Norðurslóð - 26.08.1994, Side 3
NORÐURSLÓÐ —3
Fannst orðið tíma-
bært að skipta
- Sveinn Jónsson í Kálfsskinni er hættur í hreppsnefnd,
en hamast við að láta hugmyndir sínar um nýjungar í
ferðaþjónustu rætast
Sveinn Jónsson bóndi, trésmiður
og ferðamálafrömuður í Syðra-
Kálfsskinni á Árskógsströnd lét
af starfi sem oddviti og hrepps-
nefndarmaður að loknum kosn-
ingum í vor. Hann hafði þá setið
24 ár í hreppsnefnd og verið
oddviti í tæpan áratug. Eflaust
fínnst fíeirum en þeim sem þetta
ritar undarlegt að hugsa sér
hreppsnefnd Árskógshrepps án
Sveins. Hann hefur verið lang-
mest áberandi af sveitungum
sínum og vasast í mörgu eins og
hann segir sjálfur. Norðurslóð
fannst því tilvalið að taka Svein
tali í tilefni þessara tímamóta.
Það er ekki auðvelt að fá yfir-
sýn yfir starfsvettvang Sveins í
Kálfsskinni. Hann er þó fyrst og
fremst bóndi nteð 130 þúsund lítra
framleiðslurétt á mjólk. Það sam-
svarar 30-40 mjólkandi kúm, en að
sögn Sveins eru oft hátt í hundrað
gripir í fjósinu á Kálfsskinni. Auk
þess er hann með hesta sem ma.
helgast af ferðaþjónustunni sem
fjölskyldan rekur. Ofan í öll þessi
dýr þarf reiðinnar ósköp af heyi
enda heyjar Sveinn af 80 hektörum
á hverju sumri.
Nú, hann er líka aðaleigandi og
stofnandi eins elsta byggingar-
fyrirtækis Eyjafjarðar, Kötlu hf.,
sem reisir hús og önnur mannvirki
víða um héruð. Þá hefur hann setið
í stjórn Sparisjóðs Árskógsstrand-
ar um árabil og nú Sparisjóðs
Svarfdæla. Auk þess hefur hann átt
sæti í stjómum ýmissa fyrirtækja
og samtaka og má þar nefna félag
áhugamanna um vélsleðaakstur
þar sem hann er í stjórn ásamt syni
sínum.
Enn er ótalið það verkefni sem
Sveinn hefur fengist við af hvað
mestum áhuga undanfarin ár:
ferðaþjónustan. Þessa dagana ekur
hann gestum landbúnaðarsýning-
arinnar Auðhumlu 94 að Hrafna-
gili um sýningarsvæðið í hestvagni
sem þýskur hestamaður ók hring-
inn í kringum landið fyrr í sumar.
Vagninn er nýjasti sprotinn á
ferðaþjónustuveldi Sveins og
bama hans en það verður umfangs-
meira með hverju árinu.
Leiddist barlómurinn
„Þetta byrjaði á þvt að Erla Gerður
dóttir mín fór að tala unt að hana
vantaði einhverja skemmtilega
sumarvinnu. Eg sló til og við
keyptum jörðina Ytri-Vik en þar
stendur elsta steinhús sveitarinnar,
65 ára gamalt. Þar byrjuðum við
með bændagistingu, en húsið tekur
16 gesti í rúm og svefnpokapláss.
Það sem hvatti mig líka til dáða
var hvað mér leiddist barlómurinn
í bændum. Það var á þeim að skilja
að ekkert væri hægt að gera ef
hefðbundinn búskapur brygðist.
Ég var ekki sammála þessu. Það
hefur svo bæst í þetta hjá okkur.
Við erum búin að reisa þrjú 50
fermetra sumarhús á jörðinni og
getum bætt fleirum við ef grund-
völlur er fyrir því. Það er á mörk-
unum að þessi fjárfesting standi
undir sér því ferðamannatíminn er
svo stuttur. Ef hægt væri að lengja
hann væri þetta ekkert mál.
