Norðurslóð - 23.06.1994, Blaðsíða 1
wmm
Svarfdælsk byggð & bær
18. árgangur Fimmtudagur 23. júní 1994 6. tölublað
LÝÐVELDISHÁTÍÐ Á DALVÍK Eins og um allt land fögnuðu Dalvíkingar og Svarldælingar 50 ára afmæli lyð-
veldisins um síðustu helgi. Þá var þessi mvnd af tveimur blómarósum tekin við íþróttavöllinn á Dalvík, en lleiri niyndir
og frásögn af þjóðhátíöinni er að finna á bls. 4.
Gamall draugur uppvakinn
Allt fé á Ingvörum skorið niður vegna riðutilfellis
Vinnuskólinn:
s
A sjötta tug
unglinga í vinnu
- Sjö ungmenni ráðin til bæjarins
Nú í byrjun mánaðarins var
staðfest riða í einni tvævetra á á
Ingvörum. Samkvæmt lögum
þar að lútandi varð að slátra öllu
fé á bænum og var gengið í það
verk í síðustu viku. Féð var síðan
allt urðað í melnum utan við
Skáldalæk þar sem gamli svarf-
dælski sauðfjárstofninn liggur
allur undir grænni torfu frá því í
síðasta allsher jarniðurskurði.
Gengi Dalvíkurliðanna í knatt-
spyrnu hefur verið heldur dap-
urlegt það sem af er sumri.
Karlaliðið í mestaraflokki verm-
ir botnssætið í 3. deildinni og
stúlkurnar hafa átt á brattann
að sækja í 1. deildinni. Og bæði
liðin eru úr leik í bikarkeppn-
inni.
Fyrirfram var búist við því að
stulkumar ættu erfitt uppdráttar í 1.
deildinni. Þar eru fimm lið lang-
sterkust, en í neðri hlutanum er
Dalvík ásamt Haukum úr Hafnar-
firði og Hetti frá Egilsstöðum.
Stúlkumar gerðu jafntefli í fyrsta
leiknum gegn Haukum, en hafa
síðan tapað stórt, fyrst 0-5 fyrir ÍA
á Dalvík, þá 1-9 fyrir Breiðabliki í
Kópavogi og loks I -7 fyrir Stjöm-
unni á Dalvík. I millitíðinni töpuðu
þær fyrir Stjömunni 2-5 í bikar-
keppninni, en í þeim leik áttu dal-
víkurstúlkur síst minna í leiknum
og náðu tvívegis forystu.
Sá leikur er kannski aðalástæð-
an fyrir því að Björn Friðþjófsson
formaður UMFS Dalvík er ekki
búinn að missa vonina unt að þeim
takist að halda sér uppi.
Eitt stig í fimm leikjum er allt
og sumt sem meistaraflokkur karla
hefur halað inn það sem af er Is-
Eins og kunnugir vita eru ekki
nema örfá ár síðan allt fé var skor-
ið niður í dalnum og skuldbundu
bændur sig þá til að vera sauðlausir
ýmist í 2 eða 3 ár. Þá keyptu rnenn
aftur fé af Ströndum eða úr Þist-
ilfirði, í smáum stíl þó, og srnám
saman hefur sauðfjárræktin hér
verið að taka á sig einhverja mynd
aftur. Það er því að sjálfsögðu reið-
arslag fyrir bændur og búandfólk
landsmótinu. Þeir gerðu jafntefli
við Hauka syðra 2-2, en töpuðu
síðan 1-5 fyrir Skallagrími á Dal-
vík, 2-3 fyrir Reyni í Sandgerði, 1-
4 fyrir Víði á Dalvík og 2-4 fyrir
BI á Isafitði. I bikarkeppninni töp-
uðu þeir 2-4 í hörkuleik gegn Völs-
ungum en leikinn þurfti að fram-
lengja því staðan að venjulegum
leiktíma liðnum var 2-2.
