Norðurslóð - 18.05.1994, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 18.05.1994, Blaðsíða 3
NORÐURSLÓÐ — 3 Hvernig á að kjósa? - Holl ráð til ungra kjósenda 1. Þitt fyrsta verk er að lesa stefnuskrár listanna. í ár virð- ist, þegar fljótt er á litið, sem framboðin hefðu getað spar- að peninga og gefió út sameiginlega stefnuskrá. En ef grannt er skoðað, sérðu að B-listinn hefur komið fram með hnitmiðuð markntið að vcl hugsuðu máli, þar sem tekió er á öllum þáttum bæjarfélagsins. 2. Það er erfitt að láta stefnuskrárnar urn það hvað þú átt að kjósa, svo næsta skrefið er að skoða gaumgæfilega það fólk scm prýðir listana. Nú, ef þú skoðar D-listann frá síð- ustu kosningum, sérðu að megin breytingarnar á honurn eru fyrir neðan 4. sætið og þó svo aó þú getir ekki fundió þessu fólki, sem haldið hefur um stjórntaumana undanfar- in átta ár, mikið til foráttu, þá kemstu að þeirri niðurstöðu aó forystan er líklcga stöónuð og þreytt. Þá líturðu á hin tvö framboðin, sem bæði hafa gamla refi í fyrsta sæti. Á B-listanum fylgir Kristjáni ungt fólk, sem þrátt fyrir aldur- inn hefur víótæka reynslu af félagsstörfum margskonar og hefur áhuga á aó gera Dalvík að enn ákjósanlegri staó til að búa á í framtíóinni. I 5. til 14. sæti er svo fólk á ýmsum aldri úr öllum stéttum og enginn vafi leikur á því að þessir frambjóðendur B-listans mynda góða hcild sem þú trcystir fyrir málefnum okkar draumabláu Dalvíkur. 3. Þá ertu búinn að ákveöa að setja x við B og síóan cr bara að mæta á kjörstað þann 28. maí til að nýta atkvæðið örugglcga - því þaó cr mikilvægt að þú látir til þín taka. En mundu að taka niður X-B merkið, svona rétt á ntcð- an þú ert að kjósa! Helga Björk Eiríksdóttir Þegar stefnuskrá B-listans er lesin yfir má strax greina mikinn áhuga fyrir lélags- og ntenningarmálum, reyndar er minnst á hin frjálsu félagasamtök í nær öllum mála- flokkum stefnuskrárinnar. Þaö er mitt álit að í bæjarfélagi líkt og Dalvík sé ntikið og gott félagslíf ásamt nægri atvinnu hornsteinn að heil- brigðum bæ. Eg legg því mikla áhcrslu á aó þau félaga- samtök bæjarins sem mörg hver hafa farió út í mikla fjár- festingu á liðnum árum verði studd dyggilega í uppbygg- ingarstarfsemi sinni á þeirri myndarlegu aóstöðu sem þau cru að skapa sér. Hverri krónu scm hægt er að verja til slíkra lélaga er vcl variö og það er alveg klárt mál að þaó er endurgoldið margfalt mcð mikilli vinnu og fórnfýsi félaganna. Góð og öllug lélagasamtök skila bænunt líka fleiri ferðamönnum og eru þannig óbeint atvinnuskapandi, t.d. í kringum allt mótahald, og staðurinn veróur fýsilegri til búsetu þegar góð íþrótta- og félagsaðstaða er fyrir hendi. í nær öllum tilvikum sparast miklir fjárntunir, t.d. væru bæj- arfélögin ekki öfundsverð ef á þcirra könnu væri rekstur hjálparsveita landsins með öllu er því fylgir, húsnæðis- og tækjakaupum, viðhaldi, þjálfun og þckkingu. Það lcr óhcmju tími í rckstur slíkrar starfscmi, cn bæjarfélagið hel'ur til þessa aðeins borió lítió brot af þessum kostnaói. Ef Dalvíkingar halda áfrarn aó starl'a að félagsmálum af sama þrótti og hingaó til er ekki aó kvíöa í þeim efnunt. Það er hreinlega skylda allra bæjarfulltrúa að