Norðurslóð - 27.07.1994, Qupperneq 4
4 — NORÐURSLOÐ
Kveðja
Dýrleif Friðriksdóttir í Argerði
F. 14. okt 1906 - D. 18. júní 1994
Dýrleif í Árgerði andaðist á Akur-
eyri þann 18. júní sl. á 88. aldurs-
ári. Hennar hefur verið minnst í
blöðum í Reykjavík og á Akureyri
þar sem uppruna hennar og æfiferli
eru gerð góð skil. Það sem hér er
sett á blað verða því fá orð svo sem
í kveðjuskyni l'yrir hönd aðstand-
enda og lesenda þessa blaðs.
Þau Dýrleif og maður hennar,
Daníel Á. Daníelsson héraðslækn-
ir, komu hingað árið 1945, þá tek-
in að nálgast miðjan aldur, með
eina dóttur barna, Guðnýju, f.
1939 á Hesteyri í Jökulfjörðum,
þar sen Daníel gegndi embætti hér-
aðslæknis. Hér fæddust hjónunum
svo tveir synir, Friðrik 1947 og
Bjarni 1949. Þau hafa því eirt hér
vel innan svarfdælska fjallahrings-
ins, eins og fleira gott aðkomufólk.
Sumartónleikar á Norðurlandi
eru nú haldnir í áttunda sinn í
norðlenskum kirkjum og kemur
röðin að Dalvíkurkirkju föstu-
daginn 29. júlí nk. Þá kemur
sönghópurinn Hljómeyki ásamt
Hatliða Hallgrímssyni tónskáldi
og sellóleikara í heimsókn og
syngur í kirkjunni kl. 21.
Hljómeyki var stofnað árið
1974 og starfaði þá í nokkur ár.
Árið 1986 var hópurinn endurreist-
ur og hefur síðan frumflutt ný tón-
verk á sumartónleikum í Skálholti
Dýrleif var menntuð Ijósmóðir,
tók próf frá Ljósmæðraskóla Is-
lands 1925. Að því námi loknu
starfaði hún um 10 ára skeið sem
ljósmóðir í Núpasveitar- og Öxar-
fjarðarumdæmum. Hún fór til
framhaldsnáms í Kaupmannahöfn
1930-1931. Heimkomin hvarf hún
aftur að ljósmóðurstarfinu, meðal
annars á fæðingardeild Landspítal-
ans í Reykjavík. Hún giftist Daníel
Á. Daníelssyni lækni 10. júní
1938. Hjónabandið entist þeim
meðan bæði lifðu eða í 56 ár.
Fljótlega eftir að þau komu
hingað í hérað 1945 keyplu þau
gamla timburhúsið á Árgerðis-
hólnum, sem þar var reist sem
læknisbústaður 1907 eða 1908.
Það hús var nú rifið en í þess stað
byggt veglegt steinhús, sem hæfir
á hverju ári, oftast undir stjórn höf-
undar. Hópurinn telur sextán
sön^vara.
I fyrrasumar frumfluttu þau tvö
verk eftir Hafliða Hallgrímsson og
verða þau flutt á tónleikunum í
Dalvíkurkirkju. Auk þess syngur
Hljómeyki fjögur þjóðlög í útsetn-
ingu Hafliða og þrjú sönglög og
einn sálm eftir Jón Nordal.
Hafliði er fæddur á Akureyri en
ættaður úr Svarfaðardal í föðurætt,
því faðir hans var sonur Lilju Jó-
hannsdóttur frá Ytra-Hvarfi. Hann
hinu stórfagra umhverfi, þar sem
Svarfaðardalsá skýtur olnbogan-
um vesturfyrir Hrísahöfðann og
víðihólmarnir setja töfrandi blæ á
umhverfið.
Þarna settust nú læknishjónin
að til frambúðar, spölkorn utan við
kauptúnið og þó ekki beinlínis í
sveitinni. Til viðbótar við hina
sjálfgefnu náttúrufegurð vil ég
nefna skrúðgarðinn sunnan við
læknishúsið. Frá fyrstu árum
Sigurjóns Jónssonar, læknis í Ár-
gerði (1908-1938) og konu hans,
Sigríðar Ólafsdóttur, eru óvenju
bolntikil reynitré sunnan undir
húsinu, en því miður helst til nærri
gluggunum með tilliti til útsýnis
fram dalinn. Þennan vísi að skrúð-
garði tók frú Dýrleif í fóstur og jók
út og fegraði. Hún plantaði espi-
lauk námi frá Tónlistarskólanum á
Akureyri og fór til framhaldsnáms
í tónsmíðum í Róm og Lundúnum.
Hefur hann síðan starfað sem
sellóleikari og tónskáld. Undan-
farna tvo áratugi hefur Hafliði búið
og starfað í Edinborg og Skotlandi
og þar hitti Kór Dalvíkurkirkju
hann í byrjun júnímánaðar sl.
Hann mætti á tónleika kórsins þar
sem ma. var flutt þjóðlagið Veröld
fláa sýnir sig í útsetningu hans.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis og allir velkomnir. -ÞH
trjám, lerki og runnagróðri auk
blómabeða og annaðist þessi fóst-
urbörn sín af natni og alúð, því hún
unni öllum gróðri og kunni góð
skil á íslenska gróðurríkinu.
Til gamans skal hér rifjað upp.
að fyrir nokkrum árum á hásumar-
degi heimsóttum við, ég og kona
mín, þau Árgerðishjón, sem oftar.
