Norðurslóð - 23.09.1992, Page 3

Norðurslóð - 23.09.1992, Page 3
NORÐURSLOÐ —3 Blíðskaparveður var á 90 ára afmæli Urðakirkju. M>nd:-i*H Vígsluhiskupinn, sr. Bolli Gústavs- son, <>g sóknarpresturinn, sr. Jón Helgi l’órarinsson, að lokinni hátíð- armessu. M>nd: -i>ii Biskup oj> prestar ganga úr Tjarnarkikju að lokinni endurvígslu. M>nd: hk Työ kirkjuafmæli - Urðakirkja 90 ára og Tjarnar- kirkja 100 ára á liðnu sumri Biskup Islands, herra Olafur Skúlason, við altari Tjarnarkirkju, formaður sóknarnefndar, Sigríður hafstað, les ritn ingarorð. Til hægri standa sr. Jón Helgi Þórarinsson og sr. Birgir Snæbjörnsson prófastur. M>nd: Tvær af fjórum kirkjum Svarf- aðardals héldu upp á stóraf- mæli á liðnu sumri. Þann 5. júlí var 90 ára afmælis Urðakirkju minnst tneð hátíðarinessu og í lok ágúst var Tjarnarkirkja endurvígð eftir miklar endur- bætur og um leið haldið upp á aldarafmæli hennar. Urðakirkja fór illa í Kirkjurok- inu aldamótaárið, hún fauk af grunninum og brotnaði í spón. Kirkjubóndinn, Sigurhjörtur Jó- hannesson, lét ekki deigan síga heldur hóf byggingu nýrrar kirkju árið eftir. Gengu framkvæmdir vel og þann 20. júlí 1902 var hægt að vígja nýja kirkju. A vígsludegi nam byggingarkostnaður Urða- kirkju kr. 2.736,63. Kirkjan var í eigu Sigurhjartar fram til 1918 þegar hann hætti bú- skap. Þá aflienti hann söfnuðinum kirkjuna. Síðan hefur hún verið eign safnaðarins. Fyrir sjö árum var hún öll máluð, gluggar endur- nýjaðir. bekkir bólstraðir og upp- hitun endurnýjuð. Fyrir tveimur árum var kirkjan svo máluð að ut- an og skipt um vindskeiðar. Kirkj- an er í góðu ásigkomulagi og það sama má segja unt kirkjugarðinn sem hefur verið sléttaðurog komið upp nýrri girðingu og sáluhliði. Við hátíðarmessuna predikaði sr. Bolli Gústavsson vígslubiskup Hólastiftis og þjónaði fyrir altari ásamt sókriarprestinum, sr. Jóni Helga Þórarinssyni. Kirkjukórinn söng undir stjórn Jóhanns Olafs- sonar organista en etnsöngvari var Svana Halldórsdóttir frá Melum. Að lokinni messu buðu húsráðend- ur að Urðum kirkjugestum til stofu þar sem kaffiveitingar voru reiddar fram. Kirkjunni bárust ýmsargóð- ar gjafír í tilefni afmælisins. Tjarnarkirkja endurbyggð Tjarnarkirkja er áratug eldri en Urðakirkja. Eins og hún leysti Tjarnarkirkja af hólmi gamla kirkju sem byggð hafði verið um miðja nítjándu öldina. Astand hennar mun hafa verið orðið held- ur dapurlegt og í vísitasíu prófasts, sr. Davíðs Guðmundssonar, í júlí 1891 hvetur liann til þess að kirkj- an verði rifin og ný reist að ári komanda. Söfnuðurinn létt ekki segja sér það tvisvar og á hvíta- sunnu 1892 var ný kirkja vígð þótt ekki væri hún fullfrágengin. Tjarnarkirkja stóð af sér Kirkju- rokið þótt tæpt væri. Reyndar losn- aði hún af grunninum, en fyrir kraftaverk - segja sumir - fauk hún aftur upp á grunninn í öðru roki skömmu síðar. Síðan hefur hún þjónað sínu hlutverki. Árið 1917 lést síðasti Tjarnarpresturinn, sr. Kristján Eldjárn Þórarinsson. en síðan hefur Tjamarkirkja verið annexía. Framan af var höfuð- kirkja dalsins að Völlum en síðan kirkja reis á Dalvík árið 1958 hefur presturinn setið þar. I fyrrasumar kannaði Hjörleifur Stefánsson arkitekt sem sæti á í Húsfriðunamefnd kirkjuna og kom þá í Ijós að hún þarfnaðist veru- legrar viðgerðar því burðarvirki hennar voru orðin fúin svo vegg- imir voru farnir að síga. Ákveðið var að ráðst í viðgerðir og skyldi þeim lokið á þessu sumri svo hægt yrði að halda upp á aldarafmælið. Þegar viðgerð hófst kom í Ijós að skemmdirnar voru töluvert meiri en talið var í fyrstu og má heita að kirkjan hafi verið að mestu leyti endurbyggð. Kostnaðurinn við viðgerðina fór við þetta verulega fram úr áætlun, en samt tókst að ljúka endurbyggingunni fyrir lok ágúst. Endurvígsla í ágústlok Þann 30. ágúst