Nú má líka segja að nóg sé
komið í bili af gistirými og veit-
ingaaðstöðu í íslenskri ferðaþjón-
ustu. Það þarf hins vegar að auka
afþreyinguna. Við fórum af stað
með hestaleigu og sjóstangaveiði
sem nú er komin um allt land. Við
gerum út 30 tonna bát frá Hauga-
nesi og fáum á hverju sumri
ákveðna hópa, til dæmis er hópur
af Svisslendingum sem er hér 2-3
vikur við sjóstangaveiðar á hverju
sumri.“
Kláfferja og ferðamiðstöð
Það er óhætt að slá því föstu um
Svein í Kálfsskinni að hann verður
seint uppiskroppa með hugmyndir.
Þær hafa líka tilhneigingu til að
verða að veruleika ef hann ákveður
það. Hann hefur í vaxandi mæli
snúið sér að því að byggja upp
ferðaþjónustu á Akureyri. Þar eru
þeir feðgar með mörg jám í eldin-
um. Auk hestvagnsins góða bjóða
þeir upp á sjóskíði og þotur á Ak-
ureyrarpolli og synimir reka mat-
sölustaðinn Pizza 67 við Geisla-
götu. Og hugmyndimar eru síður
en svo þrotnar.
„Við höfum boðið upp á ævin-
týraferðir í Fjörður og er þá farið á
jeppum úteftir en á bát til baka eða
öfugt. Svo er ég að láta athuga
möguleikann á því að setja upp
kláfferju í Hlíðarfjalli ofan við
Skíðastaði. Þar væri hægt að koma
fólki upp í tæplega 1200 metra
hæð á Vindheimajökli. Þar uppi
opnast alveg nýtt skíða- og útivist-
arsvæði sem er opið allt árið. Þá
stæði Akureyri loks undir nafni
sem skíðabær. Ég fékk verkfræði-
deild Háskóla íslands til að gera
athugun á veðurfari þarna uppi til
þess að geta spáð í það hversu
marga daga svona mannvirki
myndi nýtast á ári.
Sjálfur hef ég yndi af vélsleða-
ferðum á vetuma og gæti vel hugs-
að mér að bjóða ferðafólki upp á
slíkar ferðir allan ársins hring. Við
höfum verið að leigja sleða í
smáum stíl á Þorvaldsdal á vet-
uma. Þar hef ég líka boðið ferða-
fólki upp á trússahest með töskum
fyrir farangur. Þetta getur hentað
göngufólki vel því það getur þá
gengið án klyfja.“
Nýjasta framtak Sveins í ferða-
málunum sýnir glöggt framsýni
hans. Hann er að festa kaup á
húsinu sent Umferðarmiðstöðin er
í við Hafnarstræti á Akureyri. Þar
sér hann fyrir sér miðstöð ferða-
þjónustu fyrir allan Eyjafjörð.
„Þorri allra ferðamanna sem
koma til Akureyrar koma í þetta
hús og þar vil ég að sé hægt að
bjóða upp á ódýrar veitingar. Einn-
ig á að vera þar upplýsingaþjón-
usta og sala á ferðum og þjónustu
fyrir allt héraðið. Það er mikilvægt
að hægt sé að kaupa allt á einum
stað en þurfa ekki að leita um allan
bæ. Þá gæti verið þama sala á
minjagripum og munum. Með
svona þjónustu er ég sannfærður
um að hægt sé að auka arðsemi
ferðaþjónustunnar og ánægju
ferðafólksins."
Akveðinn
greindarskortur
En við skulum ekki gleyma okkur í
ferðamálunum heldur skyggnast
aðeins aftur í fortíð Sveins. Hann
er fæddur í Kálfsskinni, en fór á
lýðháskóla í Danmörku þar sem
Jón Trausti Þorsteinsson kenndi
honum ásamt fleirum. Heim kom-
inn lærði hann trésmíðar í Reykja-
vík og þar hóf hann búskap með
henni Ásu sinni. Hún er frá Engi-
hlíð, dóttir Marinós Þorsteinssonar
sem lengi var oddviti í Árskógs-
hreppi.
„Hún gerði það fyrir mig að
koma með mér norður aftur. For-
eldrar mínir voru þá að bregða búi
og enginn vildi taka við kotinu
nema ég sem var yngstur og vit-
lausastur," segir Sveinn og brosir.
Ása er ljósmóðir og starfar sem
slík á Dalvík og Akureyri. Þau eiga
fjögur böm, dæturnar Erlu Gerði
sem er læknir á Borgarspítalanum
og Margréti sem er deildarstjóri í
verðbréfamarkaði Islandsbanka.
