Norðurslóð - 23.06.1994, Blaðsíða 8
TímamóT
Skírnir
Þann 1. maí var skírður í Dalvíkurkirkju H jörvar Óli, fæddur 5.
apríl. Foreldrar hans eru Guðný Sigríður Ólafsdóttir og Sigurður
Jörgen Óskarsson, Hjarðarslóð 3a, Dalvík.
22. maí var skírð í Dalvíkurkirkju Sonja Kristín, fædd 7. apríl.
Foreldrar hennar eru Hólmfríður Guðlaug Jónsdóttir og Guðmund-
ur Jóhann Kristjánsson, Reynihólum 6f, Dalvík.
23. maí var skírð í Dalvíkurkirkju Unnur, fædd 5. maí. Foreldrar
hennar eru Guðrún Þorsteinsdóttir og Stefán Svanur Gunnarsson,
Efstakoti, Dalvik.
4. júní var skírð í Dalvíkutkirkju Kristín, fædd 9. febrúar. Foreldrar
hennar eru Ester Margrét Ottósdóttir og Valur Björgvin Júlíusson,
Reynihólum 9, Dalvík.
4. júní var skírður í Dalvfkurkirkju Gunnar Þór, fæddur 27. des-
ember. Foreldrar hans eru Sif Sigmundsdóttir og Róbert Viðar Lár-
usson, Skógarhólum 29a, Dalvík.
5. júní var skírð í Dalvíkurkirkju Sjöfn Særún, fædd 25. febrúar.
Foreldrar hennar eru Snæborg Ragna Jónatansdóttir og Kristján
Eldjárn Jónsson, Hjarðarslóð 6f, Dalvík.
5. júní voru skírðir í Dalvíkurkirkju tvíburarnir Gyða og Björn,
fædd 21. mars. Foreldrar þeirra eru Helga Ester Snorradóttir og Jó-
hannes Kristján Bjömsson, Karlsbraut 12, Dalvík.
5. júní var skírður í Dalvíkurkirkju Björgvin Theodór, fæddur 14.
maí. Foreldrar hans eru Eva Björg Guðmundsdóttir og Örn Heiðar
Sveinsson, Reynihólum 2, Dalvík.
17. júní var skírður í Dalvíkurkirkju Jón Ingi, fæddur 30. maí. For-
eldrar hans eru Ingunn Bragadóttir og Óli Þór Jóhannsson, Lyng-
hólum 2, Dalvík.
Hjónavígsla
Þann 4. júní voru gefin saman í Dalvíkurkirkju Róbert Viðar Lár-
usson og Sif Sigmundsdóttir, til heimilis að Skógarhólum 29a,
Dalvík.
Prestur við ofangreindar athafnir var Svavar A. Jónsson.
Afmæli
20. maí sl. varð 70 ára María Arngrímsdóttir, Hreiðarsstaðakoti.
Norðurslóð árnar heilla.
Andlát
Þann 18. júní lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Dýrleif
Arnadóttir læknisfrú í Argerði. Hennar verður minnst í næsta
blaði.
30. maí sl. varð 75
ára Kristín Þórs-
dóttir, Bakka.
Nykurinn lifir
Daginn fyrir lýðveldisafmæl-
ið, þ.e. snemma dags 16. júní
brast snjóstífla frainan við
Nykurtjörnina og vatnið
steyptist niður hlíðina og eftir
Grundargili niður í Svarfað-
ardalsá. Vatnið var kolmó-
rautt af leir, seni litaði alla
ána og myndaði mórauðan
flekk á sjónum, allt austur að
Hálshöfða.
Þetta lilaup í Grundarlæk
mun ekki hafa verið nteð þeim
stærri enda gerði það ekki skaða
á landi eða mannvirjum. Auð-
sætt var þó, að ekki þyrl'ti tnikið
meira vatnsmagn til að taka
sundur þjóðveginn.
En það varð sem sé ekki t
þetta sinn og gott er það. Á hinn
bóginn er líka gott að vita til
þess, að enn býr nykurinn í
tjörninni sinni og sendir við og
við kveðju sína til manna-
byggða.