var kirkja svo end- urvígð. Það verk annaðist biskup Islands. herra Olafur Skúlason, og predikaði hann einnig. Sóknar- presturinn, sr. Jón Helgi Þórarins- son, þjónaði fyrir altari ásamt pró- fasti, sr. Birgi Snæbjömssyni, og sóknarprestinum í Olafsfirði, sr. Svavari A. Jónssyni. Kirkjukórinn söng undir stjórn Jóhanns Olafs- sonar organista og tvöfaldur kvart- ett frá Tjörn flutti verk eftir Scar- latti. Viðstaddir voru fleiri prestar úr prófastsdæmínu. Að lokinni vígslu var gestum boðið til kaffi- drykkju í Húsabakkaskóla. I tilefni afmælisins var gefinn út bæklingur um sögu kirkjunnar með prestatali frá siðaskiptum ásamt greinargerð um viðgerðirnar á kirkjunni. Þá er í bæklingnum ávarp biskups og skrá yfir alla starfsmenn kirkju og safnaðar frá 1892. Er bæklingurinn til sölu hjá sóknarnefnd og er ekki vanþörf á að hala inn tekjur því endurbæt- urnar urðu töluvert dýrari en ráð var fyrir gert í upphafi eins og áður sagði. Lætur nærii að þær hafi kostað 5-6 milljónir króna. Á af- mælinu bárust kirkjunni ýmsar góðar gjafir frá sóknarbörnum og öðrum velunnurum. -ÞH MÁ ÉG KYNNA Þrátt fyrir margumræddan at- gerfisflótta af landsbvggðinni til höfuðborgarsvæðisins eru alltaf einhverjir sem ekki láta berast með straumnum og jafn- vel synda á móti honum. I þetta sinn vill Norðurslóð kynna Ei- rík Stephensen og Maríu (íunnarsdóttur sem bæði tvö eru tónlistarkennarar og brut- ust hingað norður á móti straumnum til að fara að segja æskulýð Dalvíkur og nærsveita til í tónlist og hljóðfæraleik. Dalvíkingar eiga því láni að fagna að atvinnulíf staðarins er í uppsveifJu og fólk sækist eftir að búa þar. En eins og annars staðar þarf fólk þak yfir höfuðið til að geta sest að á Dalvík en því fer fjarri að framboð á húsnæði anni eftirspurninni. Eftir langa leit fannst húsnæði fyrir þau Eirík og Maríu frammi í sveit, nánar tiltek- ið í sumarbústað milli Tjarnar og Ingvara. Eru þau skötuhjú því landnemar og fyrstu ábúendur af- býlisins Reiðholts í Svarfaðardal. Ekki má gleyma þriðja manni um borð sem er Guðmundur Már son- ur Eiríks. Sá gengur í Húsabakka- skóla í 9 ára bekk. Fulltrúi blaðsins brá sér bæjar- leið s.l. sunnudagsmorgun til að drekka með þeini morgunkaffi og forvitnast um leið í nafni lesenda um hagi þeirra og uppruna. Bæði sögðust þau með sýnilegu stolti vera fædd og upp alin á Stór- kópavogssvæðinu. I Kópavogi gengu þau í skóla og hlutu sitt tón- listarlega uppeldi en skólar bæjar- ins eru einmitt þekktir fyrir að hlúa vel að tónlistarmenntun æskunnar. Leið þeirra beggja í gegn um menntakerfið hefur síðan legið eft- ir brautum tónlistarinnar og s.l. vor útskrifuðust þau bæði úrTónlistar- skóla Reykjavíkur, hún úr tón- menntakennaradeild og hann úr tónfræðideild. Áður hafði hann hlotið útskrift frá blásarakennara- deild skólans. Þetta eru því engir amatörar í músíkinni sem rekið hefur á fjörur okkar og eins gott að halda í þau sem fastast. Eiríkur kennir m.a. á blásturshljóðfæri en hann hefur stjórnað Lúðrasveit Reykjavíkur undanfarin ár. María kennir í forskólanum en einnig sér hún um tónmenntakennsluna í Dalvíkurskóla. Aðspurð um af hverju þau hefðu komið hingað sagði María að þau hefðu hugsað sér að llytja út á land. Onefnd vinkona hefði bent henni á að hér væru að losna stöður og leist þeim báðum vel á að flytja hingað. Aðspurð um áhugamál nefndu þau kórstarf öðru fremur en bæði eru þau gengin til María og Eiríkur. M>nd: iij.iij. liðs við Kirkjukór Dalvíkur. Dóm- kórinn í Reykjavík hefur til fjölda ára notið krafta þeirra og komu þau hingað með honum þegar hann hélt konsert hér í sumar. I nafni lesenda og annarra Svarfdælinga býður Norðurslóð Eirík. Maríu og Guðmund Má vel- kominn í dalinn. Hj.Hj.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.