Norðurslóð


Norðurslóð - 15.12.1993, Blaðsíða 24

Norðurslóð - 15.12.1993, Blaðsíða 24
Gröfukálfur Þegar blaðamaður var á ferð frammi á Hæringsstöðum á dögunum varð hann vitni að þessum nýtískulegu vinnubrögðum við að „stinga út“. Verkfærið er einskonar vasaútgáfa af skurðgröfu og gæti heitið gröfukálfur á íslensku. Kálfurinn á þó ekki eftir að taka út frekari vöxt. Að sögn Magnúsar Guðmundssonar stjórnanda og eiganda gröfunnar er hún einkar handhæg þar sem olnbogarými er takmarkaö og kemst td. inn í fjárhúskrær þó breidd þeirra sé lítiö ytir einn metra. Mynd: hjhj TímamóT Skírn 28. nóvember var Jenný skírð í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hennar eru Birgitta Níelsdóttir og Gunnar Gunnarsson, Drafnarbraut 2, Dalvík. Prestur var sr. Svavar A. Jónsson. Ingibjörg Valde- marsdóttir, Brim- nesbraut 39 varð 75 ára 6. desember sl. Guðrún Krist- insdóttir, Skíða- braut 6, varð 80 ára 13. desember sl. Friðleifur Sig- urðsson, Karls- rauðalorgi 14, verður 80 ára 30. des. nk. Norðurslóð ámar heilla, A ðfangadagskvöld. Mynd: Lene Zachariassen FréttahorniÐ Nýja félagsheimilið á Húsa- bakka þokast hægt og örugg- lega upp úr jörðinni. Nú er búið að steypa alla veggi og komið þak á stóran hluta hússins. Smiðir voru í óða önn að reisa sperrur úr límtré þegar blaðamaður heimsólti þá nú um mánaðamótin. Tréverksmönnum hefur gengið vel að halda áætlun enda hefur veðrið verið með þeim hætti að ómögulegt hefur verið að láta það tefja sig. Stefnt er að því að koma öllu húsinu undir þak fyrir jól. Þá tekur innivinnan við og þá má hann snjóa eins og hann lystir. Og meira af húsbyggingum í sveitinni. Það heyrir jafnan til tíðinda þegar byggð eru ný íbúð- arhús í Svarfaðardal. Nú stefnir allt í það að tvenn hjón flytji inn í nýbyggð hús sín fyrir jólin. Annars vegar eru það ungu hjónin á Bakka; þau Þór Ingvason og Kristín Gunnþórsdóttir sem nú eru að ljúka við smíði íbúðarhúss heima á Bakka. Hins vegar eru það svo Björn Daníelsson og Fjóla Guðmundsdóttir á Húsa- bakka sem flytja sig upp fyrir þjóðveginn í nýbýiið Lauga- brekku. Og í framhaldi af þessu er freistandi að slúðra dálítið, því heyrst hefur að ýmsir séu farnir að renna hýru auga til byggingarlóða í landi Laugahlíðar sem Svarfaðardalshreppur á. Einkum þykir mörgum Dalvík- ingum þar vænlegt undir bú og setja ekki fyrir sig 5 km keyrslu í vinnuna þegar vegurinn er orðinn eins góður og raun ber vitni. / Iveðurblíðunni í síðasta mánuði unnu þungavinnuvélar Steypu- stöðvarinnar að lagfæringu á veg- arslóðanum að Stekkjarhúsum í Skíðadal. Eins og kunnugt er ligg- ur frumstæður jeppavegur frá Kóngsstöðum fram^að afréttar- girðingu. Er hann einkum notaður til fjárflutninga og hefur oft verið erfiður yfirferðar, einkum í væt- utíð. Vegurinn var allur sléttaður og færður ofar á versta kaflanum. Einnig voru sett ræsi þar sem þess þurfti og mokað upp mala- rhaugum sem stefnt er að að bera ofan í veginn þegar skilyrði verða til þess. Verkið var fjármagnað með úthlutun úr Reiðvegasjóði sem hestamannafélagið Hringur fékk á árinu, og að hluta til úr Fjalivegasjóði. Kirkjukór Dalvíkurkirkju var með kaffisölu í safnaðarheim- ilinu fyrsta sunnudag í aðventu. Þar söng kórinn nokkur jólalög undir stjórn Hlínar Torfadóttur. Kórinn er að búa sig undir söng- ferð til Skotlands næsta vor, en þar í landi dveljast tveir ágætir söngkraftar við framhaldsnám, prestshjónin á Dalvík. Fyrirhugað er að halda fleiri fjáröflunar- samkomur á borð við þessa eftir áramót, enda kostar það sitt að fara með stóran hóp af fólki milli landa. Já, og vel á minnst, það vantar bassa í kórinn! Félagsheimilið rís úr jörðu, en fyrstir til að stíga þar á svið voru að sjálfsögðu smiðirnir. F.v.: Porgils Gunnþórsson, Þórólfur Jónsson, Guðni Þór Ragnarsson, Sigurður Bjarni Sigurðsson og Þorsteinn Hólm Stefánsson. Yfirsmiður verksins er Guðmundur Ingvason er liann var fjarverandi þegar blaðamann bar að garði. Myndir: hjhj Ja, ÞVÍLÍK EINMUNABLÍÐA í skammdeginu. Blaðamaður Norðurslóðar hitti fyrir þá feðgana Anton Gunnlaugsson og Sigurð Antonsson á Arnar- holtsvelli í byrjun jólaföstu. Voru þeir þar ásamt fleirum að spila golf í skammdegisblíðunni og létu vel af aðstæðunum þó völlurinn væri nokkuð harðari en þegar best lætur. Mynd: hjhj — Til lesenda Norðurslóð sendir vinum og vandamönnum um land allt bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár með pakklæti fyrir samskiptin á liðnum árum V________________

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.