Svo sem í tilraunaskyni söfnuðum
við saman stórum vendi, mörgum
tugum íslenskra jurta, tíndum á
Hrísahöfðanum og þar í kring.
Blómvöndinn fékk Dýrleif hús-
freyja til að greina f tegundir. Eg
man ekki að nefna prósentur en
hún fékk háa ágætiseinkunn fyrir
frammistöðuna og hafði hún og
við öll mikið gaman af.
Eg hef farið nokkrum orðum um
þennan þátt í lífsstarfi Dýrleifar
Friðriksdóttur eftir að hún eignað-
ist eigin blett til að annast. Sjálfri
mun henni þó að líkindum hafa
verið ríkust í minningunni árin
hennar í Ijósmóðurstarfinu þótt
þau væru ekki svo ýkjamörg. Hún
bar falslausa virðingu fyrir því og
hafði yndi af að rifja upp minning-
ar frá því tímabili ævinnar og sagði
svo frá með nokkru stolti, að enga
konu hefði hún „misst“ í sínu ljós-
móðurstarfi, né heldur barn.
Án efa varð húsmóðurstarfið þó
sá þáttur í lífi Dýrleifar, sem hún
helgaði mesta krafta og umhyggju.
Þegar Dýrleif var komin á
fimmtugsaldur eignuðust þau
hjónin tvo syni með ríflega árs
millibili. Hafi Dýrleifu áður fund-
ist hún ekki hafa nægilegt „viðnám
krafta sinna“, svo notuð séu orð
Sumartónleikar á Dalvík
- Hljómeyki og Hafliði Hallgrímsson á tónleikum í
Dalvíkurkirkju á föstudagskvöldið
Svarfdœlabúð
Dalvík
í kjötborðinu:
Allt á grillið og í helgarmatinn
Grillkjöt frá
Kjarnafœði, Nýja Bautabúrinu
og Kjötiðnaðarstöð KEA
Ferðagasgrill - Kolagrill
Grillkol - Grilláhöld
Svefnpokar - Tjöld - Tjalddýnur
og fleira í útileguna
þingeyska skáldsins, þá hefur sú
tilfinning horfið bæði fljótt og vel
þegar henni höfðu fallið í skaut
synirnir ungu og allur sá óendan-
legi erill, sem því fylgir að koma
barni til manns.
Ekki hefur það verið talið eftir
og á elliárunum veittist hjónunum
líka sú ánægja að fylgjast með
ágætri frammistöðu bama sinna í
straumkasti þjóðfélagsins. Einnig
veittist þeim sú ánægja, að fá að
kynnast bamabörnum sínum, sem
hafa dvalist í Árgerði langtímum
saman.
Með þessum fáu og fátæklejju
orðum vil ég þakka Dýrleifu í Ar-
gerði ágæta viðkynningu og marga
skemmtilega samverustund hjá
þeim hjónum í Árgerði. Dýrleif
var bráðskemmtileg kona, sem
mikil eftirsjá er að. En hún var há-
öldruð orðin og kröftum þrotin.
Hennar útmældi tími var kominn,
og enginn má sköpum renna.
Hún var jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík þann 25.
júní. Blaðið sendir Daníel í Ár-
gerði og afkomendum þeirra hjóna
innilegar samúðarkveðjur.
HEÞ.
Sögur úr
sveitinni
Framliald afforsíchi
hefjast framkvæmdir þar e.t.v.
strax í haust. Þar eru á ferðinni Sig-
urður Lúðvígsson tannlæknir og
Guðríður Valva Gísladóttir tónlist-
arkennari. Sótt hefur verið um aðra
byggingarlóð í Laugahlíð og hafist
er handa við byggingu sumarbú-
staðar neðan við Jakobslund.
Mikil ásókn hefur verið í sum-
arbústalóðir í landi Hamars. Það
land hefur enn ekki allt verið
skipulagt en síðustu lóðinni á
skipulögðu landi var úthlutað nú í
sumar. I fyrra var þar úthlutað
þremur lóðum og verður hafist
handa við þá sumarbústaði alla í
sumar.
En Oskar byggir
Þeir sem leið hafa átt um Skíða-
dalinn í sumar hafa tekið eftir and-
litslyftingu á gömlu fjárhúsunum á
Másstöðum og velt nokkuð vöng-
um yfir því hvað þarna sé í upp-
siglingu. Norðurslóð hafði sam-
band við Oskar Gunnarsson í Dæli
sem stendur þarna fyrir fram-
kvæmdum og spurði hann hvað
þarna væri að gerast. Oskar sagðist
reyndar ekki alveg vera endanlega
búinn að gera upp við sig hvaða
starfsemi þarna færi fram. Það
hefði lengi staðið til að endurbæta
fjárhúsin til einhverrar starfsemi.
Nú væri búið að einangara, leggja
gólf og koma vatni og hita í húsið.
Til greina kæmi að hafa þarna
einhverja ferðaþjónustu og eins
gæti þarna orðið aðstaða fyrir list-
iðnað húsfreyjunnar, Lene Zachar-
íassen, sem löngu er landskunnur
orðinn. Þetta verður sem sagt fjöl-
nota hús undir margháttaða starf-
semi hinna framkvæmdasömu
hjóna í Dæli og það er hið besta
ntál eins og sagt er fyrir sunnan.
hjhj