sýna þessum félögum skilning. B-listinn vill vcg hinna frjálsu lélagasamtaka meiri, því segi ég X-B fyrir betri bæ. Stefán Gunnarsson Fjögur efstu á B-listanum 3. Stefán Gunnarsson 4. Helga Björk Eiríksdóttir 1. Trausti Þorsteinsson 2. Svanhildur Árnadóttir 3. Birgir Össurarson 4. Gunnar Aðalbjörnsson Fjögur efstu á D-listanum X-D fyrir Dalvík Á undanförnum fjórum árum hefur verió mikill vöxtur á Dalvík. Á þessum tíma hefur íbúuni tjölgað unt 5,6% sem er Iangt umfram meðaltal í kjördæminu og nokkru ntcira cn landsmeðaltal. Staða bæjarsjóðs er mjög sterk og hefur hún verið nýtt til aó stórauka þjónustu við íbúana, sem nemur um 28 milljónum króna frá árinu 1990 á verðlagi 1993. Fé- lagsleg þjónusta við íbúana hefur vaxió um 15 milljónir króna á þessu árabili og kostnaður við umhverfismál um 5 milljónir. Á sama tíma hefur skattheimta á einstaklinga og fyrirtæki lækkað um 13%. Álagning útsvars og fasteigna- gjalda á einstaklinga hefur lækkað og ýmsir skattstofnar á einstaklinga og fyrirtæki eru ckki nýttir. Allt hefur þetta verið gert án þess að stofna peningalegri stöðu bæjarsjóós í voða. Aóeins þrjú bæjarfélög geta státaó af jákvæðri pen- ingalegri stöðu bæjarsjóðs líkt og Dalvík. Þrátt fyrir samdrátt tekna og aukinn rekstur hefur bæjar- sjóóur framkvæmt fyrir 342 milljónir króna cn séu fram- kvæntdir á vcgum veitna og hafnar meótaldar nemur upp- hæóin hátt í hálfan miiljarö króna á þessum fjórum árum. Þessara framkvæmda sér stað í byggingu skóla, sundlaug- ar, íþróttasvæðis, skíðaskála, leikskóla, íbúðum aldraóra, vióbyggingu Dalbæjar, gatnageró og ýmsum smærri verk- efnum. Á vegunt hafnar og veitna hafa helstu framkvæmd- ir verið bygging grjótvarnar og athafnasvæóis viö höfnina, miólunargeymir l'yrir kalt vatn og endurnýjun aöveituæðar hitaveitu. Átak hefur verið gert í umhverfismálum. Onýt hús og skúrar hafa verið fjarlægð og opin svæði fegruð. Atvinnu- ástand á Dalvík hel'ur verið rnjög gott og fullyrðingar um annað eru hrein ósannindi. Atvinnuleysi er nánast óþekkt og vöxtur er í fyrirtækjum á staðnum. Á þessu framfaratímabili hefur D-listinn verið í forystu í bæjarstjórn. Ef gerðir bæjarstjórnar eru skoðaðar af raun- sæi má það teljast fullkomin ósanngirni að saka D-listann um doða og hugmyndaleysi, ckki síst þegar hafóir cru í huga þeir erfiðleikar sem verið hafa í íslensku efnahags- og atvinnulífi. Kosningar á Dalvík snúast um þaö, hvort kjóscndur vilja áfrarn þennan vöxt og hagsýni í stjórn bæjarfélagsins eða úreltar leiðir mótframboóanna um aukin afskipti bæj- aryfirvalda í atvinnulífi með tilheyrandi skuldasöfnun og stöðnun. Reynsla annarra sveitarfélaga af slíkurn aðgeró- um leióir í ljós að þær veita einungis stundarbata, mismuna fyrirtækjum, skuldasetja sveitarfélögin og kalla síóar eftir sértækum aðgeróum ríkisvalds í anda Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs útfiutningsgreina. Frambjóóendur D-listans hafa staóið við þau fyrirheit sem gefin voru fyrir síóustu kosningar, orð þeirra og efndir fóru saman. D-listinn lagði fram stefnuskrá sína fyrir kont- andi kosningar löngu á undan öðrum framboðum. Þar er áhersla lögð á áframhaldandi vöxt og gróandi mannlíf