Norðurslóð - 27.10.1992, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 27.10.1992, Blaðsíða 4
4 — NORÐURSLÓÐ Síldin var 1 - segir Björgvin Jónsson í viðtali um árin sín á sjó sem skipstjóri ins og fram kemur í þessu tölublaði Norðurslóðar eru um þessar mundir liðin 15 ár frá því blaðið hóf göngu sína. Fyrsta tölublaðið kom út í nóvember 1977. Það ár var um margt merkilegt hér á Dalvík. Þá voru í bygg- ingu þrjár stórar byggingar hér í miðbænum: Ráðhús- ið, Heilsugæslustöðin og Dalbær, heimili aldraðra. Fyrsta skíðalyftan hér var þá tekin í notkun en áður hafði verið notast við frumstæða togbraut. Þá er síðast en ekki síst að geta þess að tveir togarar bættust í flota Dalvíkinga. Dalborg EA-317, fyrsti rækjutogari Islendinga og raunar fyrsti togarinn sem frysti aflann um borð kom hingað um mitt ár. Fyrr á árinu kom Björgúlfur EA-312 til Dalvíkur. Slippstöðin á Akureyri smíðaði skipið. Að vísu var skrokkurinn byggð- ur í Noregi og dreginn til Akureyrar þar sem smíðinni lauk. Fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Dalvíkinga var þá Björgvin Jónsson. Það er einmitt Björgvin sem er við- mælandi blaðsins nú. Þó Björgvin væri lengi framkvæmdastjóri ÚD þá kynnti hann sig oftast á þeim árum, ef hann þurfti slíks með, sem Björg- vin Jónsson skipstjóra frá Dalvík. Það er ef til vill ekki skrítið því hann var skipstjóri frá 1930 til 1965 eða í 35 ár. Síðan varð hann fram- kvæmdastjóri frá 1966 til 1982 og eftir það stjómarformaður ÚD til 1990. En það em sjómennskuárin sem hér verður rætt um. Björgvin byrjaði til sjós fjórtán ára eða 1924. Fyrst var hann þó spurður hinnar klassísku spumingar hvar og hvenær hann væri fæddur: - Ég er fæddur í Framnesi við Dalvík 24. mars 1910. Þar átti ég heima í tíu ár þegar faðir minn keypti Hólkot sem raunar er það Framnes sem við þekkjum nú. Gamla Framnes var torfbær talsvert norðar en það sem nú er. Gamli bær- inn var bara ein stofa og þar var eldavél og síðan hlóðaeldhús með moldargólfl. I stofunni bjó öll fjöl- skyldan, foreldrar mínir Jón Jónsson fiskimatsmaður og Kristjana Hall- grímsdóttir og við fimm systkinin. Ég var í miðið á systkinahópnum. Eldri vom Steinberg og Tryggvi og yngri Loftur og Þórhildur. Loftur dó ungur, fórst með Þormóði ásamt mörgum öðrum. Steinberg og Tryggvi eru látnir en Þórhildur býr í Kaupmannahöfn. Með rauðmaganet átta ára Talið berst að sjónum og segist Björgvin hafa farið með rauðmaga- oSfýrimannssfír/QÍni fisSisSipi. Cfi&d />v,- ad iCýpý/ sem er fœddur (fœdingat-síadur - dagur - og ar) /tf/O. ná Hf Ceimifis ....<'0. . /iefir fyrir unditu’iudum fögxegfush’óxa fœti sönnur á ad fiann fuffnwqi sfifutdum íeim. sem seit /«? ? Z etu , Q gr. taga nr. 40, A náu. /9t5pim a/vinnu vid sigfingar, f>á veiiisi Æonum fijer med samfvoem/ 15. gr. nefncfxa faga tfeffur fif að veta sft/u’macfur á ísfenzfu fisfisftpi í innan- og ufanfanc/s— sigfingum og xjeffur fif ac! ueia sfytimacfur í innanfanc/ssigfingum á ísfenzfu verzfunatsfipi, oigi gfir fesfa ad sfcotd ftúffó, med peim tjeffinc/um, er fögin finc/a vid sfítfeini peffa. Jfög l (gfus/jó it’nn . Jas 7 f/. f//mán. 19.36. 0if t/a3/istu nafn mii/ og em£œ//isinntigfi / p ff-<- ® j Sjafef i fanassjóD 2 £r. ~ /oœr ítónur ~ Stýrimannsskírteini Björgvins frá árinu 1930. net strax og hann hafði nægan þrótt til að halda á ár. Hann segist muna að ísaveturinn mikla 1918 eða þá um vorið hafi hann verið með rauð- maganet, þá átta ára. Sjórinn var svo mikil matarkista fyrir fólk að allir reyndu að taka þátt í því að draga björg í bú. En hvað með sumartím- ann: - Pabbi var í kringum útgerð fyrst hjá Þorsteini Jónssyni suður á Dal- víkinni og síðar með bróður sínum Þorleifi. Þeir höfðu sína bækistöð niðuraf Hóli í Hólsnaustum. Við unglingamir hjálpuðum strax og við gátum við að stokka upp og beita. í þá daga verkaði hver sinn fisk. Það voru verbúðir á kambinum hér með- fram ströndinni og þar fór verkun aflans fram. Yfir