Norðurslóð - 18.05.1994, Qupperneq 6
HKMÉ!
Svarfdælsk byggð & bær
TIMAMOT
Skírnir
Þann 2. apríl sl. var skíróur í Dalvíkurkirkju Matthías. Foreldrar
eru Arnheióur Hallgrímsdóttir og Gunnar Þór Þórisson, Karlsbraut
15 á Dalvík.
Þann 21. apríl sl. var skírð í Tjarnarkirkju Anna Kristín. Foreldrar
eru Sigurbjörg Karlsdóttir og Friðrik Þórarinsson, Grund í Svarf-
aðardal.
Þann 15. maí sl. var skírður í Dalvíkurkirkju Ingvi Örn. Foreldrar
eru Ingibjörg María Ingvadóttir og Friðrik Vilhelmsson, Dalbraut
14 á Dalvík.
Afmæli
Þann 5. maí sl. varó 75 ára Ragnar Jónsson
póstur, Stórhólsvegi 1, Dalvík.
FRETTAHORNIÐ
Þann 23. maí nk. verður 70 ára Þórir Stef-
ánsson vcitustjóri, Bárugötu 10, Dalvík.
Norðurslóð árnar heilla.
Andlát
Þann 12. maí sl. lést Asta Aðalsteinsdóttir, Svarfaðarbraut 5, á
Fjóróungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hún verður jarðsungin frá Dal-
víkurkirkju laugardaginn 21. maí kl. 14. Hennar verður minnst í
næsta tölublaði Norðurslóöar.
Framkvæmdir við nýja félags-
heimilið á Húsabakka fara nú
senn af stað aftur eftir nokkurra
mánaða uppihald. Nú á að fara í
frágang hússins aó utanverðu og
hafa Tréverksmenn fengió frest
fram til fyrsta septembcr til aó
ljúka verkinu. Seinna í þessum
mánuði verður ljóst hvað Lána-
sjóður sveitarfélaga mun leggja
fram til verksins á þessu ári og
ræðst framhaldið og framkvæmda-
hraðinn töluvert af því. Lauslega
áætlað er kostnaóurinn nú um 20
milljónir en eftir er aö klæða húsið,
setja á það þak og ganga frá glugg-
um og dyrum áður en það verður
fullfrágengið að utanverðu og fyrri
verkáfanga Iýkur.
Þann 3. mars s.l. varð Valgerður
Steinunn Frióriksdóttir 105
ára. Hún er nú elst Islendinga,
fædd 1889 að Hánefsstöðum í
Svarfaðardal. Valgerður dvelur á
Dvalarheimilinu Hlíð en á Akur-
eyri hcfur hún verið búsett lcngst
af sinni löngu æfi. Valgerður er af
rammsvarfdælskum ættum. Friórik
faðir hennar var bóndi á Hánefs-
stöðum 1885-1909 cn flutti til Ak-
ureyrar 1915. Valgeróur bjó því í
Svarfaðardal öll sín uppvaxtarár
og hefur alla tíó haldió tryggó við
sína sveit. Hún er vel ern enn og
fer árlega í pílagrímsferó um
Svarfaðardalinn sinn sem hún tclur
öðrum sveitum fcgurri. Valgerður
var gift Jónasi Franklín Jóhanns-
syni sjómanni og síðar verkamanni
á Akureyri, áttu þau tvö börn sem
nú eru bæði látin. Er af þeim kom-
inn fjöldi afkomenda.
Sundskáli Svarfdæla varð 65 ára
á dögunum en hann var vígður
við hátíðlega athöfn á sumardag-
inn fyrsta 25. apríl árið 1929.
Skólaslit eru nú í algleymingi og í Tónlistarskóla Dalvíkur fóru þau fram
þann 15. maí sl. Skólinn starfar raunar á þrcmur stöðum, í Dalvík, í Arskógi
og á Húsabakka, en þar var mcðfylgjandi mynd tekin. Hún sýnir tvo kennara
skólans, Eirík Stephensen og Völvu Gísladóttur, taka lagið ásamt tveimur
nemendum á Húsabakka, þeim Elisabctu og Erlu Rcbckku.
íþróttir
Dalvík í fyrsta skipti í 1. deild í fótbolta
Fótboltinn byrjar að rúlla núna
tim hvítasunnuna. Á föstudaginn
verður fyrsti leikur Dalvíkinga í
3. deild karla og daginn eftir
verður flautað til leiks í fyrsta 1.
deildarleik liðs frá Dalvík. Eins
og fram hefur komið hér í
blaðinu öðlaðist meistaraflokkur
kvenna óvænt rétt til þátttöku í
1. deildarkeppninni og er það í
fyrsta sinn sem knattspyrnulið
frá Dalvík kemst upp á meðal
þeirra bestu í landinu.
