Norðurslóð - 20.04.1994, Síða 1
18. árgangur
Miðvikudagur 20. apríl 1994
4. töiublað
Dalvíkingar njóta kræsinganna sem bæjarstjórn bauð þeim upp á í afmælisvcisiunni.
Myndir. -ÞH
mm
Svarfdælsk byggð & bær
Vorið kemur
Sunnan yfir sæinn breiða
sumarylinn vindar leiða.
Draumalandið himinheiða
hlær - og opnar skautið sitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar,
hjartað mitt!
Gakk þú út í græna lundinn,
gáðu fram á bláu sundin.
Mundu, að það er stutt hver stundin,
stopult jarðneskt yndi þitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar,
hjartað mitt!
Allt hið liðna er ljúft að geyma,
- iáta sig í vöku dreyma.
Sólskinsdögum síst má gleyma,
- segðu engum manni hitt!
Vorið kemur, heimur hlýnar,
hjartað mitt!
1. hluti ljóðabálksins Vikivakar
cftir Jóhanncs úr Kötlum
Afmælisárið mikla á Dalvík:
Bærinn bauð í kaffí á kaupstaðarafmælinu
- Ný útgáfa af bæjarmerki og framkvæmdaáætlun fyrir friðlandið í Böggvisstaðafjalli
samþykkt á hátíðarfundi bæjarstjórnar
I*ann 10. apríl sl. voru liðin tutt-
ugu ár frá því Dalvík fékk kaup-
staðarréttindi og breyttist úr
hreppi í bæ. Af því tilefni gerðu
menn sér dagamun, skoðuðu
málverk, héldu hátíðarfund og
messu og snæddu volduga tertu.
Afmælishátíðin hófst daginn
fyrir sjálft afmæiið því á laugar-
daginn 9. apríl var opnuó sýning á
verkum myndlistarmannsins Jóns
Stefáns Brimars Sigurjónssonar í
húsnæði Tónlistarskólans. Þar gat
einnig aó líta söfn nokkurra félaga
í Safnarafélaginu sem er ákaflega
virkt á Dalvík.
Afmælisdagurinn rann upp og
kl. 9 um morguninn voru fánar
dregnir að húni. Hátíðarmessa var í
Dalvíkurkirkju kl. 10.30 þar sem
sr. Svavar A. Jónsson predikaði,
kirkjukórinn söng og tónlistarfólk
á ýmsum aldri lagöi sitt til mál-
anna. Kl. 13 hófst sérstakur hátíö-
arfundur bæjarstjórnar í Safnaðar-
Fundarhamarinn góði sem hjónin og bæjarfulltrú-
arnir Guðlaug Björnsdóttir og Hilmar Daniclsson
gáfu bæjarstjórn Dalvíkur í tilcfni af afmælinu.
Til vinstri má sjá merki Dalvíkurbæjar cins og það
hefur nú vcrið útfært af tciknistofunni Stíl á
Akureyri.
h e i m i 1 i dagskrá fundarins voru tvö mál:
Dalvíkur- samþykkt ný og endurbætt útgáfa
kirkju. A af merki bæjarins og afgreiðsla á
framkvæmdaáætlun l'yrir friöland
Dalvíkinga í Böggvisstaðafjalli.
Samkvæmt áætluninni á að vinna
að skipulagningu fólkvangsins í
fjallinu á þessu ári, en fram-
kvæmdir eiga að hefjast á næsta ári
og vera lokið um aldamót. Er þá átt
vió fyrirkomulag aókomuleiða aó
fólkvanginum, staósetningu bíla-
stæóa, göngustíga, leityækja og
skógræktarsvæða. Var hvort
tveggja samþykkt með atkvæðum
allra bæjarfulltrúa.
A fundinum tók til máls Valdi-
mar Bragason bæjarfulltrúi, en
hann var fyrsti bæjarstjóri hins
unga kaupstaðar. Aðrir bæjarfull-
trúar tóku til máls og árnuðu bæn-
um heilla og Guðlaug Björnsdóttir
sem ákveðið hefur að láta af setu í
bæjarstjórn eftir kosningarnar í vor
kvað sér hljóðs og færði bænum að
gjöf forláta fundarhamar sem Jó-
hannes Haraldsson á Hjalteyri skar
út í tré. Hamarinn er gjöf frá Guð-
laugu og eiginmanni hcnnar,
Hilmari Daníelssyni, en hann var
sveitarstjóri og sat í bæjarstjórn
um nokkurra ára skeið. Forseti
bæjarstjórnar, Trausti Þorsteins-
son, stjórnaði fundi og þakkaði
gjöfina og hlý orð í garð afmælis-
barnsins.
