Norðurslóð


Norðurslóð - 23.06.1994, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 23.06.1994, Blaðsíða 2
2 — NORÐURSLOÐ NORÐURSLOÐ Útgefandi: Rimar hf. Ritstjórar og ábyrgöarmerm: Hjörieifur Hjartarson, Laugahlíð, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555 Blaðamennska og tölvuumbrot: Þröstur Haraldsson, Dalvík Prentun: Dagsprent hf. Akureyri Lýðveldið 50 ára Undanfarna daga hefur þess verið minnst að 50 ár eru liðin frá því Island varð lýðveldi. Það er afar hollt fyrir þjóðina að staldra við af slíku tilefni, líta til baka og meta það sem hefur áunnist og reyna jafnframt að líta frarn á við og gera sér grein fyrir hvert stefnir. Hátíðarhöld eins og hafa verið að und- anförnu geta líka haft góð áhrif á þjóðarsálina. Akveðin samkennd myndast með þjóðinni og marg- ir koma að verki við skipulagningu eða til að sjá um ýmis framkvæmdaatriði. Hin góða þátttaka almenn- ings í hátíðarhöldunum sýnir svo ekki verður um villst að fólk kann að meta hátíð sem þessa. Sjálfstæðisbarátta íslensku þjóðarinnar hófst á fyrri hluta 19. aldar svo segja má að hún hafi staðið í eina öld þegar Islendingar tóku öll sín mál í eigin hendur með stofnun lýðveldis 17. júní 1944. Sú ákvörðun að lýsa yfir stofnun lýðveldis var tekin í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þátttaka var meiri en dæmi eru um í kosningum hér á landi. Niður- staða atkvæðagreiðslunnar var nær einróma sam- þykki við stofnun lýðveldis og slit hinna formlegu tengsla við Danmörku. Lýðveldisstofnunin hefur vafalítið aukið sjálfs- traust með þjóðinni og verið aflgjafi í framfara- málum. Bjartsýni jókst og fólk vissi að þjóðin yrði að standa á eigin fótum og bjarga sér. Margt hjálp- aðist að til að framfarir urðu hér miklar í framhaldi af lýðveldisstofnun. Uppbygging í sjávarútvegi var mikil á þessum árum og miklar tækniframfarir bæði í landbúnaði og sjávarútvegi. Velmegun jókst og í raun og veru hefur íslenskt þjóðfélag breyst á lýðveldistímanum úr efnalitlu bændasamfélagi í vel- megunarsamfélag sem býður þegnum sínum einar hæstu meðaltekjur sem þekkjast. Oft er tekið þannig til orða að með lýðveldisstofn- uninni hafi unnist lokasigur í sjálfstæðisbaráttunni. En auðvitað er það svo að þar verður aldrei neinn lokasigur unninn. Hver dagur skapar nýjar aðstæð- ur sem taka verður á og við verðum sífellt að máta okkur við nýja veröld og ákvarða hvernig sjálfstæði okkar verður best treyst. Stundum treystum við sjálfstæði okkar best með því að hafa sem nánasta samvinnu við aðrar þjóðir en stundum með því að standa sem mest á eigin fótum. Þetta þarf að meta í hvert og eitt sinn því aðstæður geta breyst með skjótum hætti þannig að það sem hentaði vel í gær getur orðið fjötur um fót á morgun. Það eru hins vegar tiltekin grundvallaratriði sem skipta þjóðina miklu og hafa áhrif á hvers konar lífi er lifað hér og hvernig við skynjum okkur sem sjálf- stæða þjóð. I fyrsta lagi er það tungumálið og menn- ingin. I öðru lagi eru það þær leikreglur sem settar eru og varða rétt hvers manns. í þriðja lagi eru það efnahagslegar forsendur búsetunnar hér. Það er því sérstakt fagnaðarefni hvernig til tókst um málefni á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum á þjóðhátíðar- daginn. Þar var einmitt samþykkt að endurskoða