Dalvísku stúlkurnar hafa verið í
örri sókn á síóustu árum. I fyrra
komust þær í undanúrslit bikar-
kcppninnar og í úrslitakeppni 2.
deildarinnar. Þar urðu þær í þriðja
sæti en aðeins tvö liö færast upp í
1. deild. Skömmu eftir áramót
gerðist það svo að Þróttur í Nes-
kaupstað dró lið sitt út úr keppn-
inni og bauðst Dalvík þá sæti
þeirra.
Svipaður hópur
Það má þó búast við því að á bratt-
an verði að sækja fyrir stúlkurnar í
sumar. Björn Friðþjófsson for-
maður Ungmennafélagsins segir
aö fimm lið l'rá suðvcsturhorninu
séu í sérllokki í kvennaboltanum:
KR, Breiðablik, Stjarnan, Valur og
Akranes. „Þá cru eftir þrjú lið,
Haukar, Dalvík og Höttur frá Eg-
ilsstöðum, sem munu berjast gegn
því aó verða annað tveggja liða
sem falla í 2. deild.“
Fyrstu lcikir beggja liða vcrða
gegn Haukum í Hafnarfirði og því
sést aö mótið byrjar meö mikilli
alvöru hjá stúlkunum. Björn segir
að stúlkurnar séu eins vel undir-
búnar fyrir kcppnina og kostur cr,
en þær séu þó 3-4 mánuðum á eftir
hinum liðunum vegna þess hve
seint varð ljóst aó þær færðust upp.
Þjálfari er sem fyrr Þórunn Sigurð-
ardóttir og hópurinn er lítið breytt-
ur ef frá eru taldar tvær stúlkur frá
Akureyri sem kepptu fyrir IBA í
fyrra en þær léllu í 2. dcild.
Kynslóðaskipti hjá
piltunum
Þaó hefur hins vegar átt sér stað
töluverð brcyting á hópnum sem
myndar meistaraflokk karla á Dal-
vík. „Þaó er mikil endurnýjun í
gangi, eldri menn að hætta og
meðalaldurinn er ekki nema 22 ár.
Við erum því hóflega bjartsýnir á
það að við komumst upp í 2. deild.
En við ætlum að standa okkur vel í
3. deildinni og forðast fallbarátt-
una,“ segir Björn.
Þjálfari piltanna cr nýr, Ámundi
Sigmundsson, og leikur hann einn-
ig með liðinu. Ámundi er reyndur
maður og hefur leikið ma. meó Val
í Reykjavík og ÍBÍ.
Björn sagði að góður árangur
stúlknanna gerði auknar kröfur til
félagsins, bæði innan og utan vall-
ar. „Það veróa miklu meiri ferða-
lög en áður, stystu ferðirnar verða
til Egilsstaða og Akraness, öll hin
lióin eru á höfuöborgarsvæðinu.
Veöurfarió eykur líka á aðstöðu-
muninn milli félaganna. Til dæmis
vorum við aó komast í fyrsta sinn á
malarvöll unt sama leyti og félögin
fyrir sunnan voru aö komast á
gras,“ segir Björn.
Fyrsti heimaleikur piltanna í 3.
deildinni veröur 27. maí gegn
Skallagrími en stúlkurnar leika
fyrst gegn Akranesi heima þann 3.
júní og er þaó von manna að þann
leik verði hægt aö leika á grasi.
Yngri flokkarnir fara svo á fullt í
byrjun júní en Dalvík á liö í öllurn
flokkum Islandsmótsins í sumar.
Þorsteinn Svörfuður
í sókn
I sveitinni cr þaö Ungmennafélag-
iö Þorsteinn Svörfuóur sem sér um
íþróttamálin. Þar þjálfar harósnúiö
knattspyrnulið vikulega á eina
blettinum sem kominn er almcnni-
lega upp úr snjó, þ.c.a.s steypta
planinu við Húsabakkaskóla. Aö
sögn Tryggva Jóhannssonar fram-
kvæmdastjóra félagsins er áhugi á
aö vera þar meö vikulega íþrótta-
og leikjatíma fyrir yngri krakkana
en með sumrinu stendur íþrótta-
húsiö á Dalvík þeim ekki lengur til
boða fyrir slíkar uppákomur. Þá er
í bígcró aó hafa rcglulegar æfingar
fyrir knattspyrnulið yngri deildar á
Flötutungum ef sá völlur kemur
undan snjó þetta áriö.
Sundmót var haldið í Sundskála
Svarfdæla síðasta sunnudag. Þá l'ór
fram á vegum félagsins spurninga-
kcppni á milli félaga í sveitinni
eins og getið var um í síðasta blaði.
Kcppnin fór fram á tveim kvöldum
og uröu úrslitin þau að lið For-
eldrafélags Húsabakkaskóla vann
sigur í úrslitakeppninni við lið
hreppsnefndar Svarfaðardals-
hrcpps.