Að loknum hátíðarfundinum
bauð bæjarstjórn til kaffidrykkju í
Víkurröst og þáðu hundruð manna
boðið. Þar var ma. boðið upp á
hcljarmikla afmælistertu sem bak-
arar í Axinu höfðu bakað.
Afmælishátíðin fór í alla staði
vel og virðulega fram. En það
vakti athygli að einungis einn
þingmaður kjördæmisins lét sjá sig
í bænum á þessum merkisdegi.
Þeir hel'ðu sennilega verið fleiri ef
nú væri kosningaár, þó ekki sé
geró krafa um að forsetinn sjálfur
heiðri bæinn með nærveru sinni
eins og Grindvíkingar urðu aðnjót-
andi. -ÞH
Vorkoma
Smám saman saxast á veturinn.
Hann var ekkert sérlega illur
viðureignar. Nógur er samt
snjórinn. Hann kom, svo að um
munaði, síðast í janúar og hann
Iiggur enn hálfs til heils meters
djúpur og eitilharður. Það á nú
eftir að sýna sig hvernig hann
hefur mcðhöndlað trjágróður og
túngróður. I bráðina er ekki
ástæða til að vænta annars en
góðs. Við sjáum nú hvað setur.
Nú eru hinir fljúgandi vorboóar
aö koma hver af öðrum. Það
byrjaði samt með útlendum fugl-
um, sem hrakist hafa hingað
norður undan illviðrum.
Fiðraðir útlendingar
Einn daginn birtust hér öllum að
óvörum tveir fiðraðir útlendingar.
Þeir voru býsna ólíkir: Annar var
svartur, gulnefjaður, á stærð við
skógarþröst og hélt sig mest við
jörðina.
Hinn er smár, á borð við grátitt-
ling og heldur sig við trén hopp-
andi grein af grein. I Fuglabókinni
stendur, að hann sé „skærrauógul-
ur á bringu, fram eftir hálsi og
enni, en einlitur, olívubrúnn aó
ofan". Það er enginn vafi á því, að
sá fyrrnefndi er svartþröstur og
hann er tíður flækingur hér. Hinn
kvað nefnast í bókum glóbryst-
ingur og sést hér sjaldan. Nú virð-
ist hafa komió vænn hópur og
dreifst um landió, því samtímis
sáust þeir víða. Hér í byggð sáust
þeir um páskana samtímis á Tjörn,
Sökku og Laugahlíð. A síðasta
staðnum flugu þeir inn í eldhús og
þáóu gott úr lófa barnanna.
Og fleiri voru flækingarnir. Um
skeið var hér stór, grár fugl „og
stóð eitthvað skrýtið aftur úr hon-
um“, eins og einhver komst aó
orði. Þetta held ég, ritstjóri þáttar-
ins, að hafi verið gráhegri, en
hann teygir langar lappirnar beint
aftur frá sér á flugi.
Þá má líka nefna fleiri sjaldséða
fugla, sem óumdeilanlega tilheyra
íslensku fugla-fánunni: A Sökku
sáust brandugla, músarrindiíl og
rjúpur sama daginn, 14. apríl.
Svanur á tjarnir...
Og svo voru allt í einu komnir
ósviknir farfuglar þ.e.a.s. svanur-
inn, sem stundum er kallaóur því
einkennilega nafni álft. Hún var
komin á mjóa vök á Tjörninni og
farin að stinga sér til botnsins, eins
og lítil skurðgrafa. Þetta var 15.
apríl.
Glóbrystingur.
...og þröstur í tún
Og síðar sama daginn var allt í
einu kominn skrautbúinn skógar-
þröstur hoppandi og skoppandi í
taðinu fyrir framan fjárhúsin.
Næst var röðin komin að öðrum
stórum fugli. Nú kemur grágæsin
á morgun, sagói einhver á bænum.
Rétt var það, að morgni 16. apríl
voru þrenn grágæsahjón og ein
stök vappandi gæs úti á Kotshól-
unum, einu hólunum sem standa
upp úr vetrarsnjónum. Þær voru
Svartþröstur.
glaðar að vera komnar heim og
görguðu af feginleik.
Hver kemur næst?
Og nú fara vorfuglarnir að koma í
löngum bunum. Eg spái því að
næstur verði stelkurinn að gera
vart við sig, og svo heil halarófa:
Rauðhöfðaönd, taumönd, márí-
atla, grátittlingur og fleiri og
fleiri. Kannske fjöllum við eitt-
hvað um þá í næsta blaði.
HEÞ.