Norðurslóð


Norðurslóð - 26.08.1994, Page 6

Norðurslóð - 26.08.1994, Page 6
TÍMAMÓT Skírnir Þann 2. júlí var skírð í Dalvíkurkirkju Erla, dóttir Ellener Sigurðar- dóttur og Ulfars Guðmundssonar, Brekkubyggð 85, Garðabæ. Erla fæddist 23. apríl sl. Séra Hulda Hrönn Helgadóttir skírði. Þann 17. júlí var skírð í Dalvíkurkirkju Anna María, dóttir Sess- elju Antonsdóttur og Bergs Höskuldssonar, Skíðabraut 15, Dalvík. Anna María fæddist 30. janúar sl. Séra Svavar A. Jónsson skírði. Þann 7. ágúst var Eyþór Freyr skírður við útiguðsþjónustu á Há- nefsstaðareit. Foreldrar hans eru Lene Zachariassen og Oskar Snæ- berg Gunnarsson, Dæli í Skíðadal. Séra Svavar A. Jónsson skírði. Hjónavígslur Þann 9. ágúst sl. varð sjötíu og fimm ára Sveinn Sigurðsson, Svalbarði, Dalvík. Þann 24. ágúst sl. varð sjötug Vaigerður Guðmundsdóttir, fyrrum húsfreyja á Hrísum, Hjarðarslóð 4 e, Dalvík. Norðurslóð árnar heilla. Þann 7. ágúst sl. varð sjötug Jónína Árna- dóttir, Bárugötu 12, Dalvík. Systrabrúðkaup fór fram í Minjasafnskirkjunni á Akureyri þann 13. ágúst sl. Þar voru gefin saman í hjónaband annars vegar Hafdís Sigmarsdóttir og Úlfar Kristinssón, Hraunkambi 9 í Hafnarfirði, og hins vegar Hanna Sigmarsdóttir og Hilmar Jakobsson, Fjólu- götu 16, Akureyri. Systumar eru dætur Sigmars Sævaldssonar og Ástu Einarsdóttur á Dalvík. Það var séra Þórhallur Höskuldsson sem gaf hjónin saman. Þann 13. ágúst voru gefin saman í hjónaband í Staðarstaðakirkju á Snæfellsnesi þau Magnea Þóra Einarsdóttir, Hjarðarslóð 4 e, Dalvík, og Örnólfur Einar Rögnvaldsson frá Staðarstað. Hjónin eru búsett í Danmörku. Það var faðir brúðgumans, séra Rögnvaldur Finnbogason, sem gaf þau saman. Þann 20. ágúst voru gefin saman í hjónaband þau Guðmundur Þorbjörn Júlíusson og Áslaug Valgerður Þórhallsdóttir, til heimilis í Miðtúni 3, Dalvík. Athöfnin fór fram í Dalvíkurkirkju og það var séra Svavar A. Jónsson sem gaf hjónin saman. Afmæli Þann 6. og 24. ágúst sl. urðu sjötug hjónin Krist- inn Þorleifsson og Svan- björg Jónsdóttir, Bárugötu 6, Dalvík. FRÉTTAHORNIÐ Húsið Valensía við Hafnarbraut hvarf eins og dögg fyrir sólu um síðustu helgi. Það var Starfsmannafélag Söltunarfélagsins sem virkjað var til niður- rifsstarfsins og það gekk svo rösklega til verks að þegar Ijósmyndari Norður- slóðar mætti á vettvang var ekkert eftir af húsinu annað en skuggi á vegg SFD. Það var fyrst og frcinst til að greiða fvrir umferð um Hafnarstræti sem húsið var látið hverfa en það stóð í vegi fyrir skipulagi. En öll hús eiga sér sögu og við ætlum að rifja upp sögu Valensíu síðar. Mvnd: -i>h Iðnaðarmenn voru að koma fyrir 40 metra langri rennibraut við nýju sund- laugina í vikunni. Hreppsnefnd Svarfaðardals- hrepps hefur nú jafnað niður göngum og sent gangnaseðla á alla viðkomandi bæi. Fyrstu göngur verða helgina 9.-11. september og aðrar göngur helgina 23.-25. sept. Réttað verður í Tungurétt sunnu- daginn 11. september kl 12.30. Hrossasmölun verður föstudaginn 7. október og stóðrétt í Tungurétt kl. 12.30 þann 8. okt. Fjallskila- stjóri vill sérstaklega benda þeim sem hyggjast fara á Tungurétt á að þar verður ekkert fé fyrr en kl. hálf eitt á réttardaginn. ✓ Ymsar framkvæmdir hafa verið í gangi á vegum Dalvíkurbæj- ar eins og vaninn er á sumrin. Stærsta framkvæmdin er að sjálf- sögðu sundlaugin, en einnig hefur verið gengið frá götum og gang- stéttum hér og þar. Nú er búið að samþykkja að leggja kalt vatn út að Hóli, en frá Helgafelli hefur einnig borist ósk um að tengjast vatns- veitunni. Ljóst er að framkvæmdir við nýju sundlaugina dragast eitt- hvað fram yfir mánaðamót, en helsta ástæða tafanna er sú að ít- alskt fyrirtæki sem framleiðir flís- amar sem prýða laugarbakka og búningsklefa sendi flísar í