HEÞ
FréttahorniÐ
spyrnu og fara þrír leikir fram hér á
Mikill hasar hefur verið vegna
veiða íslensku skipanna í
Smugunni og öðrum svæðum sem
Norðmenn telja sig hafa einskonar
lögsögu yfir. Bliki EA hefur verið
mikið í fréttum vegna þessa og
virðist svo sem Norsurunum sé
rneira uppsigað við Blikamenn en
aðra. Norðurslóð hefur fréttaritara
um borð í Blika sem lýsti því með-
al annars þegar Norðmennirnir
settu sjálfa sig í hættu daginn eftir
þjóðhátíðina. Þá kom einnig fram
að þeir reyndu að setja tóg eða ein-
hverskonar spotta í skrúfuna á
Blika. Við skulum vona að öll
joessi barátta endi vel og ekki hljót-
ist skaði af.
Björgúlfur EA kom nú um helg-
ina úr mikilli klössun. Skipið
var allt sandblásið ofandekks og
utan auk þess var fiskimóttakan og
ofurlítið af vinnsludekkinu sand-
blásið. Ymislegt smálegt var gert
þar fyrir utan en verkið var unnið í
Slippstöðinni á Akureyri. Skipið
leit sérstaklega vel út nýmálað eftir
þessar aðgerðir enda voru þeir Ut-
gerðarfélagsmenn afar ánægðir
með verkið. I Slippstöðinni er ver-
ið að setja niður lausfrysti í Baldur
EA og lýkur því verki nú í byrjun
vikunnar.
Nýja sundlaugin er nú að verða
fullbúin og þótt Arnar Snorra-
son tæknifræðingur hjá Dalvíkur-
bæ hafi ekki fengist til að nefna til-
tekna dagsetningu sagði hann að
laugin yrði vonandi tilbúin í ágúst,
en hann gæti þó lofað því að menn
gætu skolað af sér rykið eftir rétt-
arball í nýrri og glæsilegri sund-
laug.
Nú er verið að ganga frá neðri
hæð sundlaugarhússins, koma
þar fyrir sturtum og öðrum hrein-
lætistækjum. Það sem rekur á eftir
er að í næstu viku verður haldið
Norðurlandamót stúlkna í knatt-
Dalvík á þriðjudaginn kemur. Er
mikill áhugi fyrir því að stúlkumar
geti skipt unr föt og skolað af sér
svitann í nýjum búningsklefa
sundlaugarinnar.
Aefri hæðinni er verið að flísa-
leggja og setja niöur hreinlæt-
istæki, en utandyra eru það lagnir
fyrir hreinsibúnað og frárennsli
sem unnið er að. Eftir er að flísa-
leggja sjálfa laugina, en það verk
tafðist nokkuð vegna þess að flís-
arnar komu ekki í tæka tíð. Inn-
flytjandinn ber af sér alla sök og
bendir á framleiðandann ytra. En
nú er þetta allt að koma. Búið er að
opna tilboð í lokafrágang lóðar og
verður hafist handa við að malbika
aðkeyrslu og bílastæði næstu daga,
en því verki á að vera lokið áður en
júlí er allur.
Eins og menn hafa séð er búið
að mála sundlaugarhúsið fjólu-
blátt og má fullyrða að sitt sýnist
hverjum um litavalið. Sá sem þetta
ritar er heldur á því að liturinn
venjist bara vel og hefur engar
áhyggjur af honum. Né heldur af
því að Dalvíkingar verði ekki
ánægðir með nýju laugina sína.
Víst er um að margur er orðinn
langeygur eftir nýju lauginni og
hlakkar til að fá sér sundsprett í
henni.
Þegar nýja laugin verður komin í
gangið vaknar spumingin um
það hvað eigi að gera við þá gömlu
sem reist var til bráðabirgða fyrir
mörgum árum. Ljóst er að notend-
ur íþróttahússins hugsa sér gott til
glóðarinnar, því nú verði loksins
hægt að stækka húsið. Þeir sem
iðka körfubolta hafa bent á að hús-
ið þurfi að stækka um nokkra
metra til þess að hægt verði að ná
velli í fullri stærð með góðu móti í
húsinu. En hætt er við að þeir þurfi
að bíða eitthvað því í kosningun-
um í vor reyndust allir flokkar
sammála um að næsta stórverkefni
bæjarins yrði að ljúka byggingu
Dalvíkurskóla. Þar er á ferðinni
verk sem tekur einhver ár og á
meðan verður varla mikið afgangs
til að ráðast í byggingu íþróttahúss.