mannréttindakafla stjórnarskrárinnar og að stuðla að rannsókn á lífríki hafsins í kringum landið sem er jú undirstaða efnahagslífsins. Og síðast en ekki síst var ákveðið sérstakt átak til málræktar. Norðurslóð óskar þjóðinni til hamingju með af- mælið. J.A. Lýðveldishátíð Svarfdælinga við Sundskálann 17. júní 1944. Kristján Eldjárn stud. mag. flytur hátíðarræðuna. Lýðveldishátíðin í Svarfaðardal 17. júní 1944 17. júní 1944, fyrir réttum 50 árum var lýðveldið Island stofn- að og lýst yfir sjálfstæði lands og þjóðar við hátíðlega athöfn á Þingvöllum. Höfðu farið fram um það kosningar nokkru áður og má segja að um þá ákvörðun hafi ríkt fullur einhugur meðal þjóðarinnar. Mikil hátíðarhöld voru um allt land af þessu tilefni og að sjálfsögðu einnig hér í Svarfaðardal. Blaðinu barst ný- verið í hendur greinargóð lýsing Gests Vilhjálmssonar bónda í Bakkagerðum á hátíðarhöld- unum sem fóru fram við Sund- skála Svarfdæla en Gestur hóf um þetta leyti að halda dagbæk- ur sem hann gerði óslitið síðan á meðan hönd gat haldið penna. Kosningar Fyrst skulum við glugga í dagbók- ina 20.-22. maí þegar kosið var um sambandsslitin og nýja stjómar- skrá. 20. Var þoka og súld um nóttina. Bjart og gott veður. Logn. Þjóðar- atkvæði hófst um land allt. Hér á Þinghúsinu hófst kosning kl. 12 á hádegi. Kjörstjórn var Þórarinn Eldjárn hreppstjóri, Gísli Jónsson og Gestur Vilhjálmsson. Auk venjulegra kjörgagna fékk kjör- stjórn send merki, sem afhent er hverjum kjósanda. Það eru þrjú birkilauf, græn að lit á hvítum grunni. Fimrn merki handa kjör- stjórn og dyravörðum, hvítur silki- borði (slaufa). Kringlótt pappa- spjald hvítt með laufum á handa almenningi. Þá eru bílamerki hvít, silkipappír með laufum á. 21 kjósandi greiddi atkvæði. Atkvæðagreiðslan er um niður- fellingu sambandslagasáttmálans frá 1918 og lýðveldisstjómarskrá Islands. 21. Sunnudagur. Hægur norðan og rigningarsúld með kvöldinu. Kosning hélt áfram og þá kusu allir sem heima voru í kjördeildinni að undanteknum einum sem var veik- ur. Sjö voru fjarverandi og höfðu ekki gert grein fyrir atkvæði sínu. 22. Norðan hægur en kalt og úr- komulaust að rnestu. Þoka. A kjör- stað kom nú einn maður og annar kaus heima sökum veikinda. Tveir sendu atkvæði og þá er ókomið frá fjórum. A kjörskrá voru 149 manns með fullum réttindum. Kosningu lokið. Lýðveldishátíðin Nú hlaupum við yfir nokkra daga á þessu fremur kalda vori 1944 og berum niður á sjálfan þjóðhátíðar- daginn. 17. Logn en sólskinslaust um morguninn. Hefur rignt mikið í nótt. Vor í lofti. Fánar dregnir að hún í morgun kl. 8 víðast hvar. Há- tíð um land allt. Bjöm kom heim. Þegar á daginn leið hvessti sunnan og rigningarhraglandi annað slag- ið. Lýðveldishátíð Svarfdælinga hófst við Sundskálann kl. um 1 e.h. Þórarinn hreppstjóri Eldjám setti hátíðina með stuttri ræðu. En Stef- án læknir Guðnason lýsti dagskrá. Þá flutti Stefán V. Snævarr sóknar- prestur guðsþjónustu. Þá var út- varpað frá Alþingi á Þingvöllunt gildistöku lýðveldisstjórnarskrár- innar og forsetakjöri svo og ræðu forseta lýðveldisins, Sveins Björnssonar. Hann hlaut 30 at- kvæði. Jón Sigurðsson frá Kaldað- arnesi 5 og 15 seðlar auðir. Tveir þingmenn voru fjarverandi sökum veikinda. Klukkan fjögur hófust ræðuhöld við skálann. Kristján