í bæjarfclaginu. D-listinn er ckki að lofa upp í crmina á sér. Fulltrúar listans er samstilltur og áhugasamur hópur fólks sent vill leggja sitt af ntörkum í þágu bæjarfélagsins, íbú- um þess til heilla. Því hvetjum vió alla kjósendur til að setja X við D á kjördag, fyrir Dalvík. Svanhildur Árnadóttir Um hvað snúast bæjarstjórnarkosningarnar á Dalvík vorið 1994? Þær snúast í grundvallaratriðum unt það hverskonar samfélag vió viljum sjá þróast hér á næstu árum í atvinnu- legu jafnt sem félagslegu tilliti. Þær snúast einnig um það hverjum vió treystum best til að standa vöró um hagsmuna- mál okkar og frantfylgja hugmyndum okkar um réttlátt samfélag í fögru umhverfi. I-Iistinn er skipaður Dalvíkingum sem hafa starfað með Alþýðubandalagi, Alþýðufiokki eða Þjóöarflokki, ásamt einstaklingum sem eru óháóir stjórnmálaflokkum en kjósa þennan vettvang til að vinna aó hagsmunamálum síns bæj- arfélags. I-Iistinn efndi til prófkjörs um framboðið og gaf Dalvíkingum þannig kost á að hafa áhrif á, bæði hvaða ein- staklingar skipuðu listann og einnig hverjh- skipuðu efstu sæti hans. I-listinn cr því myndaður mcð lýðræðislegum hætti af Dalvíkingum sjálfum. I-listinn hefur á að skipa traustu fólki sem Dalvíkingar þekkja af verkum þess, bæði atvinnu og þátttöku í félagsmálum og stjórnmálum. Við, frambjóðendur I-listans, myndunt samhentan hóp sent er reiðubúinn aó axla þá ábyrgð sem okkur kann að vcröa falin. Viö tcljum að stjórnun Dalvíkurbæjar þurfi á hvcrjum tíma að ntiða að því að þarfir íbúanna scu uppfylltar mcð sem hagkvæmustum hætti, þannig að sköttum og þjónustu- gjöldum sé stillt í hóf. Við tcljum einnig aó bæjaryfirvöld á hvcrjum tíma cigi aö vinna meö atvinnulífinu og sýna frumkvæði sé þess þörf og aö öllug og fjölbrcytt félagsstarfsemi sé ckki aðeins al'- þreying fyrir íbúana heldur og virkur stuöningur við fjöl- skylduna. Um ýmis framfaramál og framkvæmdir cru fiestir Dal- víkingar sammála. Þannig er malbikun gatna eóa lýsing þeirra, nú cða framboð byggingalóöa varla ágreiningsefni eóa kosningamál. Áherslur og vióhorf til annarra mála, eða forgangsröðun, geta hinsvcgar verið það. Framboð okkar, I-listinn, stcndur fyrir: • Ellingu atvinnulífs og aukinni fjölbreytni þess. • Oryggi fyrir börn; samfelldur skóladagur, sveigjanlegur vistunartími í dagvist og örugg skipulögö leiksvæði. • Ellingu skólastarfs á Dalvík; sjálfstæður framhalds- skóli. • Sveigjanlega félagsþjónustu sem mætir þörfum íbúanna og styrkir þá til sjálfshjálpar. • Fjölbreytt framboó húsnæðis; leiguíbúóir fyrir aldraða. • Ofiugan stuðning við fjölbreytt lélagsstarf og rncnn- ingarntál. • Aukna áherslu á umhverfismál. • Virkara stjórnkcrfi og valddreifingu. Rcgluleg endurnýjun þcirra sem fara með stjórn og ákvarðanatöku cr hverju bæjarfélagi nauðsynleg. I-listinn hefur á að skipa fólki með góðar hugmyndir og fjölbreytta reynslu og þekkingu til að hrinda þeirn í framkvæmd. Þess vcgna er I-listinn góður valkostur kjóscnda á Dalvík. Frambjóðendur I-listans Fjögur efstu á I-listanum 1. Svanl'ríður Inga Jónas- 2. Bjarni Gunnarsson dóttir 3. Þórir V. Þórisson 4. Þóra Rósa Geirsdóttir

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.