Norðurslóð - 27.07.1994, Page 2

Norðurslóð - 27.07.1994, Page 2
2 — NORÐURSLOÐ NORÐURSLOÐ Útgefandi: Rimar hf. Ritstjórar og ábyrgðarmenrr. Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíð, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Framk væmdastjóri: Sigrfður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555 Blaðamennska og tölvuumbrot: Þröstur Haraldsson, Dalvík Prentun: Dagsprent hf. Akureyri Grannar vegast á Enn einu sinni ganga sjónvarpsfréttirnar fram af okkur. Enn einu sinni slær veruleikinn við harð- soðnustu hryllingsmyndum. Líkin hrannast upp á árbökkunum í Rúanda og nágrannalöndum þessa hrjáða ríkis í miðri Afríku. Þjóðin flýr ósköpin sem eiga sér stað innan landamæranna og skapar ólýs- anleg vandamál í nálægum héruðuin: aldrei hafa eins margir flúið á jafnskömmum tíma og er ver- öldin þó orðin harla vön því að hrekja fólk á flótta. Þegar Berlínarmúrinn hrundi með eftirminni- legum hætti fyrir fimm árum áttu margir von á að nú myndi loksins verða hægt að skapa nýjan heim, lausan úr viðjum þess fimbulkulda sem ríkt hafði lengi í samskiptum ríkja austurs og vesturs, norð- urs og suðurs. Og vissulega hefur margt gerst í kjöl- farið, líka utan Evrópu: í Suður-Afríku er nú verið að gera stórkostlega tilraun til að afmá kynþáttaað- skilnaðinn og í Palestínu eru fyrstu skrefin stigin til að sætta þjóðir Israela og Araba. En eins og fyrri daginn bítur sagan í bælana á okkur. í ríkjuin fyrrum Júgóslavíu Iosnaði þvílíkt hatur úr læðingi að álfan hefur ekki upplifað annað eins um langt skeið. Fólkið sem búið hafði saman frá aldaöðli hóf skyndilega að rifja upp allar mis- gjörðir nágranna sinna síðustu áratugi og aldir og tími hefndarinnar rann upp. Og þar sannast á degi hverjum hið fornkveðna að engin stríð eru eins grinnn og miskunnarlaus og borgarastríð. Grannar eru grönnum verstir má segja. Það sannast líka í Rúanda, en þó með öðrum hætti. Þar takast á fylkingar sem tilheyra tveim kynþáttum eða þjóðum og voðaverkin eru hroða- legri en hægt er að lýsa. Dauðasveitirnar virðast leggja sig sérstaklega eftir því að fækka börnum af andstæðum kynþætti og fréttir hafa greint frá því að hjálparfólk og friðargæsluliðar hafi komið hóp- um barna nauinlega undan mönnunum ineð sveðj- urnar. Og eins og hremmingar af mannavöldum séu ekki nóg plága á þessu hrjáða fólki þá gýs upp kól- era í flóttamannabúðunum og stráfellir þúsundir manna á hverjuin degi. Viðtalið við írska hjálpar- starfsmanninn í búðunum í Zaire sem birtist í sjón- varpinu um helgina sagði mikla sögu. Hann var að bugast í bókstaflegum skilningu undan því að grafa þá látnu og hafði engan veginn undan, hvað þá að hann gæti sinnt þeim sem eftir lifðu. Örvæntingin í svipnum var alger. Það vantaði allt, mat, lyf, vatn, húsaskjól og inannskap til að líkna fólkinu. I næsta fréttatíma var greint frá því að banda- rísk stjórnvöld hefðu rokið í að fleygja niður súkkulaði og osti ásamt öðrum hjálpargögnum og máttu teljast heppin að enginn yrði fyrir himna- sendingunni. I þessu stríði er sök Vesturlandabúa mikil. Það fór engum sögum af miklum ófriði milli þessara kynþátta fyrr en nýlenduveldin fóru að deila og drottna og siga landsmönnum hverjum gegn öðr- um. Fyrir þann sögulega arf hefur Afríka mátt þola margt og súkkulaði og ostur nægja engan veginn til að lækna þau sár. Þau verða heldur ekki læknuð með hervaldi eða sveðjum. Tíminn er besti læknirinn, að sögn, en þegar atburðirnir á Balkanskaga eru skoðaðir efast maður líka um það. Og hvað er þá til ráða? -ÞH Komið grænum skógi að skrýða... Þegar maður leggur augu og eyru við þjóðarumræðunni, sem svo er kölluð og ekki þarfnast skýringa við, hlýtur maður að taka sérstak- lega eftir einu stórmerku málefni, sem ekki hefur spillst af snertingu við íslenska flokkapólitík. Ég á hér við landgræðslu og sér í lagi eflingu og útbreiðslu skóga í okkar kalda landi. Þetta málefni er svo fyrirferðar- mikið í heild sinni „á landsvísu“ í blöðum og útvarpi að varla hefði það nokkra minnstu þýðingu þó reynl væri að láta heyrast hljóð úr svo litlu horni, sem þetta héraðs- blað er, með meginútbreiðslu sína í innan við 2000 manna byggðar- lagi. Það mundi því teljast rökrétt vilji maður á annað borð leggja málefninu lið, að Italda sig við heimaslóðina, þ.e. norðurslóðina. Mikið hefur okkur Islendingum sviðið skógleysið, á umliðnum öldum, ekki síður okkur Svarfdæl- um heldur en öðrum. Guðjón Baldvinsson á Böggvis- stöðum segir orðrétt í mikilli ádeiluræðu á landnámshátíðinn á Dalvík í júní 1910: „Engin ein- asta skógarhrísla í öllum daln- um“. Aðeins mun þetta vera ofsagt hjá þeim ágæta kennara og hug- sjónamanni. Ein og ein hrísla fannst í árgljúfrum og klettum, ef vel var að gáð, eins og hríslurnar í Hofsárgilinu bera vott um enn í dag. En í stórum dráttum var þó þessi ádrepa „nakinn sannleikur". Einmitt þá voru Svarfdælir samt að ranka við sér í trjáræktarmálum. Einir sér eða bundnir samtökum fóru menn og ekki síður konur að verða sér úti um garðplöntur af íslensku tegundunum. birki og ekki síður reyni, sem leyndust hér og þar í klettum og öðrum óað- gengilegum stöðum, t.d. í Urða- Hrauninu. Frá þessum árum eru líklega mjög fornleg tré af ofan- nefndum tegundum, sem enn hjara á einstaka bæ, t.d. í Árgerði, á Mel- um, í Vallakirkjugarði og víðar. Upp af þessari áhugaöldu spratt líka fyrsti trjáreiturinn í sveitinni. Það er „Gróðrarreiturinn", sem ný- stofnað Unfmennafélag Svarfdæla plantaði út, fyrst vorið I9l l. Reit- urinn lifir enn þótt ekki sé hann neitt yndi í sumra augum vegna krækluvaxtar gömlu trjánna og fleiri vankanta. * * X X X Langur tími er nú liðinn síðan þessum fyrstu smásprotum af birki og reyni og íslenskum víðitegund- um var fyrst plantað í svarfdælska jörð. Og tíminn hefur ekki fetað sig fram, hvorki í þessum né öðr- um þjóðþrifamálum. Heldur má segja, að hann hafi fleygt sér fram í risastökkum. Nú er ekki langt að fara til að finna gömlu, íslensku trén. Víðirinn er að taka völdin á stórum svæðum þar sem búfjárbeit hefur létt af. Lítil birkitré finnast nú hér og þar út um hlíöar og haga, og ástæðan er sú sama, léttara beit- arálag allan ársins hring. Þessi „skóggræðsla" hefur eiginlega komið af sjálfri sér og öllum á óvart. Jafnánægjuleg er hún fyrir það og skal mönnum til leiðbein- ingar bent á Grundarengjar (fyrir neðan Jarðbrú), sem allar eru löðr- andi af gul- og grávíði. Og sam- svarandi aragrúa af varpfuglum: grátittling, þresti, lóuþræl, jaðrak- an, rjúpu, ýmsum andategundum og grágæs, svo aðeins séu nefndar fáar tegundir fugla - í vaxandi stærðarröð. En þetta var útútdúr, manni er svo tamt að hoppa mili plönturíkis og fuglaríkis en ætlunin var að fjalla í þessum greinarstúf um um- ræðuefnið landgræðsla og skóg- rækt í Svarfaðardal. Sem bctur fer hel'ur Eyjafjarðar- hérað næsta lítið af alvarlegri gróðureyðingu að segja. Hinsvegar voru fá héruð um síðustu aldamót jafn gereydd af fornum skógarleif- um og var Svarfaðardalur ekki barnanna bestur í því el'ni. En nú er sókn hafin og sigur- merkin sjást hvarvetna: Á mörgum bújörðum sveilarinnar eru skóg- ræktarsvæði, sem þegar eru farin að setja svip á landið. Hánefs- staðir, Hofsá, Dæli, Laugahlíð auk Ytra-Holtsreitsins eru elst þessara skógarreita, en á mörgum fleiri bæjum eru skógarreinar skemmra á veg komnar en munu opinbera sig á allra næstu árum. Dalvík sjálf, hinn svarfdælski höfuðstaður, er að sínu leyti til fyrirmyndar með trjárækt við hús og opin svæði bæjarins. Einnig er nú komið vel á legg fallegt og fjöl- breytt skógarsvæði sunnan og ofan við bæjarmörkin, skógarsvæði sem tengt er nafni Soffaníasar Þorkels- sonar Vestur-íslendings frá Hofsá. Að lokum vil ég svo geta tveggja sneiða, þar sem fornt, inn- lent birki og víðikjarr er að mynda samfelldan skóg. Það er Kóngs- staðaháls í Skíðadal og skógur í Karlsárseta og upp á dal. Þetta eru helstu leifar þeirra skóga, sem án efa þöktu hlíðar Svarfaðardals og Upsastrandar í öndverðu. Slíkir skógar munu á næstu öld j)ekja stór svæði í okkar norrænu heima- byggð. Jafnvel þótt sauðfjárrækt aukist til muna. HEÞ Innilegar þakkir til allra þeirra sem glöddu mig meö heimsóknum, gjöfum og heillaóskum á 80 ára afmæli mínu 4. júlí síðastliðinn. Lifið heil. Kristín Sigurhjartardóttir Sparisjóður Svarfdæla Dalvík - Árskógi - Hrísey sendir Út-Eyfirðingum og öðrum viðskiptavinum bestu sumarkveðjur. I hönd fer mesta ferðahelgi ársins: Verslunarmannahelgin Minnist hins fornkveðna að betri er krókur en kelda og að gott er jafnan heilum vagni heim að aka Starfsmönnum sínum sendir sjóðurinn bestu kveðjur með ósk um fararheill á sjó og landi. Hittumst öll heil að lokimii langri farsælli helgi Sparisjóður Svarfdæla Dalvík 61600 - Árskógi 61880 - Hrísey 61785

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.