Norðurslóð


Norðurslóð - 26.08.1994, Qupperneq 1

Norðurslóð - 26.08.1994, Qupperneq 1
iHife Af hreppstjórum og öðrum opinberum starfsmönnum Svarfdælsk byggð & bær 18. árgangur Föstutlagur 26. ágúst 1994 8. tölublað Frá Dalvíkurhöfn. Mynd: SH Eins og fram hefur komið í fréttum hafa Dalvíkingar gert sig nokkuð gildandi í stríðinu við Norðmenn. A tímabili voru bæði Björgúlfur og Bliki að veiðunt á hinum umdeildu svæðum. Björgúlfur landaði hér þokka- legunt ísfisktúr eftir verslunar- mannahelgi. Bliki EA landaði hér í vikunni stærsta farmi sem skipið hefur landað frá upphafi. Talið er að verðmæti aflans sé um 37 miljónir króna. Smugu- og Svalbarðaveiðar eru orðnar dágóð búbót fyrir þjóðarbúið og kemur sér vel fyrir ýmsar út- gerðir hér á Dalvík sem og ann- ars staðar á landinu. En baráttulaust hefur þetta ekki gengið. Þar hafa Dalvíkingar átt menn í fremstu víglínu. Bliki EA var í vor í fréttum sem eitt aðal- skipið á miðunum. Norðmenn töldu að þaðan væri veiðum ís- lensku skipanna meira og minna stjórnað. Að undanförnu hafa önn- ur skip en héðan frá Dalvík verið mikið í fréttum og enn halda Dalvíkingar áfram að koma við sögu. Anton Ingvason stýrimaður á Hágangi II. Toni á Hrísum, er Brimvarnargarður við Dalvíkurhöfn: Framkvæmdir hefjast fljótlega - Fyrirtækið Völur hf. í Reykjavík átti lægsta tilboðið í garðinn sem á að vera fullgerður 15. október næsta ár A mánudaginn voru opnuð til- boð í gerð brimvarnargarðs á Dalvík og reyndust fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu eiga lægstu tilboðin. Kostnaðaráætlun hljóð- aði upp á 133 milljónir króna, en lægsta tilboðið samkvæmt út- boðslýsingu átti Völur hf. í Reykjavík og var það 79 milljón- ir króna eða 60% af kostnaðar- áætlun. Reyndar áttu fyrirtækin Háfell hf. í Hafnarfirði og Rein hf. á Kjal- amesi tilboð sem var hálfri þriðju milljón lægra, en í því var gert ráð fyrir annarri akstursleið með grjót- ið en miðað er við í útboðslýsingu. Öll tilboðin voru í lægri kantinum og það hæsta einungis 83% af kostnaðaráætlun. Segir þetta sína sögu um ástandið í verktakabrans- anum. Hafnarsamlag Eyjafjarðar hefur samið við eiganda jarðarinnar Háls um að efnið í garðinn verði tekið í Höfðanum austan við Böggvis- staðasand og vafðist það nokkuð fyrir mönnum hvemig ætti að flytja það að höfninni. Hér er um ntikla flutninga að ræða því alls verður garðurinn 320 metrar að lengd og í hann ekið 103 þúsund rúmmetrum af grjóti og möl. Það samsvarar yfir 10.000 ferðum frant og til baka. I fyrstu var gælt við þá hug- mynd að leggja nýjan veg eftir sandinum og brúa Svarfaðardalsá til þess að losna við að flytja grjót- ið í gegnum bæinn, en eftir nokkra umhugsun var horfið frá því, ekki síst vegna þess að flutningarnir myndu setja alla starfsemi við höfnina úr skorðum. Niðurstaðan varð sú að grjótið verður flutt eftir þjóðveginum sem leið liggur gegn- um bæinn út undir Sæplast þar sem beygt verður niður að höfninni. Er það um sjö kílómetra leið. Ymsar ráðstafanir verða gerðar til að tryggja að þessi mikli þunga- akstur stofni ekki öðrum vegfar- endum