Norðurslóð - 27.10.1992, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 27.10.1992, Blaðsíða 5
NORÐURSLÓÐ —5 Við byrjuðum á síld. Vorum með Leif heppna líka. Þetta var kallað að vera með tvílembinga á síldveiðum. Það gekk nú illa því síldin var farin það sumarið. Ég var líka á reknetum. Það byrjaði þannig að við vorum eitthvað auralitlir en ég vissi að Kaupfélagið átti slöngur. Ég fór til Baldvins útibússtjóra og bauðst til að setja upp netin gegn því að ég fengi að borga þau um veturinn ef ég fiskaði, ella skilaði ég uppsettum netunum. Baldvin samþykkti þetta. Ég setti tunnur og salt í bátinn og hélt austur með landi til Raufarhafn- ar. Ég fékk aðstöðu hjá gömlum manni á bryggjustubb til að setja saltið og tunnumar og mátti nota landskika þar uppaf. - I fyrstu lögninni fékk ég alveg mokveiði, eiginlega það mikla að mér leist ekki á að við söltuðum þetta sjálfir og lagði því af stað til Eyjafjarðar. En ég var bara rétt kom- in af stað þegar hvessti af norðvestan svo ég mátti snúa við og fara til Raufarhafnar. Við byrjum að salta og söltuðum alla nóttina með hjálp frá heimamönnum sem gamli mað- urinn útvegaði. Tunnumar vom sett- ar á bryggjuna en við söltuðum að mestu uppi á túni. Einu sinni var mér gengið niður á bryggjuna og þar stóð gamli maðurinn og tautaði. „Ja, þama fór hún”. Þá sá ég hvers kyns var: bryggjan var hmnin. Það var enginn asi á þeim gamla. Hann sagði bara að hann hefði ekki gáð að því að segja mér frá því hvað hún hefði verið orðin léleg. Staðið í skilum - En við héldum áfram að salta alla nóttina og fram á næsta dag. Seinna náðum við tunnunum upp sem fóru í sjóinn en tilfellið var að eftir þetta var enginn veiði, það var sko bara þetta eina skot. En það nægði. Verð á síld var mjög hátt þetta haust svo það sem við söltuðum nægði til að greiða netin og allan útgerðarkostn- að og reyndar fyrstu afborgunina af vélarvíxlinum. En stundum var verðið lágt á síldinni og stundum lít- il veiði. Þetta var allt mikið lotterí. Kanski var það einmitt það sem var svo heillandi við síldina. Björgvin var ekki alltaf með Leif Eiríksson meðan hann var gerður út frá Dalvík. Um haustið 1945 sest hann aftur á skólabekk og nú í Stýri- mannaskólann í Reykjavík. Þá var starfandi skipstjórum með takmörk- uð réttindi gefinn kostur á að stunda nám hluta vetrar sem gaf full réttindi á öll fiskiskip. Björgvin lauk því aði honum sem hann gerði og ég fékk kjötið. En sagan sagði að ég hafi farið með hann lifandi um borð og slátrað honum þar. En eitt er víst að það öfunduðu margir okkur af kálfakjötinu. Miklar breytingar Eftir 1950 tekur Björgvin þátt í út- gerð Pólstjömunar og síðar Hauks ÓF og var með báða þá báta. En upp úr miðjum þeim áratug hefst sam- starf þeirra Sigfúsar Þorleifssonar sem varð til þess að Utgerðarfélag Dalvíkinga hf. var stofnað og Björg- vin og Björgúlfur keyptir. Björgvin varð skipstjóri á nafna sínum Björg- vin EA-311 og var það orðið æði mikið stökk frá fyrstu skipunum sem hann stjómaði. Látum Björgvin sjálfan um samanburðinn: - Jú, það er alveg sama hvað bor- ið er saman. Hvort við skoðum að- stöðuna fyrir áhöfnina eða öll tækin og tólin. Skipin höfðu auðvitað stækkað alveg gríðarlega. Þegar ég var fyrst með báta á síldveiðunum, tvílembingana eða jafnvel þrí- lembinga - það er þrír bátar saman um veiðamar -, þá var það nú þannig að þegar löndun var lokið var lestin í stærsta skipinu smúluð vel og mannskapurinn kom sér þar fyrir til að sofa. í lok skipstjómar rninnar hafði hver sína koju og fáir saman í klefa. Að maður tali nú ekki um að- stöðuna til að matast. Það var nú þannig að þó það væri kabyssa eða eldhús þá urðu menn að matast úti á dekki á bátunum hér áður. Aðstaða til að geyma matvæli var engin. Kjöt var hengt upp í mastur til að láta vind og veður verja það skemmdum. Já, það var mikill munur að hafa borðsal og eldhús, að maður tali nú ekki um frystana og kælina fyrir all- an matinn. - Og svo öll tækin. Þegar ég var með skip hér áður fyrr var hvorki dýptarmælir né önnur tæki í brú. Talstöðvar, radarar eða staðsetning- artæki þekktust ekki. Það var í raun alveg ótrúleg bylting sem átti sér stað á 35 ára starfsferli mínum sem skipstjóri. Síðan eru það veiðarfær- in. Af því að við höfum haldið okkur