Norðurslóð - 26.08.1994, Blaðsíða 4
4 — NORÐURSLOÐ
Maria Wastl skoðar loftmyndir af Skíðadal.
Myndir: hjhj
Nefndir og ráð í
Svarfaðardalshreppi
I síðasta tölublaði Norðurslóðar
birtum við upptalningu á nefnd-
um og ráðum Dalvíkurbæjar.
Nú er komið að Svarfaðardals-
hreppi og skipan nokkurra
helstu nefnda í sveitinni.
Forðagæslumenn
Arni Steingrímsson Ingvörum
Hallgrímur Einarsson Urðum
Skólanefnd Húsabakkaskóla.
Kristján Hjartarson Tjöm
Sigurbjörg Karlsdóttir Grund
Dómhildur Karlsdóttir Klaufa-
brekknakoti
Jón Hjaltason Ytra-Garðshomi
Skógræktar- og umhverfisnefnd
Dagbjört Jónsdóttir Sökku
Filippía Jónsdóttir Hofi
Anna Lísa Stefánsdóttir Koti
Félagsmálanefnd
Guðrún Rósa Lárusdóttir Þverá
Rósa Kristín Baldursdóttir
Laugahlíð
Arngrímur Baldursson Melum
Bygginganefnd
Baldur Þórarinsson Bakka
Gunnlaugur Sigurðsson Klaufa-
brekkum
Sölvi Hjaltason Hreiðarsstöðum
Kjörstjórn
Sigríður Hafstað Tjörn
Björn Daníelsson Laugabrekku
Gunnar Jónsson Brekku
Endurskoðendur
Björn Daníelsson Laugabrekku
Þorgils Gunnlaugsson Sökku
Riðunefnd
Arni Steingrímsson Ingvörum
Hallgrímur Einarsson Urðum
Jón Þórarinsson Hæringsstöðum
Afengisvarnarnefnd
Margrét Gunnarsdóttir Göngu-
stöðurn
Halla Einarsdóttir Urðunr
Stjórn bókasafns
Helga Hauksdóttir Húsabakka
Björn Daníelsson Laugabrekku
Gunnar Jónsson Brekku
Sundskálanefnd
Helga Hauksdóttir Húsabakka
Kristján Hjartarson Tjöm.
Ekki verða hér taldir upp full-
trúar Svarfaðardalshrepps í sam-
eiginlegum nefndum með Dalvík-
urbæ eða með fleiri sveitarfélög-
um.
Olafur Valsson
dýralæknir
auglýsir:
Símatími er frá 8-10 alla
morgna í síma 61430
Ðílasími minn er 985-31114
Þýsku jarðvísindamennirnir með alvæpni á hlaðinu á Másstöðum, frá vinstri: Angelika, Hans, Thomas og Maria.
Hvað eru þessir Þjóðverjar
alltaf að gera hérna?
- Þýskir háskólamenn í gömlu fjárhúsunum á
Másstöðum
Johann Stötter heitir maður,
kallaður Hans af þeini sem
þekkja hann. Hann er þýskur
eins og nafnið bendir til og starf-
ar sem landafræðiprófessor við
háskólann í Múnchen. Hans hef-
ur 8 sinnum dvalið á íslandi um
lengri eða skemmri tíma og þá
lengstum í Skíðadal við jarð-
fræðirannsóknir. Koma hans í
dalinn er orðin jafn árviss og
koma Itinna farfuglanna og sjálf-
ur segist hann ftnna til óþreyju
eins og farfuglarnir sem ekki
hverfur fyrr en hann er kominn í
Skíðadalinn.
Að undanfömu hefur Hans
dvalið ásamt fylgdarliði sínu í
gömlu fjárhúsunum á Másstöðum
en eins og greint var frá í síðasta
blaði hefur Oskar bóndi í Dæli
unnið að því í sumar að innrétta
þar aðstöðu til mannvistar. Hans
og fylgdarlið hans hefur um árabil
verið í góðu vinfengi við þau
Dælishjón og fengu heiðurinn af
því að vígja vistarverumar þó ekki
séu þær fullbúnar enn.
Blaðamaður Norðurslóðar þáði
á dögunum heimboð í þessi
óvenjulegu húsakynni og var boð-
ið upp á kaffi, sríðstertu með ný-
tíndum bláberjum og „apfelstrud-
el“ sem er þýsk eplakaka borin
fram með þeyttum rjóma.
Gestgjafarnir ásamt Hans Stött-
er voru Maria Wastl, sem vinnur
að doktorsritgerð, Angelika Biess
sem í sumar er Maríu til aðstoðar
og reynir að gera upp við sig hvort
hún eigi að fara í doktorinn eða
gerast kennari, og Thomas Geist
landafræðinemi. Það má því segja
að í þessum fjögurra manna hóp
séu 3 kynslóðir landfræðinga þó
aldursmunurinn sé ekki mikill.
Thomas er hér í fyrsta sinn, stúlk-
urnar hafa tvisvar dvalið hér áður
við rannsóknir en Hans er hér í
áttunda sinn eins og áður segir.
Nýjar hugmyndir
En hvað er þetta fólk að gera og
hvers vegna kemur það svona aftur
og aftur? Það leikur eflaust fleirum
en blaðamanni Norðurslóðar for-
vitni á að vita og þess vegna setti
undirritaður upp blaðamannshatt-
inn og sneri saklausu kaffiboði upp
í blaðaviðtal.
