Norðurslóð - 23.02.1994, Side 3
NORÐURSLÓÐ —3
Hluthafar voru
378 um áramót
Aðalfundur Sæplasts h/f verður
haldinn 28. febrúar nk. I>ann
dag verða liðin 10 ár frá því
stofnfundur félagsins var hald-
inn. I>essara tímamóta verður
minnst meðal annars með því að
verksmiðja fyrirtækisins verður
opin almcnningi að aðalfundi
loknum á mánudaginn. I>ar
verður boðið upp á veitingar.
Annars verða aðalfundurinn
með hefðbundnu sniði. Þar verð-
ur ársreikningur fyrirtækisins
fyrir síðastliðið ár lagður fram.
I ársreikningunum kemur fram
að hagnaður á síðasta ári nam 12,2
milljónum króna eftir skatta sem er
svipaður árangur og á síðasta ári.
Heildartekjur námu 307,8 miljónir
sem er 3% aukning frá árinu á und-
an. Salan skiptist annars þannig:
Fiskker innanlands 33,1%
Fiskker erlendis 40,5%
T rollkúlur innanlands 13,7%
Trollkúlur erlendis 6,8%
Rotþrær og tankar 5,9%
Einstök sölusvæði erlendis
koma mjög misjafnlega út, til
dæmis eykst sala á kerum í Dan-
niörku um 66% milli ára þótt sala
til annarra landa í Evrópu minnki
um 37%.
Heildareignir fyrirtækisins eru
bókfærðar á kr. 378,3 milljónir
króna, þar af voru vcltufjármunir
146,1 milljón. Heildarskuldir
námu 129,5 milljónum og höfðu
Iækkaö um 10 milljónir frá árinu
áður. Eins og sjá má eru veltufjár-
munir, sem að mestu eru peninga-
legar cignir, hærri en heildarskuld-
ir. Eigið fé er bókfært á kr. 248,9
miljónir, þar af er hlutafé bókfært á
kr. 82,3 miljónir en hluthafar eru
378 og hefur fjölgað um 46 á
síðasta ári.
Horfur þykja góðar á þessu ári
og hefur fyrirtækið keypt röra-
framleiðsluvél sem verið er aó
setja upp. Verður síðar sagt frá
þessari nýjung hér í Norðurslóð.
Til gamans má geta þess að á þess-
um 10 árum sem fyrirtækið hcfur
starfaó hér á Dalvík hafa verið
framleidd um 130 þúsund ker og
um 30% af þeirri framleiðslu hefur
verið flutt út til notkunar í fiskiðn-
aði um allan heim.
JA
Ólafur Árnason formaður Dalvíkurdcildar RKÍ afliendir Itraga Stcfánssyni héraðslækni lyklana að nýja sjúkrabíln-
um. Aðrir á myndinni eru frá vinstri: Þórir V. Þórisson hcilsugæslulæknir, Lcifur Harðarson sjúkrabílstjóri,
Zophonías Antonsson gjaldkcri RKI á Dalvík og Sigmar Sævaldsson stjórnarformaður Hcilsugæslustöðvarinnar.
Mynd: Batjarpósturinn
Dalvík:
Nýr sjúkrabíll kominn og
slökkvibíll á leiðinni
Ekki alls fyrir löngu kom til Dal-
víkur nýr sjúkrabíll sem leysa
mun af hólmi þann sjúkrabíl
sem fyrir var. Það er Dalvíkur-
deild Rauða kross Islands sem á
og rekur bílinn og kostaði hann
með öllum búnaði um 8 milljónir
króna. I bilnum er fullkominn
tækjakostur til neyðarhjálpar
og má þar nefna hjartastuðtæki,
súrefnis- og sogtæki. Bíllinn er
fjórhjóladrifinn af gerðinni Ford
Econoline 350 Diesel Turbo.
Þá er von á nýjum slökkvibí! til
Dalvíkur um mitt sumar og verður
hann sóttur til Ólafsfjarðar. Bif-
reiðavcrkstæðið Múlatindur á Ól-
afsfirói hefur undanfarin ár fram-
leitt slökkvibíla, þ.e.a.s. smíóaö
yfirbygginguna, og hafa slökkvi-
lióin á Ólafsfirði og á Blönduósi
keypt slíka gripi af Múlatinds-
mönnum. Nú ætla sem sagt Dal-
víkingar í samstarfi við Svarfaö-
ardalshrepp og Arskógshrepp
einnig að fjárfesta í einum slíkum.
