Norðurslóð - 27.10.1992, Blaðsíða 8
8 — NORÐURSLOÐ
HMRÉ
Svarfdælsk byggð & bær
TÍMAMÓT
Skírnir
11. október var Elín María skírð í Ólafsfjarðarkirkju. Foreldrar
hennar eru Sigríður Kristinsdóttir, Ólafsvegi 28, Ólafsfirði og Jón
Emil Gylfason, Drafnarbraut 3, Dalvík.
13. október var Viktor Arni skírður á heimili sínu Hólavegi 5,
Dalvík. Foreldrar hans eru Þórunn Árnadóttir og Bjöm Víkingsson.
Afmæli
I síðasta blaði reyndist ekki pláss fyrir afmæli í Tímamótum Norð-
urslóðar. Við bætum úr því nú og teljum upp afmælisbörn sumars-
ins, þau sem við höfðum upp á:
Marinó Sigurðsson bóndi Búrfelli varð 70 ára 2. júlí.
Björn Þorleifsson smiður Bárugötu 12 varð 70 ára 13. júlí.
Ása Þórólfsdóttir Dalbæ varð 85 ára 17. júlí.
Snjólaug Valdemarsdóttir Melum, Dalvík, varð 70 ára 2. ágúst.
Páll Guðmundsson verkamaður Upsum varð 70 ára 7. ágúst.
Þórey Jóhannsdóttir Hlíð varð 70 ára 11. ágúst.
Kristín Jóhannsdóttir Bjarkarbraut 15 varð 75 ára 6. september
Sólveig Kristjánsdóttir Dalbæ varð 85 ára 27. september.
Stefán Stefánsson sjómaður Goðabraut 15 varð 60 ára 14. október.
Kári Kárason sjómaður Hjarðarslóð 2 varð 75 ára 24. október.
Valdemar Oskarsson endurskoðandi og fyrrverandi sveitarstjóri á
Dalvík varð 70 ára 25. október.
Karl Karlsson bóndi Klaufabrekknakoti verður 80 ára 30. október
nk.
Andlát
15. október lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri, Jolanta Renata Holeksa,
Sunnubraut 13, Dalvík.
Jolanta fæddist í Varsjá í Póllandi 21.
nóvember 1961 og var hún af pólsku bergi
brotin. Hún var lærður kennari, sérhæfði sig í
kennslu þroskaheftra bama og vann við slíka
kennslu í heimalandi sínu.
1991 kynntist hún Leifi D. Bjömssyni,
Sunnubraut 13, Dalvík og flutti hingað til lands í desember s.l.
ásamt dóttur sinni og móður. Gengu þau Leifur í hjónaband 25.
september s.l.
Jolanta var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 19. október.
15. október lést á Dalbæ, dvalarheimili
aldraðra Dalvík, Elínborg Jónsdóttir.
Elínborg fæddist á Kálfsá í Ólafsfirði 17.
sept. 1895. Foreldrar hennar voru Lísbet
Friðriksdóttir og Jón Magnússon. Móðir
hennar var þrígift og voru systkinin alls 14 og
af þeim komust 12 til fullorðinsára.
Hún fór ung sem kaupakona að Kambfelli í
Djúpadal í Eyjafirði og giftist síðar Kristni
Stefánssyni frá þeim bæ. Þar bjuggu þau fyrstu búskaparár sín en
fluttu árið 1923 til Akureyrar og bjuggu þar saman ætíð upp frá því.
Eignuðust þau fjögur böm, Jón, Stefaníu. Jóhann og Hannes.
Elínborg missti mann sinn 1973 en árið 1979 flutti hún á Dalbæ,
dvalarheimili aldraðra á Dalvík, meðal fyrstu íbúa heimilisins. Þar
bjó hún til dauðadags en hún lést þar á heimilinu 15. október s.l. 97
ára að aldri.
Elínborg var jarðsungin frá Akureyrarkirkju 26. október.
21. október lést Friðrikka Haraldsdóttir í
Lambhaga á Dalvík, fyrrverandi húsfreyja á
Ytra-Hvarfi. Hún verður jarðsett á Völlum
laugardaginn 31. október kl. 13.30. Hennar
verður minnst í næsta blaði.
Jón Halldórsson skíðakaupmaður og -frömuður í Sportvík. Mynd: Hj.Hj.