Eldjárn stud. mag. flutti lýðveldis- ræðu. Jón Jónsson skólastj. minni Jóns Sigurðssonar. Ingimar Osk- arsson náttúrufr. minni Eyjafjarðar og Helgi Símonarson fyrrverandi skólastj. minni Svarfaðardals. Blandaður kór undir stjóm Gests Hjörleifssonar söng á milli ræð- anna svo og við guðsþjónustuna. Þá fór fram fánahylling þannig að skólabörn gengu í skrúðgöngu undir blaktandi fánum upp sunnan við skálann og staðnæmdust í hálf- hring hjá fánastöng er stóð í món- um sunnan og ofan við skálann. I fylkingunni var ung stúlka á skaut- búningi. Gekk hún að stönginni og dró fána að hún en söngflokkurinn söng: „Rís þú unga Islands merki“ og fólkið hrópaði ferfalt húrra. Þá sýndu nokkrar stúlkur fimleikaæf- ingar á palli sem reistur hafði verið sunnan skálans. Lúðrasveit frá Ak- ureyri lék á hom allmörg lög og þá fór og fram almennur söngur. Að lokum var stiginn dans á pallinum úti. Hljómsveit Karls frá Krossa- nesi spilaði fyrir dansinum. Veit- ingar voru framreiddar í skálanum allan daginn. Hátíðinni var slitið kl. 12 um kvöldið með ræðu Tryggva Jóns- sonar oddvita. Þess má geta að 1 jósmyndari var þarna staddur sem kvikmyndaði ýmis atriði hátíðar- innar auk þess sem fjöldi annarra tóku ýmsar myndir. Hátíðarsvæðið var allt flöggum skreytt. Inni í sundlauginni flaut á vatninu líkan af Islandi. Var það gert úr pappa og var á flotholti úr korki. Allskonar gróður skreytti líkanið. Utvarpstæki var komið fyrir inni í klefa við skálann, en gjallarhorn voru úti. Þau voru líka í sambandi við mígrafón og heyrð- ust því ræður ntanna langt til. Hlið var neðan skálalóðarinnar skreytt á hinn fegursta hátt. Á því stóð með stóru fögru letri: „Sú þjóð sem veit sitt hlutverk, er helgast afl urn heim.“ Hátíðin var mjög fjöhnenn og fór hið besta fram. Merki voru seld á kr, 2, 5 og 10. Var það blár silkiborði með slaufu úr fánalitunum á efri enda. Á borð- anunt stóð: „17. júní 1944“. Merki munu hafa selst fyrir tæpar þrjú þúsundir króna. Þannig lýkur þessari merku frá- sögn Gests í Bakkagerðum. Vafa- laust eiga menn víða Ijósmyndir I fórum sínum frá athöfninni, en gaman væri að vita hvort einhver veit eitthvað um kvikmyndina sem Gestur getur urn, hver það var sem var með kvikmyndavél og hvort hún sé enn varðveitt. Ef svo væri þyrfti að kópíera slíka gersemi og geyma á Héraðsskjalasafni. Hálfkveðnar vísur 5 Hversvegna í ósköpum sendir enginn tnér bréfmiða eða hringir til mín til að leiðrétta vísuna: Manga gengur mjög í keng.P. ellegar þá til að staðfesta að vís- an sé rétt. Getur það verið, að ég, einn allra manna hér um norð- urslóð hafi lært þessa vísu? Ég held varla. Ég bíð enn unr stund. En á rneðan ég bíð ætla ég samt að gera aðra tilraun, líklega lokatilraun, með vísnakunnáttu Svarfdæla: Á æskuárum mínum heyrði ég föður minn oft fara með fyrripart, frekar heldur en seinnipart, af vísu, sent virðist höfða til brúðkaups einhvers nafnlauss Svarfdælings og konu að austan. Slíkt og þvílíkt þætti ekki tiltökumál nú til dags eða tilefni vísukviðlings. En á síð- ustu öld voru aðstæðumar aðrar - og hér kemur vísuparturinn: Úr Svarfaðardal var seggurinn, frá Seyðisfirði brúðirin. Hefur nokkur lifandi maður heyrt þetta vísubrot eða getur bætt hér einhverju við? HEÞ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.