Er sá í smíðum handan við Múlann
ásamt öðrum sem ekki hefur enn
vcrió seldur. Aætlað er að bíllinn
kosti um 7,5 milljónir og sam-
þykkti bæjarstjórn Dalvíkur á síð-
asta bæjarstjórnarfundi aó leggja
fram 5 milljónir til kaupanna. hjhj
Aðalfundur Sæplasts á mánudag:
Hagnaður svipaður og á síðasta ári,
rúmar 12 miijónir
- Rætt við síðasta loðdýrabóndann í dalnum,
Jón R. Hjaltason í Ytra-Garðshorni
SJUKRABliL
Sl. vor birtist í Norðurslóð viðtal
við feðgana í Ytra-Garðshorni
undir yfirskriftinni „Loðdýra-
bændur sjá til sólar“. Þá voru
ýmis teikn á lofti um batnandi
tíð, skinnaverð hafði hækkað,
búið var að afskrifa skuldir hjá
lánadrottnum og þeir Garðs-
hornsmenn höfðu hafið fram-
leiðslu á eigin fóðri sem lækka
átti fóðurkostnaðinn til muna.
Sem kunnugt er búið í Ytra-
Garðshorni það eina sem enn
starfar af þeim 5 loðdýrabúum
sem byggð voru upp í Svarfaðar-
dalnum á „uppgangstímum“
loðdýrabúskaparins. Sem stend-
ur er þar búið með 200 refa-
læður og um 100 minkalæður,
en minkarnir hafa þó verið mun
fleiri.
Nú á dögunum bárust fréttir af
því að mcðalverð á blárefaskinni
hefói vcrió á bilinu 6-7000 krónur
á uppboði í Danmörku og verður
því ekki annað séð en verulega sé
að glaðna til í loðdýrabúskapnum,
þ.e.a.s. hjá þcini loðdýrabændum
sem cnn þrauka.
Blaóamaóur hringdi í Jón R.
Hjaltason í Ytra-Garðshorni til að
forvitnast um hvort einhvcr skinn
frá honum hcl'ðu vcrið á téðu upp-
boói. Jón sagðst hafa átt þarna 50
skinn sem að mcóaltali hefóu farið
á 6500 krónur stykkið. Reyndar
sendi hann út fieiri skinn og fer af-
gangurinn líklega á uppboð í apríl.
„Eg er náttúrulega fyrir mitt
leyti mjög hrcss með þctta cn
óneitanlega cr gleðin nokkuð
blcndin þcgar maður hugsar til
hinna sem ekki cru lengur í þessari
framlciðslu og voru nánast skornir
við trog á undanförnum árum. Það
hafa rnargir úrvalsbændur og fag-
nicnn sem alltaf skiluðu fyrsta
fiokks afurðum misst allt sitt í
þessu stríði. Manni sárnar öll sú
óþarfa sóun sem átt hcfur sér stað
bæði þegar verið var að byggja
upp þessa atvinnugrein og þá ekki
síður þegar haröna tók á dalnum.
Oll þessi saga einkennist af þvílíku
bráðræði og skipulagsleysi að leit-
un cr að öðru eins. Það eru ótrúleg
verómæti sem látin hafa verið
grotna niður og verða að engu í
kring um yfirgefin loðdýrabú vítt
og breitt um landið. Staðreyndin er
sú að þetta er þægileg búgrein og
getur verið ágætlega aróbær. Þaó
eru í þessu rniklar sveifiur og þá
gildir aó menn notfæri sér upp-
sveifiurnar til aó lcggja fyrir til
mögru áranna. Þcssi síðasta nióur
sveifia var hins vegar óvcnju slæni
og það gildir um okkur eins og
fiesta aðra sem fóru út í þetta hér
að við byrjuðum á versta tíma“.
Nýir markaðir að opnast
Jón segir að sér hafi tekist að
lækka fóðurkostnaðinn verulega
rneð því aó framleiða lóórið sjálf-
ur, líklega sparist einar 800 þúsund
krónur á ársgrundvelli. Nú cr löó-
urkostnaður á hvern hvolp um
1.300 krónur sem getur ckki talist
mikið. Þess má gcta að rcfalæðan
gefur aó jafnaði al' sér scx hvolpa
og minkalæóan ca. fjóra. (Nú geta
menn reiknað, nóg er af hræbilleg-
um rcfaskálum)
„Eitt af því sem brást á sínum
tíma var fóðurveróið scm átti aó
vcra svo einstaklega lágt vcgna
mikiis framboðs á allskyns ú>
gangi frá frystihúsum og slátur-
húsum. Það gckk hins vcgar aldrei
el'tir.
