Norðurslóð - 26.05.1993, Page 3
NORÐURSLÓÐ —3
Hreppsfundir í Svarfaðardal:
Hagur sveitarsjóðs mjög góður
- en óvíst hvort han þolir byggingu íþróttahúss og félagsheimilis á Húsabakka
Helgi Már Halldórsson arkitekt frá Jarðbrú útskýrir teikningar sínar að
íþróttahúsinu sem rætt er um að reisa á Húsabakka. Mynd: su
Á opnum fundi hreppsnefndar
Svarfaðardais sem haldinn var á
Grundinni 5. maí sl. kom fram
að staða sveitarsjóðs er mjög
góð. Þar urðu miklar umræður
um það hvort rétt væri að hefja
byggingu íþróttahúss/félags-
heimilis/leikskóla á Húsabakka.
Endurskoðandi hreppsins upp-
lýsti á fundinum að slík bygging
- sem talin er kosta 60-70 millj-
ónir króna - myndi ganga afar
nærri fjárhag hreppsins.
Þessi góða staða hreppsins birt-
ist fyrst og fremst í því að sveitar-
sjóður skuldar ekki nema 433 þús-
und krónur en á rúmar 13 milljónir
í sjóði. Skuldir á hvem Svarfdæl-
ing sem hlutfall af skatttekjum
lækkuðu úr 23% árið 1990 í 2%
um síðustu áramót. Að sögn Atla
Friðbjömssonar oddvita er skýr-
ingin á þessu aðallega sú að hrepp-
urinn hefur ekki staðið í neinum
framkvæmdum að undanfömu.
Sameiginlegum framkvæmdum
við Dalbæ ofl. er lokið - í bili amk.
- og ekki verið ráðist í nýjar.
„í fyrra var eingöngu fengist
við viðhaldsverkefni en þar höfum
við verið að vinna upp hala frá
fyrri ámm. í fyrra fóm 6 milljónir
króna í viðhald og alls 13 milljónir
á þeim þremur ámm sem liðin eru
af kjörtímabilinu,“ sagði Atli.
Alls voru skatttekjur Svarfaðar-
dalshrepps á síðasta ári 22,4 millj-
ónir króna en heildartekjur 30,4
milljónir króna og tekjuafgangur
3,6 milljónir. Langstærsti gjalda-
liður sveitarsjóðs em fræðslumál
en til hans mnnu 18,2 milljónir
króna. Frá því dragast þó 5,8
milljónir króna sem eru framlag
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til
skólamála í Svarfaðardal. Bein út-
gjöld hreppsins til skólamála em
því 12,4 milljónir króna sem sam-
svarar 55% af skatttakjunum.
Næststærsti gjaldaliðurinn er yfir-
stjóm sveitarfélagsins sem tekur til
sín 2,4 milljónir króna.
Líflegar umræður
um íþróttahús
En mál málanna á þessum hrepps-
nefndarfundi var byggingin sem
menn eru að velta fyrir sér að reisa
á Húsabakka. Helgi Már Halldórs-
son arkitekt lýsti byggingunni sem
hýsa mun leikskóla (sem gæti
einnig nýst sem kennaraíbúð), 50
manna veitingasal, íþróttasal og
búningsklefa í kjallara. íþrótta-
salurinn er af minni gerðinni, þar
væri hægt að koma fyrir löglegum
blakvelli en ekki plássfrekari
íþróttagreinum. Lofthæð í salnum
er mest 6 metrar. Þá er gert ráð
fyrir geymslum og skrifstofum
sem nýst gætu félagasamtökum
Svarfdælinga.
Alls eiga þessi herlegheit að
kosta 60-70 milljónir króna og er
þá ótalinn fjármagnskostnaður á
byggingartíma. Valur Þórarinsson
endurskoðandi gerði grein fyrir út-
tekt á möguleikum hreppsins til að
fjármagna svona framkvæmd og
var niðurstaða hans sú að núver-
andi eign sveitarsjóðs og ráðstöf-
unarfé hans næstu árin nægðu til
að gera húsið fokhelt en það kostar
um 30 milljónir króna. Þá væri
svigrúmið búið.
Hreppurinn á þó möguleika á
framlagi úr Jöfnunarsjóði. Það
gæti orðið 24 milljónir króna,
hugsanlega meira. Að því með-
töldu væri þetta mögulegt en þó
mjög erfitt. Valur sagði að í svona
8-10 ár yrði staða sveitarsjóðs svo
erfið að hann myndi varla þola
mikinn snjóavetur, hvað þá önnur
áföll. Auk þess gæti Jöfnunarsjóð-
ur dregið hreppinn á framlaginu
því þar væru margir að slást um
sömu krónumar og ekkert fast í
hendi.