Hans segir að þær rannsóknir
sem hann hafi verið að vinna að
hér miði að nokkurs konar endur-
skoðun á viðteknum hugmyndum
um landmótun eftir lok ísaldar.
Þær hugmyndir sem hingað til hafa
verið ríkjandi og Sigurður Þórar-
insson og Þorleifur Einarsson hafa
m.a gengið út frá í skrifum sínum
um íslenska jarðfræði hafa ekki að
öllu leyti staðist seinni tíma rann-
sóknir. Þessi endurskoðun er þó
fráleitt bundin við Island og ís-
lenska jarðfræðinga. Það sama er
uppi á teningnum í Evrópu og um
allan hinn norðlæga heim.
Með rannsóknum í Skíðadal
hefur Hans m.a. komist að því að
jöklar hafa sáralítið hreyfst frá
lokum ísaldar. Gljúfrárjökullinn
hefur því verið lítt frábrugðinn því
sem við þekkjum hann nú með
Blekkilinn bísperrtan á sér miðjum
undanfarin 10.000 ár. Hins vegar
hafa berghlaup fallið jafnt og þétt á
þessum tíma og breytt verulega
svip landsins en ekki bara rétt eftir
lok ísaldar eins og menn hafa
freistast til að halda.
Hans segist vera í góðu sam-
bandi við íslenska jarðfræðinga,
t.d. Halldór Pétursson á Akureyri,
og sömuleiðis vísindamenn í
Evrópu sem fást við svipaðar rann-
sóknir t.d. í Alpafjöllum og koma
niðurstöðurnar þeint mönnum síst
á óvart.
Sérstaða Islands
En hefur fjalllendið hér einhverja
sérstöðu?
Maria Wastl svarar þeirri spurn-
ingu á þann veg að vissulega sé
hægt að vinna sambærilegar
rannsóknir víðar og komast að
svipuðum niðurstöðum en hins-
vegar bjóði Island upp á ýmsa
kosti fyrir utan það hversu dásam-
í júníblaði Norðurslóðar
spurðist ég fyrir um, hvort
nokkur kynni botn við vísu-
slitur, sem ég heyrði oft raulað
í æsku minni. Vísuslitrið var á
þessa leið:
Úr Svaifaðardal var seggurinn
frá Seyðisfirði brúðurin
Ekkert lífsmark þessu við
víkjandi kom frá heiðruðum les-
endum fyrst urn sinn og lengi
vel. Leið svo fram yfir júlíblað.
Þá kom allt í einu í póstinum
bréf trá Klöru Arnbjörnsdótt-
ur í Olafsfirði, gömlum Dalvfk-
ingi. Hún kannast við vfsu sem
svipar til týndu vísunnar og gæti
þetta hæglega verið af einum og
sama upprunanum. Vísan er
svona:
Berltöfðaður burt égfer
brúður enginfylgir mér
legt það er að eyða nokkrum vik-
um á sumri í náttúruparadís Skíða-
dalsins. En fræðilega séð væru
kostir Islands þeir helstir að vegna
nálægðar við sjóinn yrðu allar
breytingar í náttúrunni sem orsak-
ast af veðurfari tiltölulega augljós-
ar og fljótar að ganga yfir. Sömu-
leiðis er hér lítið um mannvistar-
leifar á þvf 10.000 ára tímabili sem
um ræðir og ekki eru skógarnir til
að þvæjast fyrir jarðvísindamönn-
unurn. Island er því að mörgu leyti
eins og opin kennslubók í land-
mótunarfræði.
Hans bætir því við að nútíminn
sé sömuleiðis áhugaverður hér og
hið mannlega samfélag. Hann kom
hingað fyrst árið 1982 og á þeim
tíma sem liðinn er hefur t.a.m.
Dalvík tekið miklum breytingum. I
sveitinni er samfélagið tiltölulega
stöðugt og engar meiriháttar breyt-
ingar sem orðið hafa á búháttum
og þess vegna er mannlíf hér gott
og gróið. Hér hefur hann eignast
góða vini og nefnir hann þá sér-
staklega fólkið í Dæli sem hann
hefur átt innhlaup hjá hvenær sem
hann hefur komið.
Nú er blaðamaður orðinn mett-
ur af eplakökuáti og kaffidrykkju
og fer að hyggja á heimferð. A
endanum er öllum stillt upp til
myndatöku framan við fjárhúsin
gömlu/nýju. Við kveðjum svo
þessa sprenglærðu farfugla með
virktum og óskum þeim góðrar
heimferðar.
hjhj
heini ai5 Hjalla, hci/n að
Stakkahjalla.
Þegar ár er liðið eitt
öllu verður þessu breytt
komin kona, komin verður kona.
Hvaðan hún kemur og hvert hún
fer,
hvorugt má ég segja þér,
samt er það svona, samt er það
nú svona.
Ur Hjaltadal er halurinn,
af Höfðaströnd er brúðurin.
Leikur á lukkuhjólum, leikur á
lukkuhjólum.
Klara bendir á, að vísan
kunni að vera staðfærð og stað-
arnöfnunum breytt eftir þörfum
hvers og eins. Mjög trúlegt er
það. En skyldi þetta þá ekki hafa
verið sungið undir einhverju
lagi ? Mér finnst hún þessleg.
Að lokum þakka ég Klöru
kærlega fyrir gott innlegg í mál-
ið. “ HEÞ.
Hálfkveðnar vísur 6