FRÉTTAHORNIÐ
s
Aþessu ári heldur Ungmenna-
samband Eyjafjarðar upp á 70
ára afmæli sitt og Búnaðarsam-
band Eyjafjarðar fagnar 60 ára
starfsemi sömuleiðis nú í ár. Af því
tilefni héldu þessi félög sameigin-
lega upp á þessi tímamót þann 17.
okt. s.l. með samkomu í Frey-
vangi. Og því er þessarar sam-
komu getið hér í blaðinu að þar var
Dalvíkingurinn Jón Stefánsson frá
Brúarlandi heiðraður sérstaklega
af UMSE vegna áratuga ódrepandi
áhuga hans á málefnum ung-
mennafélaganna, bæði félagsins á
Dalvík og einnig Ungmennasam-
bandsins, og óeigingjams starfs í
þágu þess.
Skriður er að komast á stofnun
hafnasamlags Dalvíkur og Ól-
afsfjarðar, en það á að verða að
veruleika um næstu áramót. Nú
eru allar líkur á að hafnimar í
Hauganesi og á Árskógssandi bæt-
ist í hópinn því hreppsnefnd
Árskógshrepps hefur sótt um að-
ild. Hins vegar fara Hríseyingar sér
hægt og segja ekkert liggja á að
ákveða hvort þeir eigi erindi inn í
þennan selskap. Nú er búið að
ákveða að aðalstöðvar hafnasam-
lagsins verði á Dalvík. Einnig er
búið að ákveða framkvæmdaröð,
en hana þarf að endurskoða í Ijósi
þess að hafnir Árskógshrepps bæt-
ast við. Samkomulag hefur náðst
um ákveðna verkaskiptingu hafn-
anna sent er á þá leið að Dalvíkur-
höfn verður inn- og útlJutnings-
höfn svæðisins, en hinar hafnimar
verða fyrst og fremst fiskihafnir.
Um áramót verða hafnarsjóðimir
sameinaðir í eitt fyrirtæki og ætti
með því að nást fram talsverð
hagræðing og spamaður auk þess
sem hægara verður að skipuleggja
framkvæmdir við hafnimar fjórar
(eða fimm).
Kirkjukór Dalvíkur heldur tón-
leika í Dómkirkjunni í
Reykjavík kl. 17 laugardaginn 7.
nóvember nk. Tónleikamir eru lið-
ur í árlegum tónlistardögum Dóm-
kirkjunnar. Kórinn er með þessu
að endurgjalda heimsókn Dóm-
kórsins til Dalvíkur sl. vor þar sem
hann hélt tónleika. Góð tengsl eru
milli þessara tveggja kóra sem
helgast af því að kórstjóri Kirkju-
kórsins, Hlín Torfadóttir, og fjórir
kórfélagar hafa sungið með Dóm-
kómum.
Leikfélag Dalvíkur hélt aðal-
fund sinn á haustdögum og var
hann ágætlega sóttur. Þar kom
fram að hagur félagsins er góður,
enda var mikil aðsókn að sýningu
þess á Rjúkandi ráði sl. vor. Hana
sáu um 1.200 manns sem samsvar-
ar 80% íbúa Dalvíkur. Var það
raunar í takt við aðrar aðsóknartöl-
ur hjá leikfélögunum við Eyjafjörð
á síðasta leikári. Ekki hefur enn
verið tekin ákvörðun um vetrar-
starf LD eða hvaða leikrit verður
ráðist í að setja upp. Við stjómar-
kjör gekk Guðlaug Bjömsdóttir úr
stjóm að eigin ósk en hún hefur
verið formaður félagsins undanfar-
in sjö ár. I hennar stað var kjörinn
Kristján E. Hjartarson á Tjörn, en
hann er ekki alveg reynslulaus í
formannsstarfinu.
Undanfarin misseri hefur verið
til umræðu að stofna listvina-
félag við utanverðan Eyjafjörð.
Upphaf þeirra umræðna má rekja
til lélegrar aðsóknar að nokkrum
listviðburðum, en eftir það voru
margir famir að óttast að listamenn
myndu sniðganga þetta menning-
arsnauða svæði framvegis. Nú er
þetta félag að verða að veruleika
og verður stofnfundur þess haldinn
í Tjamarborg á Ólafsfirði 21. nóv-
ember nk. I tengslum við félags-
stofnunina verður efnt til nokkurra
tónleika þar sem fram kemur lista-
fólk úr héraði og öðrum plássum.