verkunarplássun- um var loft sem sjómennimir og þeir sem í kringum þetta vom sváfu. Fermingarárið réðst ég síðan til út- gerðarinnar á Erlingi sem þeir bræð- ur áttu Friðleifur og Jóhann Jóhanns- synir. Ég átti að vera í landi en raun- in var sú að ég var meira og minna á sjó og síðan upp frá því. Þeir bræður höfðu sína útgerðarstöð á eyrunum norðan við Brimnesá neðan við bakkann hjá Arhóli. Tvítugur skipstjóri Næstu árin segist Björgvin stunda sjó á sumrin héðan frá Dalvík, lengst af á bát sem Sigvaldi Þorsteinsson var skipstjóri á. Hann segist hafa far- ið tvo vetur á vertíð suður með sjó þegar hann var átján og nítján ára. En þegar hann var á tuttugasta árinu verða þáttaskil: - Þá fór ég í skóla á Akureyri sem Sigurður Sumarliðason hélt fyrir nemendur sem vildu læra til skip- stjómar. Þessi skóli gaf 60 tonna réttindi sem vom auðvitað stór skip á þessum tíma. Þetta var fimm mán- aða skóli. Skólagangan hjá mér fyrir þann tíma var eins og unglingum var boðið upp á hér. Frá tíu ára aldri og fram yfir fermingu gengum við í skóla hér á Dalvík annan hvom dag. Tryggvi Kristinsson var með skól- ann öll árin sem ég sótti hann. En ég lauk skipstjómamáminu á Akureyri árið 1930 og fékk þar skírteini sem ég varðveiti raunar enn. Um sumarið 1930 verður Björg- vin síðan skipstjóri á bát sem Þor- steinn Jónsson hafði keypt frá Siglu- firði og hét Asgrímur SI-50. Þor- steinn átti þann bát ekki nema í tvö ár. Eftir það var Björgvin skipstjóri á bát frá Siglufirði eða þar hann til tek- ur við bát hjá Þorleifi á Hóli 1934. Byrjar í útgerð - Já, Þorleifur bað mig að vera skip- stjóri á báti sínum. Ég, sem var um það bil að verða tengdasonur hans, gat nú ekki annað en orðið við þessu. Þar með hófst okkar samstarf sem leiddi meðal annars til þess að við fómm í útgerð saman og létum byggja skip á Akureyri sem hlaut nafnið Leifur Eiríksson. A þeim árum, það er 1935 til 1940, fékkst ekki leyfi fyrir innflutningi á skipum en hins vegar ákváðu stjómvöld að byggð yrðu 10 skip hér innanlands. Við Þorleifur fengum eitt þessara leyfa. Það var nú ekki mikið af pen- ingum á þessum ámm, hvorki hjá okkur né í landinu yfirleitt. Ríkis- sjóður eða Ríkisábyrgðasjóður sá um að fjármagna smíði skrokksins en vélina þurfti maður að kaupa og sjá fyrir sjálfur. Björgvin segir að á ýmsu hafi gengið við smíðina. Gunnar Jónsson skipasmiður á Akureyri hafi ætlað að sjá um smíðina en Kaupfélagið seldi efnið. Gunnar hafi síðan orðið gjaldþrota en þá hafi orðið úr að Kaupfélagið tók smíðina að sér. En hvemig gekk að fjármagna vélina? - Fyrst er kannski að segja frá því að dísilvélar vom þá nær óþekktar hér en við höfðum mikinn áhug á að kaupa þannig vél. Dísilvélin var dýr, átti að kosta 12.000 krónur sem var mikill peningur þá. Við höfðum enga peninga sjálfir svo það var ekk- ert að gera annað en að fara í banka og reyna að fá lán. Ég ákvað að fara í Útvegsbankann því nafnsins vegna hlaut það að vera í verkahring hans að lána í svona verkefni. En þar fékk ég bara algjöra neitun. Nú, það var til fárra að leita með svona stórar fjárhæðir. Ég fór þá til Ólafs Thorarensen bankastjóra Lands- bankans á Akureyri. Ólaf hafði ég þá aldrei hitt. Hann hlustar fámáll en þolinmóður á raunir mínar þangað til hann segir: „Björgvin, láttu vélina koma“. Ég var bæði hissa og ánægð- ur með þetta svar. Ég flutti öll mín viðskipti til bankans og hef alla tíð haldið mikilli tryggð við hann síðan vegna þessa svars. , Ja, þar fór hún“ Leifur Éiríksson kom til Dalvíkur í ágúst 1939 og þar með byrjar út- gerðarsaga Björgvins Jónssonar. Björgvin var alltaf í samstarfi við aðra um útgerð og verður lítillega vikið að því síðar. En hvemig gekk útgerð Leifs Eiríkssonar: - Útgerðin gekk alveg þokkalega.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað: 8. tölublað (27.10.1992)
https://timarit.is/issue/394131

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

8. tölublað (27.10.1992)

Aðgerðir: