Norðurslóð - 26.08.1994, Blaðsíða 5
NORÐURSLOÐ —5
Ferðamannabærinn Dalvík:
Það þarf að koma Dalvík
inn á kortið hjá ferðafólki
- segir Kolbeinn Sigurbjörnsson ferðamálafulltrúi
Kolbeinn Sigurbjörnsson í almenningnum á bæjarskrifstofunum á Dalvík.
Eins og fram hefur koniið hér í
blaðinu hefur Dalvíkurbær ráð-
ið til starfa ferðaniálafulltrúa, að
vísu einungis í skamman tíma til
aðbyrja með. Sá sem varð fyrir
valinu heitir Kolbeinn Sigur-
björnsson og býr á Akurevri þar
sem hann starfar hjá fyrirtæk-
inu Sandblástur og málmhúðum
hf.
Hann hefur nú verið að störfum
um nokkurra vikna skeið á bæjar-
skrifstofunum á Dalvík, eyðir þar
sumarfríinu sínu þetta árið. Þegar
því lýkur mun hann semja greinar-
gerð um starf sitt og leggja tillögur
fyrir ferðamálanefnd sem aftur
mun leggja þær fyrir bæjarstjóm.
Norðurslóð tók Kolbein tali þar
sem hann sat í almenningnum á
bæjarskrifstofunum, en ekki hefur
enn tekist að finna honunr fastan
samastað og finnst varla úr þessu.
En hvað hefur hann verið að sýsla
til þessa?
„Eg hef verið að viða að mér
gögnum og tala við hagsmunaaðila
í ferðaþjónustu hér á staðnum. Að
því loknu mun ég meta þær stað-
reyndir sem við blasa og leggja
línurnar um það hvað best er að
gera í framhaldinu.
Við erum að reyna að sjá Dal-
vík fyrir okkur sem ferðamannabæ
og átta okkur á því hverjar óskirn-
ar eru. Islensk ferðaþjónusta skilar
í þjóðarbúið hátt í 25 milljörðum
króna og af þeim verða 60-70% til
á þremur mánuðum yfir sumarið
meðan útlendingarnir eru hér.
Því miður virðist það vera svo
að ferðamenn staldra stutt við hér í
Eyjafirði, þeir virðast bara hafa hér
viðdvöl á leiðinni eitthvað annað.
Kannanir hafa sýnt að 70% er-
lendra ferðamanna gista tvær næt-
ur eða skemur hér í firðinum.
Þessu þarf að breyta. Einnig þarf
að reyna að lengja ferðamannatím-
ann því hver ferðamaður sem kem-
ur hingað utan háannatímans er
inun meira virði en hinir.“
Úr nógu að moða hér
- Hvað er hœgt að gera til að
hreyta þessu?
„Það sem vantar fyrst og fremst
er kynning. Við þurfum að gera
okkur grein fyrir því að ekki er
hægt að ná í alla þá ferðamenn sem
koma til landsins. Þess vegna þarf
að velja ákveðna markhópa og ná
til þeirra. Möguleikamir eru vissu-
lega til staðar því hér er margt við
að vera og úr nógu að moða.
Eg vil þó taka menn vara við
því að búast við miklum árangri af
þessu starfi á næsta ári. Fjórir af
hverjum fimm erlendum ferða-
mönnum koma hingað til lands
fyrir atbeina erlendra ferðaskrif-
stofa og þær eru að prófarkalesa
bæklingana fyrir næsta sumar
núna.
Hins vegar getum við reynt að
ná til Islendinga og koma Dalvík
inn á kortið hjá þeim sem ferðast
innanlands. Þar rekum við okkur á
það sama: það vantar kynningar-
efni. Það eru ýmsar hugmyndir
uppi um það sem hægt er að gera.
Til dæmis líst mér mjög vel á hug-
mynd Borgfirðinga sem gáfu út
bækling þar sem er að finna leið-
sögn um héraðið og rifjaðar upp
sögur sem tengjast einstökum bæj-
um og stöðum. Allir bæir eiga sér
sögu og þetta væri vel hægt að
gera hér.
Það þarf líka að endurvekja
hugmyndina um Tröllaskagann
sem reynt var að markaðssetja fyr-
irnokkrum árum. Tröllaskaginn er
paradís fyrir útivistarfólk því hér
eru ótal gönguleiðir. Svo má líka
nefna hugmynd eins og þá að gera
sér mat úr Bakkabræðrum, það má
markaðssetja þá rétt eins og Hafn-
firðingar hafa gert við álfana sína.
Það sem háir okkur hér er að
stærstur hluti innlendra ferða-
manna býr í Reykjavík og ferðast
út frá höfuðborgarsvæðinu eftir
veðurkortinu. Svo eiga æ fleiri
sumarbústaði eða hafa aðgang að
þeim og það bindur þá við afmörk-
uð svæði. Við þurfum hins vegar
að ná í þá sem eru í lengri ferðum."
Að samræma kraftana
- Hvað er það sem þér finnst helst
vanta íþjónustu við ferðafólk hér á
Dalvík?
„Það vantar ýmislegt, til dæniis
er ekkert skilti sein býður fólk vel-
komið í bæinn, hvað þá að því sé
vísað til vegar á helstu staði.
En hér er margt til sem nýtist
vel í ferðaþjónustu. Eg vil nefna
gott tjaldstæði og sundlaugina sem
verður afskaplega gott mál. Það
þarf hins vegar að samræma
kraftana og ella kynninguna, koma
því sem hér er í boði á framfæri við
ferðamenn,“ segir Kolbeinn.
