Norðurslóð - 23.09.1992, Síða 1
Svarfdælsk byggð & bær
16. árj>an}>ur
Miövikii(la”iir 23. september 1992
7. tiiluhlað
✓
Afram veginn:
Bundið slitlag til Ólafsfjarðar
Á næstu viktim ntun Vegagerð-
in bjóða út vegaframkvænulir
á ntilli Olafsfjarðar og Dalvík-
ur. Er þar unt að ræða ca. 7,5
km. kafla slitlags enda á ntilli
frá Hóli langleiðina út að giing-
unt. Fvrirhugað er að verkið
geti liafist í byrjun næsta sunt-
ars og að því verði lokið fvrir
haustið.
Að sögn Guðmundar Svavars-
sonar umdæmisstjóra verður veg-
arstæðið hið sama og áður að lang-
mestu leyti en vegurinn hinsvegar
styrktur og hættur og slitlag sett á
hann. Eins og greint var frá í blaö-
inu í vor hefur stóraukin þungaum-
ferð um Múlaveginn eftir að göng-
in opnuðust og aukin samvinna
bæjarfélaganna sitthvoru megin
hans kallað á skjótar endurbætur
vegarins og eru þær nú sem sagt í
sjónmáli.
Framkvæmdir við vegarkaflann
milli Holts og Húsabakka hafa nú
tafist um rúman mánuð frá upphaf-
legri áætlun og eru flestir Joeir sem
um veginn fara orðnir ærið lang-
þreyttir á hristingnum og torfæru-
akstrinum um hann. Veðráttan að
undanförnu hefur að sínu leyti ekki
flýtt fyrir verklokum en að sögn
Guðmundar er þessu nú alveg að
Ijúka. Eftir er dálítill frágangur á
ræsum og köntum en eins og menn
liafa tekið eftir voru nýir vega-
skurðir grafnir og gert ráð fyrir
réiðgötum milli skurðs og vegar.
Þegar verktakinn hefur skilað af
sér verkinu mun vegagerðin sjálf
sjá um að aka fínum ofaníburði á
veginn og leggja slitlagið þar ofan
á gefist þess nokkur kostur. Til
þess þarf þurrk og 5-10 gráðu hita í
tvo til þrjá daga. Hj.H j.
Anægðir nvir eigendur á opnunardaginn. Mvnd: Hj.Hj.
Nýtt bakarí á
gömlum grunni
Miðvikudaginn 16. september sl. hóf nýtt bakari starfsemi
sína að Hafnarbraut 5 á Dalvík. Nýstofnað fyrirtæki, A\ið h/f,
keypti aðstöðuna sem áður var í eigu Víkurbakarís. Kristjáns-
bakarí á Akureyri hafði áður aðstöðuna á leigu og rak þar
verslun, aðallega með brauð. Nú er sum sé byrjað að baka
þarna aftur og eru vafalaust flestir ánægðir með að bakarí
skuli hafa tekið til starfa að nýju.
Axið h/f. er í eigu þeirra Einars Hólm Stefánssonar, Stefáns
Gunnarssonar og Elvu Matthíasdóttur, en auk þeirra tekur Sogn sf.
þátt í kaupum húsnæðisins við Hafnarbraut. Þeir Einar og Stefán
hafa unnið í Víkurbakaríi en Elva er ný í þessu fagi. Heildarsölu-
verð eigna Vfkurbakarís var rúmar 18 milljónir króna og skiptast
þær þannig að 70% tilheyra bakarfinu en hluti Sogns sf. er um
Tíðarfar og jarðargróði sumarið 1992
Hauststemmning i Svarfaðardal. M>nd: Hj.iij.
Fyrir því er 15 ára hefð hér á
vettvangi Norðurslóðar að
gera ofurlitla úttekt á liðnu
sumri helst í septemberblaði ár
hvert. Úttektin á að taka nokk-
urnveginn til þess hluta ársins,
þegar blaðið liggur í sumar-
dvala, andstætt því sem gerist
hjá bjarndýrum og blómum,
sem leggjast í vetrard\ala.
Það er hætt við að sumarið 1992
fái heldur slakleg eftirmæli víðast
hvar á Islandi. mjög slæm á Suður-
og Vesturlandi og tæplega í með-
allagi hér um slóðir. Framan af
júnímánuði var blíðskapartíð og
komst hiti í 20 stig í kringum 10.
Þá tók að kólna og blotna og gerði
að lokum margra daga hvassviðri í
kringum þann 20. Svo magnaður
var stormurinn, að hann sleit
blöð af greinum trjáa, einkum stóru
langleggjuðu lautblöðin af öspinni,
og það í þeim mæli. að hún „bar
ekki sitt barr" í allt sumar.
Það versta var þó eftir. Þann 22.
gerði norðanhrakviðri með regni
og síðan snjókomu og jók í úrkom-
una þann 23. Að morgni þess 24.
vöknuðu menn við . að jörð var al-
hvít niður að á og út að sjó. Var
kynlegt að sjá algræn lauftré og
lerki standa upp úr hvítum snjón-
um. Minnti [tessi sýn menn á 17.
júní hretið 1959. Áð þessu sinni
urðu þó ekki fjárskaðar hér í Svarf-
aðardal.
