust saman 8 böm sem eru: Sævar, Guðrún, Ingibjörg Jóhanna, Sigurvin Karl, Jóna Kristín, Sigursteinn, Grétar og Sigrún. Einnig eignaðist Kristinn son sem Hallgrímur heit- ir. Eru bamaböm Kristins og Huldu orðin 23 og bamabamabörnin 10. 1966 varð Kristinn fyrir slysi á sjó og fór þá að vinna í landi. 1975 veiktist hann alvarlega en dvaldist þó heima næstu árin allt þar til sumarið 1988 er hann fór á Dalbæ hvar hann dvaldi upp frá því. Þar lést hann 13. apríl, 77 ára að aldri. Kristinn var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 18. apríl. , , 111111! i 11 f I í 1111, ';;í I Hliliii lítim!11!!!11 . is 1 ' ’., i n 11 LLw»' / ‘ ■' Eins og sjá má er búið að færa Tjarnarkirkju úr skelinni, en hún verður klædd í aftur að viðgerð lokinni. í á fundinum í stað Jóhanns Ólafs- sonar. Svo öllu réttlæti sé fullnægt skal þess getið að Búnaðarfélag Dalvíkur hélt einnig aðalfund sinn fyrir mánaðarmótin en í stjóm þess eru Baldvin Magnússon formaður, Sófanías Jónmundsson og Haf- steinn Pálsson. Það virðist vera mikil uppsveifla í leiklistarlífi hér norðanlands og raunar um allt land. Alls staðar eru áhugaflokkar að setja upp leik- rit og er það í sjálfu sér engin nýlunda neina hvað óvenju mikið er um metnaðarfullar og viðamikl- ar uppsetningar. Hitt er e.t.v. meiri nýlunda og sannarlega gleðiefni hversu aðsókn hefur stóraukist á leiksýningar. Æ fleiri gera sér nú ferðir í önnur sveitarfélög og jafn- vel aðrar sýslur til að komast í leik- hús og mjög víða hafa leikfélög neyðst til að bæta við sýningum vegna mikillar aðsóknar. Hjá nán- ast öllum leikfélögum hér í grenndinni hefur aðsóknin verið stórum betri en menn áttu von á. Hjá Leikfélagi Dalvíkur urðu sýn- ingar á „Rjúkandi ráði“ alls 18 talsins sem hlýtur að teljast sýn- ingamet hér. Höfðu þá um 1300 áhorfendur skilað sér í leikhúsið og var stór hluti þess hóps gestir úr öðmm byggðarlögum. Skólaböm hér hafa sömuleiðis verið iðin við tignun leiklistar- gyðjunnar Thalíu. Nemendur Dal- víkurskóla héldu árshátíð sína í byrjun mars og var hún einskonar endapunktur á þemaviku undir yf- irskriftinni „Umhverfis jörðina á einum degi“. Þar kenndi margra grasa og skipuðu frumsamdir leik- þættir þar áberandi sess. Nutu krakkamir leiðsagnar Arnars Sím- onarsonar sem stundar nám í fé- lags- og æskulýðsstarfi, „fritids- pædagogi“ í Danmörku. Var þessi vinna hans hluti af náminu þar. / AHúsabakka hefur leikstarf- semi sömuleiðis verið mikil í allan vetur. I byrjun desember var foreldrum og aðstandendum boðið til kvöldskemmtunar í skólanum þar sem sýndir voru tveir einþátt- ungar af eldri og yngri deild ný- stofnaðs Leiklistarfélags Húsa- bakkaskóla. Á jólaskemmtuninni var haldið áfranr að bjóða upp á leiklist af ýmsum toga en seinni part vetrar hófust síðan æfingar á aðalverkefni vetrarins. Það var sjónleikurinn „Þú ert í blóma lífs- ins, fíflið þitt“ eftir Davíð Þór Jónsson og Æskulýðsdeild Leikfé- lags Hafnarfjarðar. Aðalsteinn Hjartarson kennari sá um að leik- stýra þeim 30 nemendum sem tóku þátt í sýningunni, en það eru allir nemendur skólans frá 4. bekk og uppí 9. bekk að viðbættum nokkr- um 3. bekkingum. Kvöldið fyrir páskafrí var síðan almenningi boð- ið á sýninguna og þótti hún takast svo vel að ekki var annað fært en að hafa aðra sýningu og að þessu sinni í Ungó á Dalvík. Þar var leik- ið fyrir nánast fullu húsi og gerður góður rómur að sýningunni. Nýjum stoðum er nú verið að skjóta undir starfsemi Fisk- miðlunar Norðurlands h/f. íslensk- ar sjávarafurðir h/f hafa keypt 40% hlutafjár í Fiskmiðluninni og sam- kvæmt þeim samningum sem gerðir hafa verið í kjölfar þess flyst öll skreiðarsala sem Islenskar sjáv- arafurðir hafa verið með til Fisk- miðlunarinnar og þar með aukast umsvif fyrirtækisins verulega. Fiskmiðlunin verður þá stærsti út- flytjandi skreiðar til Nígeríu og raunar almennt í skreiðarsölu. Ákveðið hefur verið að ráða Jó- hannes Má Jóhannesson fram- kvæmdastjóra með Hilmari Daní- elssyni en Jóhannes er núna starfs- maður Islenskra sjávarafurða og hefur séð um skreiðarmálin þar. Jóhannes mun flytja til Dalvíkur í vor. Hann er sonur Jóhannesar heitins Kristjánssonar frá Hellu og Ingunnar Kristjánsdóttur (Jóhann- essonar fyrrverandi hreppstióra á Dalvík). Grásleppuveiði hefur verið al- veg fádæma treg í vetur. Raunar var rauðmagaveiði líka treg en þó varð aðeins vart við hann. Grásleppuveiðar eru ekki lengur stór þáttur í smábátaútgerð hér á Dalvík. Það eru fyrst og fremst þeir bræður Reimar og Rúnar Þorleifssynir sem stunda þennan veiðiskap. Ámi Lárusson er þó með net í sjó líka. Þess má geta að Ámi varð áttræður núna 8. apríl sl. og stundar sem sagt grá- sleppuveiði enn. Annars hefur að- eins orðið vart við þorsk hér í firð- inum nú síðustu daga svo heldur hefur hýmað yfir smábátaeigend- um og eitthvað hefur bjartsýni þeirra aukist. Sæplast h/f er nú að setja á mark- að nýja framleiðsluvöru. Hér er um að ræða rotþrær fyrir sumarbú- staði og sveitabæi. Sæplstsmenn hafa hannað þessar þrær sem eru steyptar úr plasti líkt og kerin sem fyrirtækið er hvað frægast fyrir að framleiða. Með auknum kröfum um varkámi í umgengni við nátt- úruna eru nú gerðar strangar kröfur um frágang frárennslis frá híbýl- um manna. Þar af leiðir að mark- aður fyrir þessa framleiðslu er vax- andi og þykir mönnum að vel hafi tekist til í hönnun þrónna svo vafa- lílið á þessi framleiðsla eftir að verða snar þáttur í starfsemi fyrir- tækisins í framtíðinni.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.