Björn segir að varnarleikurinn
hafi verið ansi gloppóttur hjá
strákunum. „Það er unnið að því
núna að laga hann og ef það tekst
kvíði ég ekki framhaldinu því okk-
ur hefur gengið ágætlega að skora.
Það er því engin uppgjöf í liðinu,
ntenn eru þvert á móti orðnir
hungraðir í sigur,“ segir Bjöm.
Keppni í yngri flokkunum er
hafin og þar skiptast á skin og
skúrir eins og gengur.
Það er ýmislegt framundan því
á þriðjudaginn kemur, 28. júní,
fara fram þrír leikir í Norðurlands-
móti stúlkna, 16 ára og yngri, í
knattspymu á Dalvík og hefjast
þeirkl. 13, 15 og 17.
En núna um helgina verður
Norðurlandsmót í frjálsum íþrótt-
um haldið á Dalvíkurvelli og 1.-3.
júlí héraðs- og aldursflokkamót
UMSE í frjálsum. -ÞH
hér að þessi gamla drepsótt skuli
svo fljótt aftur stinga upp kollin-
um.
Mest er þó áfallið að sjálfsögðu
fyrir Ama bónda Steingrímsson og
heimilisfólk hans. Ami fékk aftur
kindur árið 1990 eftir 3ja ára fjár-
leysi. Ærin sem riða greindist í var
tvævetla, fædd 1992, af annarri
kynslóð eftir fjárskipti. Eins og
áður sagði varð að farga öllu fé á
Ingvörum, 107 ám og 152 lömbum
sem fæst voru meira en mánaðar
göntul. Því tilfinnanlegra er tjónið
fyrir Arna bónda þar sem hann
hætti með kúabúskap síðasta sum-
ar og snéri sér alfarið að sauðfénu.
I samtali við blaðið sagðist Arni
þó ekki taka þetta allt of nærri sér.
Það væri vissulega leiðinlegt að
þurfa að standa í svona löguðu en
ekki hvarflaði þó að honum að
gefast upp á sauðbúskapnum. Hef-
ur hann gert um það samning að fá
að taka fé aftur að 16 mánuðum
liðnunt að undangenginni sótt-
hreinsun. jarðvegsskiptum og öll-
um þeim varúðarráðstöfunum sem
farið er fram á í riðusamningunum
sem svarfdælskir sauðfjárbændur
þekkja nú orðið býsna vel.
Vegir riðunnar eru órannsakan-
legir og enginn veit með vissu
hvernig þessi hægdrepandi tauga-
veira kemst að fórnardýrinu. Ekki
verður Arni á Ingvörum sakaður
um að hafa ekki í hvívetna fylgt
ströngustu kröfum sauðtjárveiki-
varna um sótthreinsun eftir síðasta
niðurskurð. Sjálfur hafði hann eft-
irlit með að aðrir færu eftir þessum
reglum. Sigurður Sigurðsson dýra-
læknir á Keldum kom norður nú á
dögunum og tók sýni af jarðvegi,
taði, skordýrum og hverju einu
sem hann kom höndum yfir, í og
umhverfis Ingvarafjárhúsin og
sendi til rannsóknar í Ameríku.
Þarlendir vísindamenn hafa mik-
inn áhuga á rannsóknum á sjúk-
dóminum og hafa lagt fé í þær.
hjhj
Sumariö er komið, þótt því sjái
vart stað í veðurfarinu. Þá koma
unglingarnir út úr skólanum og
verða sýnilegir við alls kyns nýti-
leg störf í bænum. Vinnuskóli
beitir þetta og hann er starf-
ræktur á Datvík eins og í öðrum
þéttbýlisstöðum.
Inga Rós Eiríksdóttir garð-
yrkjumaður Dalvíkurbæjar hefur
umsjón með vinnuskólanum. Hún
sagði á mánudaginn að alls störf-
uðu þar á sjötta tug unglinga úr 8.,
9. og 10. bekk en þeim ætti eftir að
fjölga þegar 7. bekkingar hæfu
störf. En hvað hafa þau verið að
gera?