-ÞH
íþróttir:
Dapurlegt gengi í
fótboltanum
-Bæði kvenna- og karlaliðin í
meistaraflokki eru í fallhættu
- 4. flokkur stendur sig betur
Það væri synd að segja að dal-
vísk knattspyrnulið hefðu
blómstrað í sumar, amk. á það
ekki við um meistaraflokkana.
Kvennaliðið vermir botnssæti 1.
deildar og er nær öruggt um fall
í 2. deiid. Karlaliðið deiiir botn-
sætinu í 3. deild með öðru liði og
má virkilega taka sig á ef það
ætlar sér að forðast fall í 4. deild.
A mánudaginn var mikilvægur
leikur í fallbaráttu 3. deildar karla
þegar Dalvíkingar fóru til Sauðár-
króks og öttu kappi við Tindastól.
Með sigri hefðu Dalvíkingar getað
tosað sig upp úr fallsæti á kostnað
Tindastóls, en þeir síðamefndu
sigruðu 1-0.
Kvennaliðinu var svo sem ekki
spáð verulegu gengi eftir að það
komst óvænt upp í 1. deild í vor. I
deildinni bera fimm lið af, en hin
liðin þrjú - Dalvík, Haukar og
Höttur - hafa verið að bítast um
sjötta sætið því tvö neðstu sætin
tákna fall í 2. deild. Og nú virðist
borin von umað Dalvíkurliðið nái
því sæti. Liðið hefur aðeins fengið
eitt stig fyrir jafntefli gegn Hauk-
unt og er í neðsta sæti.
Bjöm Friðþjófsson formaður
UMFS segir að kvennaliðið hafi
verið óheppið, til dæmis hafi sterk-
asti leikmaður þess, Aðalbjörg
Stefánsdóttir markvörður, meiðst á
miðju sumri. „Ef hún hefði ekki
meiðst væri hún að öllum líkindum
komin í landsliðið undir tvítugu,"
sagði Bjöm.
3. deiidin sterkari í ár
Um karlaliðið segir Björn að gegni
öðru máli.
„Það er mál manna að liðið sé
sterkara en áður og leiki betri
knattspymu en í fyrra. Hins vegar
hefur 3. deildin verið að styrkjast
og metnaður liðanna greinilega
meiri. Það er alveg Ijóst að ef lið
utan af landi ætla að halda sínum
hlut í efri deildum Islandsmótsins
þá þurfa þau að leggja harðar að
sér og setja meira fjármagn í knatt-
spyrnuna. Eg get nefnt sem dæmi
að við höfum ekið í rútu á alla
okkar leiki, að Isafirði frátöldum,
meðan hin liðin koma fljúgandi.
Það er komið að því að við setj-
umst niður, ekki bara stjóm UMFS
heldur allir bæjarbúar, og svari
þeirri spurningu hvort við viljum
eiga lið í efri deildunum. Við finn-
um fyrir því að þegar illa gengur
hjá liðinu er erfiðara að fjármagna
úthaldið, fólk tekur okkur ekki eins
vel og áður. Það þarf að breytast.“
Efniviðurinn er til staðar
En það eru þó Ijósir punktar innan
unt og saman við. Yngri flokkun-
um hefur mörgum hverjum gengið
ágætlega. Til dæmis unnu bæði
kvenna- og karlalið 4. flokks sterk
mót á Siglufirði og Neskaupstað í
sumar. Dalvík átti tvo stráka í
Norðurlandsúrvali 4. flokks sem
sigraði á stórmóti á Suðumesjum.
„Þetta sýnir að efniviðurinn er
fyrir hendi. Að því leyti erum við
fyllilega sambærilegir öðrum. En
svo er eins og við drögumst aftur
úr þegar kemur upp í eldri flokk-
ana. Þetta á raunar við um öll fé-
lögin hér úr Eyjafirði sem eiga lið í
efri deildunum, að Ólafsfirðingum
frátöldum. Hin félögin eiga öll í
vandræðum í sumar,“ segir Björn.
Lítið er af frjálsíþróttafólki Dal-
víkur að segja í sumar. Til stóð að
halda Norðurlandsmót hér á
Dalvík í lok júní, en því varð að af-
lýsa sökumrigninga. Það hefur því
verið minna um stórmót en ella.
-ÞH
Sparisjóður Svarfdæla
Dalvík - Árskógi - Hrísey
Samgleðst viðskiptavinum sínum öllum við
Ut-Eyjafjörð með einmunablíðu á sjó og landi og
frábæra uppskeru alls jarðargróða, hvort sem er
gras, trjágróður, jarðepli eða ber
Senn haustar að, og
Fólkvangurinn í Böggvisstaðafjalli
tekur að skipta litum á sinn óviðjafnanlega hátt,
afklæðist grænum sumarkjól og tekur á sig
marglitan möttul haustsins
í síbreytileika ársins stendur
Sparisjóðurinn
traustum fótum í vík, eyju og strönd og bíður
þess ókvíðinn sem verða vill í sveiflum
viðskiptalífsins
Sparisjóðurinn sendir Svarfdælum,
Hríseyingum og Árskógsstrendingum
síðsumarkveðjur og vonar að þeir megi taka
komu haustsins með hógværð og jafnaðargeði
Sparisjóður Svarfdæla
Dalvík 61600 - Árskógi 61880 - Hrísey 61785