Það er varla að maður trúi því
að hjólin séu farin að snúast eftir
allan þcnnan tíma. Það er ekki
nema rúmt ár síðan skinnin voru
að seljast á 2000 kall stykkið og
vissulega hefur maður margoft
hugleitt það að gefast upp og sagt
sem svo aó rnaður gæll þessu eitt
ár í viðbót".
Jón segist stefna að því aö
fjölga aftur minkalæóunum og
vonast hann til þess að verð á
minkaskinni nái hámarki um það
leyti sem hann er kominn í fulla
framleióslu á því sviöi.
Þaó bendir scmsagt fiest til þess
að kreppan í skinnaiðnaðinum sé
að baki og framundan séu góóir
tímar fyrir skinnaframleiðendur.
Jón segir að áróður dýraverndun-
arsamtaka gegn pelsdýrabúskap
hafi vissulcga haft áhrif á Vcstur-
löndum en á móti korni nýir mark-
aðir í Austur Evrópu, gömlu
Sovétríkjunum og að ekki sé
minnst á Kína og ficiri Asíulönd.
Með sókn kapítalismans í þcssuni
löndum fjölgar stöðugt í hópi
þeirra athafnamanna sem cfni hafa
á loðpclsum og öðrurn lúxusvarn-
ingi. Mcnn hafa l'yrir satt aó t.d. í
Kína sé pcls eða loðkragi þaó
stöóutákn scm enginn bisnissmað-
ur getur ncitað eiginkonu sinni um
og ef l'ram hcldur scm horfir í efna-
hagsmálum Kínvcrja, þar sem cig-
inkonur skipta hundruðum millj-
óna vcróur sá markaður scint full-
mettaður.
hjhj
Laugabrekka, nýja hús Björns Dan. og Fjólu. Mynd itj.iij.
Mér er spurn?
Eftir að hús reis með undra-
skjótum hætti upp af grundinni
fyrir neðan Laugahlíð, þ.e.a.s.
nýbýlið Laugabrekka, hefur
orðið vart nokkurs áhuga fyrir
byggingarlóðum í Laugahlíðar-
landi og hefur blaðinu borist fyr-
irspurn um hvort til sé skipulag
fyrir svæðið.
Blaðið setti sig í samband við
Atla oddvita á Hóli sem upplýsti
eftirfarandi. A sínum tíma var gert
skipulag fyrir sumarbústaóalóðir
sunnan við Laugahlíðarbæinn þó
cnn hafi ekki neitt vcrió byggt eftir
því skipulagi. Annað land cr ckki
skipulagt. Atli sagðist hafa orðið
var við nokkurn áhuga og ýmsir
hefðu spurst lyrir um lóðir. Engar
umsóknir hel'ðu þó borist enn.
Hann sagöi aó ekki hcfói verið tek-
in ncin ákvörðun um það að skipu-
ieggja svæðið en ef lóðaumsóknir
tækju aó berast inn á borð yrði það
líklega gert.
Þess má geta að fyrir meira en
tuttugu árum síóan var rætt um að
skipuleggja þéttbýiiskjarna neðan
viö Sundskálann og reyndar geng-
ið frá skipulagi fyrir hann. Kröfur
dagsins í dag eru hinsvegar að
menn fái að byggja meira út af
fyrir sig á stærri lóðum og kostar
þaö nokkur skipulagsleg vandamál
varðandi vegi, lagnir og annað.
Atli sagðist engu að síóur taka
fagnandi á móti hverjum þeim sem
fiytja vildu í sveitina og myndi
hann greiða götu þeirra sem best
hann gæti.
Þess má geta að í fyrra sótti
íjölskylda úr Reykjavík um aó fá
keyptan norðurenda fjóshlöðunnar
gömlu í Laugahlíð til að innrétta
þar sumarbústað og var umsóknin
samþykkt í hreppsnefnd. hjhj
„Loðdýr eru þægileg
og arðbær búgrein“