Verða félögin með?
Þá er eftir að reikna með hlut fé-
lagasamtakanna í hreppnum. Þar
eru nú starfandi fimm félög: kven-
félag, tvö ungmennafélög, veiðifé-
lag og búnaðarfélag. Atli oddviti
sagðist hafa trú á að þau vildu
leggja þessari byggingu lið en
þann vilja ætti eftir að kanna. Á
fundinum kom fram að Kvenfé-
lagið Tilraun er reiðubúið að
leggja fram fé í bygginguna enda
hefur félagið safnað fé í félags-
heimilissjóð um nokkurt árabil.
Önnur félög höfðu ekki tekið af-
stöðu til húsbyggingarinnar.
Töluverðar umræður urðu um
húsbygginguna og var ma. rætt um
möguleikann á að byggja minna
hús. Atli sagði hann vera fyrir
hendi, það væri hægt að byggja
eingöngu félagsheimili fyrir svona
20 milljónir króna, en slíkt hús
yrði sennilega ekki reist á Húsa-
bakka. Ymsir möguleikar á nýt-
ingu hússins voru nefndir, svo sem
fyrir ferðaþjónustu og sem veiði-
hús fyrir þá sem veiða í Svarfaðar-
dalsá, auk þess sem íþróttasalurinn
yrði leigður út.
Framhald á bls. 4
Tónlistarlífið á Dalvík:
Mikil gróska í söngnum
- Jón Þorsteinsson ráðinn söngkennari næsta vetur
- Spjallað við Hlín Torfadóttur skólastjóra
Hlín Torfadóttir skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkur. Mynd: -þh
Það hefur áður komið fram á
síðum Norðurslóðar að tónlist-
arlífið hefur verið í mikilli upp-
sveiflu á Dalvík og í Svarfaðar-
dal að undanförnu. Á föstudags-
kvöldið var haldin mikil söng-
hátíð í Dalvíkurkirkju þar sem
yfir 50 manns sungu af hjartans
lyst, ýmist einir eða í kórum,
kvartettum og dúettum. Áður
höfðu verið haldnir nemenda-
tónleikar Tónlistarskólans sem
sýndu vel þá miklu sókn sem þar
er í gangi.
Sú sem heldur um tónsprotann á
flestum vígstöðvum er Hlín
Torfadóttir. Hún er skólastjóri
Tónlistarskóla Dalvíkur, organisti
og kórstjóri Kórs Dalvíkurkirkju.
Hún er að ljúka fimmta vetri sínum
á Dalvík og virðist ekki á förum
því hún var að flytja í eigið hús við
Hjarðarslóðina í vetur.
Þensla í
Tónlistarskólanum
Á þessum fimm árum hefur orðið
veruleg útþensla í Tónlistarskól-
anum. Að sögn Hlínar varð stærsta
breytingin fyrir tveimur árum þeg-
ar Árskógshreppur fékk aðild að
skólanum. í vor luku 156 nemend-
ur námi við skólann, um 80 á Dal-
vík, 49 af Árskógsströnd og 26 úr
Svarfaðardal en kennsla fer fram á
þremur stöðum.
Fyrir rúmlega tveimur árum var
byrjað að æfa lúðrasveit við skól-
ann og hefur henni vaxið fiskur um
hrygg. Nú eru um 20 böm og ung-
lingar í sveitinni og hafa komið
víða fram undir stjóm Eiríks
Stephensen. í vor tóku 13 nemend-
ur söngdeildar stigspróf en þeir
hafa verið við nám í tvo vetur und-
ir leiðsögn Rósu Kristínar Baldurs-
dóttur. Hún ætlar að taka sér frí
næsta vetur og etv. lengur, en í
hennar stað hefur verið ráðinn Jón
Þorsteinsson tenórsöngvari frá
Ólafsfirði. Og í fyrrahaust var
komið á forskóladeild við skólann
þar sem María Gunnarsdóttir
kennir yngstu bömunum. Nú er
yngsti nemandinn 5 ára en sá elsti
á fimmtugsaldri.
- En hvaða hljóðfœri er kennt á
í Tónlistarskóla Dalvíkur?
„Við kennum á píanó, hljóm-
borð, málmblásturshljóðfæri, þver-
flautu og blokkflautu og í vetur
kom hingað gítarkennari frá Akur-
eyri. Því miður sjáum við ekki fram
á að geta haldið í hann því Jón Þor-
steinsson mun búa á Ákureyri og
við höfum ekki efni á að hafa tvo
kennara í fömm. Auk þess vantar
okkur kennara á tréblásturshljóð-
færi, klarinett og saxófón, og svo er
engin fiðlukennsla hér.