Við segjum nánar frá þessu fram-
taki í næsta blaði.
Nýr forstöðumaður hefur verið
ráðinn til Dalbæjar, en staðan
var auglýst í sumar eftir að Halldór
Guðmundsson sagði stöðunni
lausri. I hans stað var ráðin Guð-
björg Vignisdóttir frá Akureyri, en
hún hefur starfað sem skrifstofu-
stjóri við öldrunardeild Akureyrar-
bæjar. Guðbjörg tekur til starfa um
næstu áramót.
Snorri Snorrason útgerðarmaður
og skipstjóri hefur selt bát sinn
Þór EA til Hafnarfjarðar, án kvóta.
Nýi togarinn hans sem keyptur var
frá Höfn í Homafirði í sumar heitir
nú Baldur EA og er þar með til
lykta leidd deila Snorra og Land-
helgisgæslunnar um skipsnöfnin
Þór og Baldur. Snorri heldur Baldri
en Gæslan endurheimtir Þór.
Stóðrf.tt á TungurÉtt er uröin fastur liður í fjölbreyttu athafnalíti hausts-
ins í Svarfaðardal. Réttað var fyrstu helgina í október og kom fjöldi manns á
réttina að fylgjast með. Meðal annarra mæðgurnar Þórunn Þórðardóttir og
Birna Willardsdóttir. Mynd: Hj.Hj.
Byssur sem framleiða snjó
- Jón Halldórsson vill flytja inn snjóbyssur til að koma í
veg fyrir að snjóleysi hamli skíðaiðkun einn veturinn enn
Þeir menn eru til, og fer fjölg-
andi, sem ekki tlnnst Svarfað-
ardalur nógu snjóþungur. Eftir
að flytja varð skíðalandsmótið
til Akureyrar sl. vor vegna
snjóleysis sáu þessir áhuga-
menn um skíðaiðkun að við svo
búið mátti ekki standa. Og nú í
nóvember er væntanlegur til
Dalvíkur sérastakur búnaður
til að framleiða snjó.
Það er Jón Halldórsson kaup-
maður í Sportvík og einn af for-
ystumönnum Skíðafélags Dalvíkur
sem stendur fyrir því að flytja
hingað til lands tvær snjóbyssur.
Önnur verður sett upp í Böggvis-
staðafjalli, en hin suður í Reykja-
vík. Getur svo hver sem er fengið
að skoða og prófa framleiðsluna.
Byssumar eru frá Svíþjóð og
eru hin mestu þing. Þær eyða
geysimiklu vatni því þegar fullur
kraftur er á þeim renna í gegnum
þær 500 lítrar á mínútu. Jón hefur
fengið vilyrði frá Dalvíkurbæ um
frítt vatn í tilraunaframleiðsluna.
Svona líta þær út snjóbyssurnar sem
Jón Halldórsson fær í haust.
Þessar tvær byssur eru einungis til
sýnis og verða sendar aftur út að
því loknu. Hins vegar kostar hver
byssa um tvær milljónir króna að
viðbættum virðisaukaskatti og á þá
eftir að koma upp ýmsum hjálpar-
búnaði.
- En hver er þörfin fyrir þessar
byssur, Jón?
„Hún er brýn. Við erunt búin að
leggja 50-60 milljónir króna í
skíðasvæðið og verðum því að
geta rekið það með sæmilegu ör-
yggi. Það þýðir ekkert að bíða eftir
snjónum. Erlendis þykja svona
byssur sjálfsagður búnaður á
skíðasvæðum, meira að segja í
Austurríki og Sviss þar sem mætti
ætla að nægur væri snjórinn. Jafn-
vel þótt snjór sé mikill á svæðinu
eigum við alltaf í vandræðum með
ákveðna bletti. Við þurfum að
verja fé og tíma og slíta út tækjum
til að koma snjó á þessa bletti, en
það yrði miklu auðveldara með
byssunum,” segir Jón.
Þess má geta að á síðasta vetri
voru þeir dagar teljandi sem hægt
var að vera á skíðum í fjallinu og
næstu tvo vetur þar áður féllu úr
langir kaflar. Það má því segja að
skíðasvæðið hafi ekki nýst dal-
vísku skíðafólki nema í rúma ein
vertíð samanlagt síðustu þrjá
vetur. -ÞH