Norðurslóð - 27.10.1992, Blaðsíða 2
2 — NORÐURSLÓÐ
NORÐURSLÓÐ
Útgefandi:
Rimar hf.
Ritstjórar og ábyrgðarmenn:
Jóhann Antonsson, Dalvík
Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíð
Framkvæmdastjóri:
Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555
Blaðamennska og tölvuumbrot:
Þröstur Haraldsson, Dalvík
Prentun: Dagsprent hf. Akureyri
Málgagn já-
kvæðra tíðinda
í þessu tölublaði er þess minnst að Norðurslóð
hefur nú komið út í 15 ár. í upphafi gerðu útgef-
endur grein fyrir því að hér væri um tilraun að
ræða og að framhaldið myndi ráðast af viðtökum
lesenda og því hvernig gengi að ná auglýsingum
og áskrifendum til að standa undir kostnaði af út-
gáfunni. Voru gefin fyrirheit um að blaðið yrði
gefið út a.m.k. tíu sinnum á ári ef undirtektir
leyfðu það. Nær undantekningalaust hafa komið
út tíu blöð á ári öll þessi 15 ár. Það sýnir betur en
annað að það sem í upphafi var kynnt sem tilraun
hefur tekist all vel.
Strax í byrjun gekk vel að safna áskrifendum
og hefur sá hópur haldið ótrúlegri tryggð við
blaðið. Milli blaðsins og lesenda myndaðist
snemma mikið trúnaðartaust sem hefur haldist í
gegn um árin. Þetta traust vilja útgefendur nú
þakka. Tryggð áskrifenda við blaðið hefur verið
sú uppörvun sem útgefendurnir hafa þurft á að
halda. Það hefur umfram annað verið drifkraft-
urinn sem tryggt hefur 15 ára samfellda útgáfu-
sögu.
Þó ekki sé ætlunin hér að dæma um efnistök
blaðsins í gegnum tíðina þá er það nú svo að blað-
ið hefur alla tíð reynt að segja frá því jákvæða
sem er að gerast hér í byggðalaginu. Það hefur
verið beinlínis ritstjórnarstefna blaðsins að dvelja
ekki lengi við neikvæðar fréttir. Slík ritstjórnar-
stefna er að sjálfsögðu umdeilanleg en þó fer það
varla á millli mála að í dag er mikils virði að segja
frá jákvæðum hlutum. Satt best að segja er of-
framboð á neikvæðum fréttum og beinlínis lenska
hjá fjölmiðlum að dekra við neikvæðu féttirnar.
Sem betur fer er það svo að það hefur verið frá
mörgu jákvæðu að segja héðan úr svarfdælskri
byggð og bæ þessi 15 ár sem blaðið hefur komið
út. I dag vekja þjóðarathygli fréttir af stöðu mála
hér á Dalvík. Myndin sem menn fá af byggðalag-
inu er jákvæð, hér er enginn barlómur og flestir
hlutir stefna í framfaraátt. Ekki er vafi á því að
þessi mynd gerir íbúana sáttari við sitt hlutskipti
en ef aðeins er klifað á hinu neikvæða.
En hóf er best í öllu. Ekki er betra að draga
upp of mikla glansmynd og að segja frá hlutum
sem ekki eiga sér stoð í veruleikanum. Það er
alltaf svo að þó ástand sé gott er margt sem betur
má fara. Hlutverk héraðsfréttablaða eins og
Norðurslóðar er að benda á slík mál og vekja til
umhugsunar. Við viljum hvetja lesendur blaðsins
að hjálpa því að sinna betur þessum þætti í fram-
tíðinni með því að skrifa í blaðið.
Um leið og Norðurslóð vill þakka lesendum
sínum góða samfylgd í 15 ár er sett fram sú ósk að
blaðinu auðnist að halda því trausti sem velunn-
arar þess hafa sýnt því alla tíð. Útgáfa sem þessi
hefur engan annan tilgang en að reyna að vera
mannbætandi og menningarleg. Útgefendur hafa
talið sig vinna í þeim anda og svo lengi sem það
helst og lesendur halda sinni tryggð við blaðið
verður útgáfu þess haldið áfram. J.A.
Svona leit bærinn að Tungufelli út þegar Guðmann sat þar og orti Bændavísur.
Bændavísur
Guðmanns á Tungufelli frá 1935
Fyrsti þáttur
Gerð bæjarvísna eða bænda-
rímna er gömul og vinsæl
dægrastytting á landi hér.
Sömuleiðis gerð formannavísna.
Hér í Svarfdælabyggð hafa verið
ortar nokkrar bændarímur og
eru vel kunnar a.m.k. fernar
slíkar: Bændavísur Jóns Hall-
grímssonar á Karlsá frá miðri
19. öld, gátubæjarvísur Eiríks
Pálssonar í Uppsölum nokkru
yngri og bæjarvísur Haraldar
Zóphóníassonar frá fjórða ára-
tug þessarar aldar.
Guðmann Þorgrímsson bóndi á
Tungufelli, var Skagfirðingur en
bjó hér lengi og orti mikið um
menn og málefni, sér og öðrum til
skemmtunar.
Bæjarvísur þær, sem birtar
verða í þessu og næstu 2-3 tölu-
blöðum Norðurslóðar, orti Manni
fyrir og um 1935, svo þær eru í
sjálfum sér orðnar að sagnfræði.