Júlí var í heild þurr mánuður að
þessu sinni, alls 12,6 mm. þótt al-
þurrir dagar væru ekki nenta 10
samkvæmt úrkomumælinunt á
Tjörn. Heyskapur hafði víðast haf-
ist fyrir mánaðarmótin og gekk
hann vel frameftir öllum júlí. enda
sökktu þá margir upp í stóru aus-
unni og heyjuðu grimmt. Vikuna
11.-18. júlí var samfelldur þurrkur.
í mánaðarlokin höfðu ntargir lok-
ið fyrri slætti og áttu mikil og góð
hey. Síðan bættu margir um betur
og heyjuðu hána í rúllur. Aðrir
urðu of seinir til og lentu með
hluta heyskaparins í óþurrkum
ágústmánaðar, svo dænti eru þess.
að há sé enn að velkjast á blautum
túnum.
Ágústmánuður var sem sé bæði
svalur og blautur og ákaflega sól-
arlítill. einkum seinniparturinn.
Um 25. gránaði í fjöll og hefur
þann gráma ekki tekið enn, heldur
bæst á hann ofan snjó á snjó, eins
og segir í vísunni. Heildarúrkoma
var 69.6 mm, þar af fellu 38,6 mm.
dagana 26.-27. sumt sem regn,
annað sem krepja.
September er nú hálfnaður og
vel það. þegar þetta er ritað. Þessi
fyrri helntingur hefur verið frá-
munalega leiðinlegur mestanparts,
kalt og blautt. blautt og kalt. Þang-
aö til í dag, 18. september. í gær-
kveldi skein skarður máni í heiði
og í morgun vöknuðu börn þessara
hrjáðu stranda við glampandi sól í
hverjum krók og kima himinhvels-
ins. Hvílík dýrð og hvílíkir litir á
jörðu, sjó og himni.
Gróðurjarðar
Hér hefur verið dregin upp frentur
dapurleg mynd af sumrinu. En
ekki má samt kveina eða kvarta.
Margt gott er um árferðið að segja.
Þrátt fyrir allt var gróður jarðar
þroskamikill. Grasvöxtur var
prýðilegur, ekki höntluðu maí-júní
þurrkarnir. Héraf leiðir mikinn
heyfeng bænda og hrossakónga.
Berjaspretta varð feykimil, ekki
mikið minni en á metárinu 1991.
Blóm lyngsins hafaekki skemmst í
júníhretinu, líklega komin yfir
hættuskeiðið þá. Afturámóti hefur
s.vali og sólarleysi orðið þess vald-
andi. að þroski berjanna er seinn.
Bót er í niáli, að næturfrost voru
engin í ágúst og jafnvel nú, 18.
sept., hefur enn ekki gert nætur-
frost. Og nú í dag tíndi undirritað-
ur greinarhöfundur líter af góðum
bláberjunt í skyrið.
Hér af leiðir, að kartöfluupp-
skera verður eftir allt saman allt að
því í meðallagi hér í sveit, sem
reyndarengin kartöflusveit er.
Þá er aðeins eftir að minnast á
trjágróðurinn, sem æ meir setur nú
svip á svarfdælska byggð, bæði
sveit og kaupstað. Minnst var á
júnístorminn, sent lék hart nýút-
sprungið lauf trjánna. Áhrifin af
þessum hrellingum sjást líklega á
öllunt trjágróðri í því, að laufkrón-
an hel'ur verið gisnari og rýrari, en
af því leiðir aftur minni kolsýru-
vinnslu, minni flutning næringar-
efna til vaxtarsprotanna og þar
með minni ársvöxt trésins, bæði
ummáls- og lengdarvöxt. Og aftur
skal sagt. að einkum á þetta allt
við um öspina. Látum svo útrætt
um trjágróðurinn og gleðjumst yfir
öllum þeim aragrúa ungra trjá-
plantna. sent árlega kemur í mold
hér þessi árin, og á eftir að gleðja
augu manna og bæta loftslagiö á
okkar norðlægu breiddargráðum.
Haust
Þó að sólin skfni í heiði og öll nátt'-
úran brosi blítt er ekki um að vill-
ast. að það er koniið haust. Göngur
eru afstaðnar og féð er komið heim
af fjalli og setur nú búsældarlegan
svip á heimalöndin. Víst er það
fátt en gerir þó allan rnuninn frá
ömurlegu sauðleysi niðurskurðar-
áranna. Og eitthvað mun því fjölga
enn. Á Tungurétt virtist bláedrúum
blaðamanni ástand fjárins býsna
gott, dilkarnir jafnir og markaðs-
hæfilegir. svo notað sé heimatilbú-
ið lýsingarorð, foráttuljótt.
En það þarf svo sem ekki féð og
haustlömbin til að minna á árstíð-
ina. Gróðurinn er ekki síður til
vitnis um, að „suntri hallar hausta
fer", eins og Tunguréttarsöngvarar
sungu af tárfellandi tilfinningu á
réttardaginn. Haustið hefur sett
mark sitt á úthaga og hlíðar fjalla.
Litadýrðin er óviðjafnanleg: iðja-
græn tún, sölnaðar hlíðar í hinum
ótrúlegustu sjatteringum, gulum,
brúnum, bleikunt. rauðum. Og
hærra gnæfa fannhvít fjöllin í tígu-
legri, ólympskri ró. En ofar öllu
jarðnesku hvelfist dimmblár him-
inninn og speglar sig í rjómaslétt-
um lleti hafs og vatna.
" /<S’,9. /992 - HEÞ