Synimir eru Jón Ingi sem veitir
byggingafyrirtækinu Kötlu for-
stöðu og Marinó sem hefur tekið
við ferðaþjónustunni að verulegu
leyti. Báðir eru þeir smiðir að
mennt.
„Ása heldur þessu öllu sarnan,"
segir Sveinn. „Án hennar væri
ekkert vit í þessu, því hún er frem-
ur illa gift, blessunin. Það lýsir
auðvitað ákveðnum greindarskorti
að geta aldrei verið til friðs, þurfa
alltaf að vera að vasast í öllum
hlutum. Það vantar líka í þetta allt
skipulag. Að vísu hef ég það mér
til málsbóta að ferðabransinn er
óútreiknanlegur, maður verður oft
að hlaupa frá öllu þegar eitthvað
kemur upp á. Ég reyni þó að
mjólka kvölds og morgna. Svo hef
ég haft gott starfsfólk, bæði hjá
Kötlu og hér á búinu, sömu menn-
ina árum sarnan."
Rígurinn háir okkur ekki
Sveini fannst orðið tímabært að
skipta um oddvita í kosningunum í
vor, en hann er þó ekki alveg búinn
að sleppa hendinni af málefnum
sveitunga sinna.
„Ég er í stjórn byggðasamlags
um sorpeyðingu og þar eru óhemju
mikil verkefni framundan. Það er
löngu tímabært að við förum að
huga að því hvað verður um ruslið
sem við fleygjum frá okkur. Nú er
verið að athuga möguleikann á því
að nota hluta úrgangsins, þann líf-
ræna, sem áburð. Mér finnst það
spennandi tilhugsun að geta nýtt
ruslið til að græða upp landið.“
Og svo hefur fundist heitt vatn í
landi Ytri-Víkur og Sveinn hefur
áhuga á að kanna möguleikann á
því að veita því um sveitina.
„Þama hefur fundist 50°C heitt
vatn á 150 metra dýpi, en það á
eftir að kanna þetta betur. Ef þetta
er raunhæfur möguleiki gæti það
gerbreytt búskaparháttum hér í
sveitinni."
En Árskógshreppur er ekki bara
sveit. Tveir af hverjum þremur
Ströndungum búa í þorpunum á
Árskógssandi og Hauganesi.
Löngum hefur verið haft á orði að
rígur væri á milli þorpanna og ein
sagan segir að hann sé ástæðan
fyrir því að skólinn og Sparisjóð-
urinn voru settir niður miðja vegu
milli þeirra.
„Jú, það hefur verið rígur á
milli þorpanna," viðurkennir
Sveinn, „en hann hefur ekki staðið
okkurfyrir þrifum. Þessi kjarni við
Árskóg er vel í sveit settur og í
góðu vegasambandi við umheim-
inn, auk þess að vera miðsvæðis í
sveitinni," segir hann.
Verkefnin eru svo mörg
Að lokunt er ekki úr vegi að spyrja
hvað það sé sem rekur Svein áfram
í lífinu. Af hverju getur þessi 62
ára gamli bóndi og smiður aldrei
verið til friðs, svo notuð séu hans
eigin orð?
„Það sem rekur mig áfram er að
mér finnst verkefnin framundan
vera svo mörg að við höfum ekki
efni á því að borga fólki atvinnu-
leysisbætur. En ég finn að það er
ekki endalaust hægt að bæta við.
Dagurinn er einfaldlega ekki nógu
langur til þess. Það er aðalástæðan
fyrir því að ég ákvað að hætta í
sveitarstjóm," segir Sveinn Jóns-
son í Kálfsskinni.
-ÞH
Atvinna
Vantar starfsfólk til matvælavinnslu.
Um er að ræða störf við snyrtingu og pökkun.
Upplýsingar gefur Sigurður í síma 61200
Meðmæli óskast
Frystihús ÚKE Dalvík
Dalvfk
Málningarvörur
frá Sjöfn
Útitex 101 kr. 4.780
Texolín grunnfúavörn 41 kr. 1.824
Texolín þekjandi 41 kr. 3.201
Rex þakmálning 201 kr. 13.123
Byggingavörudeil