í hættu. Bílunum verður leyft að aka á tímanum frá 7 á morgnana til 10 á kvöldin, en þeir mega ekki aka hraðar en á 35 km ferð innanbæjar og verða hraðatak- markanir viðhafðar til að tryggja það. Einnig verður Sognstúni, Sunnutúni og götu norðan frysti- hússins lokað við Hafnarbraut. Þá er búið að rífa Valensíu, en hún skagaði út í Hafnarbrautina og takmarkaði útsýni bifreiðastjóra. Vita- og hafnamálastofnun mun nú fara yfir tilboðin, en fljótlega verður gengið til samninga við verktaka og er það vilji stjómar Hafnasamlagsins að framkvæmdir hefjist sem fyrst. Samkvæmt út- boði á garðurinn að vera tilbúinn þann 15. október næsta ár. Garðurinn mun verja Dalvíkur- höfn fyrir norðanáttunum en þær valda oft verulegri ólgu í höfninni. I framtíðinni er svo fyrirhugað að innan garðsins komi nýr viðlegu- kantur fyrir stærri skip norður af norðurgarðinum, en sá kantur mun liggja vel við gámasvæðinu sem er á uppfyllingunni sem gerð var fyrir nokkrum árum. Þar hefur einnig verið rætt um að reisa frysti- geymslu, en samningar um það hafa enn ekki tekist við skipafélög- in. -ÞH Bændur bjóða heim - Um 200 manns nutu gestrisni Sökkubænda Eins og öllum mun kunnugt buðu íslenskir bændur lands- inönnum heim sunnudaginn 14. ágúst sl. að frumkvæði Upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins. Til að halda uppi heiðri Svarf- dælinga varð Sökkubúið fyrir valinu enda er þar rekinn bú- skapur eins og best lætur og margt að sjá fyrir þá sem kynn- ast vilja sveitasælunni. Gestir streymdu að allan daginn enda veður eins og best verður á kosið, sólskin og sumarblíða. Og gestunum var heldur betur tekið með kostum og kynjum. Menn gátu farið á hestbak og teymt var undir þeim senr minnsta reynslu höfðu af útreiðum. í fjósi voru kvígur og kálfar sem mauluðu hey úr höndum gesta, í fjárhúsunt voru ær, lömb og hrútar sem sótt höfðu verið á fjall, þriflegar hænur spíg- sporuðu um hlaðið og ein hænan hafði meira að segja haft fyrir því að strjúka að heiman til að unga út nokkrum eggjum af þessu tilefni og vakti verðskuldaða hrifningu með ungahópinn sinn. I bæjar- læknuin gafst bömunum kostur á að leika með lítil skip og í garð- inum var standandi veisla þar sem reitt var fram hverskyns heimatil- búið •góðmeti; rúgbrauð og ýntsar tegundir heimabakaðs brauðs, Börnin fengu að koma á hestbak h já yngri bóndanum, Gunnsteini. kleinur, randalínur og jólakökur. Viðbitið var af sama sauðahúsi; heimatilbúin kæfa, berjasulta og marmelaði. Rófur komu úr mat- jurtagarðinum og mjólkin úr kún- um sem bitu túngresið í kring um bæinn dálítið undrandi á öllum gestaganginum en þar á bæ kalla menn og skepnur þó ekki allt ömmur sínar í þeim efnum. Að sögn Olgu húsfreyju lögðu um 200 manns leið sína að Sökku þennan dag og mátti heimilisfólkið hafa sig allt við að sinna gestunum. Fólk kom allsstaðar að, nokkuð konr frá Dalvík og töluvert frá Ak- ureyri en einnig var margt um ferðafólk vítt og breitt af landinu. Mikið var um bamafólk sem sýna vildi börnum sínum sveitalífið en hinir fullorðnu voru engu síður áhugasamir og spurðu margs