mikið við síldveiðamar þá getum við borið saman muninn frá því við vor- um með snurpunót í tveimur snurpu- bátum sent annað hvort voru í slefi á eftir skipinu eða í davíðum og svo aftur hringnótin um borð í skipinu sém dregin var með kraftblökk. Augað og tilfínningin Það var ekki komið að tómum kof- anum hjá Björgvin þegar talið barst að mismuninum á að veiða síldina með snuipunót eða hringnót. Eins þegar rætt var um breytinguna sem varð þegar astikið var sett í bátana og unnt reyndist að veiða síldina án þess hún væði. Auðvitað bar margt á góma frá þessum tíma sem ekki reynist unnt að setja á blað nú. Það efni verður geymt og ef til vill unnið úr því síðar fyrir Norðurslóð. En lát- um Björgvin hafa síðasta orðið að sinni um hvemig honum sjálfum gekk að nýta sér sívaxandi tækni og um afstöðu hans til síldartímans: - Mestu breytingamar á síldveið- unum voru þegar astikið var tekið í notkun og svo hringnótin. Það voru yngri mennimir sem spreyttu sig á þessum nýjungum. Eggert Gíslason náði fyrstur lagi á að nýta astikið og svo Haraldur Agústsson hringnótina og kraftblökkina. Auðvitað fylgdist maður með og tileinkaði sér þetta. En ég var alinn upp við að hafa auga með torfunni og fá tilfinningu fyrir henni. Það var mín sterka hlið og mér lét betur að veiða þannig. Þetta er bara staðreynd. 1 endurminning- unni er síldin best. Það var alltaf spenna í kringum hana. Það var til dæms mikil samkeppni milli skipa og skipstjóra, ekki síst þegar kastað var á vaðandi torfur. Það skip sem hafði harðsnúnasta liðið náði oftast torfunni og þá kanski fyrir augunum á þeim sem voru seinni. Raunar gaf hún mér líka mest í peningum og áliti sem skipstjóri, segir Björgvin að síðustu. JA Björgvin tínir síldina úr reknetunum um borð í Fróðakletti GK. Fyrsti báturinn sem Björgvin gerði út, Leifur Eiríksson EA-627, drekkhlaðinn af síld við bryggju. námi snemma árs 1946. En hvað varð um Leif Eiríksson? - Eftir skólann bauðst mér að taka við skipi sem Hafnfirðingar voru að fá nýtt frá Danmörk og ég sótti það þangað. Ég hætti sem sagt að vera við Leifsútgerðina. Við fengum gott tilboð í skipið stuttu seinna og ákváðum þá að selja það. Ég var að vísu ekki lengi með Hafn- arfjarðarskipið; það kom svo seint á árinu að síldveiði var að ljúka. En á næstu árum er ég með ýmis skip, til dæmis var ég með gömlu Súluna þegar Hvalfjarðarsíldin var sem mest. Það var alveg óhemju mikil síld í Hvalfirðinum. Þá voru að koma í skipin nýir dýptarmælar sem sýndu lóðningu á torfum, en þeir gömlu sýndu aðeins botninn. Skipin sem höfðu mæla skár.u sig úr í veiði, en enginn mælir var í Súlunni. Ég sagði þá við Leó Sigurðsson út- gerðannann Súlunnar að annað hvort keypti hann mæli í skipið eða ég væri hættur. Mælirinn kom og veiðin gekk vel upp frá því. Af skemmtisögum Af Björgvini Jónssyni em sagðar ýmsar skemmtilegar sögur. Sumar þeirra eru eins og þjóðsögur. Þegar talið barst að Hvalfjarðarsíldinni rifjaði blaðamaður upp eina slíka sem gerðist einmitt á þessum árum. Björgvin var á gangi í Hafnarstræt- inu og mætti þar útigangsmanni en þeir voru einmitt kenndir við það stræti. Það var kalt í veðri og úti- gangsmaðurinn illa klæddur. Björg- Tappatogarinn og síldarbáturinn Björgvin EA-311 siglir út Eyjafjörð með snurpubátana í davíðunum. vin kennir í brjóst um manninn og gefur honum frakkann sem hann var í. Maðurinn þakkar Björgvin vel og lengi og heldur svo hvor sína leið. Sagan segir að hann hafi víst glaðst enn meira þegar hann fann í vösun- um áhafnarpeningana sem Björgvin hafði verið að sækja og að mikil veisla hafi verið í Hafnarstræti næstu daga. Er þetta sönn saga? - Ég get staðfest þetta með frakk- ann og að sagan er betri mqð pening- unum en án þeirra. Auðvitað hef ég heyrt ýmsar þessar sögur sem sagðar eru af mér. Margar þeirra eru nokk- uð góðar og miklu betri en atvikin sem raunverulega gerðust. Þannig er þetta og það þýðir víst lítið að reyna að segja sögumar eins og þær gerð- ust. Menn hafa ekki eins gaman af þeim þannig. Til dæmis kom það einu sinni fyrir í kjöthallæri á Rauf- arhöfn að Valtýr Þorsteinsson kom mér í samband við bónda sem átti stútungs kálf. Ég samdi um kaup á kálfinum gegn því að bóndinn slátr-

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.