Ekki veit undirritaður til, að þessi
bæmdaríma Guðmanns hafi kom-
ist á þrykk áður, en handrit hafa
gengið manna á milli. Það sem hér
er farið eftir er úr fórum Jóhannes-
ar Jóhannessonar á Dalvík. Jóa
leikara, og er birt með góðfúslegu
leyfi Jóhönnu dóttur hans.
Ekki má taka þennan kveðskap
of alvarlega, Manni hefur ort þetta
með það fyrir augum að vekja
kátínu, fremur en að reyna að lýsa
í alvöru einkennum manna og af-
rekum. Hann lætur hér gamminn
geysa og skiptir um bragarhátt
þegar minnst varir og eykur með
því fjölbreytnina í bragnum, sem
annars hættir til að verða nokkuð
tilbreytingarlítill.
Líklega passar að skipta efninu
á 4 blöð og taka eina kirkjusókn í
senn. En því má að sjálfsögðu
breyta ef með þarf og skipta
ríntunni bara í þrennt. Við sjáum
hvað setur.
Vallasókn
1 Hýrum má ég bregða bhmd
bragarsmíð að hefja um stund.
Hirðir Þorsteinn Hálsagrund
hœga með og skýra lund.
2 Held ég svo á Hamarinn
honum stýrir Laugi
hugaður og harðsnúinn
ég hefhann ekki í spaugi.
3 Afram Kjálkann œtla ég mér
Oðinsjálk að finna
á Hrísabálka Arni er
við ýsudálka leikur sér.
4 Lœt ég skríða Ijóðafák
að lœknum-fríða-Skálda
Guðjón smíðar skeifuskák
skal þeim lýðnum sálda.
5 Geymir Sökku Gunnlaugur
gylltum hnöppum reifaður
hey á Bökkum hann tekur
hót ei klökkur búmaður.
6 Ölduhryggsins yrkir lá
er Björn hygginn hrings með
gná
mjög íbygginn maður sá
mestan hyggur gróða á.
7 Á Hánefsstöðum stundar bú
stólpa-Höður baugs með frú
Pétur í blöðum blaðar nú
bóndans hlöðum vill hann hlú.
81 Uppsalakoti Anna býr
eru þar skotin björt og hýr
Þórður lotinn lögin knýr
lítt er í þroti veigatýr.
9 Miðbœ rœður röskur klœða-
Þórinn
hann á svœði er hamramur
hlynurinn skœði, Þorleifur
10 Upp- í -sölum einn þar býr
er hjá þjölum mikið skýr
Kristján völund vopnatýr
vígs á bölum ekki flýr.
11 Að Völlum leitar lýðurinn
lúnurn veitist huggunin
með stáltrú þreytir starfa sinn
Stefán heitir presturinn.
12 Bú sitt tryggir býsna hygginn
maður
lífs í skóla kempan kná
Kristján Brautarhóli á.
13 Stefán heitir stálaþór
stjórnar Gröfmeð prýði
vart sá þykir viskusljór
vel þekktur hjá lýði
14 Hofið byggir herra Jón
liann ei styggir nokkurn þjón
bú sitt tiyggir, bœtir tjón
bóndinn hygginn yrkirfrón.
15 Bú sitt glœðir göfugur
gautur klœða alþekktur
heims á svœði hamramur
Hofsá ræður Þorleifur.
16 Gamalíel greini égfrá
geymir Skeggjastaði
réttarstjóri er röskur sá
runnur hátalaði.
17 Að Hofsárkoti held ég svo með
huga glöðum
Sigvaldi á svannann fríða
sú kann búið vel að prýða
18 A Ytra-Hvarfi einn égfinn
er hann Tryggvi hýr á kinn
mikið hygginn maðurinn
mjög vel tryggir búskapinn.
19 Á Syðra-Hvarfi lœt ég Ijóð
lending taka nœst í ranni
hann Askell minn á ekkert fljóð
ógleði það veldur manni.
20 Bú sitt rekur býsna þrekinn
maður
hjá höldum glöðum heiðvirtur
á Hjaltastöðum Steingrímur.
21 Bú sitt tiyggir býsna hygginn
maður
Ýtum þykir æði skýr
Ingólfur í Sœlu býr.
22 Að litlu Hlíð minn Ijóða skríður
fákur
Jóhann hefur bjarta brá
á beði faðmar hringagná.
23 Arni á Hnjúki á sér mjúka
sprundið
hefur glaða og létta lund
laus við skaða festir blund.
24 Klœngshól stýrir kappinn sá
Kristján er að heiti
býr sáfremsta býli á
í blóma fögrum reiti.
25 Bú sitt stundar býsna uhdarlega
lífs er glaður geðs um ból
geymir Eiður Krossahól.
26 Lífs á róli lúinn hjólar maður
fátækur meðfaldagná
Friðrik bóndi Hverhól á.
27 Bú sitt styður bauga -meður-
sprundi
Ýtum snýrfrá ógöngum
Óskar býr á Kóngsstöðum.
Hér mun lokið umferð höfundar
um Vallasókn. í næsta blaði gerir
hann væntanlega skil Urðasókn,
frá Þverá fram að Þverá niður, að
báðum meðtöldum. Þökk þeim er
lásu.
HEÞ