Það hefur hins vegar gengið
vonum framar að ná í kennara. Þeir
hafa bara komið af sjálfsdáðum
eða ég hef hitt þá á fömum vegi.
Við verðum með sömu kennara
næsta vetur, að Rósu frátalinni.
Þetta sýnir að það ríkir stöðugleiki
í skólanum.“
Stefnt að deildskiptingu
- Hvernig finnst þér bœjaryfir-
völd styðja við bakið á skólanum?
„Þau hafa staðið sig vel. Við
höfum hingað til haft frjálsar hend-
ur um aukninguna, en nú er komið
að því að sýna okkur aðhald. Það
birtist í því að við fengum ekki að
bæta við einni kennarastöðu næsta
haust og einnig höfum við verið
beðin um að móta framtíðarstefnu
í málefnum skólans."
- Og er komin einhver mynd á
hana?
„Já, við höfum ákveðið að
skipta skólanum í tvær deildir.
Annars vegar yrðu þeir nemendur
sem ætla sér í stigspróf og hyggja á
framtíðamám í tónlist. Hins vegar
þeir sem vilja fyrst og fremst læra
að spila á gítar eða hljómborð fyrir
sjálfa sig. Við ætlum ekki að
þrýsta öllum nemendum í stigs-
próf, en á móti hvetja þá sem við
teljum að eigi erindi í framhalds-
nám. Það gildir bæði um nemend-
ur í söng og hljóðfæraleik. í vetur
tóku um 20 manns stigspróf og í
hópnum em nokkrir sem tvímæla-
laust eiga framtíð fyrir sér í tónlist,
ef áhuginn hneigist í þá átt.“
Vantar hljóðfæri
- Hvaða hljóðfœri njóta mestra
vinsælda?
„Píanóið og hljómborðið em
vinsælust, en það væm fleiri að
læra á blásturshljóðfæri ef skólinn
væri betur búinn hljóðfærum. Þeg-
ar lúðrasveitin komst á laggimar
kom í ljós að það þurfti að endur-
nýja svo til öll málmblásturshljóð-
færin. Okkur vantar alveg stærstu
og dýmstu hljóðfærin og höfum
orðið að leigja þau af skólum hér í
nágrenninu.“
- En hvað með afstöðu bœjar-
búa til skólans?
„Þeir em mjög jákvæðir. Við
höfum verið með opið hús í skól-
anum í vetur auk þess sem söng-
deildin og lúðrasveitin kynna skól-
ann meðal almennings. Ég finn
breytingu á afstöðunni frá því ég
kom fyrir fimm ámm. Nú em
menn jákvæðari.
Hér er mikil sönghefð sem
stendur á gömlum merg og er
greinilega hluti af uppeldinu sem
fólk hlýtur. Þetta kom vel í ljós á
sönghátíðinni á dögunum, þá var
full kirkja og viðtökur mjög góðar.
En það er mikilvægt að kenna á
hljóðfæri til að styðja við þessa
hefð og auðga menningarlífið."
Tómlegt mannlíf
án tónlistar
- Þá erum við eiginlega komin að
kjarna málsins. Til hvers er verið
að reka tónlistarskóla á stað eins
og Dalvík?
„Mannlífið væri ansi tómlegt ef
tónlistina vantaði. Við emm að
leggja gmnninn að tónlistariðkun
framtíðarinnar, ala upp flytjendur
og ekki síður hlustendur. Áðsókn-
in sem verið hefur að tónleikum -
öðrum en söngtónleikum - sýnir
að það er þörf á að ala fólk upp við
hljóðfæraleik. Við ætlum okkur
ekki að gera alla að klassískum
hljóðfæraleikurum heldur starfa í
þeim anda að sá sem ekki hefur
tónlist geti ekki orðið hamingju-
samur,“ segir Hlín.
Því er svo við að bæta að ætl-
unin er að gera sönghátíð á borð
við þá sem haldin var á föstudag-
inn að árlegum viðburði í dalvísku
tónlistarlífi. Að þessu sinni vom
tveir gestir á hátíðinni, þau Guðrún
A. Kristinsdóttir píanóleikari og
Óskar Pétursson tenórsöngvari.
Það er mál manna að starfsemi
söngdeildarinnar hafi haft vemleg
áhrif á sönglífið í dalnum, enda
hefur Kór Dalvíkurkirkju tekið
framfömm og hlotið góðar undir-
tektir fyrir =söng sinn að undan-
fömu.
-ÞH
Forskólabörnin sýna listir sínar á nemendatónleikum undir stjórn Maríu
Gunnarsdóttur. Mynd: sh