Á það hefur lfka verið bent að
íþróttaunnendur hafi fengið heil-
mikið upp á síðkastið, bæði nýjan
grasvöll og sundlaug, auk þess sem
offjárfestingar í íþróttahúsum á
landsbyggðinni hafi verið gagn-
rýndar harðlega að undanfömu. Er
ekki verið að byggja eitt slíkt hús í
Svarfaðardal?
MÁ ÉG kynnA
✓
Olafur Valsson nýskipaður héraðsdýralæknir
Ólafur Valsson hefur verið ráð-
inn héraðsdýralæknir í Dal-
víkurhéraði frá og með 1. júlí.
Hann var valinn úr hópi fjög-
urra umsækjenda.
Ólafur er Akureyringur, sonur
Vals Arnþórssonar fv. kaupfélags-
stjóra og Sigríðar Ólafsdóttur.
Hann lauk stúdentsprófi frá M.A.
1980 og hóf nám í dýralækningum
í Kaupmannahöfn 1981 og lauk
þar náini 1988. Meðfram námi
vann hann við sumarafleysingar í
Stykkishólmi og sumarið 1988
leysti hann af á Egilsstöðum.
1988-90 vann hann og kenndi við
skurðdeild fyrir stórgripi í dýra-
læknaskólanum í Kaupmannahöfn
en eftir það fékk hann vinnu við
almennar dýralækningar á Norður-
Sjálandi.
„Þar fékkst ég við allar tegundir
dýra, kýr, kindur, geitur og hesta.
Þarna var stór smádýraspítali og
einnig hestaspítali sem ég vann
einna mest við,“ sagði Olafur í
samtali við Norðurslóð.
Og /íraS hefur þú verið að fást
við eftir að þú fluttir heini?
- Eg flutti heim 1991 og var þá
ráðinn hjá yfirdýralækni við ýmis
störf. Ætli það heiti ekki aðstoðar-
maður yfirdýralæknis. Eg hef mik-
ið verið að fást við júgursjúkdóma,
fylgst með því að nýrri reglugerð
varðandi þá sé fylgt eftir hjá sam-
lögurn og mjólkurframleiðendum
Ólafur Valsson dýralæknir.
og í því sambandi verið með nám-
skeið fyrir mjólkureftirlitsmenn og
bændur í samvinnu við skólann á
Hvanneyri. Þá hef ég verið með
annan fótinn á Ströndum þar sem
enginn dýralæknir er til staðar og
sinnt þar bæði sláturhúsum og
almennum dýralækningunt. Svo er
ég reyndar í framhaldsnámi í naut-
gripasjúkdómum. Það er fjamám
sem ég er hálfnaður með. En ég
þarl' að fara út 2svar til 3svar til
viðbótar til að Ijúka því.
Og hvernig líst þér svo á að
koma hingað norður til okkar?
- Mér líst ákaflega vel á það og
hlakka mjög til að byrja. Þetta er
blómlegt hérað og við hlökkum öll
til að koma norður á gamlar slóðir
og vantar nú bara húsnæði að búa í.
Já vel á minnst. Fjölskyldan.
Ekki má gleyma henni.
- Nei, satt segirðu. Eg er giftur
Jóhönnu Baldvinsdóttur (Bjama-
sonar skólastjóra Gagnfræðaskóla
Akureyrar) og við eigum 3 böm
saman; Baldvin, níu ára, Sigríði
eins og liálfs árs og eina óskírða
þriggja mánaða snót.
Svo áttu hesta.
- Jaaá, eitthvað lítið, þrjár mer-
ar og nokkur tryppi. Mér líst vel á
hestamennskuna á svæðinu. Sjálf-
ur hef ég unnið dálítið meðfram
starfinu með Helga Sigurðssyni
dýralækni við skurðaðgerðir á
hrossum og get vel hugsað mér að
koma mér upp aðstöðu til þess fyr-
ir norðan ef áhugi er fyrir hendi.
Hvencer megum við svo húast
við þér.
- Ja, ég get nú ekki alveg svarað
því í augnablikinu, það ræðst svo-
lítið á næstu dögum. Eg er skipað-
ur frá 1. júlí en þó gæti dregist að
ég komi norður fram til 1. ágúst.
Það er svolítið undir yfirboðurum
mínum hér fyrir sunnan komið.
Þá þökkum við Ólafi fyrir
spjallið og bjóðum hann að sjálf-
sögðu velkominn til starfa.
hjhj