röngum litum í fyrstu atrennu. Þau eru mörg handtökin sem þarf til að koma svona flóknu mannvirki í gagnið og þegar tíðindamaður Norðurslóðar átti leið um bygging- arsvæðið á miðvikudag var verið að koma fyrir 40 metra langri rennibraut sem eflaust á eftir að njóta vinsælda meðal yngri kyn- slóðarinnar. Af öðrum búnaði laugarinnar má nefna að auk aðal- laugarinnar, sem er 12,5x25 m að stærð, verður vaðlaug með sveppi, tveir heitir pottar, eimbað og ljósa- lampi. Einnig er gert ráð fyrir að nota hluta laugarhússins undir lík- amsrækt eða aðra heilsuræktar- starfsemi en beðið verður með að innrétta þann sal. Loks ber að nefna að í tuminum góða sem vak- ið hefur svo mikla athygli verður komið fyrir lítilli kaffistofu þar sem hægt verður að fá sér hress- ingu að afloknu sundi. Forstöðumaður nýju sundlaug- arinnar hefur verið ráðinn Skarphéðinn Pétursson frá Hrís- um og hefur hann verið önnum kafinn við að undirbúa reksturinn og skoða margvíslegan búnað sem þarf til að reka eina sundlaug. Með honum er ráðgert að fastráða þrjá starfsmenn, en ljóst er að í upphafi verður mikil aðsókn og viðbúið að lausráða þurfi fleiri svo hægt verði að sinna nauðsynlegri og lögboð- inni öryggisgæslu. Bæjarstjóm hefur borist upp- sögn rekstraraðila leikskólans Fagrahvamms á sámningi um reksturinn. Þær Anna Jóna Guð- mundsdóttir og Birna Björns- dóttir hafa haft rekstur leikskólans á leigu síðan hann var stofnaður í september í fyrra, en hyggjast nú hætta því frá og tneð 1. júní á næsta ári. Ákvörðun um framtíð Fagrahvamms verður vísað til skólanefndar, en samkvæmt breyt- ingum sem gerðar voru eftir kosn- ingar í vor heyra málefni leikskól- anna nú undir skólanefnd en ekki félagsmálaráð. Fyrr í sumar auglýsti húsnæðis- nefnd Dalvíkur eftir íbúðum til kaups. Þrjár eldri íbúðir voru boðnar falar auk þess sem Tréverk hf. og Árfell hf. buðu til kaups íbúðir sem enn eru ekki risnar. Ákveðið var að gera gagntilboð í tvær eldri íbúðanna. Húsnæðis- nefndin hefur heimild til að kaupa þrjár félagslegar íbúðir á þessu ári og verður þriðja heimildin notuð til að ljúka fjórðu og síðustu íbúð- inni í raðhúsi sem risið hefur við Skógarhóla. Að vanda er töluverður slagur um leiguíbúðir á Dalvík um þessi mánaðamót. Ingvar Kristins- son húsnæðisfulltrúi staðfestir að mikil eftirspurn eftir leiguíbúðum Mynd: -ÞH sé í bænum og skortur á slíku húsnæði. Ingvar segir algengt að fólk leiti til bæjarins eftir leigu- húsnæði, en hann hafi nóg með að útvega starfsfólki á vegum bæjar- ins húsnæði. Félagsheimilið að Húsabakka: Fyrri áfanga að ljúka Nú líður að því að Tréverks- menn skili af sér fyrri áfanga félagsheimilisins að Húsa- bakka. Verið er að ljúka við klæðningu utan á húsið en eftir er að steypa stéttir og grófjafna lóðina svo öllum ytri frágangi sé lokið eins og gert var ráð fvrir í útboði. Hvert framhaldið verður ræðst að nokkru af hvenær framlag Jöfnunarsjóðs til verksins berst en rætt hefur verið um að ganga frá einangrun hússins í vetur. I Húsabakkaskóla hafa enn orðið dálitlar breytingar innan- stokks. Skólabókasafn er kom- ið í nýja stofu sem áður til- heyrði kennaraíbúð og þar er einnig gott kennslurými fyrir litla hópa og sérkennslu. Á móti hefur lítil kennslustofa á efstu hæð verið tekin undir setustofu en önnur kennslu- stofa verið stækkuð um helm- ing með því að rífa þil og opna inn í fyrrum setustofu nem- enda. hjhj Ferðafélag Svarfdæla Vinnuferð á Tungnahrygg verður farin frá Bauga- seli í Barkárdal kl. 11 laugardaginn 27. ágúst. Unnið verður að málningu og viðhaldi skála og gengið nið- ur í Skíðadal daginn eftir. Þátttaka tilkynnist Svein- birni Steingrímssyni í síma 61365. Stjórnin Munið gíróseðlana

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.