um búskapinn. Utbúinn hafði verið sérstakur upplýsingapési (brot- blöðungur) um búið og búskapinn og lásu ntenn hann af áhuga. Olga taldi lítinn vafa á því að heimboð sem þetta skilaði árangri í þá veru að efla tengsl bæjarbúa og sveitamanna og bæta með því ímynd íslensks landbúnaðar meðal þjóðarinnar. Hún sagðist vonast til þess að framhald yrði á þessu og að næst yrðu fleiri sveitabæir inni í myndinni. hjhj orðin stríðshetja eins og kunnugt er. Söguna þekkja orðið allir þegar Toni handlék haglabyssu Gumma bróður síns norður í höfum en það varð til þess að vamarmálaráð- herra Noregs gaf flotanum fyrir- mæli um að beita öllum tiltækum ráðum til að handtaka Tona. Eftir að herskip höfðu skotið úr fall- byssum á Hágang II svo göt kontu á skipið var það fært til hafnar og Toni ákærður fyrir að skjóta að op- inberum starfsmönnum. Toni neit- aði öllum saka.rgiftum og kvaðst, þegar hann skaut púðurskoti upp í loftið, einungis hafa verið að hræða sér ókunnugt lið sem skap- aði hættu fyrir áhöfn hans. Dómar- ar trúðu betur Tona en opinberu starfsmönnunum því þeir slepptu honum úr haldi. Fjölskylduhefð verður til Hvort norsku dómurunum var kunnugt um yfirlýsingar ömmu- bróður Tona um meðferð skot- vopna gagnvart opinberum starfs- ntönnum skal ósagt látið. Ef svo er ekki er rétt að rifja þessa sögu upp því ekki er ólíklegt að löglærðir menn teldu hana gilda fyrir alla ættina og nýttist Tona þegar mál hans verður tekið fyrir í haust. Sagan er svona: Páll Hallgrfms- son eða Palli í Bergþórshvoli var ömmubróðir Tona. Palli átti hús- eignina Bergþórshvol sem nú er Kiwanishúsið eins og kunnugt er. Bergþórshvoll var sannkallað fjöl- býlishús og þar leigði Palli mörg- um fjölskyldum. A gamlárskvöldi fyrir 35-40 árum var strákaflokkur vappandi á hólnum kringum húsið með sprengjur og einhver læti. Palli kom út á tröppur og bað um að sprengjulátum verði hætt en allt kom fyrir ekki. Þá mætti Palli með haglabyssu á tröppunmum og sagðist nota hana ef allir hefðu sig ekki á brott. Það var ekki fyrr en Palli hóf byssuna á loft að strákagerið tók til fótanna. Um leið og skot hvað við féll einn um koll og allir stífnuðu úr hræðslu. Sá sem féll datt um stein enda beindi Palli byssuni 60 gráður upp í loftið og 20 gráður til hliðar við hópinn. Mitt í þessum látum kom Kristján hreppstjóri á svæðið, var svosem ekki í embætt- iserindum heldur átti leið hjá. Kristján fer engu að síður að skipta sér af og biður Pál að leggja frá sér vopnið. Þá segir Palli: „Þetta er allt í lagi, Kristján minn, ég skýt aldrei hreppsstjóra.“ Púðurskotið af tröppunum á Bergþórshvoli hafði engan eftir- mála. Páll varði heimilisfólkið fyr- ir strákapörunr næstu gamlárs- kvöld. Ekki er Ijóst hvort púður- skotið hjá Tona verður til þess að áhöfn hans verður óáreitt við veið- ar en hætt er við að einhverjir eftir- málar verði af hans púðurskoti. JA Gestir þáðu góðgjörðir hjá Dagbjörtu, yngri eldri bóndinn, Þorgils, við aðkomufólkið. húsfreyjunni, í baksýn ræðir Myndir: Gunnsteinn Þorgilsson

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.