„Við rukum í það að mála og
merkja allar götur fyrir þjóðhátíð-
ina. Þau hafa verið að mála kant-
steina og gangbrautir, dytta að og
mála leiktæki á leikvöllum bæjar-
ins og slá gras á opnum svæðunt
og lóðum ellilífeyrisþega og ör-
yrkja. A næstunni munu þau fara
að hreinsa til á opnum svæðum í
Karlsbrautinni, austan við Krfla-
kot, norðan við Sæland og víðar.
Stefnan í ár er sú að sinna frekar
svæðum sem verið hafa ógróin,
planta þar út og laga þau til, frekar
en þeim svæðum sem eru gróin,“
segir Inga Rós.
Sumir hafa efast um það að
unglingamir læri eitthvað í vinnu-
skólanum, þau séu bara að dunda
sér allt sumarið við að slá gras og
tína rusl. Hvað segir Inga Rós urn
það?
„Við reynum að kenna þeim
vinnubrögð. I því skyni bjó ég til
nokkur blöð í vetur með leiðbein-
ingum um það hvernig á að leggja
þökur, mála og fleira. Þessum
blöðum var dreift í bekkina og nú
förum við yfir þau áður en þau
byrja. Mig langar líka að prófa að
senda þau ein úl með blöðin og at-
huga hvort þau geta bjargað sér án
annarrar leiðsagnar. En þetta er rétt
að komast í gang.
Það hefur orðið sú breyting að
áhaldahúsið er ekki lengur til svo
það gerir störfin hjá vinnuskólan-
um Ijölbreyttari. Þau eru líka að
vinna með starfsmönnum veitn-
anna. Síðast en ekki síst var
flokksstjórum Ijölgað í fyrra úr 3,5
í 6 sem hefur það í för rneð sér að
við getum sinnt krökkunum betur,
leiðbeint þeim meira. Það munar
miklu, ekki síst fyrir krakkana því
nú er minni hætta á að þau hangi
bara og láti sér leiðast af því þau
viti ekki hvað þau eiga að gera.“
En það eru ekki bara grunn-
skólanemar sem fá vinnu hjá bæn-
um í sumar. Bæjarstjórn ákvað að
allt ungt fólk á aldrinum 16-24 ára
sem ekki fengi vinnu annars staðar
yrði ráðið til starfa hjá bænum.
„Það er búið að ráða sjö manns
samkvæmt þessari ákvörðun. Þetta
fólk hefur verið ýmsum sérverk-
efnum, stundum unnið með
flokksstjómum vinnuskólans og
stundum með unglingunum. Svo
hafa þau verið að taka til hendinni
í „Hreiðrinu“ okkar, gömlu
skemmunni hans Snorra Snorra-
sonar sem bærinn fékk í maka-
skiptum fyrir Böggvisstaði. Þar
höfum við fengið inni. Ætlunin er
svo að þetta unga fólk fari í girð-
ingavinnu og fleira þess háttar,"
sagði Inga Rós Eiríksdóttir garð-
yrkjumaður Dalvíkurbæjar.
-ÞH
ÁrMANN GUNNARSSON dýralæknir í Laugasteini l'ékk nokkuð merkilegt
verkefni upp í hendurnar nú uni daginn. Það var að fjarlægja dálítinn auka-
fót af meri í eigu Ilaldurs Þórarinssonar á llakka. „Fótur“ þessi var með
tvennum liðamótum og hafði sköpulag fótar að ýmsu öðru leyti. „Fóturinn“
var þó ósköp smár og óx út úr öðrum framfæti merarinnar rétt ofan við
hófinn. Baldur telur víst að hrvssan sé fjarskyldur afkomandi Sleipnis gamla,
hests Oðins, en sá liatði átta fullskapaða fætur. Eitthvað virðist því kyn hans
tekið að úrkvn jast.
fþróttir:
Slakt gengi
Dalvíkurliðanna