Norðurslóð - 28.09.1994, Síða 1

Norðurslóð - 28.09.1994, Síða 1
Svarfdælsk byggð & bær 18. árgangur Miðvikudagur 28. september 1994 9. tölublaö Barentshafsveiðarnar: Björgúlfur tekinn - Verður skipið gert upptækt í krafti einhliða reglugerðar norskra stjórnvalda? Togarinn Björgúlfur EA 312 frá Dalvík er nú í Tromsö í Norður- Noregi og bíður örlaga sinna eft- ir að norska strandgæslan færði skipið að landi með valdi. Ekki er vitað hvað verður um skipið en nú reynir í fyrsta sinn á reglu- gerð sem sett var í Noregi í sum- ar. Samkvæmt henni tóku þar- lend yfirvöld sér rétt til að gera afla, veiðarfæri og skip upptæk ef þau gerðust sek um veiðar á svonefndu fiskverndarsvæði við Svalbarða. Samkvæmt fréttum var Björgúlfur 13 sjómílur inni á því svæði. 1 síðasta tölublaði Norðurslóðar var vakin athygli á því hve Dalvík- ingar hefðu sett svip sinn á Sval- barða- og Smugustríðið. Enn ger- ast tíðindi sem snerta skip frá Dal- vík. Björgúlfur EA togari Utgerð- arfélags Dalvíkinga h/f var útbúinn fyrir veiðar í Smugunni með því að setja um borð útbúnað fyrir salt- fiskverkun. Skipið lét úr heima- höfn í byrjun síðustu viku. A laug- ardagsmorguninn síðasta var Björgúlfur að toga innan um 15 eða 20 skip og með sitt annað hol í túrnurn. Þá kom þyrla frá norsku strandgæslunni yfir skipið. Menn voru látnir síga niður á þilfarið og fyrirskipuðu þeir meðal annars að drepa skyldi á aðalvél skipsins. Það var gert en trollið var þá enn úti. Síðan sigldi að norkst herskip og komu fleiri Norðmenn um borð. Var skipstjóranum Sigurði Har- aldssyni skipað að sigla til TromsO. Sigurður beið um tíma eftir afstöðu útgerðarinnar í landi og fór Norðmönnunum að leiðast þófið og ætluðu að draga skipið til hafnar. Utgerðin lýsti þá yfir um leið og hún mótmælti þessum lög- regluaðgerðum að til að gæta ör- yggis skips og áhafnar mundi Björgúlfur sigla til hafnar. A sama tíma hafði norska gæsl- an tekið Ottar Birting sem er togari í eigu Islendinga en skráður er- lendis. Var hann á veiðum á svip- uðum stað og Björgúlfur. Um klukkan 17 á laugardaginn héldu skipin af stað til lands. Um 50 ís- lenskir og færeyskir togarar sigldu í kjölfarið til að mótmæla þessum aðgerðum Norðmanna. Síðan héldu þau skip aftur til veiða. Þeg- ar þetta er skrifað eru Ottar Birting og Björgúlfur ekki komnir til Tromsö og óljóst er hvað tekur við þegar þangað kemur. Stjómvöld hafa fundað með út- gerðarmönnum og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta og verður þessum agðerðum norsku strand- gæslunnar mótmælt. Einnig er Ijóst að í uppsiglingu er enn eitt dómsmálið í Noregi þar sem Dal- víkingar leika stórt hlutverk. Fyrir eru mál Antons Ingvasonar sem mikið hefur verið rætt svo og mál Blika EA þar sem krafist er skaða- bóta vegna aðgerða norsku strand- gæslunnar í vor. JA/-ÞH Sjávajútvegsdeildin á Dalvík: Orói vegna niðurskurðar Fólkinu fjölgar, en fénu fækkar í Tungurétt. Mynd: -þh Sólríkur réttardagur Helgina 9.-11. september voru göngur og réttir í Svarfaðardal. Á föstudag og laugardag var gengið í öllum döluin og fjöllum hrcppsins og á sunnudegi var afréttarsafnið réttað á Tungurétt. Ekki var það stórt safn, nokkur hundruð skjátur. Það er af sem áður var. Hefur það stórum minnkað frá því í fyrra. Þar ntunaði mestu unt hjörðina frá Ingvörum sem skorin var niður í vor vegna riðu. Riðuglöggir bændur þóttust sjá sjúkdómseinkenni þessarar skæðu pestar á einni á á Tungurétt en ekki skal þó fullyrt um hvort sá grunur reynist réttur fyrr en niðurstaða er kontin úr rannsókn á höfði þeirrar ólánsömu skepnu. Verður vart langt að bíða svars frá Keldunt en vissulega er biðin kvíðablandin. Veður var hið besta á réttardaginn og mikill mannfjöldi saman kominn á réttinni. Kvenfélagskonur seldu kaffi og nteðlæli í Tunguseli. Gangna- menn