Norðurslóð - 23.06.1994, Blaðsíða 5
NORÐURSLÓÐ —5
Dalvík
Líkamsræktin
nýtur vinsælda
- 183 toku þátt í Kvennahlaupinu á Dalvík
Það er greinilega vakning í gangi
á Dalvík og í Svarfaðardal . Það
sést þegar könnuð er þátttaka
fólks í íþróttum og almennri lík-
amsrækt. Fjöldi manns stundar
reglulega íþróttir og leikfimi og
þátttaka í Kvennahlaupi ISI vex
ár frá ári.
I ár tóku 183 konur þátt í
Kvennahlaupinu á Dalvík, en það
fór raunar fram um allt land á
kvennadaginn 19. júní. Hlaupinn
var 2ja km hringur í bænum og
voru þær allmargar sem fóru tvo
hringi. Hraðanum réð hver fyrir
sig að sjálfsögðu, en allar sem luku
hringnum fengu að launum bol og
verðlaunapening, auk þess sem
þær fengu líka ávaxtasafa þegar
þær kontu í mark.
Að sögn Helgu Níelsdóttur var
heilmikið fjör og gaman í Kvenna-
hlaupinu í ár, enda fer áhuginn á
því vaxandi. I fyrra urðu þátttak-
endur 150 áður en yfir lauk svo
aukningin er rúmlega 20%.
Kvennahlaupið er skipulagt af
átakinu Iþróttir fyrir alla sem starf-
ar á vegum Iþróttasambands Is-
lands. Hér á Dalvík eru það konur í
blakliðinu Rimum sem bera hitann
og þungann af skipulagningunni,
en það félag dregur að sjálfsögðu
nafn sitt af sama fjalli og útgáfufé-
lag Norðurslóðar.
Helmings fjölgun í
útileikfiininni
Kannski á það sinn þátt í aukinni
þátttöku í Kvennahlaupinu að hér á
Dalvík var í fyrsta sinn í fyrra efnt
til útileikfimi fyrir þá sem eldri eru
en 25 ára. Leikurinn sá er endur-
tekinn í ár og að sögn Dagnýjar
Harðardóttur eru þátttakendur allt
að helmingi fleiri en í fyrra.
Dagný segir að áhuginn sé mik-
ill og skráðir þátttakendur alls 57
talsins, þótt ekki mæti allir í einu.
Yfirleitt eru rúnrlega 30 manns á
hverri æfingu. Bæði kynin eiga
þama fulltrúa þótt konur séu nokk-
uð fjölmennari en karlar. Fólkið er
á öllurn aldri, allt frá tvítugu upp
fyrir fimmtugt.
Leikfimiæfingarnar fara fram á
grasvellinum og standa frá kl. 18-
19 á mánudögum, miðvikudögum
og föstudögum. Það er UMFS Dal-
vík sem stendur fyrir þessunt æf-
ingum en þjálfari er Olafur Osk-
arsson.
Og þá er bara að taka fram æf-
ingaskóna og skella sér í gallann.
Undirritaður er að vísu sérfræðing-
ur í því að koma sér undan því að
taka þált. en er samt alltaf á leið-
inni. -ÞH
Auglýsing
Nýsköpun í smáiönaöi
lönaöarráöuneytiö áformar í samstarfi viö lön-
tæknistofnun Islands, Byggöastofnun og at-
vinnuráðgjafa út um land aö veita styrki, þeim
sem hyggjast efna til nýsköpunar í smáiðnaði.
Styrkirnir eru fyrst og fremst ætlaðir til þess aö
greiða fyrir tæknilegum undirbúningi, hönnun,
framleiðsluundirbúningi svo og markaössetningu
nýrra afurða. Þeir eru ætlaöir þeim, sem hafa
þegar skýrt mótuö áform um slíka starfsemi og
leggja í hana eigiö áhættufé.
Umsækjendur snúi sér til iðn- og atvinnuráðgjafa
eöa löntæknistofnunar íslands þar sem umsókn-
areyöublöö liggja frammi. Umsóknarfrestur er til
30. júnín.k.
Bréf frá Borgá
Norðurslóð barst ekki alls fvr-
ir löngu þakkarbréf frá Nátt-
úrufræðiklúbbum skólanna í
Borgá í Finnlandi sem blaðið
var beðið uin að koma á fram-
færi við alla þá sem greiddu
götu þeirra í heimsókn þeirra
hingað til okkar í fyrra.
Til vina okkar í
Svarfaðardal og Dalvík
Senn er liðið eitt ár síðan Nátt-
úrufræðiklúbbur skólanna í
Borgá fór í hinn mikla íslands-
leiðangur sinn.
Hjá ykkur fengum við stór-
kostlegar móttökur, við mættum
vinarþeli og fengum alla þá
hjálp við skipulagningu sem
hægt er að óska sér varðandi
húsnæði, upplýsingar og
skemmtilegar frístundir. Við
munum aldrei gleyma gestrisni
ykkar og hjálpsemi. Við gleym-
um heldur ekki hestunum, hund-
unum, fuglunum eða fiskunum
og ekki heldur grænkandi daln-
um góða milli snævi þakinna
fjallanna.
Mörg okkar vilja gjaman
koma aftur.
Hjartans þakkir og hlýjar
kveðjur frá Borgá í suður Finn-
landi.
Anita Rosengren
og allir náttúrufræðingarnir.
Asamt með þessu bréfi fylgdi
skýrsla um ferðalagið skrifuð af
nemendum og birtum við til
gamans lauslega þýðingu á ein-
um kafla.
...Hvað viðvíkur íslandi ber
Dalvík hæst sem raunverulegur
vinabær. Þar búa sannir vinir.
Einn þessara Dalvíkinga býr
Þannig Iítur merki náttúrunnend
anna í Borgá út.
reyndar í Borgá. Það er Sigur-
björg Arnadóttir, eða Sibba, sem
var okkar helsti ráðgjafi varð-
andi Islandsþátt ferðarinnar.
Kunningjahópur hennar virðist
spanna allt landið og margir vina
hennar tóku þátt í skipu-
lagningunni af lífi og sál. Sibba
mælti með gamla skólanum
sínunt, Húsabakkaskóla í Svarf-
aðardal, sem gististað. Rektor
Helga í skólanum tók við okkur
og útvegaði mat og ótakmörkuð
afnot af heitu uppsprettuvatni
sundskálans. Helga sá jafnvel til
þess að koma okkur á fyrirtaks
hestasýningu.
A Dalvík átturn við hauk í
horni sem var Sveinbjörn Stein-
grímsson. Eins og venjulega tók
hann okkur Borgábúa upp á
arma sína, sýndi okkur fyrst
heimabyggð sína og kom því til
leiðar að við fengum að heim-
sækja bæði fiskiðjuver og nú-
tímalega risatogarann Björgvin.
Þetta tókst þrátt fyrir að mikið
væri að gera á báðunt stöðunt.
Sveinbjörn fór líka með okkur í
byggðasafnið á Dalvík og var
með svör á reiðum höndum við
hvers konar spumingum...
Svarfdœlabúö
Dolvík
Muníð Lukkupottinn
Nlazola'
é’jnhnson
'2 íavAzza
< Aíri' i si’Kisso
Success
&UAB ANIKD
b
l.A.i
NEWMAN’S OWN
briHo
Okkel.
Ælestial Seasonings
“The NQl Herb Tea in the U.S.A.” ^
Glade
Þrír vagnar fullir af allskyns vörum dregnir út
1. júlí verður dregið út nafn heppins kaupanda
sem hlýtur ÖrbylgjUOÍn í vinning