Norðurslóð - 15.12.1993, Blaðsíða 17
NORÐURSLÓÐ —17
Myndagáta
l^J 1* ÍTf1 Ekki er gerður Sreinarmunur á
-1- ^ V-r JL v-r \M M. JL V-r \-r C'J i grönnum og breiðum sérhljóðum
Huld
í útvarpsþætti ekki alls fyrir
löng var greint frá einkennileg-
um atburði, sem gerðist hér í
sveitinni fyrir einum 60-70 ár-
um. Af því að sjálfsagt fæstir les-
endur Norðurslóðar hafa heyrt
þennan útvarpsþátt, og af því að
svolítið hefur bæst við söguna
síðan, kann að vera fengur í að
segja hana nú á prenti.
Það var eitthvert árið laust fyrir
1930. Þá bjó á Jarðbrú ekkjan Sig-
urjóna Jóhannsdóttir með bömum
sínum. Einn sona hennar kemur
við söguna. Það er Jóhann Péturs-
son, sem síðar varð kunnur fyrir
stærð sína, nú oftast nefndur Jó-
hann Svarfdælingur, en hann er nú
dáinn fyrir fáum árum. Hann var
fæddur 1913 og hefur því verið vel
innan við tvítugt þegar sagan gerð-
ist.
Það er á áliðnum sauðburði um
vorið. Jóhann, næstelsti sonurinn á
bænum, og lfklega sá, sem mest
hafði með höndum sauðfjárvörsl-
una, fer sína daglegu hringferð um
tún og haga til að huga að fénu.
Lambær eru flestar í túni en geldfé
farið að leita upp í grösugar brekk-
umar fyrir ofan Jarðbrú og Tjam-
argarðshom (nú Laugahlíð), þar
sem gróðumálin tók jafnan fyrst
við sér við laugaveitumar.
Jóhann gengur um tún og engi
og allt er með felldu. Þvínæst röltir
hann upp í brekkur. Þar eru nokkrir
geldir gemlingar að nasla í lautum
og allt með friði og spekt. Þá fer
Jóhann út í Garðshomsland. Þar í
námunda við Laugasteininn voru
einhverjar kindur á beit. Þær gátu
verið af hvomm bænum sem var,
jafnvel fleirum.
Fyrir þessum steini verður hér
að gera ofurlitla grein. Lauga-
steinninn er stærðar steinn, sem í
fymdinni hefur losnað úr Brúninni
og skoppað niður bratta hlíðina og
síðast stungist á endann ofan í
lausan jarðveg miðhlíðis rétt hjá
nyrstu, volgu lauginni í landi
Garðshoms (Laugahlíðar). Steinn-
inn er miklu meiri á lengd en
breidd og er nokkuð á þriðja metra
á hæð, það sem ofanjarðar er af
honum. Hann er ekki auðkleifur en
þó geta frískir unglingar klöngrast
upp á hann af eigin rammleik. Af
þessum myndarlega steini dregur
bústaður dýralæknisins, Lauga-
steinn, nafn sitt.
Ekki fer miklum sögum af álf-
um eða huldufólki, búsettum í
steininum, en þó man söguritari,
að rætt var um, að þama væri kjör-
inn staður fyrir huldufólksbyggð
með volga vatnið og grasbrekkur,
sem grænkuðu fyrstar alls á vorin.
Og vel man hann einnig, að Bjöm
heitinn í Laugahlíð sagði ósköp
einfaldlega, að hann kærði sig alls
ekki um að brenna sinu í brekkun-
um í kringum Laugasteininn, ef
ske kynni einhverjar huldar vættir
ættu sér þar bústað.
En áfram með söguna. Nú er Jó-
hann kominn eitthvað út í Garðs-
homsbrekkur á hæð við Lauga-
stein og svipast um. Skyndilega
heyrir hann unglambsjann norðan
við sig, ekki langt undan. Jóhann
rennur- á hljóðið og gengur von
bráðar fram á lamb liggjandi í
skjóli við þúfubarð eða stein. Hann
gekk að lambinu, sem lofaði hon-
um að taka sig upp mótþróalaust.
Þetta var hvít gimbur, svengdarleg,
en frískleg vel, nýlega fædd og að
sjálfsögðu ómörkuð. En það, sem
mest vakti athygli Jóhanns, var
sérkennileg, mjallhvít blesa eftir
andlitinu og kremgulir vangar
lambsins.
Jóhann fór nú strax að svipast
um eftir móðurinni, sem har.n
þóttist vita að hlyti að vera á næstu
grösum. Hann gekk með lambið í
fanginu um alla hlíðina og athug-
aði hverja kind í nágrenninu og
sannfærði sig um, að engin þeirra
gæti hugsanlega verið lambsmóð-
irin. Komið var undir kvöld og Jó-
hann hlaut að snúa heim á leið að
sinna lambfénu. Það er skemmst
frá því að segja, að þrátt fyrir eftir-
grennslan upplýstist hvorki þá né
síðar um uppruna lambsins. Það
gat þess vegna verið ættuð úr
hulduheimum. Gimbrin varð því
heimagangur á Jarðbrú og hlaut
nafnið Huld.