og aðrir gleðimenn þróuðu sönginn í almenningnum og stemmning- in var fín þó fátt væri um féð. Réttarballið var á sínum stað á Höfðanum undir stjörnubjörtum septemberhimninum og enn einn réttardagurinn var liðinn í Svarfaðardal. hjhj Málin Ieyst eftir vinnustöðvun kennara Nokkur órói hefur verið nú á haustdögum í kringum sjávarút- vegsdeildina hér á Dalvík. Aðal- ástæða þess er að niikill niður- skurður hefur átt sér stað á því fé sem ætlað er til kennslu við deildina, úr 8.8 millj. á árinu 1993 í 7.6 millj. fyrir árið í ár. Til þess að deildin gæti haldið sig innan ramma fjárlaga varð að grípa til svo mikils niðurskurðar að þanþolið brast. Allra leiða var leitað til þess að takast mætti að halda uppi eðlilegri starfsemi við deildina og þykjast menn nú hafa eygt lausnir til að starfsemi deild- arinnar geti verið með eðlilegunt hætti í vetur. Ekki þarf að fara mörgunt orð- um unt mikilvægi sjávaútvegs- deildarinnar, bæði sent hlekks í fræðslukerfi okkar á Norðurlandi og fyrir þróun sjávarútvegsins og þá ekki síður fyrir okkur hér á Dal- vík sem njótum þess að skólanum fylgir bæði ný þekking á staðinn, gott fólk og aukin velta fyrir þjón- ustufyrirtækin á staðnum. Sumarið góða og gæskuríka -1994 Sumarið 1994 er senn á enda runnið, gróður jarðar, grös og blóm eru sem óðast að taka á sig haustlitina, enda byrjar Haust- mánuður nú þessa dagana, nán- SlJMRI HALLAR, HAUSTA FER mátti segja um útsýnið fram í Svarfaðardal á mánudaginn. Mynd: -ÞH ar tiltekið fimmtudaginn 22. september. Hvernig svo sem fer um það sem eftir er sumars munu allir geta lokið upp einum munni, að sumarið 1994 hafi verið einstaklega gott og gæsku- ríkt til lands og sjávar. Eg ætla til gamans að láta hér flakka máltæki, sem vinur minn Halldór Ásgrímsson, alþingismað- ur, kenndi mér endur fyrir löngu. Það er svona: „Það er ekki eftir strítt, sem af er blítt.“ Reyndar var þetta ekki Halldór sá, sem nú er formaður Framsóknarflokksins, heldur afi hans og alnafni, alþingismaður og kaupélagsstjóri í Vopnafirði, en hann sagði, að amma sín hefði kennt sér þetta spakmæli. En hvað þýðir þetta svo? Ekki skil ég það svo nokkurt vit sé í. Áreiðinlega höfðar þetta þó til veðurfarsins, á einhvern handa máta og gæti virst vera einhvers konar umvöndun til manna, sem aldrei geta notið góða veðursins f dag af því að það verði áreiðanlega verra á morgun. Sent sagt eru aldrei ánægðir nteð veðr- ið, hvort heldur það er blílt eða strítt. En um veðurfar almennt sumar- ið 1994 er það segja að flestir munu vera sammála um, að það hafi verið einstaklega þægilegt og notadrjúgt til allra starfa. Gróður jarðar var mjög þroskamikill, þrátt fyrir svala vorið, svo heyskapur varð í lokin mikill bæði að vexli og gæðunt. Þar koma líka til rúllu- baggarnir frægu og fínu. Berjaspretta var Ifklega í slöku meðallagi, einkum voru bláber af- skaplega fá og smá, hvernig sem á því getur staðið. Eftir miðjan sept- entber voru aðalber orðin allstór og þroskuð og tilbúin að gefa góða uppskeru. Þá féll sverð Periklesar, sem alltaf hangir yfir íslenskri berjauppskeru: Nœturfrost, 3-5 gráður 12.-15. september, sem stórskemmdi uppskeruna víðast hvar. Sama má raunar segja unt kart- öflusprettuna. Það tók fyrir vöxt hennar víðast hvar. Samt má víst segja að hún hafi verið í meðallagi að vöxtum og meira en það að gæðunt og eiga ntörg heimili bæði í dalnum og á Dalvík álitlegar birgðir af úrvalsgullauga eða rauð- unt íslenskum eða Helgu eða premíer, sem er allra kartaflna hraðsprottnust, en þykir naumast jafnbragðgóð og þær fyrrnefndu . Ætli við skrúfunt ekki fyrir þetta sírennsli nteð spakmælinu hennar ömmu hans Halldórs heit- ins Ásgrímssonar: Það er ekki eftir strítt, sem af er blítt. HEÞ

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.