Norðurslóð - 26.05.1993, Qupperneq 5

Norðurslóð - 26.05.1993, Qupperneq 5
NORÐURSLÓÐ —5 Enskur leikhópur í Ungó - Leikhópur frá Remould-leikhúsinu í Hull sýnir á Dalvík leikrit um líf og störf breskra togarasjómanna Úr leiksýningu Remould-leikhópsins Togað á norðurslóðum. Skyldu margir hafa hugleitt það hér um árið í miðju þorskastríði hvaða afleiðingar útfærsla ís- lensku landhelginnar hefði í bresku fiskibæjunum Grimsby og Hull? Nú gefst ágætt tækifæri á að sjá „hina hliðina“ á land- helgisdeilunum í leiksýningu Re- mould-leikhússins í Hull en leik- hópur frá því verður á ferð hér á Dalvík fyrstu helgina í júní með sýninguna Togað á itorðurslóð- um. Stökur mánað- arins X Hér kemur nú stökuþáttur- inn í 10. skiptið. Við höldum áfram að rekja okkur eftir stafrófinu og gleymum þá ekki, að íslensku bókstafirnir eru lleiri en þeir, sem nefndir eru í gömlu minnisþulunni: ..A h c d e f g“. Nú eigum við þessvegna að konia með vísur, sem byrja á I. í og .1. I lllu börnin iðka það, œpa, hljóða, hrína. Hitt og þetta hafast að, heimta, hrjóta, týna. Það er hreint ótrúlegt hve fáar vísur byrja á I, en þessi er úr Heilræðavísum séra Hall- gríms Péturssonar. í / fyrrahaust ég hlaut í arf hraustan son og fr'tðan. Skœruliðans skemmdarstaif skekur hús mitt síðan. Vísan er eftir lítið þekktan höfund, Þórarin Hjartarson. J Jæja þá, í þetta sinn þér er heimil ólin. En hvenær koma, kæri minn, kakan þín og jólin? Þessa stöku þekkja víst allir. Hún er síðasta erindið af þrem- ur í kvæðinu um þá strákinn Ola og hundinn Snata. Höfund- urinn er Þorsteinn Erlingsson. Næstu 3 stökur eiga að byrja á K, L og M. **** **** **** Svo ætlaði ég að líta svolítið í vísnabelginn hennar Svanhvít- ar í Syðri-Skál í Köldukinn. Það er úr miklu að moða, en lítið pláss f blaðinu. Hér eru tvær eftir Jón S. Bergmann: Meðan einhver yrkir hrag og íslendingar skrifa, þetta gamla þjóðarlag það skal alltaf lifa. Eru skáldum arnfleygum œðri leiðir kunnar. ' En ég vel mér veginn um veldi ferskeytlunnar. Og í lokin síðasta stakan í “Syrpu Svanhvítar”: Hún er ekki valin af verri endanum, eftir sjálfan Einar Ben: Gengi er valt þarfé erfalt. fagna skalt i hljóði. Hitt kom alltaf hundraðfalt, sem hjartað galt úr sjóði. Að svo mæltu þökkum við Svanhvíti og kveðjum lesend- ur. BLESS BLESS HEÞ Þetta verk er samið upp úr við- tölum við sjómenn og fjölskyldur þeirra í Hull og í því er lýst lífi tog- arasjómannanna, bæði úti á sjó og í landi. Það lýsir raunverulegum atvikum sem áttu sér stað, sorgum og gleði, og ekki síður hlutskipti eiginkvennanna og samfélaginu sem varð til í sjómannahverfinu við Hessle Road og togarahöfnina St. Andrews Dock sem nú er raun- ar búið að fylla upp í. Togaraútgerðin í höfnunum við Humber-fljót átti sér rúmlega ald- arlanga sögu því um miðja nítj- ándu öld var farið að gera þaðan út togara sem vona byrjaðir að veiða við strendur Islands og Færeyja um 1880. Blómaskeið þessarar út- gerðar voru eftirstríðsárin, en þá sóttu breskir togarar fiskimið um allt Norður-Atlantshaf, allt norður að Bjamaeyju og upp með strönd- um Labradors. Eftir 1970 var farið að þrengja að þessari útgerð og hún bókstaflega hrundi á árunum 1975-1980 þegar landhelgin var færð út við ísland, Grænland, Nor- eg og í Barentshafi. Togurunum var lagt í hundraða- tali og mannskapurinn látinn taka pokann sinn. Þá var atvinnuleysi í Bretlandi, rétt eins og nú, og fyrir vikið eru margir sjómannanna enn atvinnulausir, 10-15 ámm síðar. Réttindi þeirra voru af skomum skammti - til dæmis vom menn aldrei fastráðnir á breska togara. Sumir hafa því orðið að berjast fyrir réttindum sínum í öll þessi ár. Þeir voru sérhæfður starfskraftur með þekkingu og reynslu sem skyndilega var orðin úrelt og óþörf. Efnahags- og atvinnu- ástandið í Grimsby og Hull beið mikinn hnekki og er fyrst núna að ná sér aftur á strik. Sýning Remould-leikhússins var fyrst sett upp í Hull haustið 1985. Árið eftir var farið í tvær langar leikferðir um Bretland og leikritið sýnt yfir 100 sinnum. Eftir það hefur ekki linnt óskum um að leikhópurinn endursýni verkið og í fyrra gafst tækifæri til þess þegar borgaryfirvöld í Hull styrktu leik- húsið til að setja leikritið á svið að nýju. Þá kviknaði hugmyndin um að sýna Togað á norðurslóðum í Færeyjum, Noregi og á íslandi þar sem efnið tengist þessum löndum á ýmsa vegu. Sýningar Remould-leikhússins hér á Dalvík verða í Ungó föstu- daginn 4. júní og laugardaginn 5. júní kl. 21 báða dagana. Samhliða þessum sýningum halda liðsmenn Remould-leik- hússins námskeið í gerð byggða- leikhúss fyrir áhugamenn um það og er það haldið í samvinnu við Leikfélagasamband Norðurlands. -ÞH Svarfdœlabúð Dalvík Allt á grillið í helgar- og hátíðarmatinn úr kjötborði Kynning á grillmat frá Kjötiðnaðarstöð KEA 27. maí Nýkomið mikið úrval af fatnaði frá Miklagarði Gas- og kolagrill Grillkol og grilláhöld Garöáburöur Áburðarkalk Skeljakalk Mosaeyðir Byggingavörudeild Garöurinn og Grillið Svarfdœlabúð 27. maí Útigrill frá Kjötiðnaðardeild Byggingavörudeild KEA kynnir Garð- og sólhúsgögn Vífilfell kynnir nýtt Fanta Lemon MÖI og Sandur kynna Grástein - nýjan hleðslustein ásamt hellum Garðtœkni sf. kynnir þjónustu sína Gróðrarstöðin Réttarhóli kynnir plöntur í garðinn, sumarblóm, tré og runna

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.