Huld þroskaðist vel og var sett á
vetur og varð stór og stæðileg ær.
Að homalagi var hún óvenjuleg,
gleiðhymd og afturhymd í senn.
En það sem greindi hana frá öðrum
ám alla ævi var höfuðliturinn, blá-
hvít blesan, berar granir og krem-
gulir kjammamir. Hún skar sig frá
hjörðinni og vakti athygli manna.
Huld varð farsæl ær og um-
hyggjusöm móðir og kom jafnan
upp lömbum sínum, hvort heldur
væru eitt eða tvö. Og hún náði há-
um aldri.
Árið 1931 flutti ekkjan Sigur-
jóna og bömin tvær bæjarleiðir út-
eftir dalnum og tóku Ingvarir á
leigu. Að sjálfsögðu var féð flutt
Dalvískt
jólaball á
útvarpinu
Það er gamall siður hjá Ríkisút-
varpinu að útvarpa jólatrés-
skemmtun fyrir börnin á 2. í jól-
um. Svo lengi sem elstu menn
muna hefur þetta jólaball verið
tekið upp í Reykjavík, ýmist var
slegið upp jólaballi eða farið í
heimsókn í einhvern skóla borg-
arinnar og tekið upp á litlujól-
unum þar.
Nú er ætlunin að bregða út af
þessari fornu velju og taka jólatrés-
skemmtun útvarpsins upp á lands-
byggðinni. Og skólinn sem fyrir
valinu varð er Dalvíkurskóli. Upp-
tökur fara fram 16. desember en þá
eru litlujól hjá 6-9 ára börnunum.
Tekið verður upp við athöfn í
kirkjunni, en síðan berst leikurinn
niður í skóla þar sem börnin verða
fyrst í stofunum sínum, hver
bekkjardeild fyrir sig, en hátíóinni
lýkur með sameiginlegu jólaballi
þar sem dansaö verður í kringum
jólatréð og bömin standa fyrir
ýmsum skemmtiatriðum. Heyrst
hefur að von sé á Steingrími Þor-
steinssyni til að segja börnunum
sögur. Kynnir í útvarpinu verður
Rósa Guðný Þórsdóttir leikari.
Og þá er bara að leggja við
hlustirnar á annan í jólurn. -ÞH
með. Þá fór Huld oftar að sjást í
fjárhúsunum á Tjöm við saman-
rekstur því hún leitaði suðurávið á
æskuslóðir.
Sigurjóna Jóhannsdóttir á Ing-
vörum andaðist 3. nóv. 1934, en
böm hennar héldu búskapnum
gangandi til næsta hausts.
Þá var komið að 3. þættinum í
lifi Huldar. Uppboð, oft kallað
axjón í þá daga, á búshlutum og
lifandi peningi var haldið á Ing-
vörum vorið 1935, eins og þá var
alsiða er menn bmgðu búi. í
hreppstjórabók frá þessum ámm,
sem geymd er í Héraðsskjalasafni
Svarfdæla á Dalvík, sést, að flestir
bændur Tjamarsóknar hafa verið
viðstaddir axjónina. Þar vom seld-
ir búshlutir og verkfæri, einnig
nautgripir og hestur, en engin ærin.
Nú hefur Helgi Símonarson á
Þverá tjáð skrásetjara þessarar frá-
sagnar, að hann hafí keypt nokkrar
ær af dánarbúinu á Ingvömm.
Þeirra á meðal var ærin Huld, þá 5-
7 vetra gömul. Þessi kaup hafa þá
verið gerð áður en uppboðið var
haldið á Ingvömm. Það hefur þótt
vera hentugra, að æmar hefðu
vistaskipti óbomar.
Nema hvað. Helgi segir, að
Huld hafi verið í sinni eign í ein 6-
7 ár og skilað fram sínum lömbum
með heiðri og sóma ár hvert. Hann
telur, að hún hafi orðið allt að 14
vetra gömul og er það á kindarvísu
næstum því jafnmikið afrek eins
og að verða 100 ára á mennskra
manna mælikvarða. Þó að það sé
ekki vitað er líklegt, að hún hafi
eignast og komið upp yfir 20
lömbum á sinni löngu sauðarævi,
og má það gott kallast.
Lýkur hér að segja frá ánni
Huld, sem enginn veit hvaðan kom
í heiminn og gæti sem best hafa
verið af sauðakyni huldufólksins í
Laugahlíðarbrekkum.
HEÞ