-ÞH/hjhj
Bygging Sundskálans á sínum
tíma var þvílíkt kraftaverk að
undrum sætti og enn standa menn
dolfallnir yfir því afreki sem þarna
var unnið við frumstæö skilyrði.
Svarfdælingar eru enda afar stoltir
af sundskálanum sínum og sýna
honum fullan sóma sem betur fer.
Kór Dalvíkurkirkju:
Söngferð til
Bretlands
Kór Dalvíkurkirkju heldur í
söngferðalag til Bretlands 31.
maí nk. Allt starf kórins á und-
anförnum niánuðum liefur tekið
mið af þessari ferð. Miklar æf-
ingar hafa verið og auk þess ýni-
islegt gert til fjáröflunar fyrir
ferðina. Kórinn hefur á undan-
förnum árum lagt peninga til
liliðar í þcim tilgangi að fara
söngferðalag til útlanda og síðan
hafa ýmsir veitt kórnum styrki í
viðurkenningarskyni sem runn-
ið hafa í ferðasjóð. Kórinn kem-
ur heini 9. júní þannig að ferðin
tekur alls 10 daga.
Sem fyrr segir leggur kórinn af
stað 31. maí nk. og veróur flogið á
Glasgow þar sem Jón Helgi Þórar-
insson og Margrét Einarsdóttir
taka á móti kórnum og slást í hóp-
inn. Eins og kunnugt er hafa þau
verið í framhaldsnámi í Edinoorg
frá því í haust. Gárungarnir segja
aó svo hafi kórfélagar verió farnir
aó sakna þeirra hjóna aó ákveðið
hafi verið að kórinn færi allur og
heimsækti þau. Feróast verður um
hálendi Skotlands og sungið á
formlegum tónleikum og þar senr
tækif'æri bjóðast. Meðal annars
verður gist í Glasgow og Edinborg.
Þá verður farið til Hull og sungið
þar við sjónrannamessu á sjó-
mannadaginn. Ferðinni lýkur síóan
í London og verður gist í tvær næt-
ur í stórborginni.
Söngskráin hjá kórnum í ferö-
inni cr að mestum hluta lög eftir
núlifandi íslensk tónskáld. Margar
af perlum íslenskra sönglaga eru á
efnisskránni enda cr lagður rnetn-
aður í að kynna jafnframt íslensk
tónskáld svo sem Jón Ásgeirsson,
Jón Nordal, Þorkcl Sigurbjörns-
son, Hjálmar H. Ragnars, Halliða
Hallgrínrsson, Atla Hcimi Sveins-
son og llciri. Þá er kirkjutónlist
einnig á söngskránni.
Kórinn verður með tónleika í
Dalvíkurkirkju n.k. miðvikudag og
hcfjast þeir klukkan 21. Tónleik-
arnir eru á vegum Lionsklúbbs
Dalvíkur og eru hluti af hinni ár-
legu Vorkomu sem þcir hafa staðið
fyrir af myndarskap. JA.
Skólaslit á Húsabakka
8. og 9. bekkur heimsóttu Grímsey
Húsabakkaskóla var slitið með
pompi og prakt laugardaginn
14. maí. Nemendur fengu eink-
unnablöð sín aflient og sumir
m.a.s. verðlaun. Ella Vala Ár-
mannsdóttir var nteð liæstu
meðaleinkunn yfir skólann að
þessu sinni og lilaut fyrir það
bókaverðlaun frá Lionsklúbbi
Dalvíkur.
Á cftir voru aó vanda kaffiveit-
ingar og sýning á vinnu nemenda.
Sérstaka athygli vöktu ýmis verk-
cfni sem unnin voru á þenraviku
um Grímsey svo sem cins og líkan
af eyjunni með húsum og öllu til-
hcyrandi. Tilefni þcmavikunnar
var það að nú í vetur eru í fyrsta
skipti nemendur frá Grímsey í
skólanum.
Endapunkturinn á skólastarfinu
var svo ferð til Grímscyjar sent
Byggðin í Grímscy sést hcr á líkaninu sem ncmendur gerðu af eynni.
svarfdælskir nemendur 8. og 9.
bekkjar fóru ásamt kennurum nú í
byrjun vikunnar til að heilsa upp á
bekkjarsystkini sín úr eynni í sínu
náttúrulega umhverfi og kynnast
þannig því samfélagi sem þau eru
sprottin úr. Jafnframt var sett upp
dálítil sýning úr Grínrseyjarvik-
unni í félagsheimilinu og gafst
þannig forcldrum og öðrurn
Grímseyingunr kostur á að kynnast
skólastarfinu í Húsabakkaskóla,
nemendunr og starfsliði skólans.
•ijhj